Bændablaðið - 11.04.2006, Page 36

Bændablaðið - 11.04.2006, Page 36
36 Þriðjudagur 11. apríl 2006 Grænfóðurrýgresi er einhver dug- legasta jurt sem íslenskir bændur eiga kost á að nýta. Það er duglegt af stað, er öflugt í glímunni við arfa, einkum sumarrýgresi, það myndar býsna þéttan grassvörð á skömmum tíma, það er orkuríkt þangað til það sprettur úr sér, kýr eru sólgnar í það og eftir slátt eða beit sprettur það jafnharðan upp aftur. Samandregin reynsla margra tilrauna, einkum á Hvanneyri og Möðruvöllum, með frum- og end- urvöxt rýgresis gegnum árin, er nokkurn vegin þessi, uppskera gef- in í hestburðum (hb.) sem er 100 kg þurrefnis á hektara. 55-60 dögum eftir sáningu er uppskera sumarrýgresis orðin um 25 hb. en vetrarrýgresis nokkrum hb. minna. Spretta er þá ör, 1-2 hb./dag næstu 10 dagana en minnkandi upp úr því, enda neðri blöð farin að sölna. Ef rýgresi er slegið 55-60 dögum eftir sáningu má gera ráð fyrir að 20-25 dögum seinna sé endurvöxtur orðinn a.m.k. 20 hb. og dagleg spretta álíka og kringum fyrsta slátt, 1-2 hb./dag. Ef rýgresi er slegið 70 dög- um frá sáningu er uppskera um 40 hb. og 40 dögum seinna er endur- vöxtur orðinn álíka mikill að vöxt- um. Ef rýgresi er slegið eftir 55- 60 daga og endurvöxtur sleginn um 30 dögum síðar má vænta þess að mánuði seinna sé komin sæmi- legasta beit. Allt er þetta þó að breyttu breytanda, árferði skiptir miklu, ekki síst geta vorþurrkar seinkað spírun svo rétt er að sá sem fyrst. Þó rýgresi sé blautt (um 15% þurrefni) hafa bændur haft góða reynslu af því að slá og rúlla rý- gresi. Skilyrði er að jarðvegur sé mjög vel unninn og sléttur, sláttu- nánd hófleg og öll vinnubrögð mildileg. Vetrarepja er allt annars eðlis en rýgresi. Hún er tvíkímblöðungur og þess vegna mjög auðug af stein- efnum, sérstaklega kalsíum, og orkurík; þurrefni í repju er talið ígildi þurrefnis í korni. Repjan myndar mjög þétta blaðþekju og þegar hún er komin í góðan vöxt fer saman myndun á nýjum blöð- um og sölnun eldri blaða. Eftir því sem stöngullinn lengist, lyftist blaðþekja en undir henni eru berir stönglar. Ef repja verður fyrir kuldakasti meðan á spírun stendur er hætt við að hún hlaupi í njóla. Þá fer stöngullinn að mynda blóm en blaðmyndun stöðvast. Þess vegna þarf að gjalda varhug við því að sá henni mjög snemma. Þar sem stöngulendarnir eru fjarlægðir við slátt/beit fæst aðeins ein upp- skera af repju. Tilraunir hafa sýnt að ef vel sprettur er komin góð beit (30 sm há) eftir 60-65 daga. Þá standa um 25-30 hb. á rót, mestmegnis blöð. Repjan sprettur hratt en viðbótin er að mestu stönglar, sem vafasamt er hvor nýtast á beit. Repjan er mjög blaut, þurrefni er yfirleitt um og undir 10%. Nýting rýgresis og repju á randabeit hefur verið mæld á Möðruvöllum og Hvanneyri. Sam- andregin reynsla af þeim athugun- um á nýtingu rýgresis og repju er sem hér segir: Landþörf tekur mið af því að kýrnar bíti 5 kg þe./dag. Ef menn ætla þeim að bíta meira er landþörfin þeim mun meiri. Frá því að sumarrýgresi sýnir fyrsta vott um skrið og næstu 20 daga (uppskera 15-45 hb.) má gera ráð fyrir 80-90% nýtingu við hæfilega randabeit. Ekki má færa rafstreng meira en 1,5 metra í senn, allt umfram það leiðir til mun lakari nýtingar. Í byrjun má ætla að kýr bíti 120 g þe./m² en 400 g þe./m² í lok- in. Þetta þýðir að kýrin þarf í upp- hafi 42 m²/dag. Ef rafstrengur er færður tvisvar á dag, 1,5 m hvoru sinni, þarf hún 14 lengdarmetra. Í lokin þarf hún að sjálf- sögðu miklu minna, 12,5 m²/dag, sem samsvarar 4 lengdarmetrum þegar fært er um 3 m á dag en 12 m ef skömmtuð er eins metra skák á dag. Til að fullnægja þessari þörf (5 kg þe./dag í 20 daga) þarf hver kýr liðlega 500 m² Um vetrarrýgresi gildir hið sama nema hvað ekki er hægt að miða við þroska heldur uppskeru og að hún er í upphafi 5-7 dögum seinni en sumarrýgresi. Ætla má að nýtingartími vetrarrýgresis frá byrjun beitar (15 hb.) sé allt að 30 dagar. Bitið magn er hið sama og sumarrýgresis í upphafi (42 m²/dag) og vex næstu 20 daga upp í 400 g m²/dag en standi í stað eftir það. Til að fullnægja þörf í 30 daga þarf kýrin um 650 m². Samkvæmt reynslu frá Möðruvöllum og Hvanneyri er endurvöxtur eftir beit lítils virði til beitar en endurvöxtur eftir slátt nýtist mjög vel. Um endurvöxt eftir slátt gildir væntanlega svipað og um frumvöxt, ef beit hefst eftir um 20 dögum eftir slátt. Vetrarrepja getur eftir 60- 65 daga (30 sm há) verið komin í það ástand að nýtanleg uppskera verður ekki meiri og er þá orðin 300-400 g/m². Viðbótarvöxtur felst í stöngulmyndun sem ekki nýtist. Kýrnar bíta nær eingöngu nývaxin blöð, og þurrefni þeirra er fullt ígildi kjarnfóðurs. Takmörkun á lengd nýtingar- tíma repju, er hvenær rafstrengur er farinn að liggja í blöðunum. Mikill stöngulvöxtur er þess vegna óæskilegur. Ef repja reynir að blómstra stöðvast nýmyndun blaða að mestu og nýtingin versnar mikið. Landþörf miðað við meðal- nýtingu á Hvanneyri 2005 (360 g þe./m²) er um 14 m²/dag eða um 5 lengdarmetrar (fært tvisvar). Til að fullnægja þörfinni í 30 daga þarf kýrin 420 m². Í seinustu tölublöðum Bænda- blaðsins lýsa nokkrir bændur hvernig þeir skipuleggja sumar- beit. Að sjálfsögðu er þar sitt með hverjum hætti og fleiri tegundir notaðar en hér hefur verið sagt frá, svo sem hafrar, sumarrepja og næpa. Margir randbeita grænfóður, aðrir hólfabeita. Einn vísar til lé- legrar nýtingar á frumvexti rýgres- is en að há eftir slátt nýtist mun betur. Sömuleiðis er mjög breyti- legt hvernig ný og gömul tún eru nýtt til beitar. Margir gefa einnig hey með beitinni, ýmist skammtað eða óskammtað ásamt kjarnfóðri. Ekki kemur fram í þeim pistlum hve mikið magn (í kg eða fóður- einingum) kýrnar taka af beit. Í því sambandi er fróðlegt að skoða hvað enskar heimildir segja um samspil beitar og viðbótarfóð- urs. Í því sambandi skiptir höfuð- máli hve mikla beit kýrnar hafa að- gang að. Ef beitargróður er svo mikill að kýrnar myndu ekki bíta meira þó meira væri í boði, og jafnframt af miklum gæðum, hef- ur ekkert uppá sig að gefa hey eða rúlluhey. Hvert kg sem þær éta af því dregur nær jafn mikið úr beit- inni. Kjarnfóðurgjöf með svona mikilli beit gefur heldur ekki mikla viðbótarmjólk, 0,6-0,9 kg pr. kg kjarnfóður. Eftir því sem meira skortir á að kýrnar nái auðveldlega fylli sína á beit fæst meira fyrir heygjöf. enda má þá spyrja sig hvort er viðbóta- fóður, heyið eða beitin? Randabeit kostar nokkra vinnu og þess vegna er eðlilegt að bænd- ur hafi áhuga á öðrum beitarkerf- um, stöðuga beit eða hólfabeit. Það er sama hvor aðferðin er notuð, til að fullnýta átgetu kúnna þarf gras að vera hátt og það verður að skilja talsvert eftir. Þessu fylgir óhjá- kvæmilega talsverð bæling og uppsöfnun ónýtanlegrar uppskeru. Til að viðhalda beitilandi yfir sum- arið þarf ef vel á að vera að slá landið niður og nokkrir bændanna lýsa góðum árangri af notkun slíkra tækja. Randabeit er, ef litið er frá núll- beit (slá í kýrnar), sú beitaraðferð sem best tryggir að saman fari góð nýting uppskeru og stjórnun á því magni sem kúnum er ætlað að éta. Með því að stilla saman ræktun rýgresis og repju, slætti og beit er hægt að tryggja mjólkurkúm góða og næringarríka beit a.m.k. frá miðju sumri, sbr. greinarkorn mitt í Bændablaðinu 28. febrúar sl.Vetrarrýggresi 17. ágúst. Vetrarrepja 17. ágúst. Ekki mátti færa strenginn lengra án þess að nýting stórversnaði. Beitarathugun á Hvanneyri. Hvað geta rýgresi og repja gefið okkur? Ríkharð Brynjólfsson, LBHÍ, Hvanneyri Viðhald Holdsöfnun Nýtanleg orka Mjólk + 1 kg 75g Áhrif 1 viðbótar FEm í kjarnfóðri á gróffóðurát, nyt og fitusöfnun + 1.0 FEm kjarnfóður - 0.38 FEm gróffóður

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.