Bændablaðið - 11.04.2006, Page 21
21Þriðjudagur 11. apríl 2006
Á aðalfundi Hrossaræktarsam-
taka Suðurlands, sem haldinn
var í Þingborg fimmtudaginn 30.
mars síðastliðinn, fluttu Svan-
hildur Hall og Magnús Lárus-
son, reiðkennarar, erindi um
mat á unghrossum.
Magnús sagði í samtali
við Bændablaðið að
þau Svanhildur hefðu
verið að þróa kerfi sem
miðar að því að vinna
með hross yngri en
fjögurra vetra til þess
að flýta fyrir tamningu
þeirra í reið. Hann
sagði þau nota upplýs-
ingarnar sem þau fá í gegnum
þessa vinnu til að leggja mat á
skapgerð, hreyfingar og útlit.
Með þessu er hægt að grisja frá
það sem er miður heppilegt.
,,Það er stundum sagt að hross á
þessum aldri séu misþroska. Samt
er eitt og annað sem við vitum að
er komið til að vera og mun ekki
breytast þegar þau eldast þótt aðrir
þættir geti breyst. Ef við nýtum
okkur þær upplýsingar sem við
fáum þarna getur maður áttað sig á
í hvaða átt hrossið er að þróast.
Hjá sumum er hægt að sjá ákveðna
þætti strax þegar þau eru 2ja vetra,
öðrum 3ja vetra. Á þessum aldri
eru hrossin miklu fljótari að læra
en þau sem eldri eru. Við nýtum
okkur það og kennum þeim það
sem hægt er. Við venjum þau við
að bera hnakk og beisli
og jafnvel að setjast á
bak þeim þótt ekki sé
um beina tamningu í
reið að ræða. Og síðast
en ekki síst að móta við-
horf þeirra gagnvart
manninum og skapa
virðingu og traust,“
sagði Magnús.
Hann sagði að þau
Svanhildur væru búin að vera í
hrossarækt um nokkurn tíma og
noti þessar aðferðir við sína
hrossarækt til að ná þeim mark-
miðum sem þau hafa sett sér. Síð-
an hafa þau unnið með hópa af
hrossaræktendum sem nota þessi
sömu vinnubrögð. Þessi aðferð
þeirra við unghrossin kemur
mönnum til góða við tamningu og
einnig sparar það kostnað að losna
strax við trippi sem munu skila
litlu síðar meir sem reiðhestar og
þetta flýtir líka fyrir að gera hross-
in að góðri söluvöru.
Mat á unghrossum
skilar miklu til
hrossaræktenda
Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar
og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum
stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi.
Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr. 115.020,- m/VSK
Bílskúra- og
iðnaðarhurðir
Vagnar & þjónusta ehf
Tunguháls 10, 110 Reykjavík
Sími: 567-3440, Fax: 587-9192
Afgreiðslutími hurða
3m hæð, 4 dagar.