blaðið - 14.11.2006, Side 18

blaðið - 14.11.2006, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Við kteinubakstur Stjómsýslan hefur ekki getað veitt erlendu fólki kennifölur við komu þess til landsins. Það vinnur margt svart, en það á ekki við myndina. INNFLYTJENDUR HAFA MEÐAL ANNARS ÁTT ERFITT MEÐ AÐ: ■ Fá afgreidda kennitölu ■ Komast inn í sjúkratryggingakerfið ■ Fá niðurgreidda íslenskukennslu ■ Skrá lögheimili ■ Fá húsnæði á viðráðanlegu verði ■ Fá skólavist Málefni innflytjenda snúast um launaréttindi, eftirlit og upplýsingar: Umræðan hefur verið drullubakstur ■ Stjórnvöld bjóöa til veislu án veislufanga ■ Tryggja þarf launaréttindi ■ Vilja málefnalega umræöu ,Það er furðulegt að menntað fólk vilji fara með umræðuna í slíkan drullubakstur sem verið hefur undanfarið. Við teljum okkur hafa unnið gott verk að koma þessu í um- ræðuna en hún verður hins vegar að vera á málefnalegum grunni," segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og furðar sig á því hvert umræðan um innflytj- endur er komin þegar flokkurinn er sakað um kynþáttafordóma. Um- ræðan í samfélaginu snerist í sið- ustu viku um fátt annað en málefni innflytjenda og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Blaðið fjallaði ítarlega í sumar um vandræði stjórnsýslunnar Furðulegt að menntað fólk ræðl mállð i drullubakstrí Guðjón A. Kristjánsson Formaður Frjálslynda flokksins með að fylgjast með erlendu starfs- fólki sem hingað kemur og veita því nauðsynlega aðstoð til þess að komast inn í samfélagið með eðli- legum hætti. Þær stofnanir sem eiga að fylgj- ast með hafa verið í stökustu vand- ræðum og viðurkenna að hér á landi sé án efa fjöldi innflytjenda sem kerfið veit ekki af. Sá fjöldi getur numið þúsundum einstak- linga. Ýmis stéttarfélög hafa lýst því yfir að ómögulegt sé fyrir þau að sinna eftirliti til þess að tryggja launaréttindi hér á landi. Ljóst er að sumir atvinnurekendur nota tækifærin sem bjóðast í slöku eftir- liti með því að svindla á opinberum gjöldum og launaréttindum fólks sem hingað kemur. Vöruðu við frelsinu Þegar frumvarp um frelsi fólks frá nýjum aðildarríkjum EES var lagt fram mótmæltu stéttarfélög hringinn í kringum landið og ótt- uðust að núgildandi launakerfi myndi glatast. í ályktunum frá þeim má lesa þá skoðun að nýta ætti frest sem í boði var þannig að stjórnsýslan væri betur í stakk búin að taka á móti fjöldanum. 1 ljós hefur komið að hún hefði líklega haft gott af lengri undir- búningstíma. Þrátt fyrir mótmæli stéttarfélaga víða um land sagði Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra nýverið í ræðustóli á Alþingi að um frumvarpið hafi ríkt sátt milli aðila vinnumarkaðarins. Formaður Alþýðusambands Is- lands hefur síðan stigið fram og upplýst að sambandið hafi stutt frumvarpið. Fréttaljós trausticaibladid.net Trausti Hafsteinsson skrifar um innflytjendur á vmnumarkaðinum k. Fjöldi stéttarfé- m laga varaði við takmörkunum • Vilhjálmur Birgisson Formaöur Verkalýö5- ■ félags Akraness Afgrelötla Wóötkrír á kermftólum fyrtr útlendlnga: Umsóknir um kennitölur í bunkum hjá þjóðskrá ■ Blaðið miðvikudaginn 23. ágúst Engin sátt Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, áttar sig ekki á því hvers vegna ASÍ hafi stutt frumvarpið þegar svo mörg stéttarfélög voru því andvíg. „I ljósi þess að öll þessi stéttarfélög vöruðu við því að takmörkunum yrði aflétt velti ég því fyrir mér hvernig í ósköpunum hægt séað segja að sátt hafi verið á milli aðila vinnumarkaðarins eins og haldið hefur verið fram,“ segir Vilhjálmur. „Eins er óskiljanlegt að ASl skuli hafa stutt frumvarpið í ljósi þeirrar staðreyndar að fjöldi stéttarfélaga varaði við því að takmörkunum yrði aflétt.“ Ekkert eftirlit Guðjón segir mikið tilefni til þess að ræða málefni innflytj- enda og vinnumarkaðarins. Hann íslensk stjórn- iröld bjóða til veislu án veltlnga Aðalsteinn Baldursson Formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur leggur ríka áherslu á að hún fari fram á málefnalegum nótum. „Þó svo að næg atvinna hafi verið í boði hingað til þá getur það fljót- lega breyst. Verkalýðsfélögin eru nú þegar farin að kvarta yfir því að verið sé að ýta frá starfsfólki, sem fyrir var hjá fyrirtækjum, fyrir ódýra starfsfólk,“ segir Guðjón. „Við höfum ekki getað sinnt eðli- legu eftirliti, vitum ekki um alla sem hingað koma, á hvaða kjörum þeir starfa og hvort staðið sé í skilum með opinber gjöld.“ Veisla án veislufanga Aðspurður segir Guðjón gífur- lega mikilvægt að taka vel á móti útlendingum og upplýsa þá strax um þeirra réttindi á eigin tungu- máli. Hann segir stuðning skipta meginmáli. „Hingað til hefur staðið upp á stjórnvöld í þessum málaflokki. Ég er hins vegar ánægður með við- brögð ríkisstjórnarinnar síðustu daga því þau sanna mikilvægi um- ræðunnar," segir Guðjón. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, mót- mælti harkalega þegar stjórnvöld undirbjuggu lög um frelsi erlends vinnufólks. Hann segir kynþátta- fordóma ekkert eiga skylt við mál- efni útlendinga á vinnumarkaði. „1 meginatriðum snýst þetta annars vegar um að taka sem best á móti útlendingum og hjálpa þeim inn í samfélagið og hins vegar um rétt- indi á vinumarkaði,“ segir hann. „Eins og staðan er nú eru íslensk stjórnvöld að bjóða til veislu án þess að eiga nein veisluföng til að bera á borð.“ ÁLYKTANIR STÉTTAR- FÉLAGA ÁÐUR EN LÖGIN VORU SAMÞYKKT: ■ Efling-stéttarfélag: Undirbúningur stjórnvalda óvandaður Fundurinn lýsir miklum vonbrigðum með að eftir óvandaðan undirbúning af hálfu stjórnvalda á nú að keyra þetta stórmál í gegnum þingið á örfáum dögum. Efling —stéttarfélag hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að stéttarfélögunum sé áfram gert kleift að fylgjast með þeinum hætti með ráðningarkjörum útlendinga hjá fyrirtækj- um hér á landi. Nýleg dæmi sýna að til eru atvinnurekendur sem þverbrjóta hér lög og kjarasamninga á vinnumarkaði. Frjálst flæði vinnuafls við þessar aðstæður mun hafa þau áhrif að þrýsta kjörum og réttind- um launafólks á vinnumarkaði niður á við. Birt 27. maí ■ Verkalýðsfélag Borgarness: Stjórnvöld illa í stakk búin Fundurinn bendir á að íslensk stjórnvöld eru illa í stakk búin til að taka á vandamál- um sem án vafa munu fylgja þessari opnun nú. Aukið flæði launafólks frá láglauna- svæðum Austur-Evrópu kemur einnig til með að lækka markaðslaun i landinu og grafa undan íslensku velferðarkerfi. Birt 6. apríl ■ Verkalýðfélag Húsavíkur: Vinnumarkaðurinn ekkí tilbúinn Verkalýðsfélag Húsavíkur gerir alvarlegar athugasemdir við að innlendur vinnumark- aður verði opnaður 1. maí fyrir milljónum íbúa átta þjóða í Austur-Evrópu. Verkalýðs- félag Húsavíkur telur íslenskan vinnumark- að ekki tilbúinn til að taka við auknu flæði launafólks 1. maí. Birt 19. apríl ■ AFL á Austurlandi: (slensk löggjöf ekki tilbúln Ársfundur trúnaðarmanna AFLs - Starfs- greinafélags Austurlands skorar á stjórn- völd að fresta gildistöku reglna um frjálst flæði launafólks frá nýjum aöildarríkjum EB um allt að 3 ár. Fundurinn bendir á að reynslan hefur sýnt að íslensk löggjöf er ekki tilbúin til að taka á málum sem upp hafa komið og í Ijósi mikillar þenslu er hætt við að aukið, eftirlitslaust flæði launa- fólks frá láglaunasvæðum Austur-Evrópu, myndi grafa undan grundvallaratriðum velferðarkerfisins. Birt 3. apríl ■ Verkalýðsfélag Akraness: Launakjörum stórlega ógnað Aðalfundurinn telur að því markaðslauna- kerfi sem viðgengist hefur á íslenskum vinnumarkaði á liðnum árum og áratugum sé stórlega ógnað ef það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi fer í gegn óbreytt. Birt 27. apríl ■ Fulltrúaráð verkalýðsfélaga: Erfitt að fylgjast með launakjörum Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að nýta ekki aukinn aðlögunarfrest gagnvart nýjum löndum Evrópusambandsins orkar mjög tvímælis. Hún ein og sér getur þýtt það að mun erfiöara verði að fylgjast með launakjörum útlendinga hér á landi. Að stjórnvöld skuli ekki hafa fyrirvara gagnvart eftirliti með notendafyrirtækjum og þjónustusamningum býður hættunni heim. Þetta er niðurstaða Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands (slands og Iðnnemasambands Islands. Birt 1. maí ■ Félag járniðnaðarmanna: Varaði við galopnun Fundur í Félagi járniðnaðarmanna haldinn þriðjudaginn 11. apríl varar eindregið við því að innlendur vinnumarkaður verði galopnaður fyrir milljónum ibúa átta þjóða í Austur-Evrópu þann 1. mai nk. Með því að falla frá skilyrði um atvinnuleyfi má búast við að fjöldi erlendra starfsmanna streymi á innlendan vinnumarkað. Sumir atvinnurekendur munu eflaust nýta sér þessa aðstöðu til að koma sér uþp ódýru vinnuafli og pressa á lækkun þeirra launa sem hafa verið á vinnumarkaðnum. Birt 12. apríi ■ Samiðn: Tryggja þarf réttindi launamanna Samiðn leggur mikla áherslu á að samhliða frjálsu flæði þyrfti að nást samkomulag við stjórnvöld um ákveðnar hliðarráðstafanir til að tryggja réttindi launamanna og styrkja eftirlitshlutverk stéttarfélaganna. Þau atriði sem Samiðn lagði til var að fyrir lægi skýr yfirlýsing fé- lagsmálaráðherra um að hann myndi beita sér fyrir aö lögfest yröi notendaábyrgö fyr- irtækja, að beint ráðningarsamband verði meginregla, tryggja að erlend fyrirtæki greiði laun og önnur starfskjör til samræm- is við það sem viðgengst á Islandi og settar verði skorður við gerviverktöku. Því miöur treysti ráðherrann sér ekki til að gefa slíka yfirlýsingu. Birt23. apríi

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.