Bændablaðið - 11.04.2006, Page 22
22 Þriðjudagur 11. apríl 2006
Endurnýting lambamerkja
Á aðalfundi Landssamtaka sauð-
fjárbænda sem haldinn var dagana
30. og 31. mars sl. var samþykkt
að skora „á Yfirdýralækni að
heimila endurnýtingu eyrnamerkja
úr sláturlömbum, án þess að hver
einstakur bóndi þurfi að sækja um
það sérstaklega. Viðkomandi slát-
urhús beri ábyrgð á sótthreinsun
allra lambamerkja.“
Í greinargerð með tillögunni
segir meðal annars að árleg
merkjakaup valdi umtalsverðum
kostnaði hjá sauðfjárbændum, auk
þess sem það stuðli bæði að hag-
ræði fyrir bændur og umhverfis-
vernd að bændur fái að endurnýta
merkin.
Varðveitum
verkþekkinguna
Aðfundurinn samþykkti að beina
því til stjórnar „að leita leiða til að
halda skinnaiðnaði og verkþekk-
ingu sem honum tengist í landinu.
Þótt illa ári nú er mjög slæmt að
láta verðmæti sem felast í verk-
þekkingu og vélum skinnaiðnaðar
hverfa.“
Óviðunandi
vinnubrögð yfirdýralæknis
Aðalfundurinn samþykkti að átelja
„embætti yfirdýralæknis fyrir
óviðunandi vinnubrögð við gerð
samninga og uppgjör vegna riðu-
niðurskurðar. Fundurinn krefst
þess að bætt verði nú þegar úr
þeim brotalömum sem orðið hafa á
gerð og efndum samninga við
sauðfjárbændur sem skorið hafa
niður í baráttunni við riðuveiki.“
Í greinargerð með ályktuninni
segir að bændum hafi verið mis-
munað við samningsgerð, þeir eigi
rétt á að fá lögboðnar bætur
greiddar án eftirgangsmuna, nógu
erfitt sé að láta fjárstofn sinn, um-
turna húsum, eyða heyjum og
farga eigum. Einnig segir að fund-
urinn hafi ekki efasemdir um að
halda beri áfram að bregðast við
riðu með niðurskurði en til þess að
tryggja áframhaldandi samstarf
bænda í baráttunni gegn riðuveiki
verði embættið að standa mun bet-
ur að málum en verið hefur.
Grænn eða
gulur stuðningur?
Aðalfundurinn samþykkti að beina
eftirfarandi „til samninganefndar
um nýjan sauðfjársamning: „Sauð-
fjárbændur komu verulegum hluta
af sínum ríkisstuðningi árið 1995 í
„grænt box“ samkvæmt WTO. LS
krefst þess að við njótum þess þeg-
ar kemur til skerðingar og bú-
greinaskiptingar á „gulum stuðn-
ingi“. Tryggt þarf að vera að út-
flutningsþörf sé uppfyllt til að
halda jafnvægi á innanlandsmark-
aði, komi til þess að ráðherra-
ábyrgð á henni verði afnumin.“
Dýralæknakostnaður
verði skoðaður
Fundurinn samþykkti að beina
„því til stjórnar að láta gera úttekt
á öllu er varðar dýralæknakostnað.
Leitað verði eftir samstarfi fleiri
aðila um málið og leitað eftir fjár-
magni til verkefnisins. Markmiðið
er að kanna lyfjaverð og kostnað
við dýralæknaþjónustu milli hér-
aða, mismun milli Íslands og ná-
grannalanda, og einnig aðgang
bænda að lyfjum í sömu löndum.“
Breytingu á
þungaskatti mótmælt
Fundarmenn ítrekuðu „ályktun frá
síðasta aðalfundi þar sem þeirri
kostnaðarhækkun sem hlaust að
breyttri löggjöf um innheimtu
þungaskatts í gegnum olíugjald var
mótmælt. Fundurinn beinir því til
stjórnar BÍ að ljúka samningum
við fjármálaráðuneytið hið fyrsta.“
Verðhækkun á
orku mótmælt
Fundurinn mótmælti „hækkun á
raforkuverði, sem er tilkomið með
nýjum raforkulögum og bitnar illa
á bændum. Fundurinn hvetur
stjórn BÍ til að standa fast á hags-
munum bænda að þessu máli.“
Tölvumál og netsamband
Á aðalfundinum voru samþykktar
tvær ályktanir um tölvumál og net-
tengingar bænda. Í annarri er fagn-
ar fundurinn „þeirri vinnu sem er
farin af stað við nýjan Fjárvís og
hvetur til áframhaldandi þróunar í
samvinnu við bændur. Tryggðar
verði áfram viðunandi lausnir
varðandi skýrsluhald í sauðfjár-
rækt, þar til allir hafa fengið ásætt-
anlega nettengingu.“
Í þeirri síðari er því beint „til
stjórnar BÍ að fylgja því eftir að
flýtt verði sem mögulegt er að
bæta aðgengi fólks í hinum dreifðu
byggðum landsins að háhraða int-
ernet tengingum.“
Hækkanir umfram verðlag
Stjórn LS var brýnd til „að ná fram
verulegum hækkunum á afurða-
verði, umfram verðlagsþróun, á
komandi hausti.“
Varnarlínum sé viðhaldið
Fundurinn skoraði „á stjórnvöld að
tryggja fjármagn til viðhalds og
endurnýjunar á sauðfjárveikivarn-
arlínum.“
Í greinargerð segir að það sal-
gerlega ólíðandi að vörslu og við-
haldi varnargirðinga sé ekki sinn
fyrr en langt er liðið á sumar og í
sumum tilvikum séu girðingar ekki
reistar við. „Ekki má slaka á í bar-
áttunni við búfjársjúkdóma eins og
riðu, garnaveiki, tannlos, kýlapest
og kláða eða veikja varnir gagn-
vart sjúkdómum sem borist geta til
landsins,“ segir þar.
Viðbrögð við fuglaflensu
Fundurinn beindi því „til yfirdýra-
læknis að kynna sem fyrst í
Bændablaðinu, viðbrögð við fugla-
flensu berist hún til landsins.“
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda
Svipmyndir frá aðalfundinum
WECKMAN STURTUVAGNAR
H. Hauksson ehf.
Suðurlandsbraut 48
Sími 588 1130
Fax 588 1131
Verðdæmi:
6 tonn
Verð kr. 550.000 með virðisaukaskatti
8 tonn
Verð kr. 675.000 með virðisaukaskatti
10 tonn
Verð kr. 755.000 með virðisaukaskatti
12 tonn
Verð kr. 840.000 með virðisaukaskatti
(Athugið! Fleiri gerðir í boði: 1,5 - 17 tonn)
Bændablaðið
kemur næst út:
þriðjudaginn
2. maí