Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 7
Það er mikill sannleikur í þessari vísu Kristjáns Bersa Ólafssonar Þegar mælska er borin á borð bestu hjartans vinum reynast löngum ósögð orð áhrifameiri hinum. Kapphlaup Björn Ingólfsson sendi þetta á Leir- inn: Í fréttatíma NFS í kvöld var talað um hugsanlegt Kötluhlaup. Fréttamaðurinn fullyrti að þegar flóðið skylli yfir mundu mannvirki eiga fótum sínum fjör að launa. Fjárhús eiga fótum sínum fjör að launa, hlaupa yfir stokka og steina stjörf af ótta munu reyna. Í upphafi var orðið Jón Ingvar Jónsson orti þegar Lúð- vík Bergvinsson sagði við Blöndal þingforseta: „Herra forseti ég er með orðið“: Það ber hér margt á borðið, menn bralla margt og dúlla, Í uppafi var orðið og orðið var hjá Lúlla. Starfslokasamningur Hjálmar Freysteinsson orti um mest umtalaða starfslokasamning allra tíma á Ísland og sagði: Stefndi fram til stórvirkja sterkum andbyr mætti, árslaun hundrað öryrkja uppskar þegar ´ún hætti. Skeggjaði kratinn Séra Hjálmar Jónsson spyr hvort það hafi ekki verið Böðvar Guð- mundsson sem orti forðum daga? Skeggjaði kratinn skattlagði matinn. Allur fór til andskotans efnahagsbatinn. Öllu fer aftur Magnús Ólafsson, á Sveinsstöðum í Húnaþingi, var eitt sinn á fundi forsætisráðherra á Sauðárkróki . Þar var formaður kjördæmasam- bands framsóknarmanna, Sigurður Árnason, sem er skagfirðingur, að vola út af því að skagfirðingum hefði fækkað og þuldi langa tölu um það. Þá kvað Magnús: Öllu hérna aftur fer eigi margt til varna Í Skagafirði enginn er eftir til að barna Kvæðakver Kiljans Kristján Bersi Ólafsson sendi eftir- farandi á Leirinn: Kvæðakver Hall- dórs Kiljans, kom út alþingishátíð- arárið 1930. Á þeirri bók var um- broti svo háttað að textinn var mjög dreifður og mynduðust stórar eyður á mörgum síðunum. Þetta þótti ný- stárleg uppsetning og ekki laust við að hún hneykslaði suma sem höfðu alist upp við það að líta á pappír sem verðmæti er fara skyldi sparlega með. En um bókina orti Ingveldur Einarsdóttir (1878-1958) vinnukona á Reykjum í Mosfells- sveit: Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver. Um kvæðin lítt ég hirði. En eyðurnar ég þakka þér. Þær eru einhvers virði. Stefnumótun Hreiðar Karlsson segir að stefnu- mótunin sé alltaf erfið! Úr því verður eilíft skak, aldrei neinu miðar. Ef þú sækir aftur á bak eða þá til hliðar. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson 7Þriðjudagur 11. apríl 2006 Á bænum Kúskerpi í Blönduhlíð stendur nýbyggt og glæsilegt fjós nánast fullbúið. Raunar vantar að- eins mjaltaþjóninn til þess að fjósið verði tekið í notkun. Á bænum er félagsbú og hefur verið rekið sem hlutafélag undanfarin þrjú ár. Að búrekstrinum standa tvenn hjón. María Jóhannsdóttir og Einar Hall- dórsson tóku við búinu á jörðinni 1983 og árið 1999 komu Halldór sonur þeirra og konan hans Kolbrún Erla Grétarsdóttir inn í búskapinn. Það hafði staðið til um tíma að tíð- indamaður blaðsins liti til fólksins á Kúskerpi og spyrði þau um búskap- inn. Þegar að því kom virtust allir bændurnir sammála um að María ætti að fræða blaðamann um bú- skapinn, enda stjórnar hún fjármál- unum“, sagði bóndi hennar og brosti við. ,,Ég er fædd og uppalin hér, næstyngst af fimm systkinum. For- eldrar okkar voru Jóhann Lúðvíks- son og Sigurlína Magnúsdóttir. Pabbi var í mörg ár verkstjóri hjá Vegagerðinni og var því að heiman öll sumur og jafnvel framundir ára- mót. Búskapurinn hvíldi því mest á mömmu og svo okkur systkinunum meðan við vorum heima. Ég fór að heiman eins og venja er með ungt fólk og við Einar fór- um að búa á Akureyri. Keyptum okkur íbúð í raðhúsi og þar fæddust tvö eldri börnin, en svo bættust við önnur tvö eftir að við komum í sveitina. Árið 1983 býðst okkur að taka við búskapnum hér heima. Þá er staðan sú að yngri bróðir minn sem hafði verið mömmu og pabba stoð og stytta við búskapinn vildi fara til náms og hafði ekki áhuga fyrir að verða bóndi hér. Það var niðurstaða okkar Einars að fara í búskapinn. Við vissum nokkuð vel hvað við vorum að fara útí því hann er líka úr sveit, fæddur og uppalinn á bænum Mannskaðahóli á Höfða- strönd. En þetta var ekki stórt í sniðum þegar við komum. Hundrað ær, ellefu kýr og mjólkurkvótinn 22 þúsund lítrar og byggingarnar gamlar. Það var því alveg ljóst að við hefðum næg verkefni við að byggja upp jörðina á næstu árum“ Hafa nánast tífaldað mjólkurkvótann ,,Við byrjuðum á að byggja okkur íbúðarhús fyrsta sumarið. Keyptum timburhús frá Siglufirði, byrjuðum á því í maí og fluttum í það í októb- er. Fljótlega var fénu fækkað að réttinum breytt í mjólk og svo var keyptur mjólkurkvóti af og til á næstu 20 árum. Árið 1992 var byggt fjós sem rúmaði 20 kýr og nokkuð af geldneytum. Þetta var bara hefðbundið fjós með haughúsi undir og rörmjaltakerfi. Jafnhliða því að kaupa meiri mjólkurrétt höf- um við svo verið að breyta fjósinu, setjum bása þar sem kálfastíurnar voru þannig að nú eru í því 40 mjólkandi kýr. Við byggðum fjósið með breiðum fóðurgangi þannig að hægt er að keyra heyinu inn á minni dráttarvél. Við fórum strax í rúllu- heyskap þegar við byrjuðum og keyptum upphaflega vélar í félagi við nágranna okkar. En eftir að um- fang heyskaparins jókst eigum við vélarnar ein og er nú komin sam- stæða sem bæði rúllar og pakkar. Það er svo árið 1999 sem næsta jörð hér utan við, Úlfsstaðir er til sölu. Þar var ágætt íbúðarhús og þokka- legt fjós og talsvert land en enginn kvóti. Þá voru Halldór og Kolbrún tilbúin að koma í búskapinn með okkur. Það varð því niðurstaðan að við keyptum jörðina. Þarna höfum við síðan verið með kálfauppeldi, haft þá þar fyrstu 5-6 mánuðina. En Halldór og Kolbrún eiga íbúðarhús- ið alveg sér. Mér finnst það gott skipulag ef fjölskyldurnar geta unn- ið saman. Þetta krefst þess raunar að samkomulag sé gott og áhugi fyrir því sem verið að gera því ekki koma peningarnir sjálfkrafa“. ,,Svo fyrir þremur árum kaupum við eina jörð enn. Það eru Sólheim- ar sem eru svolítið utar í sveitinni. Það er sama fyrirkomulag og með Úlfsstaði. Dóttir okkar Sigurlína og tengdasonur Gunnar Helgi keyptu íbúðarhúsið og hafa búið í því síðan en jörðin og önnur úthús eru eign búsins. Kaupin á Sólheimum gerðu okkur kleyft að vera með mikið að nautgripum í uppeldi því þar er fjós sem sérstaklega var byggt með slík- an búskap í huga. Þegar þarna var komið sögu hafði búreksturinn vax- ið heilmikið af umfangi. Gripirnir í allt farnir að nálgast tvö hundruð á þremur bæjum. Þá tókum við þá ákvörðun að gera búið að hlutafé- lagi sem heitir Kúskerpi ehf. Okkur fannst í raun það vera besta fyrir- komulagið að hver fengi sín laun af búrekstrinum. Við Kolbrún vinnum alfarið að búskapnum, sjáum t.d. nánast alveg um mjaltirnar og erum á föstum launum. Bændurnir eru hinsvegar báðir í vinnu með bú- skapnum. Halldór er frjótæknir í héraðinu og vinnur það sem verk- taki hjá Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. en Einar er með vélaútgerð sem samanstendur af traktors- gröfu,vörubíl og jarðýtu og er oft kallaður til í smærri verk hér í ná- grenninu“. Svo ráðist þið í fjósbyggingu í sumar? ,,Já, eftir þessi jarðakaup voru allar forsendur fyrir að stækka búið verulega breyttar. Greiðslumarkið var komið í 215 þúsund lítra og nóg land. Við erum með um 100 hektara af túnum og svo um 25 hektara undir korni árlega. Okkur líkar mjög vel að hafa kornið og gefum mikið af því bæði mjólkur- kúm og svo geldneytum síðustu tvo mánuðina fyrir slátrun. En gamla fjósið var einfaldlega alltof lítið og gaf enga möguleika til breytinga sem við sættum okkur við. Því var niðurstaðan sú að byggja nýtt frá grunni, en alveg við það gamla og þau eru tengd saman með byggingu. Það var byrjað að grafa fyrir byggingunni 15 sept- ember og fyrsta steypa var fimm dögum síðar. Húsið er stálgrinda- hús 30 x16 metrar að stærð keypt frá Landstólpa eins og allar innrétt- ingar í því. Það eru 71 legubásar í því. Síðan kemur Lely mjaltaþjónn fljótlega. En skýringin á að við höfum ekki tekið fjósið í notkun er sú að við ákváðum að fá nýja út- færslu af mjaltaþjóni og erum nú að bíða eftir að hann komi til lands- ins. Byggingin sjálf er nánast tilbú- in og við erum ánægð með hana, ekki síst að kostnaðurinn verður ekki meiri en við áætluðum í upp- hafi eða um 40 milljónir kr. Aðal verktaki við bygginguna var Tré- smiðjan Ýr á Sauðákróki og svo hafa ýmsir iðnaðarmenn úr hérað- inu komið að þessu. Heimafólkið hefur að sjálfsögðu unnið heilmik- ið við bygginguna. Það er mikið tilhlökkunarefni að taka þessa byggingu í notkun. Við erum að sjálfsögðu búin að undirbúa þetta, eigum mikið af kvígum sem bera á næstu mánuðum þannig að kýrnar verða fljótlega komnar yfir sextíu. Svo má einnig geta þess að við höf- um tekið þátt í verkefninu Norður- landsskógum undanfarin 12 ár. Erum með hluta af heimajörðinni þar sem við erum að rækta, einkum lerki. Það eru komnar niður um 100 þúsund plöntur og þetta dafnar bara ágætlega. En krakkarnir okkar hafa verið mjög dugleg að hjálpa til við að setja niður plöntur og raun- inni allt er lítur að þessu. Við höf- um verið ákaflega heppin með krakkana. Þrjú af þeim hafa mikinn áhuga fyrir búskapnum og sveita- lífinu. Þau hafa öll hjálpað okkur frá því þau höfðu getu og þroska til. Þegar fjölskyldan er samhent verður gaman að fást við búskap- inn og vinnan við hann verður bara skemmtileg. Það er alveg nauðsyn- legt því menn verða ekki ríkir af því að stunda búskap en þegar maður hafur gaman af því sem ver- ið er að fást við líður manni vel“ sagði María Jóhannsdóttir að lok- um. /ÖÞ. Það verður að vera brenn- andi áhugi fyrir búskapnum segir María Jóhannsdóttir á Kúskerpi í Blönduhlíð. Hálmurinn sem ekki náðist í haust var rúllaður í veðurblíðu síðast í febrúar Þau sem standa að Kúskerpi ehf. í nýja fjósinu á dögunum. frá vinstri Einar, María, Kolbrún sem heldur á yngstu dótturinni Halldóru Árný, og Halldór.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.