Bændablaðið - 11.04.2006, Qupperneq 43
43Þriðjudagur 11. apríl 2006
Meginniðurstöður ársreiknings
2005
Yfirlit um breytingu á hreinni eign til greiðslu
lífeyris 2005:
Efnahagsreikningur 31. desember 2005:
Í milljónum króna 2005 2004 Í milljónum króna 2005 2004
Iðgjöld 417 388 Hlutabréf og verðbréfasj. 14.033 9.848
Lífeyrir -655 -615 Markaðsverðbréf 3.113 2.531
Fjárfestingartekjur 2.046 1.473 Veðlán 489 743
Fjárfestingargjöld -65 -21 Önnur útlán 479 546
Rekstrarkostnaður -32 -27 Bankainnistæður 0 26
Kröfur 72 65
Hækkun á hreinni eign á árinu 1.711 1.197 Aðrar eignir 98 150
Sérstök innborgun 2005 2.630 0
Hrein eign frá fyrra ári 13.894 12.697 18.283 13.908
Skuldir -48 -14
Hrein eign til greiðslu lífeyris 18.236 13.894 18.236 13.894
Tryggingafræðileg staða
Í árslok fékk sjóðurinn sérstakt framlag úr Ríkissjóði og bætti það stöðu hans til muna. Gerð var tryggingafræðileg úttekt á
sjóðnum miðað við árslok 2005. Endurmetin hrein eign sjóðsins miðað við 3,5% ávöxtun nemur í árslok 2005 18.752 mkr. og
verðmæti framtíðariðgjalda 4.160 mkr. eða samtals 22.912 mkr. Heildarskuldbindingar nema 21.911 mkr. Sjóðurinn á því
1.001 mkr., eða 4,6%, umfram heildarskuldbindingar. Áfallnar skuldbindingar nema 16.184 mkr. Hagnaður miðað við áfallnar
skuldbindingar er því 2.568 mkr., eða 15,9%. Í árslok 2004 voru eignir 9,7% lægri en heildarskuldbindingar og 5,7% lægri en
áfallnar skuldbindingar.
Lífeyrisskuldbindingar
2005 2004 2005 2004
Hlutfall eigna af Hlutfall eigna af
heildarskuldbindingum 104,6% 90,3% áföllnum skuldbindingum 115,9% 94,3%
Ávöxtun – Fjárfestingarstefna
Ávöxtun sjóðsins á árinu var 14,15% sem jafngildir 9,61% hreinni raunávöxtun. Hrein raunávöxtun árið 2004 var 7,13%.
Helstu ástæður betri ávöxtunar en 2004 er sú að erlendir markaðir gáfu betur af sér og mikil hækkun varð á innlendum
hlutabréfum. Lítil ávöxtun varð hins vegar á ríkisskuldabréfum. Samkvæmt fjárfestingarstefnu sjóðsins 2006 skal samsetning
eigna vera sem næst eftirfarandi hlutföllum: Skuldabréf með ríkisábyrgð 40%, önnur skuldabréf 25%, erlend hlutabréf 25% og
innlend hlutabréf 10%. Heimilt er að leggja allt að 15% eigna inn á bundna innlánsreikninga.
Kennitölur
2005 2004 2005 2004
Nafnávöxtun 14,15% 11,32% Eignir í íslenskum krónum 80,78% 78,65%
Hrein raunávöxtun 9,61% 7,13% Eignir í erlendum gjaldm. 19,22% 21,35%
Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 5 ár 3,59% 1,33% Fjöldi virkra sjóðfélaga 3.256 3.364
Meðaltal hrein raunávöxtun sl. 10 ár 5,19% 4,76% Fjöldi lífeyrisþega 3.655 3.668
Sjóðfélagalán
Hámarkslán nema 6.000.000 króna til allt að 40 ára. Vextir breytast 15. hvers mánaðar og eru 1,5 prósentustigum hærri en
meðaltalsávöxtun á nýjustu flokkum íbúðabréfa til 20 og 30 ára. Vextir verða þó ekki lægri en 5%.
Ársfundur
Ársfundur sjóðsins verður haldinn í Bændahöllinni þriðjudaginn 13. júní n.k. og verður nánar auglýstur síðar.
LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stjórn Lífeyrissjóðs bænda
Skrifstofa sjóðsins er til húsa á 3. hæð í Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður
Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Afgreiðslutími er frá kl.10 - 16. Loftur Þorsteinsson
Sími 563 0300 og myndsendir 561 9100 Guðmundur Grétar Guðmundsson
Örn Bergsson
Heimasíða lífeyrissjóðsins er www.lsb.is
Netfang: lsb@lsb.is Framkvæmdastjóri er Sigurbjörg Björnsdóttir
Sævar Skaptason fram-
kvæmdastjóri Ferða-
þjónustu bænda hf
Mikilvægur
samstarfs-
samningur
Kynntur hefur verið samstarfs-
samningur milli ferðaþjónustu
bænda, Félags ferðaþjónustu-
bænda og Ferðaþjónustu bænda
hf. Að sögn Sævars Skaptasonar,
framkvæmdastjóra Ferðaþjón-
ustu bænda hf, er tilgangurinn
með þessum samningi að skýra
þá þætti er lúta að samstarfi
þessara samningsaðila.
Forsendur þessa samstarfssamn-
ings eru þær samþykktir og reglu-
gerðir sem aðalfundir Ferðaþjón-
ustu bænda samþykkir á hverjum
tíma. Sævar segir að í dag byggi
samstarfssamningurinn á sam-
þykktum um gæðaflokkunarkerfi
Ferðaþjónustu bænda, samning við
Ferðamálastofu um stjörnuflokkun,
umhverfisstefnu FB og reglum um
notkun vöru- og félagsmerkja fé-
lagsins.
Sævar segir að menn vilji koma
á meiri virðingu fyrir vörumerki
samtakanna og að menn misnoti
ekki eða afskræmi merki Ferða-
þjónustu bænda. Þegar og ef menn
hætta samstarfi við Ferðaþjónustu
bænda þá geti þeir ekki notað vöru-
merkið áfram eins og nokkur brögð
eru að í dag.
,,Það er líka annað sem skiptir
máli. Það er verið að breyta sam-
þykktum félagsins og skapa úrræði
til að taka á þeim sem ekki standa
við það sem við gefum okkur út
fyrir að vera,“ sagði Sævar.
Gefnar hafa verið út reglur um
notkun vörumerkja Ferðaþjón-
ustu bænda.
Knútur Bruun lögmaður og
ferðaþjónustubóndi í Öræfum að-
stoðaði Ferðaþjónustu bænda við
gerð reglna um notkun vörumerkja
félagsins. Merki Ferðaþjónustu
bænda, „græni burstabærinn“ er
bæði vörumerki og félagsmerki.
Það er skráð hjá einkaleyfastofu og
er lögverndað. Enginn nema félags-
menn, félagið og skrifstofan mega
nota merkið. Ekki mætti heldur
breyta merkinu nema með leyfi
stjórnar. Til dæmis að taka vöru-
merkið inn í sitt eigið vörumerki
með því að bæta við öðrum tákn-
um, texta eða fækka eða fjölga
burstum.
Ljóst er að gæta þarf að notkun
vörumerkis Ferðaþjónustu bænda
enda liggur á bak við merkið mikil
vöruímynd sem óviðkomandi mega
ekki notfæra sér. Mikilvægt er
einnig að félagsmenn noti merkið á
réttan hátt.
Bændablaðið
kemur næst út:
þriðjudaginn
2. maí