blaðið - 14.11.2006, Side 1

blaðið - 14.11.2006, Side 1
230. tölublað 2. árgangur þriðjudagur 14. nóvember 2006 ■ MEWWIWG Margir vilja miða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands sem haldnir eru til heiðurs John Lennon | s(ða4o ■ FOLK Ellen Stefánsdóttir býr til skemmtilegar dúkkur úr afgöngum sem til falla á heimilinu |s(ða36 FRJÁLST, ÓHÁÐ ORÐLAUS » siða 52 Kevin kostaði 'Britney stórfé^ Talið er að Britney Spears hafi tapað allt að 50 milljón dollurum á meðan hún var gift dansaranum Kevin Federline. Fjölmiðlar vestanhafs hafa grínast með að Federline hafi eytt peningunum hennar í tígrishvolpa og leigu á skemmtigarði. Hópur unglinga brýtur ítrekaö af sér á Akranesi: WWW.SVAR.IS Níu unglingar handteknir ■ Fjöldi afbrota um sumarið og fram á haust ■ Sniffuðu gas ■ Voru ekki talin vandræðaunglingar Eftir Val Grettisson valur@bladid.net ,Þetta var bara bölvaður prakkaraskapur," segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, en tugur afbrota var upplýstur um helgina þegar lögreglan náði í hnakkadrambið á níu 14 ára unglingum. Þeir voru uppvísir að fjölda afbrota sem þeir frömdu um sumarið og fram á haust. Þar bar hæst íkveikjur, innbrot og líkamsárás. Afbrotafaraldurinn hófu þeir um mitt sum- arið með skemmdarverkum ,við léikskóla í bænum. Einhver vitni voru að skemmdunum og báru þau kennsl á unglingana. Við rannsókn- ina kom í ljós að sömu ungmennin höfðu verið uppvís að reiðhjólaþjófnaði, eignaspjöllum, innbroti, íkveikju, nytjastuldi og líkamsárás ásamt minni brotum. Einnig kom í ljós að þau höfðu verið að fikta með gaskúta í tilraunum til að komast í vímu. Þau reyndu einnig að sniffa kveikjaragas en verslunarmenn i bænum neit- uðu að selja þeim vegna gruns um að gasið ætti að sniffa. „Þetta er nú ekki þekktur hópur hérna i bænum,“ segir Jón og bætir við að það hafi komið á óvart hverjir voru í hópnum, því ekki væru allir ung- lingarnir þekktir sem vandræðaunglingar. Hann segir lögregluna hafa á tímabili verið ráðalausa vegna framferðis unglinganna. Bæjarráð Akraness samþykkti, í síðustu viku, að ráða tómstunda- og forvarnarfulltrúa til bæj- arins en það starf er nýtt í bænum. Sjá einnig siðu 4 : MYND/FRIKKI Bensínstöð i byggingu Bensínstöð Essó við Hringbraut rís með hraði þessa dagana. Smiðirnir láta ekki hráslagalegt veður aftra sér frá vinnunni. Þeir eru allir erlendir fyrir utan verk- stjórann. Verkalýðsfélög gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa ekki sótt um undanþágu í stað þess að bjóða þá alla velkomna til starfa þann fyrsta maí. Sjá síðu 18 FERniR » síða 44 r* Jól á Kúbu Ólafur Gíslason fararstjóri / í 7 tekur á móti hópi Islendinga - ^ sem ætlar að eyða jól- \ . unum á Kúbu í stað * \Kanaríeyja' VEÐUR Úrkoma Norðaustan 13-18 í dag. Él norðan- og austanlamds, en léttir til suðvestanlands. Fer kólnandi með deginum. Hiti 1 til 8 stig. ORÐLAUS Hollustan á hreinu Vegvísir um íbúð Jóhann- esar Hauks Jóhannessonar leikara, þar sem ísskáp- urinn er alltaf fullur af ávöxtum og hollustu. Barnahúsgögn sem stækka UÚÍCJKiNfl 4I-CIfllILi0 6 ára Fossaleynir 6-112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is i2ara 1 Sérverslun með barnahúsgögn og fylgihluti

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.