blaðið - 25.11.2006, Side 29

blaðið - 25.11.2006, Side 29
LAUGAfl blaöiö ^5. NÓVEMBER 2006 29 f*W Dalmay 1 Salnum Listamannaspjall Ungverski píanóleikarinn Miklós Dalmay flytur píanósónötur Mozarts næstkomandi mánudagskvöld í Salnum í Kópavogi. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20. Kristin Helga Karadottir myndlistarkona synir verk sin á Listasafni ASÍ um þessar mundir. Á sunnudaginn klukkan 15 mun Kristín Helga spjalla um verk sín á safninu. Allir velkomnir. Menningarhelgin ítalskar kvikmyndir rata ekki oft í íslensk kvikmyndahús en nú er ástæöa fyrir unnendur suöurevrópskrar menn- ingar að storma í bíó því í Háskólabíói stendur yfir ítölsk kvikmyndahátíð. Þar er meðal annars áð finna fimm myndir úr smiðju Pupi Avati sem er þekktasti leikstjóri þeirra Itala. Óhætt er að mæla með II cuore altrove frá árinu 2003. Fátt er betra á köldu síðdegi en að rölta Skólavörðustíginn, kíkja í búðir og setjast inn á Mokka. Stemningin er notaleg, kaffið gott og súkku- laðið það besta í allri borginni. I íslenskum veruleika, þar sem öll kaffihús skipta um svip á nokk- urra mánaða fresti, er kærkomið að geta heimsótt Mokka þar sem tíminn hefur staðið í stað siðan 1958. Ógæfusama konan eftir bandaríska skáldið Richard Brautigan er komin út á íslensku í þýöingu Gyrðis Elíassonar Verkið er fullt af ísmeygilegum húmor, Ijóðrænni dýpt og löngu glöt- uðum tíma sem yljar um leið og hann hrærir upp í hjartanu. Gyrðir hefur áður þýtt þrjú skáldverk Brautigans sem ástæða er til að endurnýja kynnin við. Ekki missa af þessu goði '68 kynslóðarinnar og ógæfusömu konunni sem heldur sínu striki sama hvað ádynur. sem ég sé? Sérðu það Sýningarhald Þjóðminjasafns Islands á ljósmyndum hefur verið öflugt undanfarin misseri og reglu- lega berast þaðan fregnir af nýjum og spennandi sýningum. Inga Lára Baldvinsdóttir er fagstjóri Myndasafns Þjóðminjasafnsins og á hún heiðurinn af fjölmörgum sýningum á vegum safnsins. Hún tók einnig mikinn þátt í að móta ljósmyndaþátt grunnsýningarinn- ar Þjóð verður til. Næsta þriðjudag, 28. nóvember klukkan 12:10, mun Inga Lára kynna myndabrunn safnsins og beina sjónum að töfr- um ljósmyndarinnar sjálfrar og möguleikum hennar til að miðla glötuðum tíma. Fjórar ólíkar ljós- myndasýningar eru á sérstökum skjáum við tuttugustu aldar færi- bandið við endavegg grunnsýning- arinnar á þriðju hæð. Þar er varpað upp myndum af landi og þjóð ár frá ári gegnum alla öldina og fæst þannig yfirgripsmikil sýn. Skjá- myndasýningarnar hafa heppnast afar vel en ýmis vandkvæði geta þó verið fólgin í því að segja sögu með myndum. Það verður forvitnilegt að hlusta á Ingu Láru Baldvinsdótt- ur sjálfa segja frá sýningargerðinni og ræða um val á sýningarefnum og myndum á þriðjudaginn. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á táknmálstúlkun. Nú er kominn tími fyrir blússandi barokk. Kveikið á kertum, umhellið þroskuðu rauðvíni og dustið rykið af öllum þeim Bach-plötum sem til eru í hús- inu. Ekki er verra ef hugljúft og róandi hummið I Glenn Gould heyrist einhvers staðar í bakgrunni. Nú fer sýningu á verkum Þórdísar Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu á Kjar- valsstöðum senn að Ijúka. Þetta er næstsíðasta sýningar- helgin en sýningin ber yfirskriftina Þvi heyrist þó hvíslað að einhverjir muni komast af. Þórdís hefur fengið frábæra dóma hér heima og erlendis fyrir verk sin og um að gera að missa ekki af henni. Skáldin storma nú út um víðan völl og lesa úr nýjum bókum sinum fyrir hvern sem heyra vill. Það er eitthvað við það að heyra höfundinn sjálfan stíga á stokk og lesa eilitið feimnislega upp úr eigin verkum. Jólastemningin magnast innan um appelsinuilm og negulnagla. Ekki láta upplestrana fram hjá ykkur fara. Margar bókabúðir borgarinnar bjóða upp á slíkar uppákomur reglulega fram að jólum. í SÖGU JÓLANNA et fjallaö á íuirlcgan hátt um jólahátíhina fyrr og stöar á fslandi og víftar um heim. Rakin er saga jólanna frá upphafi þegar fátækir sem ríkir héldu Ijósahátíð í skammdeginu. Hér er einstakur fróðleikur settur fram á lilríkan hátt. Árni Björnsson, þjóðháttafrasðingur, lýsir þvt hvemig kirkjan breytti eldra jóiahaldi og mótaði nýtt helgihald, höfðingjar svölluðu og almúginn dansaði en allir re>'ndu að tjalda því besta sem til var á hverju heimili. Cerð er grein fyrir hugmyndum fólks um jólavættir í myrkrinu. Sérstaklega er hugað að þróun hátíðarinnar síðustu hundrað ár sem hefur skipað henni svo sterkan sess í hugum okkar nútímafólks. Hvernig væri líf okkar án jólanna? Hvers vegna byrjuðu þau yíirlcitt? Hvenær uppgötvuðu íslendingar jólasveina og hvaðan komu þeir? Af hverju er alþjóðlegi jólasveinninn kla^ddur rauðu? Hver er Faldafeykir? Hvað voru bamafælur? Hvar er elsta jólatréð á fslandi? Hverjir sömdu jólasálmana? Hvernig skemmti fólk sér á jólunum? Hvaða mat borðaðf fólk? Hver gerði fyrsta jólakortið í heiminum? Hvaða lög eru jólalög? Allt þetta og ótalmargt annað íinnur þú í þessari bók. BÓKIN SKIPTIST I 17 KAFIA: K Bókina prýðir mikill fjöldi teikninga og Ijósmynda sem setja sterkan svip á efnið. 5ACA JÓLANNA er sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla islendinga. Höfundur bókarinnar, Ámi Björnsson, er löngu kunnur fyrir störf sín og bækur enda er hann virtur fræðimaður á sínu sviði. SACA JÓLANNA er fyrir unga sem aldna, alla sem vilja vita eitthvað meira um jólin og njóta þeirra í leíðinni. Tindur Bókaútgáfa Slmar: 660 4753 • 534 6250 www.tindur.is • tindur@internet.is • tindur@tindur.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.