blaðið - 14.11.2006, Page 3

blaðið - 14.11.2006, Page 3
I krefjandi vinnuumhverfi er nauðsynlegt að búa yfir góðri og fjölbreyttri þekkingu. Markmið okkar er að bjóða upp á hnitmiðuð námskeið þar sem áhersla er lögð á að styrkja einstaklinginn og þjálfa hann til verka og sjálfstæðra vinnubragða. Tvær annir Sölu-, markaös- og rekstrarnám 396 stundir Ein önn Skrrfstofu- og tölvunám 258 stundir Nemendur öölast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla er lögö á ábyrgö sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins. (síöari hluta námsins erfarið í rekstrarfræöi, fjármálastjórnun og áætlanagerð. Þetta er frábært nám fyrir alla sem starfa viö sölumennsku og/eöa eigin rekstur. Skrifstofu- og rekstrarnám 462 stundir Nám sem eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá vel undir krefjandi störf á vinnumarkaðnum. Auk þess að undirbúa nemendur til starfa við almenn skrifstofustörf er lögö áhersla á aö gera þá færari í bókhaldsstörfum og afla sér sérþekkingu, og færast með henni nær sjálfum rekstrinum. Tekin eru saman þrjú stór námskeið sem öll styöja meö margvíslegum hætti hvort annað, þ.e. Skrifstofu- og tölvunám, Fjármál & rekstur ásamt viðbótarnámi í Navision viöskiptakerfinu. Almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar öllum sem annaö hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn eöa vilja styrkja stööu sína í starfi. Þetta nám er markvisst og einstakt fyrir það hversu rík áhersla er lögð á aö styrkja einstaklinginn og gera hann hæfari til að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðnum. Meðal kennslugreina eru tölvubókhald, verslunarreikningur, TÖK-tölvuökuskírteini*, streitustjórnun og gerð kynningarefnis. * TÖK er alþjóðleg viðurkenning á tölvuþekkingu einstaklings í upplýsinga-tækni, Windows.Word, Excel, Power Point, Access og Internetinu. Sölu- og markaösnám 264 stundir Skrifstofunám og hönnun 414 stundir Þetta nám þjálfar nemendur til starfa á nútímaskrifstofu. Auk þess að undirbúa nemendur til starfa við almenn skrifstofustörf er lögð áhersla á að gera nemendur færa um að útbúa hvers konar kynningarefni og vera tengiliður fyrirtækis við auglýsingastofur, fjölmiðla og prentsmiðjur. Sölunám og hönnun 420 stundir Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku og gerð kynningarefnis. Rík áhersla er lögð á ábyrgð sölumannsins í starfi og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins. Á seinni önninni er lögð áhersla á að gera nemendur færa um að hanna og útbúa hvers konar kynningarefni auk þess að vera tengiliður fyrirtækis við auglýsingastofur, fjölmiðla og prentsmiðjur. Við bjóðum upp á líflegt og fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja tileinka sér sérþekkingu á sölu- og markaðsmálum eða vilja einfaldlega styrkja sig í starfi. [ náminu er m.a. farið í hlutverk sölumannsins, samskipti við viðskiptavini, markaðsfræði og gerð kynningarefnis. Náminu lýkur með umfangsmiklu lokaverkefni. Fjármála- og rekstrarnám 132 stundir Hér er um að ræða hagnýtt námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu í fjármálum og rekstri fyrirtækja. Námið snýr m.a. að rekstrarfræðum, fjármálastjórnun og áætlanagerðum en áhersla er lögö á verkefnavinnu sem tengd er efninu. Með þessu opnast nýir möguleikar hjá fyrirtækjum og stofnunum sem útbúa sitt eigið kynningarefni og styrkja þar með söluferilinn. Upplýsingar og skráning á vorönn í síma 544 4500 og á www.ntv.is Inntökuskilyrði er almenn kunnátta í verslunarreikningi og í notkunn á Excel töflureikni. ntv .15 NTV I Hlíðasmára 9 I Kópavogi I Sími 544 4500 I www.ntv.is I - viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.