Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Fram skal haldið að rekja efni úr bókinni um framtíðarkýrnar. Í þessum pisli er ætlunin að segja frá nokkrum atriðum úr grein sem starfsmenn alþjóðakynbótamats- ins (INTERBULL) í Svíþjóð skrifa í bókina. INTERBULL hefur starfs- stöðvar sínar í Svíþjóð og hefur það hlutverk að reikna og birta kynbótamat í nautgriparæktinni sem byggir á að tengja saman upp- lýsingar um gripi í fjölmörgum löndum í heildarmat. Þess má geta að Ágúst Sigurðsson starfaði við þessa stofnun um árabili í árdög- um starfsemi hennar. Þarna hefur nú á tveim áratugum byggst upp öflugsti upplýsingagrunnur um kynbótagildi nautgripa í heiminum og sífellt meira af rannsóknum um ræktunarstarf í nautgriparækt eru byggðar á honum. Starfsemin hófst um 1990 og fyrsta matið var birt 1994 og var þá aðeins fyrir afurða- eiginleika mjólkurkúa og fyrst og fremst fyrri svartskjöldóttu kýrnar. Síðan hafa fjölmörg fleiri kyn bæst við. Eiginleikar sem matið nær til fjölgar einnig stöðugt. Árið 1999 var mati fyrir útlitseiginleika bætt við, 2001 komu eiginleikar sem tengjast júgurhreysti, árið 2004 var röðin komin að endingu kúnna og eiginleikum tengdum burði þeirra og árið 2006 bættust frjósemiseig- inleikar við. Nú er unnið að þróun á mati fyrir holdanautgripi og nýja eiginleika eins og hreyfingu og holdastig. Eiginleikar sem mat er þegar unnið fyrir eru á bilinu 30-40, kúakynin fjölmörg og gögn- in fengin frá tugum landa. Augljóst er að við Íslendingar höfum ekkert í þetta samstarf að sækja á meðan hér er aðeins eitt kúakyn sem hvergi er að finna í öðrum löndum. Í samantekt sem þeir birta kemur í ljós að kynbótamat fyrir um 95-100% eiginleikanna í heildareinkunn er þegar unnið hjá INTERBULL. Hlutfallið er metið út frá vægi eiginleikanna í heildar- einkunn. Þeir ræða aðeins hina fjölþættu skilgreiningu á hinum alhliða framtíðarkúm sem fjallað hefur verið um í fyrri greinum hér. Benda má á að skilgreining sem fjallar um aðlögun að breytilegum aðstæðum er nánast grunnþáttur í fjölþjóðlegu mati hvers eiginleika, þar sem erfðasamband eiginleik- ans við aðstæður í mismunandi löndum er lykilatriði til að sameina upplýsingar frá mörgum löndum á réttan hátt. Þetta atriði fjalla þeir samt ekki frekar um út frá sínum gögnum. Vandamálið með neikvætt samband framleiðslueiginleikanna og mikilvægra þátta sem tengj- ast hreysti og heilbrigði kúnna er meginumfjöllunarefni þeirra. Þeir birta miklar yfirlitstöflur um erfða- samband þessara eiginleika fyrir mismundani kúakyn og fjölmarga eiginleika. Þar kemur skýrt fram mikill munur á milli nautgripa- kynja (og þeir benda á einnig milli landa) í þessum efnum. Það er áberandi að hið neikvæða samband afkastagetu við bæði frjósemiseig- inleika og eiginleika sem tengjast júgurheilbrigði er verulega meira hjá svartskjöldóttu kúnum en flest- um öðrum kúakynjum. Þetta ber að skoða í ljósi þess að stíft einhliða úrval fyrir afurðeiginleikum hafði verið meira hjá svartskjöldóttu kúnum en öðrum kúakynjum um áratuga skeið. Það var einmitt hin mikla notkun einstakra af svart- skjöldóttu nautunum í mörgum löndum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar sem kallaði á hið alþjóðlega mat hjá INTERBULL. Sá þáttur sem mestu skiptir við ræktun á alhliða mjólkurk- úm og þeir ræða mest er þróun í ræktunaráherslum. Um 1990 var ræktunarmarkmið í flestum löndum einhliða val fyrir meiri afköstum um leið og tekið var tillit til útlitseiginleika. Aðeins Norðurlöndin voru þar undan- tekning. Þar var komið breiðara ræktunarmarmið þar sem tekið var tillit til margra eiginleika. Á síðustu tveim áratugum hefur þróun í fleiri og fleiri löndum verið mjög hröð í átt að rækt- unarmarkmiðum í líkingu við það sem var á Norðurlöndunum fyrir tveim áratugum. Þróunin hér á landi er nærtækasta dæmið um slíkt. Þeir birta mjög fróðlegt yfirlit um áherslur á einstaka eig- inleika í ræktunarmarkmiði á Norðurlöndunum. Þar kemur fram að það að kýrnar bæti sig í fang- hlutfalli um prósentueiningu er jafngildi um 5 kg af mjólk, pró- sentueiningar minnkun á kálfa- dauði jafngildir 17 kg mjólkur og aukning júgurbólgutilfella um prósentueiningu svarar til um 545 kg mjólkur. (Þessum tölum má alls ekki rugla saman við hlutfallslegt vægi eiginleika í heildareinkunn þar sem fjölmargir fleiri þættir koma með í myndina). Einnig birta þeir athyglisverða töflu sem gefur yfirlit um fjölda eiginleika í ræktunarmarkmiði svartskjöldóttu kúnna í einstökum löndum. Þar kemur í ljós að bæði Frakkland, Sviss og Þýskaland hafa bæst í hóp Norðurlandanna með á annan tug eiginleika en einhæfast er þetta nú í Japan með fjóra eig- inleika og í Ísrael og á Írlandi fimm. Hér verður að minna á það sem áður sagði að um 1990 voru þetta 2-3 eiginleikar í flestum löndum. Breytingin er því gríðarlega mikil. Það er niðurstaða höfundanna að þessar breytingar í ræktunará- herslum muni í framtíðinni tryggja alhliða úrvalskýr sem verða betur aðlagaðar breytilegum umhverfis- aðstæðum en ræktunarmarkmiðin fyrir tveim áratugum hefðu skilað. Starfsmenn stóru sæðingastöðv- anna sem fyrir tveim áratugum voru að leita yfirburðagripanna um afkastagetu leita nú logandi ljósum að þeim nautum sem best sameina góða yfirburði fyrir um tug eig- inleika. /JVJ Reynslan frá alþjóðakynbótamatinu Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbótastarf Verður til afnota í Flagbjarnarholti H 8 HH 8 B 8 S 8 F 9 R 7,5 H 8 P 7,5 = 8,09 BLUP 120. Verð kr. 50.000.- með girðinga- og 1. sónargjaldi. Stóðhesturinn Hlynur frá Ragnheiðarstöðum Uppl. gefa Guðmundur í s. 861-5059 og Helga í s. 898-4579. 3ja ára nám í náttúrulækningum HEILSUMEISTARASKÓLINN Kynning 28. Maí kl. 16.00 í World Class, Laugum Innritun stendur yfir til 15. júní www.heilsumeistaraskolinn.com hms@heilsumeistaraskolinn.com Upplýsingar í síma 848 9585 / 892 6004 ❁ ❁ Áratuga þjónusta við íslenskan landbúnað Bændur og jarðræktarmenn Er haugdælan biluð? Tökum að okkur viðgerðir og endursmíði á haugdælum. Haugdælan verð- ur eins og ný. - Framleiðum einnig ýmsar gerðir af gjafa- grindum fyrir allan búpening - Kornvalsa með möguleika á margskonar drifbúnaði - Afrúllara fyrir heyrúllur - Innréttingar og stalla í hesthús Nánari uppl. í síma 487-8136 eða 482-1980  32 einingar, heildarstærð 600 m²  40 svefnherbergi, 8 m² hvert.  8 baðherbergi með sturtu.  Sameiginlegt rými 150 m².                        !""#$  Tilboð óskast.  %&    '  (  )* *   +   Þvottavél og þurrkari, sófasett, +'           ,-)+ *   %  ./+'   Myndir: www.islandsgardar.is Vinnubúðir(gistiheimili) til sölu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.