blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 11
blaðið FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 FRÉTTIR I 11 framkvæmdastjóri Danskra daga. „Þetta er fjölskylduhátíð undir dönskum áhrifum fyrir Hólmara og vini og vandamenn þeirra.“ Mikið verður um að vera en á dagskránni er hverfahátíð þar sem ellefu hverfi í Stykkishólmi keppa um titilinn „Hverfi ársins“. „Á dagskránni er leikhússýning, kvik- myndahátíð, götumarkaður, sultu- og marmelaðikeppni, fjöltefli með Helga Ólafssyni, bryggjusöngur, úti- tónleikar og margt fleira. Þá hefur öllum götum bæjarins verið gefin dönsk nöfn og bærinn hefur verið skreyttur," segir Anna og bætir við að um tólf þúsund manns hafi sótt hátíðina í fyrra. Haraldur segir að gestir Danskra daga megi reikna með mildu veðri með vætu annað slagið. í góðum félagsskap Jörðin, tunglið, Plútó og Karon Varnarsigur Plútó: Fjölgun í hópi reikistjarna? Nefnd sem er skipuð stjarn- eðlisfræðingum og vísindasagn- fræðingum hefur komið sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnum og nái hún fram að ganga mun reikistjörnum í sólkerfinu fjölga úr níu í tólf. Kosið verður um tillöguna á fundi Alþjóðasambands stjarn- eðlisfræðinga (IAU) í Prag í Tékk- landi í næstu viku og verði hún samþykkt munu skólabörn læra um að átta reikistjörnur - Jörðin, Merkúr, Venus, Mars, Júpiter, Sat- úrnus, Neptúnus og Úranus eru á sporbaug um sólina auk fjögurra annarra reikistjarna sem falla undir undirflokkinn plútónur, en auk Plútó og tungls hans, Kar- ons, falla hnettirnir Ceres og Xena undir þá skilgreiningu. Ástæðan fyrir þessari umbylt- ingu á skilgreiningum á himna- taflinu er sú að deilur hafa magn- ast upp meðal vísindamanna um hvort beri að skilgreina Plútó sem reikistjörnu. Plútó er minni en tunglið og hefur hnötturinn aðeins brot af massa jarðarinnar. Sporbraut Plútó um sólina er ólík braut annarra reikistjarna og líkist frekar fyrirbrigði sem fyrirfinnst í Kuiper-beltinu, sem er belti íshnatta við braut Neptúnusar. Deilan um stöðu Plútó á meðal reikistjarnanna hefur harðnað á síðustu árum ekki síst í kjölfar þess að öflugri mælitæki hafa leitt til uppgötvunar á fleiri íshnöttum á jaðri sólkerfisins. Sumir þeirra eru mun stærri en Plútó. Fram til þessa hafa reiki- stjörnur ekki haft neina vísinda- lega skilgreiningu en yfirleitt á hugtakið við stóran hnöttóttan hlut sem er ekki stjarna en er á sporbaug um stjörnu. ör þróun á mælitækjum og sjónaukum vísindamanna hefur gert það að verkum að fjöldi fyrirbrigða í sólkerfinu fellur undir þessa skilgreiningu. Nefndin sem skil- aði tillögunni fékk það hlutverk að leysa þetta vandamál eitt skipti fyrir öll. Hún hefur verið að störfum í tvö ár og komust nefndarmeðlimir að samhljóða niðurstöðu. Nefndarformaður- inn, Ivan Williams sem er pró- fessor við Queen Mary háskól- ann í London, segir að þar sem undirflokkurinn plútónur nái til hnatta handan Neptúnusar sem fara á ílangri sporbraut um sólina sé ekki ólíklegt að fjölga muni í flokknum í framtíðinni. Síminn 1...........■ a SUMaRTILBOD Á SAMSUNO SÍMUM m SAMSUNG D820 SAMSUNG X650 14.980 kr 37.980 kr. Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum i gegnum blátannarbúnað. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. rnú;; v Nanari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Simans. .......i i -——VI " T'" """WM* Eingöngu innan kerfls Símans

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.