blaðið - 25.11.2006, Síða 31

blaðið - 25.11.2006, Síða 31
blaöiö LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 35 Skákin er félagslegt afl. Hún brúar kynslóðabil og ólíka heima. í Amer- íku kenndi ég börnunum sem ólust upp í fátækrahverfum að tefla. Það er falleg leið til að breyta heiminum örlitið.“ Þegar þú hófst þinn skákferil voru ekki margar konur að tefla opinber- lega. Fannstþérþú vera einangruð? „Ég átti fyrirmyndir eins og Guðlaugu Þorsteinsdóttur sem var glæsileg skákkona og fleiri. Á barna- og unglingaæfingum var ég nánast alltaf eina stelpan sem tefldi. Mér fannst það erfitt og það tók á. Stundum kom ég grátandi heim og sagðist aldrei ætla að tefla aftur. Þetta gerðist miklu fremur þegar ég vann en þegar ég tapaði. Strákunum fannst skömm að því að tapa fyrir stelpu og það kom mér í uppnám. Það hefur alltaf verið hluti af minni sýn varðandi þátttöku kvenna í skák að það verði að búa til samfélag skákkvenna. Þær eigi ekki að vera einyrkjar. Sjálf var ég ein- yrki og það var stundum erfitt. Það verður að búa til samfélag stúlkna sem tefla svo þær geti haft stuðning hver af annarri og breytt skákheim- inum í enn gjöfulli og betri heim. Konur á öllum sviðum verða að hafa þetta í huga - við þurfum að standa saman.“ Maður á alltaf einhvern leik Er skákheimurinn ennþá karlaheimur? „Já, hann er það en það er að breyt- ast til batnaðar. Þetta er áhugaverður heimur. Allt fullt áf svipmiklum og skemmtilegum karakterum." Hverjir eru eftirminnilegastir? „Kasparov er auðvitað eftirminni- legur. Þegar maður er nálægt honum þá er eins og maður sé í námunda við tifandi tímasprengju, hann er svo brjálæðislega kraftmikill og um leið sjálfhverfur, eins og margir snill- ingar eru. Þegar hann er að tefla þá finnst manni að maður sé að horfa á leiksýningu, það eru grettur, svip- brigði og dramatík. Hann er ástríðu- fullur og leiftrandi klár. Svo verð ég að minnast á vin minn Helga Ólafsson en það verður afmæl- ismót honum til heiðurs nú um helg- ina. Helgi er skemmtilegur, hnytt- inn og hefur auðugt listamannseðli. Skákir hans eru skapandi og hug- myndaríkar. Það eru margar frægar sögur til af Helga. Einhvern tíma á sínum yngri árum, eftir að hafa tapað tvísýnni skák, þaut hann út en kom síðan aftur nokkru seinna því hann hafði áttað sig á því að hann hafði gleymt skónum sínum. Skákin er list yfirvegunar en það eru líka miklar tilfinningar sem tengjast henni. Þess vegna er hún aldrei leiðinleg." Hvernig tekurþú því að tapa? „Kannski tek ég því alltof vel, sem er ekki endilega gott. En auðvitað er ég keppnismanneskja og stundum verð ég súr þegar ég tapa. Maður verður að vilja vinna. Eg tapaði í mörg ár fyrir ömmu minni og það kenndi mér að sætta mig við að tapa. Það á við í lífinu sjálfu, alveg eins og (skákinni, að maður verður að kunna að taka ósigrum en halda samt áfram. Þegar talað er um árangur í dag þá eru notuð orð eins og frumkvæði, áræðni og útsjónarsemi. Þetta eru allt grundvallarlögmál góðrar tafl- mennsku. Maður verður að hafa kjark til að leiða atburðarásina og þora að taka áhættu, fara ótroðnar slóðir. Maður verður alltaf að finna einhvern leik jafnvel þótt staðan virð- ist vonlaus. Þannig endurspeglar skákin sjálft lifið. Það er dýrmæt lexía í lífinu að maður eigi alltaf ein- hvern leik.“ Var það ekki stór áfangi í lífi þínu að verðaforseti Skáksambandsins? „Það sem er kannski athyglisverð- ast við það að ég varð forseti Skák- sambandsins er ekki bara að ég er fyrsta konan til að gegna því emb- ætti heldur það að ég er femínisti. Gamalgróið karlaveldi valdi femín- ista til að leiða hreyfingu sína. Það var athyglisvert og róttækt skref hjá þessari góðu hreyfingu. Karlarnir vissu allir að ég hafði barist, skamm- ast og röflað í þeim í mörg ár varð- andi skertan hlut kvenna en þeir ákváðu samt að veðja á mig. Þetta hefur verið gefandi og skemmtilegt starf og það eina sem ég sakna við að vera svona leiðandi í hreyfing- unni er að geta ekki teflt nógu mikið sjálf.” Dásamlegur félagi Tölum aðeins um einkalífið, þú býrð með konu en einhvern tímann las ég viðtal við þig þar sem þú sagð- ist ekki vera lesbía. „Ég var með þeim orðum að reyna að brjóta upp staðlaðar hugmyndir Framhald á ncestu opnu Samba svefnsófi TILBOÐ 59.600 rafmagnsrúm verð frá 84.510 dúnsœngur & koddar eldhússtólar barstólar borðstofa sjónvarpsherbergið náttborð verð 9.800 ; - -V , Kdrolin svefnsófar sófasett & hornsófar stólar / casper 39.000 1.. ■Q' i~ni 5 . *»if www. toscana. is HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIBJUVEGI 2, KOP S;587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG i HÚSGAGNAVAL. HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.