Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 11.04.2006, Blaðsíða 45
45Þriðjudagur 11. apríl 2006 Full þörf áfram fyrir Árbók Þingeyinga Ágætu Þingeyingar og aðrir landsmenn. Fyrir tæpri hálfri öld komu áhugasamir sveitarstjórnar- og sýslunefndarmenn Árbók Þingey- inga af stað undir forystu Jóhanns Skaftasonar sýslumanns. Bækurnar sem komið hafa út öll þessi ár, frá og með árinu 1958, hafa að geyma mikinn fróðleik varðandi sögu byggðanna í Þing- eyjarsýslum. Má þar meðal annars nefna fréttir úr héraði, margar greinar, ljóð og gamanmál auk mynda. Margt af þessu hefði óefað aldrei verið sett á prent og gleymst í tímanna rás ef þessi vettvangur hefði ekki skapast til að halda því til haga. Áskrifendum hefur fækkað á undanförnum árum og er nú svo komið að raddir hafa heyrst, að hætta beri að gefa út Árbók Þing- eyinga. Það er ástæða þess að ég set þessi orð á blað til ykkar með ósk um það að þig bregðist vel við og gerist áskrifendur að Árbók Þingeyinga. Ekki veldur það okk- ur miklum kostnaði að vera með því bókin kostar í dag 2.500 krón- ur á ári og eldri árganga er hægt að fá fyrir mikið lægri upphæð. Ég tel það mjög illa farið ef hætt verður við útgáfu bókanna, því þó við búum í breyttu um- hverfi og auðvelt sé að sækja margt á „netið“ þá er ennþá full þörf fyrir Árbók Þingeyinga. Áskriftarsími er hjá umboðs- mönnum víða í Þingeyjarsýslum og í Safnahúsinu á Húsavík, sími 464 1860. Með von um góðar undirtektir, árbókinni til handa. Kristín Kristjánsdóttir, sími 468 1260, umboðsmaður Árbókar Þingeyinga. Hef til sölu hestaábreiður. Góðar til fermingjagjafa handa unga hestafólkinu og til annara tækisfærisgjafa. Merkt eftir óskum kaup- enda. Sendi í póstkröfu. Uppl. í síma 438-1026 eða 865-7451. Halldís. Hestaskjól

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.