Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 41

Bændablaðið - 11.04.2006, Síða 41
41Þriðjudagur 11. apríl 2006 15. – 22. ágúst Landbúnaðarferðin okkar er að þessu sinni til Bæjaralands í Þýskalandi og Austurríkis og er fyrir alla þá sem hafa mikinn áhuga á landbúnaði. Lögð verður sérstök áhersla á heimaframleiðslu á hinum ýmsu landbúnaðarvörum og má þar telja sultur, söft, pylsur af ýmsum gerðum, osta, ávexti, egg, kjöt og ýmislegt fleira sem hægt er að kaupa beint af bóndanum. Heimsóttir eru bæir sem gefa hvað fjölbreyttasta mynd af því sem er í boði á þessu svæði, framleiðsluaðstaða skoðuð og síðan að sjálfsögðu hefðbundinn búskapur. Ekki er úr vegi að fara í eitt sel, en mikið er um ostaframleiðslu á þessum slóðum. Flogið er til München og gist þar eina nótt áður en haldið er sem leið liggur til Austurríkis þar sem að gist er í 2 nætur. Seinni hluta ferðar verður gist í 4 nætur á hóteli í bænum Kempten. Í ferðinni verða áhugaverðir ferðamannastaðir að sjálfsögðu skoðaðir í leiðinni. Fararstjóri: Inga Sigga Ragnarsdóttir s: 570 2790 www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Landbúnaðarferð Verð: 96.300 kr. á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is Suður Þýskaland og Austurríki Heimavinnsla landbúnaðarafurða Spurningakeppni Stranda- manna sem Sauðfjársetur á Ströndum stóð fyrir fjórða árið í röð lauk nú um helgina með sigri starfsmanna Hólmadrangs. Þetta árið mættu tólf lið til leiks en liðin hafa verið sextán undan- farin ár. Liðin sem hófu keppni eru Strandamenn í Kennarahá- skóla Íslands, Nemendur Hólmavíkurskóla, Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskólinn á Drang-snesi, Félagsmiðstöðin Ozon, Kennarar í Grunnskólan- um á Hólmavík, Hólmadrangur, Sparisjóður Strandamanna, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, skrifstofa Hólmavíkurhrepps, félag eldri borgara á Ströndum og Strandahestar. Lokabáráttan var æsispennandi en þá voru tvær umferðir og stóð baráttan milli þeirra fjögurra liða sem eftir stóðu. Keppnirnar voru allar hnífjafnar, en í fyrri umferð sigruðu Strandamenn í KHÍ lið kennara við Grunnskólann á Hólmavík og starfsmenn Hólm- drangs sigruðu Leikfélag Hólma- víkur. Báðum viðureignunum lauk með eins stigs mun. Í úrslitaviður- eigninni sigraði svo Hólmadrangur Strandamenn í KHÍ 20-18. Hlutu þeir að launum svokallaðan Visku- bikar til varðveislu í eitt ár og veg- leg bókaverðlaun ásamt páska- eggi. Áður höfðu kennarar við Grunnskólann á Hólmavík unnið bikarinn tvisvar og Strandagaldur einu sinni. /KS Starfsmenn Hólmadrangs hampa Viskubikarnum 2006. F.v. Pétur Matthíasson, Björn Fannar Hjálmarsson og Þröstur Áskelsson.. /Bændablaðið Kristín Sigurrós Starfsmenn Hólmadrangs fróðastir á Ströndum Sigurður Sigurðarson, dýralæknir Kaplaskjól Þegar ég fer um landið tek ég eftir því að útigangs- hross hafa ekki alls staðar fullnægjandi skjól, hvorki náttúrleg né manngerð. Sumir setja eitthvert drasl út í hagana svo sem gömul kefli undan rafmagnsköpl- um eða spýtnabrak og telja sig hafa gert skyldu sína. Sums staðar er það þó betra en ekkert. Enn er allra veðra von. Kvöldin eru kaldlynd úti á nesjum og inn til dala. Hús er á við hálfa gjöf, segir fornt spakmæli. Reyndar þekkja þó allir að hrossin eru harð- ger og velja frekar að vera úti en í vondum húsum og jafn- vel frekar en að vera inni í góðum húsum, ef veðrið er ekki mjög slæmt. Skjól og skýli eru þó nauðsyn í hrak- viðrum. Af hverju sjá ekki allir hrossaeigendur sóma sinn í að koma upp fullgild- um skjólum, þar sem náttúr- leg skjól eru ekki til? Af hverju láta búfjáreftirlits- menn þetta viðgangast árum saman sums staðar? Það er þeim til skammar og okkur öllum. Víða kvelja útigangs- hrossin, og reyndar þau sem inni eru líka, sníkjudýr bæði útvortis og innvortis. Eig- endur ættu að setja sig oftar í spor skepnanna sinna og hugsa sér, hvort þeir vildu láta naga sig innan af ormum og utan af lús án þess að líkna og lækna, sem er auð- velt.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.