Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Ég hef stundum til gamans í pistlum þessum, til að brjóta upp fræðslunuddið, rifjað upp kynni mín af minnisstæðu fólki frá uppvaxtarárunum. Hann hét Árni Halldór Jónsson og bjó síðari hluta ævinnar í litlu bárujárnsklæddu timburhúsi sem hann byggði sjálfur á Grjótgarði á Þelamörk. Hann var þekktur undir nafninu Árni smiður, enda hagur á tré og byggði meðal annars ásamt bróður sínum Franklín mörg íbúðarhús og útihús víðsvegar í Glæsibæjarhreppi og nærsveitum. Árni smiður hafði ekki réttindi sem slíkur og lík- lega, ef ég man rétt, ekki Franklín heldur. Engu að síður byggðu þeir bræður í friði og ró fyrir öllum stéttarfélögum og byggingafulltrúum fjölda húsa eins og áður sagði, t.d. Ytri-Brennihól, Hamar og svo auðvitað Grjótgarð, a.m.k þann hluta sem steyptur er sem viðbygging við eldra húsið sem varð eldi að bráð fyrir allmörgum árum. Leiðir fjölskyldu minnar og Árna smiðs lágu saman er hann varð ráðsmaður á Ytra-Brennihóli og varð Árni fljótlega órjúfanlegur hluti fjölskyldunnar en hann var alla tíð einstæðingur og giftist hvorki né eign- aðist afkomendur. Hann var því eins og afi í sveitinni okkar systkina enda afar barngóður og bráðskemmtilegur karl. Hann var að byrja að eldast um það bil sem ég fer að muna eftir honum, fæddur 1885 á Laugalandi rétt vestan Grjótgarðs. Eftir að hann byggði sér litla húsið sitt við túngarð- inn á Grjótgarði, þar sem við vorum öllum stundum á sumrin, tengdumst við krakkarnir honum órjúfanleg- um böndum og þótti okkur gott að kíkja við hjá gamla manninum og ekki skemmdi nú að hann átti ætíð Síríus suðusúkkulaði sem hann stakk að okkur og oft sagði hann okkur sögur eða leyfði okkur að dunda með sér við lagfæringar á húsgögum eða smíðum á ýmsum nytjahlutum. Verst að ég hafði það ekki í mér að smíða, er með tíu þumalfingur þegar kemur að hamri og sög, svo leið- beiningar Árna smiðs skiluðu sér ekki hvað mig varð- aði en hins vegar kenndi hann Bjössa bróður mínum að smíða varpkassa og skjólhús fyrir dúfurnar sínar. Ég man vel að Árni reykti pípu og notaði tóbak sem hét Gruno með afar sérstakri lykt sem er mér minn- isstæð enn í dag, en Gruno fæst ekki lengur, held þetta hafi verið hálfgerður ruddi en var ódýrt og oft kallað verkamannatóbak. Þeim gamla þótti heldur ekki slæmt að fá sér neðan í því en þoldi það illa, þurfti lítið til að finna á sér en sá var gallinn að þá gerðist hann oft sorgmæddur og bað okkur þá margoft fyrirgefningar á sjálfum sér. Síðan næstu mínútuna var hann farinn að leika á als oddi og allar fyrri raunir gleymdar. Hann var þá einnig afar hræddur við nágranna sinn sem fékk sér stundum neðan í því líka og hafði þá gjarnan hátt. Þessi nágranni var í raun prýðis maður að öllu jöfnu, svolítið óheflaður og vildi engum illt, en vín fór illa í hann eins og fleiri og þá var svona háreysti í honum og þegar sú var raunin varð Árni gamli smiður óskaplega hræddur, læsti öllum dyrum og lét fara lítið fyrir sér. Árni flutti tímabundið til okkar inn á Akureyri þegar heilsan fór að bila en lést á sjúkrahúsinu á Akureyri á vordögum 1963 þegar ég var að verða 15 ára. Vorum við mikið hjá honum síðustu dagana og nokkrum dögum áður en hann lést rétti hann mér gamlan skó- kassa og sagði: „Diddi minn, nú fer Árni gamli að kveðja og ég vil að þú eigir þessi frímerki, vinurinn minn,“ og gamli maðurinn táraðist þegar hann strauk mér yfir kollinn í síðasta sinn. Blessuð sé minning Árna smiðs, eins mesta góð- mennis sem ég hef kynnst um ævina. Kæru lesendur. Gleðilegt sumar! Já, það er komið sumar í það minnsta á almanakinu þótt enn sjáist einn og einn grámað- ur snjóskafl hér og hvar og hita- stigið rétt skriðið yfir frostmark. Í þessum skrifuðu orðum bleytir vorrigningin upp í gróðrinum í Eyjafirðinum og hjálpar þannig til við undirbúning sumarsins. Þannig er að minnsta kosti gott að líta á norðan rigningarsuddann þegar sumarlöngunin nær yfirhöndinni og það rignir í þremur gráðum. En, svo verður það sennilega þannig að áður enn við vitum af þá kemur sumarið á sinn íslenska hátt, nær alveg vorlaust og við gleymum því um leið hvað við vorum búin að bíða lengi eftir því. Á okkar örstutta vori er ýmislegt sem hægt er að sýsla og þarf að gera til þess að undirbúa garðinn og leik okkar og störf þar í sumar, já og plönt- urnar, og stytta okkur biðina. Ég spjallaði við Ingibjörgu Leifsdóttur, garðyrkjufræðing hjá Sólskógum við Akureyri, og fræðir hún okkur í þessum pistli um þau verk sem hægt er að ganga í núna þessar vik- urnar í garðinum, helstu vorverkin. Hreinsa beð Um leið og snjóa leysir er fínt að hefjast handa við að hreinsa til í beðum. Það þarf að taka saman laufblöð og aðrar jurtaleifar og gott að skella þeim beint á safnhauginn eða að setja þau undir runnabeð. Gott er að kippa þá upp fyrstu ill- gresisplöntunum ef þær eru komn- ar af stað. Svo þarf að tína rusl og koma því á viðeigandi stað ef fólk er ekki búið að því! Undirbúa matjurtarbeðin Hægt er að byrja undirbúning á matjurtabeði um leið og frost er farið úr jörðu. Áður enn það gerist er meira segja gott að dreifa hús- dýraáburði, hrossaskít eða öðru slíku yfir tilvonandi matjurtargarð- inn. Þegar frost er svo alveg farið úr jörðu þá er hafist handa við að stinga upp garðinn. Þá tekur maður sér stungugaffal í hönd og stingur upp garðinn og snýr og veltir mold- inni við. Um leið blandast húsdýra- áburðurinn saman við. Síðan er yfirborð garðsins jafnað út þannig að garðurinn er tilbúinn til notk- unar þegar farið er að planta út. Undirbúa sumarblómabeð Það er auðvitað alltof snemmt að planta út sumarblómum alveg þangað til hætta á frostum og hret- um er liðin hjá, sem er ekki fyrr enn síðast í maí eða byrjun júní norð- anlands. En það er hægt að byrja að undirbúa sumarblómabeðin, bæði með því að hreinsa úr þeim, bera í þau áburð og stinga upp. Eins er gott að plana beðin aðeins og fara að pæla í því hvaða plöntur fólk langar að vera með og hvern- ig það vill raða þeim saman, bæði upp á blómgunartíma, lit, stærð og annað slíkt sem þarf að taka tillit til. Þau sem ekki hafa fyrir mánuði eða meira sáð fyrir sumarblómum eru orðin of sein með það og verða að nálgast þau á næstu gróðrarstöð þegar þar að kemur, eða sem sagt eftir um mánuð. Safnhaugurinn Núna er mjög gott að moka úr safnhaugnum þeim hluta sem til- búinn er sem molta og moka henni í beðin, bæði fjölæringa, sumar og matjurtabeð, eftir því hvað fólk á mikið af þessu og er með af beðum. Svo þarf að moka til í haugnum, því sem eftir verður og nýtist seinna, það þarf að hreyfa við því og snúa. Færa til tré Núna er góður tími til þess að færa til tré ef það var á dagskrá. Mikilvægt er að gera þetta áður enn tréð fer alveg af stað í vexti um sumarið. Gott er að hafa rótarstung- ið það haustinu áður. Þá er stungið í hring í kringum tréð dálítið frá því og djúpt niður þannig að ræturnar skerist í sundur. Um vorið er tréið svo stungið alveg upp og fært á nýjan stað. Þar er það gróðursett á sama hátt og gert er að öllu jöfnu þegar gróðursett er. Flutningur fjölæringa Marga fjölæringa er gott að taka upp núna eða um leið og frost er farið úr jörðu. Svo er þeim skipt ef það þarf að gera eða færðir til og komið fyrir á nýjum stað. Það er einmitt gott að gera þetta eins snemma og jarðvegurinn leyfir og það áður enn plönturnar fara að gera sig í sumrinu. Sá fyrir grænmeti Fyrir þau sem forrækta eigið græn- meti, þá er mjög gott að sá fyrir grænmeti núna, fólk er þó svona að verða í seinna fallinu fyrir kálteg- undir en gott er að sá fyrir salati í byrjun maí. Kannski eitthvað fyrr sunnan heiða. Og svo þarf að leggja kartöflur til spírunar. Það er líka hægt að sá fyrir kryddjurtum núna sem þá eru tilbúnar til neyslu eitt- hvað seinna um sumarið. Klippingar Í rauninni er allt í lagi að klippa flestar tegundir allt árið um kring. Það er samt best að klippa flestar tegundir á veturna eða áður enn vöxtur kemst í plönturnar að vori. Gott er að fjarlægja dauðar grein- ar ef einhverjar eru. Blátoppinn og aðrar algengar limgerðisplöntur má líka klippa núna og hefur sums staðar ekki verið hægt fyrr þar sem snjór hefur legið að plöntunum. Það er hins vegar gott að taka svo pásu í klippingum yfir mitt sumarið þegar plönturnar eru í fullum vexti. Nema ef þarf að halda aftur af eða gefa runnum form sem spretta hratt, eins og er með víði. Framkvæmdir fyrirhugaðar Þau sem ætla sér að fara í einhverj- ar frekari framkvæmdir í garðinum í sumar geta byrjað að spá frekar í þær, til dæmis ef á að byggja pall, gera safnhaug eða runnabeð. Svo er hægt að byrja framkvæmdirnar! Gangi ykkur vel í vorverkunum og njótið útiverunnar sem og for- ræktunar enda garðverkin í vorinu ekkert nema besta heilsurækt, hreyf- ing og ferskt loft eftir inniveruna. Garðverkin í vorinu Ingibjörg Leifsdóttir garðyrkjufræðingur við Sólskóga á Akureyri fjallar í pistlinum um helstu vorverkin. Hér stendur hún við spengilegar tómata- plöntur sem njóta forsmekksins að sumrinu í gróðurhúsi á meðan við bíðum óþreyjufull eftir sumrinu utandyra. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.