blaðið


blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 26

blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2006 blaöið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hvers vegna varst' ekki kyrr? Hugurinn bar mig hálfa leið! Ari Matthíasson, framkvævtdastjóri SÁÁ Ari hefur slegið í gegn í auglýsingum þar sem lag Jóhanns G. Jóhannsson- ar Hvers vegna varst' ekki kyrr? hljómar undir. SÁÁ flytur skrifstofur og göngudeild sína formlega úr Síðumúla inn í nýtt húsnæði í Efstaleiti í dag. HEYRST HEFUR... Iólaandanum er vel smurt yfir vetrarmánuðina því nú er jóla- tónlistin farin að óma á hljóðvak- arásum seint í nóvember. Fyrstu jólalögin fóru i spilun í gær og hryllti suma við. Við þessu var að búast, enda versl- anir skreyttar og jólavarningur allur farinn að streyma inn. Margir hverjir skrúfa niður í viðtækinu til að spara jólastemn- inguna og vilja helst ekki heyra vinsæl jólalög eins Jólahjól íoo sinnum fyrir aðfangadag. Verðlaunahátíðin Gullkindin var haldin á Classik Rock í Ármúla fimmtudaginn síðastlið- inn en veitt voru verðlaun þeim sem þóttu hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Hlustendur XFM 91,9 og gestir heimasiðunnar xfm.is voru þeir sem skipuðu hina eiginlegu dómnefnd. Hún skar úr um hverjir „skör- uðu framúr í klúðri og almennum leið- indum“. Fjölmiðlamað- urinn víðkunni Stjáni stuð var annar kynna kvöldsins en honum til fulltingis var ein feg- ursta kona heims, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir. Capone-bræður höfðu veg og vanda af skipulagningu Gull- kindarinnar þetta árið og lofuðu frábæru fjöri. Þeir stóðu fyllilega við loforð sitt og hápunkti fjörsins var náð þegar tilkynnt var um heiðursverðlaunaaf- hendingu kvöldsins. Verðlaunin hlaut Árni Johnsen en hann var ekki á staðnum til að veita þeim viðtöku. Öðrum Capone-bræðra var mikið niðri fyrir vegna fjar- veru, persónu og eðlis Árna og eftir mikinn reiðilestur endaði styttan af gullkind Árna af einhverjum ástæðum á gólfinu í molum og heyrst hefur að staðarhaldarar hafi verið fremur óánægðir með atganginn. Unnur er á ferð og flugi um helgina Unnur Ösp Stefánsdóttir leik- kona er á ferð og flugi þessa dag- ana. Hún leikur í leikritinu Herra Kolbert með Leikfélagi Akureyrar um helgina og flýgur því næst til Þýskalands með Vesturporti þar sem hún tekur að sér eitt aðalhlut- verka í tveimur sýningum á verkinu Woyzeck á leiklistarlistarhátíð. , • „Um helgina fer ég norður. Svo stekk ég upp í bílinn á laugar- dagskvöld og keyri í einum rykk til Reykjavíkur og svo beint á Keflavíkurflugvöll þar sem ég tek næstu vél til Þýskalands með Vesturporti. Allir leikarar verða á sínum stað nema hvað ég tek hlut- verk Maríu í stað Nínu Daggar. Þá liggur leiðin beint til Akureyrar á ný. Unnur segir að það geti fylgt því álag að vera alltaf á ferðinni. „Það hefur verið svolítið slæm færð í vetur, við höfum þurft að reikna þetta svolítið út því það er ekki hægt að taka neinar áhættur þegar það bíður manns fullur salur af fólki. Ég og Edda Björg keyrum saman á laugardagskvöldið og höldum hvor annarri félagsskap á leiðinni. Við setjum bara gott rokk á fóninn og förum á gott, langt fimm klukku- stunda trúnó. Þá er víst engin hætta á að sofna. Mér finnst sérstaklega afslapp- andi og róandi að fara í heitt freyði- bað,” segir Unnur Ösp Stefánsdóttir aðspurð um það hvernig henni finn- ist best að slaka á eftir erfiðan dag. „Sérstaklega á veturna.” Unnur seg- ist líka vera mikil nautnamanneskja og finnist gott að ná sér niður í sóf- anum. Ég nýt þess að lesa og hlusta á góða tónlist. Svo poppa ég eiginlega á hverju kvöldi. Unnur poppar sjálf með gamla laginu í góðum skaftpotti. „Ég er góður poppari,” segir hún. Unnur segist hreyfa sig mikið í vinnunni. „Fyrir utan þá hreyf- ingu sem ég fæ í vinnunni er ég í líkamsrækt og fer stundum í sund. Fer nokkrar ferðir bringusund og eyði svo dágóðum tíma í heita pottinum.” Unnur er nautnamanneskja Slappar af í sófanum eftir erfiðan dag. Mynd/Sverrir Vilhelmsson SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers n(u reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 7 2 8 6 6 3 4 8 9 4 2 7 8 9 4 6 1 5 1 8 9 5 4 6 2 6 9 8 2 9 3 7 4 1 2 2 1 6 4 7 8 9 5 3 7 3 4 9 5 1 8 6 2 5 8 9 3 6 2 1 7 4 4 5 7 8 2 6 3 9 1 6 9 8 1 3 7 2 4 5 1 2 3 5 4 9 6 8 7 8 4 5 6 1 3 7 2 9 9 7 1 2 8 5 4 3 6 3 6 2 7 9 4 5 1 8 eftir Jim Unger 1-5©LaughingStock International Inc./dist. by United Media. 2004 Ef ég fæ góða einkunn er aldrei að vita nema vænt epli bíði þín á morgun. Hvað bar hæst í vikunni? Guðni Bergsson, lögfræðingur Eg held að í fljótu bragði sé þessi endanlega staðfesting á kaupum Björgólfs og Eggerts á West Ham það fyrsta sem kemur upp í hugann. Það verður spenn- andi að fylgjast með framgangi mála þar og gengi félagsins á næstu árum. Ég tel að fyrir- huguð kaup félagsins á Shaun Wright-Phillips séu af hinu góða, sérstaklega ef þeir byrja á því að fá hann lánaðan út tímabilið og kaupa hann svo. Svona fyrst að máta hann við liðið.“ Sigmar Vilhjálmsson, sjónvarpsmaður Ætli það séu ekki kaup Is- lendinga á West Ham sem einkenna sókn okkar og útrás. Það að kaupa einn fornfrægasta klúbbinn á Englandi er ekki eins og að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég er að hugsa um að skrá mig í West Ham- klúbbinn ef hann er þá til. En hann hlýtur að verða stofnaður fljótlega ef hann er ekki til nú þegar. Ég styð íslenskt, já takk.“ Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona Það sem mér fannst frétt- næmast í vikunni voru svör fjármálaráðherra þegar hann var spurður að því hvort ekki ætti eitthvað að gera eftir arðrán eldri borgara með sjóð sem var stofnaður fyrir fjórtán árum. Og fjármálaráðherra sagðist alls ekki geta svarað þessu núna því hann væri ekki búinn að kynna sér málið. Þetta finnst mér skrýtið því það er búið að liggja á borðinu í fjórtán ár. Það fer svo- lítill hrollur um mann að stjórn- málamenn í dag þurfi svolítið lengri tima til umþenkingar.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.