blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 28
28 1 Æk. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 blaðið r*i deiglan deigian@bladid.net Segðu mér sögu Víkingar segja sögur og spita þjóðleg lög á Fjörukránni í Hafnarfirði í kvöld frá klukkan 19:00 til 22:00. Hvað er að gerast CAMERARCTICA LEIKUR MOZARTI HÓLADÓMKIRKJU Næstsiðustu sumartónleikarnir í Hóladómkirkju verða i kvöld, fimmtu- dagskvöld 17. ágúst klukkan 20. Á efnisskránni er Adagio KV 580a fyrir klarínett, fiðlu, víólu og selló og þættir úr Divertimento í es-dúr KV 563 eftir Mozart, þá Kvartett í es-dúr op. 8 nr. 4 fyrir klarinett, fiðlu, viólu og selló eftir Carl Stamitz og loks hinn frægi Kvartett KV 285 fyrir flautu, fiðlu, víólu og selló í d-dúr eftir Mozart. DANS OG GRILL i ALÞJÓÐAHÚSINU Lokakvöld sumardagskrár Alþjóða- húss verður haldið á Café Cultura i kvöld kl. 20. Boðið verður upp á grill- aðan mat og þeir sem vilja geta lært að dansa tangó. Allir eru velkomnir og er enginn aðgangseyrir. Drykkir eru ekki innifaldir. TÓNLISTARVEISLA A HÚSAVÍK i sal Borgarhólsskóla á Húsavík verða leikin lög frá ár- unum 1965-1985 frá klukkan 21:00 - 22:30 i kvöld. Tón- listarunn- endur geta komið og heyrt gömul og góð lög með til dæmis Bitlunum, Clap- ton, Janis Joplin, Dionne Warwick og Queen. Keppnin um flottustu mottuna á Sirkus í kvöld mjr Jóhannes Bjarnason er nefndarmaður í kringum Tom Selleck- keppnina og verður innsti koppur í búri í kvöld. Dómnefnd mun meðal annars taka tillit til útgeislunar keppenda og limaburðar. í kvöld klukkan 20:00 fer fram ansi sérstök keppni í portinu á bak við skemmtistaðinn Sirkus. Þar munu karlar stíga á stokk og keppa í því hver hefur flottasta yfirvara- skeggið, eða mottuna eins og þessi karlaprýði er stundum kölluð. „Fyrsta keppnin var haldin fyrir fimm árum en þá fór hún fram í heimahúsi,“ segir Jóhannes Bjarnason, nefndarmaður í Tom Selleck-keppninni. „Raggi í Botnleðju sigraði fyrsta árið. Næsta ár á eftir ákváðu strák- Myndarieg motta Keppnina kenna aðstandendur við leikarann Tom Selleck, en sá skart- aöi ansi myndarlegri mottu meðan ferill hans stóö sem hæst. arnir að halda á Sirkus og mæting fór fram úr öllum vonum. Rúmlega hundrað manns komu á þennan pínulitla stað og það varð alveg troð- fullt út úr dyrum. Hljómsveitin Flís lék lifandi tónlist og það var hann Harry Jóhannson sem vann þetta kvöld, enda með einstaklega vel snyrta og fallega mottu. Árið þar á eftir varð keppnin enn stærri og Maggi Legó bar sigur úr býtum. Stebbi Stef vann svo í fyrra en við það kviknuðu grunsemdir annarra keppenda um að þarna væri einhver klíkuskapur á ferð, þar sem eini meðlimur GusGus sem á eftir að sigra í þessari keppni er Urður söng- kona,“ segir Jóhannes og hlær. Eins og fyrr segir fer keppnin fram í kvöld klukkan 20:00 í Port- inu á bak við Sirkus sem stendur rétt við gatnamót Klapparstígs og Laugavegar. Gestir eru hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér gott útsýni en skráning fer fram til klukkan 19:00. „Keppnin verður með glæsilegra sniði en nokkru sinni fyrr, en dóm- nefndina skipa Ragga Gísla, Björg vin Halldórsson, Svavar Örn og Raggi í Botnleðju. Þau munu leggja faglegt mat á frammistöðu keppenda þar sem þeir sýna sig áhorfendum. Mat dómnefndar byggist meðal annars á elegans við bjórdrykkju, persónu- leika, stíl, útgeislun, limaburði og að sjálfsögðu sjálfri mottunni. Verð- launin eru heldur ekki af verri end- anum. Sigurvegarinn getur átt von á því að fara heim með nautalund, gervipíku, Clarins herrasnyrtivörur, Thulebjór, skeggsnyrtitæki, JBS nærföt eða ávísun upp á úttektir í tískuvöruverslunum.“ Jóhannes segir að keppendur komi frá að minnsta kosti þremur heimsálfum. „Einn þeirra er frá Hondúras. Hann hefur verið að safná í allt sumar í elegant mottu og nú er hann orðinn svo flottur að hann gæti hæglega verið tekinn fyrir leikara í Carlito's Way.“ Sjálfur segist Jóhannes ekki stefna á toppsætið í keppninni í kvöld, enda langt frá því að vera hlutlaus. „Ég réði náttúrlega dóm- nefndina,“ segir hann að lokum. Fagleg ráögjöf viö val á gerö og stærð. 25 ára reynsla. Allir aukahlutir, hjálmar, hjólafatnaöur, barnastólar og hjólafestingar. Varahlutir og viðgerðir. 5% staögreiösluafsláttur. - taktu mark á sérfræðingum MAvtK www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 RSAUT A llt Herrahjol Barnahjol Domuhjol prinjoi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.