Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is – Matthías Eggertsson me@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Heimavinnsla og stefnuleysi Undirritaður sat um síðustu helgi áhugavert málþing í Norræna húsinu. Þar var fjallað um það sem orðið er mál málanna í íslensku samfélagi þessi misserin: heimavinnslu afurða, nýsköpun og milliliðalaus viðskipti neyt- enda við bændur landsins. Í framsöguerindum og um- ræðum komu fram margar athygl- isverðar staðreyndir um möguleika bænda og búaliðs á því að auka vinnslu matvæla heima á bæjum sínum og beina sölu þeirra til neyt- enda. Sagðar voru reynslusögur úr Kjósinni og víðar af viðskipt- um við stjórnvöld og einnig var skyggnst inn í framtíðina. Það sem undirrituðum þótti samt athyglisverðast var sú staðreynd að þrátt fyrir töluverð umsvif heimavinnslu- og ferða- þjónustubænda og viðleitni þeirra til að auka þjónustu við gesti og gangandi; þrátt fyrir stóraukinn og ~ !              + '' síst sem lið í endurreisn efnahags- lífsins; þrátt fyrir öll fögru orðin er engin stefna til í þessum mála- ''4 "& #    '' komið sér niður á það hvernig rétt sé að haga þessum málum, hvaða reglur skuli gilda eða hvert skuli stefna. Svo var að heyra á sumum fundarmanna að menn biðu eftir því að ný matvælalög legðu til slíka stefnu. Það er stórmannlegt. Á sama tíma var sífelld örtröð í básnum á sýningunni Ferðalög og frístundir þar sem Holtselsísinn var á boðstólum. Hann sló öll met: 2.500 manns tóku hann út. –ÞH AFSTAÐA Bændasamtakanna til aðildar að ESB er skýr. Að athuguðu máli kom í ljós að allar líkur eru á að aðild rústi landbúnaði á Íslandi í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða okkar eftir vandaða og mikla vinnu sem samtökin hafa staðið fyrir vegna málsins í langan tíma. Þegar aflað er gagna vegna mikilvægra mála eins og t.d. í tengslum við umræðu um ESB kemur til góða að samtök bænda eiga mikið samstarf við systursamtök á Norðurlöndum. Þau eru einn- ig aukaaðilar að COPA, samtökum evrópskra bænda og aðilar að fleiri fjölþjóðasamtökum sem snerta landbúnað. Í gegnum þetta samstarf höfum við aflað okkur upplýsinga um hvern- ig málum er skipað annars staðar. Viðamikil vinna í tengslum við svokallað matvælafrum- varp er nýlegt dæmi um þekkingaröflun sem nýtist nú. CAP, sameiginleg landbúnaðarstefna ESB, hentar okkur ekki. Ísland hefur sérstöðu bæði varðandi landbúnað og fiskveiðar, það er best að við stýrum þessum málaflokkum sjálf. Óskiljanlegt er hvers vegna taka á dýrmæt- an tíma Alþingis nú í að karpa um ESB-mál þegar fjölmargar ákvarðanir bíða. Ef marka má ummæli forystumanna stjórnmálaflokka yrði, ef svo óheppilega vildi til að samninganefnd yrði send til Brussel, farið af stað með kröfur sem í meginatriðum stríddu gegn meginstoðum sambandsins. Hvers konar samningur yrði til í þeirri ferð? ESB-sinnum verður tíðrætt um það traust og þann stöðugleika sem hljótast mundi af því að ganga til viðræðna við ESB. Vera kann að eitt- hvað mundi það bæta ímynd okkar í klúbbum stjórnmálaafla og stofnanakeðja, en úrlausnir fyrir íslensk fyrirtæki hér heima fyrir væru enn betri leið til þess að skapa traust. Þá gætu þau staðið við skuldbindingar sínar gagnvart við- skiptamönnum og það kunna allir að meta. Það er til þess fallið að skapa traust. Vissulega hefur gjaldmiðillinn farið illa í þeirri umgjörð sem honum hefur verið sköp- uð, en hvetja verður til þess að árásum á hann linni, að áhrifamenn hætti að tala gjaldmið- ilinn niður, nóg er þar að gert. Það er hvorki hægt að éta krónur né evrur og hvorki krónur né evrur bera í eðli sínu ávöxt líkt og kartöflur, eplatré eða vínviðir. Það hefur ekkert upp á sig að skapa aðstæður til þess að braska með gjaldmiðilinn, ekki frekar en brask með rækt- arlönd þjónar neinum tilgangi. Meginþörf nú er að koma skikki á gjaldeyrismálin, reyna að koma einhverjum gróðri í sviðinn akurinn. Það er áreiðanlega hægt að stjórna þessu landi og þannig er áreiðanlega hægt að koma í veg fyrir árásir á gjaldmiðilinn okkar á meðan við erum að nota hann, hvað sem síðar verður. Búvörusamningar ATKVÆÐAGREIÐSLA um breytingar á búvöru- samningum fer nú í hönd. Bændur verða að kynna sér vel hvað samningarnir fela í sér. Samningarnir fela í sér fyrirsjáanleika um þá hluti sem samningarnir fjalla um, þeir fela ekki í sér verðstöðvun, verð fyrir afurðir á mark- aði verður ákvarðað með sama hætti og áður. Með samningunum er samskiptum stjórnvalda og bænda komið í eðlilegt horf. Ástæða er til þess að hvetja bændur til þess að nýta atkvæð- isréttinn. Atkvæðagreiðslan er einföld leynileg póstkosning. Látið ekki þessa samninga verða afgreidda með fálæti og greiðið atkvæði. EBL LEIÐARINN Bændasamtökin hafna aðildarviðræðum við ESB Í apríl síðastliðnum funduðu nokkrir stjórnarmenn Bænda- samtaka Íslands með dönsku bændasamtökunum til þess að kynna sér breytingar á félags- kerfi danskra bænda sem standa fyrir dyrum. Einnig kynntu stjórnarmenn sér hvernig dansk- ur landbúnaður er uppbyggður og hvernig hann gengur. Alkunna er að Danir, sem eru meðlimir í Evrópusambandinu, eru mikil útflutningsþjóð hvað landbún- aðarafurðir varðar. Þeir fram- leiða þannig um þrisvar sinnum meira af landbúnaðarafurðum en þeir neyta sjálfir. Danir flytja út um 2/3 hluta sinnar land- búnaðarframleiðslu. Um 44.600 bú eru í Danmörku og er með- alstærð jarða þar ytra um 60 ha. Landbúnaður er Dönum því afar mikilvæg atvinnugrein eins og sjá má af því að 153.000 manns hafa atvinnu af landbúnaði og tengdum greinum. Þar af starfa 67.900 í frumframleiðslunni eða 2,4 prósent af heildarvinnuafli í Danmörku. Í tengdum grein- um starfa svo 85.100 manns eða 3 prósent af heildarvinnuafli. Landbúnaðarvörur eru um 3 prósent af vergri landsfram- leiðslu Danmerkur. Breytt uppbygging félagskerfis danskra bænda Nýverið var ákveðið að stefna að verulegri samþjöppun í félagskerfi danskra bænda. Yfirlýst markmið þessara breytinga er að draga úr kostnaði innan kerfisins. Nær öll fyrirtæki í úrvinnsluiðnaðinum eru í eigu bænda og verða þau aðilar að einum heildarsamtökum ásamt öðrum félögum bænda eftir breyt- ingarnar. Á mynd sem hér fylgir með sést nýtt skipulag. Í nýju skipulagi eru tvær stjórnir, ein sem varðar frumframleiðslu og önnur sem varðar afurðastöðvarn- ar. Í hvorri stjórn fyrir sig er kjör- inn einn formaður og tveir varafor- menn. Þeir skipa svo formannaráð samtakanna, sem er yfirstjórn sam- takanna. Með breyttu skipulagi er ætlunin að ná fram markvissu og einföldu samstarfi þessara mörgu grunneininga. Ýmiskonar gjöld tíðkast í félags- kerfinu, bæði félagsgjöld sem eru frjáls, en einnig lögboðin gjöld eins og rannsóknargjald. Auk þess eru lagðir á veltuskattar tengdir afurðastöðvum. Ráðgjafaþjónustu greiða bændur að fullu. Þau verk- efni sem bændur þurfa að greiða verulega háar upphæðir fyrir eru bókhald, ýmis áætlanagerð og ekki síst útfylling á styrkjaeyðublöðum Evrópusambandsins. Mengun bæði grunnvatns og sjávar er vandamál víða, en ekki síst í hafinu nær Danmörku. Þessu hafa danskir bændur þurft að taka á. Vegna krafna um minni mengun eru strangar kröfur varðandi áburð- arnotkun og varnarefni. En þetta raskar líka samkepnisstöðu dansks landbúnaðar sem þarf að sætta sig við minni uppskeru á hektara en algengt er í öðrum löndum, t.d. Hollandi og Bretlandi. Erfitt rekstrarumhverfi Það kom stjórnarmönnum Bænda- samtakanna nokkuð á óvart hversu erfiðir tímar eru í raun í dönskum landbúnaði. Sérstaklega var tiltekið hversu erfitt svínabændur eiga nú um stundir. Svínabúin eru gjarnan gríðarstór og því um miklar fjár- hæðir að tefla. Árið 2008 var tap danskra búa samanlagt um einn milljarður danskra króna. Þá eiga bændur í Danmörku erfitt með að fá lán nú um stundir, í þeim málum er frost eins og víða annarsstaðar. Mörg dæmi eru um að dregin hafi verði til baka lánsloforð og eftir standi hálfkláraðar framkvæmdir. Ýmsir forystumenn bænda telja nú að stærðarhagkvæmni búa sé að endimörkum komin. Á það bæði við um kúa- og svínabú. Jafnvel eru dæmi um að bændur hafi reynt að skipta búum sínum upp í smærri einingar. Laun eru hærri í Danmörku en sunnar í Evrópu og kröfur um aðbúnað einnig. Danir gera einnig meiri kröfur um umhverfisvernd en gengur og gerist í öðrum Evrópusambandslöndum. Hvernig verða menn samkeppn- isfærir í svona umhverfi var spurt? Við þeirri spurningu fékkst ekki neitt gott svar. Stjórnarmenn Bændasamtakanna fengu hins vegar ágæta kynningu á styrkjakerfi Evrópusambandsins og þar vakti sérstaka athygli hversu mismun- andi stuðningurinn er milli aðild- arlanda, margfaldur munur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þessa staðreynd höfðum við reyndar rætt fyrr í vetur við Pekka Pesonen sem er framkvæmdastjóri Evrópsku bændasamtakanna, COPA og spurðum hann þá hvort þetta gæti gengið til lengdar. Ég læt lesendum eftir að velta fyrir sér svarinu við þeirri spurningu og því sem af leið- ir. EBL Af fundi nokkurra stjórnarmanna BÍ og fram- kvæmdastjóra með fulltrúum Dansk landbrug Nýtt skipurit dönsku bændasamtakanna. Á þessu súluriti sést hversu mis- hár stuðningur ESB er við land- búnað einstakra aðildarríkja

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.