Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Um þessar mundir er verið að aka áburði sem fyrirtækið Búvís flutti til landsins frá Finnlandi en honum var skipað upp á Akureyri og Húsavík nýlega. Alls voru flutt inn rúmlega 2000 tonn, en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið flytur inn áburð. Félagið er stofnað 2006 og hefur flutt inn aðföng fyrir bændur, m.a. Rani-rúlluplast, sem einnig kemur frá Finnlandi og er fram- leitt undir ströngu gæðaeftirliti. Bræðurnir Gunnar og Einar Guðmundssynir reka Búvís, sá fyrrnefndi býr í Sveinungsvík í Þistilfirði en Einar á Akureyri. Gunnar segir að áhugi bænda hafi verið mikill og eflaust hefði verið hægt að taka mun meira magn, en þeir bræður hafi viljað fara varlega í sakirnar fyrsta kast- ið. Viðbrögðin voru hins vegar það góð að framhald verður á áburð- arinnflutningi af þeirra hálfu næsta vor. Áburðinn flytja þeir heim á bæ til kaupenda og segir Gunnar að þeir hafi til umráða hagstæða flutn- ingabíla með mikilli burðargetu sem auki hagkvæmni flutninganna. „Við keyrum allt út sjálfir, þetta eru bílar á loftpúðum en ekki fjöðrum og þeir geta tekið meira í hverri ferð, sem þýðir bara hagkvæmni,“ segir Gunnar og telur að menn hafi ekki sýnt nógu mikið aðhald í þess- um efnum á liðnum árum. Bróðurpartur áburðarins fer til bænda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum en einnig fer nokkurt magn annað, m.a. í Skagafjörð, Húnavatnssýslu, vestur á Strandir og líka austur á Hérað. „Bændur hafa fullyrt við okkur, að með tilkomu okkar inn á þennan markað hafi áburðarverð til bænda lækkað um hálfan milljarð,“ segir Gunnar en heildarmarkaður fyrir áburð hér á landi er um 50 þús- und tonn. Vísar hann til þess að Fóðurblandan hafi síðastliðið haust selt tonnið á 72-74 þúsund krón- ur og boðað 70-100% hækkun á áburði í vor frá því verði. Búvís var fyrst fyrirtækja til að tilkynna um áburðarverð nú í vetur og í kjölfar- ið lækkaði verð hjá öðrum innflutn- ingsaðilum verulega. „Við teljum okkur geta rökstutt það að okkar útspil hafi valdið því að áburð- arverð hefur lækkað hér á landi umtalsvert. Eftir að Búvís birti sína verðskrá, fyrst áburðarsala, fylgdu aðrir í kjölfarið og verðið lækkaði. Það er umhugsunarefni að Búvís geti birt verð og verið leiðandi í verðlagningu þegar rótgrónir inn- flytjendur og með margra ára við- skiptasambönd eru bara á hliðarlín- unni,“ segir hann. Spyr sig hvort þetta sé æskilegt fyrirkomulag Hann gagnrýnir m.a. Bændasam- tökin fyrir að leggja bændum ekki meira lið í baráttu við þjónustuað- ila sína, þau hafi ekki lagt sig fram sem skyldi við að verja hagsmuni bænda í þessum efnum. Nefnir Gunnar í því sambandi verð á fóðri og áburði, sem er gríðarhátt hér á landi. Bendir hann á að t.d. Áburðarverksmiðjan hafi haustið 2006 boðið bændum afslátt, 24% ef gengið yrði frá pöntunum þá, eins hafi verið boðinn 10% afsláttur til þeirra sem pöntuðu í febrúar. „Maður fer að velta fyrir sér álagn- ingunni í þessu samhengi, hvern- ig hægt sé að bjóða svo mikinn afslátt panti menn á þessum tíma en ekki öðrum. Áburður er stærsti útgjaldaliður sauðfjárbænda, ætli meðalbóndinn kaupi ekki áburð fyrir um 1,5 milljónir króna, en samt hef ég lítið séð um ályktanir frá Félagi sauðfjárbænda um þessi mál. Félagið hefur hins vegar rætt um hvort það eigi að vera með eða á móti hvalveiðum. Manni þykir þetta dálítið einkennilegt. Líkt og áburðarkaupin skipti minna máli,“ segir Gunnar og bætir við að marg- ir kjörnir fulltrúar bænda séu sölu- menn fyrir áburðarsala. „Maður hefur auðvitað spurt sig hvort þetta sé æskilegt fyrirkomulag. Það gerir vöruna aðeins dýrari að vera með fleiri tugi umboðsmanna um land allt.“ Fastir í fátæktargildru Gunnar nefnir líka að stóru áburð- arsalarnir, t.d. SS og Fóðurblandan, sitji beggja vegna borðs og erfitt sé að keppa á jafnréttisgrundvelli við slíka aðila. Fyrirtækin sjái bændum fyrir fóðri og áburði, taki við afurð- um þeirra og selji þær. „Margir bændur eru því miður fastir í þess- ari fátæktargildru, þeir geta ekki hreyft sig neitt, verða að versla út á væntanlegt innlegg,“ segir Gunnar. Í mörgum atvinnugreinum segir hann að viðskiptahættir af þessu tagi séu trúlega bannaðir. Búvís hefur sem fyrr segir einn- ig flutt inn rúllubaggaplast, byrj- aði á því vorið 2007 og seldi þá eingöngu í Norður-Þingeyjarsýslu en jók umsvifin næsta vor á eftir og náði um 15% af mark- aði. Fyrirtækið bauð upp á ódýr- asta rúlluplastið þá, samkvæmt verðkönnun Bændablaðsins. „Græðgisvæðingin hefur ekki náð til okkar, við erum með mjög hóflega álagningu og litla yfir- byggingu, enda teljum við engin rök mæla með því að þær atvinnu- greinar sem þjónusta landbúnaðinn eigi að skila meiri framlegð en sú atvinnugrein sem þær lifa á,“ segir Gunnar. MÞÞ Mikil frjósemi á Ósabakka Jökull Helgason á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er með um 200 ær. Flestar af þeim eru bornar og hefur frjósemin aldrei verið eins góð hjá honum og þetta vorið. Ein ærin, Hetja, sem er ferhyrnd bar t.d. fjórum lömbum á dögunum, þremur hrút- um og einni gimbur. Jökull er líka með um 50 kýr og það óvenju- lega við þær er að í vetur báru fjórar af þeim tveimur kálfum. Þessi mikla frjósemi á Ósabakka kemur Jökli í opna skjöldu en um leið er hann mjög ánægður með ræktunarstarfið hjá sér. Hér er hann með fjórlembingana, Hetja fylgist með. MHH Það hefur ekki farið framhjá neinum að mörg fyrirtæki standa höllum fæti í landbúnaði eins og annars staðar í atvinnulíf- inu. Bankar eru hægt og sígandi að yfirtaka rekstur fyrirtækja en þau fyrirtæki sem hafa stað- ið ágætlega lenda skyndilega í þeirri stöðu að þurfa að keppa við fyrirtæki sem ríkisrekn- ir bankar hafa tekið yfir og í sumum tilfellum afskrifað skuldir eða breytt þeim í hlutafé. Lánastofnanir skekkja samkeppnisstöðu Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir núverandi ástand skekkja alla samkeppn- isstöðu í greininni. „Við í svína- ræktinni höfum orðið áþreifanlega varir við verðfall á kjöti á seinustu mánuðum, samhliða framleiðslu- aukningu og talsverðum innflutn- ingi á svínakjöti. Það liggur fyrir að stærsti innflutningsaðilinn er einnig með eignarhald á stærstu sérhæfðu svínakjötvinnslunni, framleiðir umtalsvert magn af svínakjöti sjálfur og er atkvæða- mikill kaupandi á innlendu svína- kjöti. Þessi aðili er þannig í góðri aðstöðu til að nota í framleiðslu- vörur sínar innlent og innflutt hráefni án þess að það komi sér- staklega fram á umbúðum, auk þess að þrýsta niður verði við n ú v e r a n d i a ð s t æ ð u r með kaupum á kjöti frá þeim búum sem eru komin undir verndarvæng ríkisbankanna. Þetta skekur allan kjötmarkaðinn,“ segir Hörður. ,,Á sama tíma og bankar eru komnir að rekstri fyrirtækja er gengið hart fram í innheimtu skulda hjá þeim samkeppnisað- ilum sem ennþá hafa möguleika á að borga. Beint inngrip lánastofn- ana í rekstur einstakra fyrirtækja skekkir augljóslega samkeppn- isstöðu á markaði. Í sumu tilvikum eru fyrirtæki komin í beina sam- keppni við viðskiptabankann sinn. Það er mjög óeðlilegt.“ Óljós framtíð greinarinnar Hörður segir einnig að rekstr- arskilyrði greinarinnar séu einfald- lega þannig að mjög erfitt verði að halda henni gangandi að óbreyttu. „Almennt má segja að verð á svínakjöti sé undir kostnaðarverði og háir vextir leika þessa atvinnu- grein grátt eins og aðrar. Þá er framleiðslan talsvert meiri en inn- anlandsmarkaðurinn tekur við með góðu móti. Útflutningur á svína- kjöti var nánast útilokaður eftir gerð tvíhliðasamnings árið 1977 um viðskipti með búvörur á milli Íslands og Evrópusambandsins. Samningurinn var gerður í kjölfar lækkaðra innflutningstolla á til- teknu magni svínakjöts og kjúk- linga. Þessar greinar fengu ekki að njóta þess í samningnum að hafa þannig stuðlað að auknu svig- rúmi á útflutningi, þar njóta aðrar búgreinar ávinningsins. Gengi krónunnar hefur verið þannig að áhugavert hefði verið að kanna möguleika á útflutningi svínakjöts til Evrópusambandsins en samn- ingurinn útilokar það,“ segir hann. „Ég fæ því ekki betur séð en að óbreytt þröng staða greinarinnar og erfið starfsskilyrði geti orðið þess valdandi að búunum muni fækka enn frekar frá því sem nú er. Verði svínaræktinni hins vegar búin viðunandi rekstrarskilyrði gæti búgreinin átt mikla framtíð- armöguleika en fyrir liggur að svínabændur gætu hæglega orðið burðarás kornræktar hér á landi,“ segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. -smh Svínaræktin á krepputímum Óeðlilegar aðstæður skekja kjötmarkaðinn – segir nýr formaður Svínaræktarfélags Íslands Hörður Harðarson. %      z777      Leiddi til lækkunar á áburðarverði upp á hálfan milljarð Einar Guðmundsson hjá Búvís við áburðarstæðurnar, en félagið flutti inn tæplega 3000 tonn af áburði nú í vor, sem verið er að aka heim á bæi um þessar mundir. Um síðustu helgi var haldin mikil ferða og frístundasýning í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þar kynntu ferðaþjónustuað- ilar alla helstu kostina í ferða- þjónustu innanlands en einnig voru golfáhugamenn áberandi á sýningunni. Þá var hald- in kokkakeppni, m.a. á milli landshlutanna þar sem Ólafur Ágústsson, sem keppti fyrir hönd Austurlands, bar sigur úr býtum. Matreiðslumaður ársins varð Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX og í keppni um matreiðslumeistara Norðurlanda fór Norðmaðurinn Alexander Berg með sigur af hólmi. Kjarninn í ferðasýningunni var Ferðatorgið, þar sem ferðamálasam- tök og markaðsstofur landshlutanna kynntu ferðaþjónustu á sínu svæði. Veitt voru verðlaun fyrir athygl- isverðasta básinn sem að þessu sinni var bás Austurlands. Fast á hæla hans fylgdu Skagfirðingar og Rangæingar með sína bása. Ferðaþjónusta bænda, Bændasamtökin og félagið Beint frá býli tóku sig saman um kynn- ingarbás á sýningunni. Þar var dreift nýjum bæklingi sem kynn- ir framboð á gistingu í sveitum, mat sem hægt er að kaupa beint af bændum og býlin í Opnum land- búnaði. Almennt var hljóðið gott í sýnendum og sýningargestum enda spár á þann veg að íslenska ferða- sumarið verði blómlegt þetta árið. Níu þúsund gestir sóttu sýn- inguna Ferðalög og frístundir Heimagerði ísinn úr Holtseli í Eyjafirði dró gesti að sameiginlegum bás Ferðaþjónustu bænda, Bændasamtakanna og Beint frá býli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.