Bændablaðið - 11.04.2006, Side 2
2 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Norðurlandsdeild Veiðimála-
stofnunar og Vegagerðin Norð-
urlandi vestra munu í sumar
hleypa af stokkunum sam-
starfsverkefni er miðar að því
að opna svæði í ám og lækjum
sem hafa lokast af fyrir göngu-
fisk vegna vegræsa. Um rann-
sóknarverkefni er að ræða þar
sem ræsum verður breytt til að
tryggja fiskgengi um þau og
fylgst verður með áhrifum af
lagfæringum fyrir viðkomandi
fiskistofna. Þau svæði sem fyrir
valinu hafa orðið í fyrsta
áfanga eru Fljótin og Blöndu-
hlíð í Skagafirði. Styrkur fékkst
úr rannsóknasjóði Vegagerðar-
innar til þessa verkefnis og er
þetta í fyrsta skipti sem skipu-
lega er ráðist í lagfæringar af
þessu tagi og árangur þeirra
mældur.
Að sögn Bjarna Jónssonar hjá
Norðurlandsdeild Veiðimála-
stofnunar er ein helsta hættan sem
fylgir þverun vatnsfalla í vega-
gerð að ferðir fiska og smærri
vatnadýra takmarkist eða séu
jafnvel alveg hindraðar og bú-
svæði þeirra skerðist. Að hans
sögn hefur mun meiri aðgát verið
höfð þegar stærri vatnsföll eru
brúuð, sérstaklega ef um er að
ræða mikilvægar veiðiár, heldur
en við þveranir minni áa og lækja.
Þessu valdi takmörkuð þekking á
lífríki hinna síðarnefndu.
Bjarni segir hliðarár og minni
læki hins vegar gjarnan vera mik-
ilvæg uppvaxtarsvæði laxfiska-
seiða, ásamt því að urriði og
bleikja hrygna oft í slíkum vatns-
föllum. Þá sé algengt að laxaseiði
gangi upp í hliðarár og minni læki
og nýti sér þau búsvæði til vaxtar.
Mikilvægi þessara vatnsfalla geti
því oft verið umtalsvert fyrir við-
gang og stærð sjógöngustofna.
Aðgerðunum, sem ráðist verð-
ur í í sumar, er ætlað að styrkja
sjóbleikju og laxastofna Fljótaár
og auka við uppeldissvæði sjó-
bleikju og sjóbirtings á Héraðs-
vatnasvæðinu. Ef árangur af
þessu tilraunaverkefni verður
góður er stefnt að því að ráðast í
lagfæringar víðar á landinu.
Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar
styrkir lagfæringu ófiskgengra ræsa
Farsælt sam-
starf í 25 ár
945 samningar
hafa verið gerð-
ir um námsdvöl!
Mikilvægur hluti búfræði-
náms á Hvanneyri hefur verið
námsdvölin á kennslubúinu,
en samstarf skólans og bænda
hófst í janúar 1981. Nú eru
kennslubú LBHÍ 76 víðsvegar
um landið.
Frá upphafi hefur Sigtryggur
Jón Björnsson, kennari á
Hvanneyri, haldið utan um og
þróað þetta farsæla samstarf. Á
meðfylgjandi mynd er Kristján
Friðriksson, búfræðinemi frá
Gautsstöðum á Svalbarðsströnd,
að skrifa undir samning um
námsdvöl sína á Spóastöðum í
Biskupstungum. Þar mun hann
dvelja sem einn af heimilisfólk-
inu við nám og störf næstu þrjá
mánuðina og er hann farinn
þangað þegar þetta er ritað.
Þetta mun hafa verið samn-
ingur nr. 940 sem Sigtryggur
gerir milli skólans, nemanda og
kennslubús. Sú starfsþjálfun og
bóklega námið, sem stundað er
samhliða í námsdölinni, hefur
reynst vera góður skóli og hvað
eftirminnilegasti þáttur námsins
á Hvanneyri að mati flestra bú-
fræðinga. Það er skólanum
ómetanlegt að eiga jafn gott
samstarf við heimilisfólk á
kennslubúunum og raun ber
vitni. /SHe
Hreppsnefnd Breiðdalshrepps
hefur enn einu sinni samþykkt
ályktun þar sem skorað er á yf-
irvöld vegamála að á þessu ári
verði gert verulegt átak í að
lagfæra malarvegi á Suður-
byggð og Norðurdal í Breiðdal.
Kaflar á þessum vegum hafa á
undanförnum árum langtímum
saman verið illfærir vegna
gallaðs ofaníburðar og skorts á
viðhaldi. Við slíkt verður ekki
unað lengur, segir í ályktuninni.
Sigfríður Þorsteinsdóttir,
sveitarstjóri Breiðdalshrepps,
sagði í samtali við Bændablaðið
að þessir fyrrnefndu vegir hefðu
fengið afskaplega takmarkað við-
hald auk þess sem ofaníburðurinn
sé slæmur. Það sé fyrir löngu
kominn tími á viðhald þessara
vega sem báðir eru safnvegir.
Hún segir að ályktanir um að
skora á yfirvöld vegamála að gera
eitthvað í málinu hafi verið sam-
þykktar tvisvar á ári þau fjögur ár
sem hún hefur verið sveitarstjóri í
Breiðdalshreppi en lítið verið
gert. Sagt sé að einhverjir pening-
ar verði settir í að laga þessa vegi
í sumar.
Sigfríður segir hreppsnefnd
Breiðdalshrepps líka leggja
þunga áherslu á að sem fyrst
verði farið í að skipuleggja upp-
byggingu hringvegarins sem enn
hefur ekki verið slitlagður í
Breiðdal og Skriðdal. Hún segir
að þarna séu holóttir fornaldar-
vegir án bundins slitlags.
Það er ofarlega á óskalista
Breiðdælinga að gerð verði jarð-
göng undir Breiðdalsheiði og
Berufjarðarskarð. Sigfríður segir
að þetta hafi verið rætt en enginn
viti hvenær þetta kemst á áætlun.
Með þessum jarðgöngum kæmist
á mjög góð heilsárstenging milli
Fljótsdalshéraðs og Breiðdals- og
Djúpavogshreppa. Hún segir
þessi gögn jafnvel stytta leiðina
fyrir Norðlendinga til Reykjavík-
ur. Brýnast af öllu sé að lagfæra
vegina í Norðurdal og Suðurdal.
Vegir í Breiðdals-
hreppi illfærir vegna
gallaðs ofaníburðar
Símareikningar
vegna ISDNplús
áskriftar
Nokkuð hefur verið um það
að bændur hafi haft samband
við tölvudeild BÍ vegna síma-
reikninga frá Símanum vegna
ISDNplús áskriftar.
Bændur eru hvattir til að
fara vel yfir símareikninginn til
að tryggja að rétt sé með farið.
Einnig er nauðsynlegt að þeir,
sem eru með ISDN+, en ekki
venjulega ISDN áskrift, fari vel
yfir stillingar á FRITZ! hug-
búnaðinum. Miklu máli skiptir
að hugbúnaðurinn sé þannig
stilltur að samband við B-rás
rofni eftir ákveðinn tíma meðan
verið er að rápa á netinu (að-
eins D-rás sé þá tengd) og
hringi síðan aftur inn á B-rás
þegar þörf er á eftir ákveðinn
tíma. Þeir sem eru með ISDN+
fá nefnilega upphafsgjald nið-
urfellt sem afslátt. Það kemur
fram á símareikningi sem
„Afsl. af upphafsgj. ISDN
plús“. Jafnframt er brýnt að fá
sundurliðun á reikningi til að
skoða hvort þær 60 mínútur,
sem eru innifaldar í ISDNplús
áskrift, komi rétt fram undir
liðnum „Símtöl innanlands“.
Ef bændur þurfa á aðstoð að
halda vegna þessa er hægt að
hringja í tölvudeild BÍ sem þá
reynir að leiðbeina eða liðsinna
bændum í samskiptum við Sí-
mann.
Vilja að virðisauka-
skattur af refa- og
minkaveiðum verði
endurgreiddur
Hreppsnefnd Djúpavogs-
hrepps hefur samþykkt álykt-
un þar sem skorað er á Sam-
band íslenskra sveitarfélaga
að beita sér fyrir því við ríkis-
valdið að virðisaukaskattur
af refa- og minkaveiðum
verði endurgreiddur til sveit-
arfélaganna. Málið var rætt á
stjórnarfundi sambandsins
nýlega.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður sambandsins, sagði í
samtali við Bændablaðið að
þetta mál hefði verið rætt áður
og að í ljós hafi komið mikil
tregða hjá ríkisvaldinu að gefa
eftir slíkar greiðslur. Hann
sagði málið til skoðunar og
ekki síst með tilliti til þess að í
undirbúningi eru ný lög um
refa- og minkaveiðar. Frum-
vörpin hafa verið samin en ekki
enn verið lögð fram .
,,Ég er samt ekki bjartsýnn
á að fjármálaráðherra fallist á
að fella virðisaukaskatt af veið-
unum niður. Það hefur líka ver-
ið að gerast á síðustu misserum
að sveitarfélögin hafa orðið að
taka á sig æ stærri hluta af
kostnaði við veiðarnar. Í byrjun
var gengið út frá því að þarna
yrði um helmingaskipti að ræða
milli ríkis og sveitarfélaga en
nú er svo komið, vegna þess að
kostnaðurinn er alltaf að aukast
og ríkið greiðir bara ákveðna
fasta upphæð, að sveitarfélögin
greiða 70% kostnaðar við veið-
arnar en ríkið 30%. Í kjölfarið
hafa sveitarfélögin verið að
breyta skipulagi þessara mála
hjá sér og eitthvað hefur sparast
við það. Hitt er ljóst að ef menn
ætla að vinna á mink og ref þá
þarf meira fjármagn í þennan
málaflokk,“ sagði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson.Hér má sjá illgengt ræsi sem getur hindrað ferð fiska.
Bændablaðið/Jón Eiríksson