Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Íslenska bankakerfið og endur- reisn þess hafa verið til mikillar umræðu í samfélaginu síðustu vikur. Endurreisn bankakerf- isins er mikilvægur hlekkur í endurreisn hagkerfisins, þar sem fyrirtækin í landinu þurfa að hafa eðlilega fyrirgreiðslu í bönkum til þess að geta byggt sig upp á ný. Fyrirtæki og ein- staklingar þurfa aðgang að miðl- un fjármagns og greiðslumiðlun en megin markmið ríkisins með yfirtöku bankanna var einmitt að halda uppi eðlilegri greiðslumiðl- un og vernda innistæður í bönk- um. Markaðssíðu Bændablaðsins fannst tímabært að taka þetta efni til umfjöllunar. M.a. er stuðst við minnisblað viðskiptaráðherra frá 5. maí sl. um endurreisn fjár- málakerfisins, auk ýmissa ann- arra upplýsinga frá stjórnvöld- um og úr opinberri umræðu. Bankahrunið Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008 var kveð- ið á um að tilteknar eignir og skuldir færðust frá gömlu bönk- unum yfir í þá nýju. Í kjölfarið gerði Fjármálaeftirlitið samning við alþjóðlega endurskoðunarfyr- irtækið Deloitte LLP um að meta þær eignir og skuldir sem færð- ust á milli. Einnig gerði eftirlitið samning við alþjóða ráðgjafarfyr- irtækið Oliver Wyman um að hafa tilsjón með mati á eignunum. Fjármálaeftirlitið fól Deloitte LLP að byggja mat sitt á hugtak- inu gangvirði, en skilgreining þess gerir ráð fyrir að nýju bankarnir haldi áfram starfsemi sem full- fjármagnaðir, íslenskir bankar á innanlandsmarkaði og þurfi hvorki að losa eignir (eða gera upp skuld- bindingar) í bráð né með nauð- ungarsölu. Niðurstöður matsins liggja nú fyrir og er verið að kynna þær hagsmunaaðilum í samræmi við stefnu þar að lútandi. Nýju bankarnir munu þannig kaupa allar íslenskar eignir, þ.m.t. útlán til fyrirtækja og einstaklinga af forverum sínum, „gömlu“ bönkun- um. Íslenska ríkið mun síðan leggja nýju bönkunum til eigið fé þegar lagt hefur verið mat á verðmæti þeirra eigna og skulda sem færð verða yfir í nýju bankana. Þangað til eru nýju bankarnir í sjálfu sér eign erlendra kröfuhafa. Verðmat þessa eignasafns er gríðarlegt hagsmuna- mál fyrir íslenska ríkið og skattborg- arana og þess vegna m.a. hefur það tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi. Gert er ráð fyrir að eig- infjárhlutfall nýju bankanna verði um 10%. Því er ljóst að ekki má skeika miklu í verðmati eignanna til að vandræði hljótist af. Raunar má færa fyrir því sterk rök að íslenska ríkið eigi að krefjast lágs verðmats á eignum gamla bankans í ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi um efnahags- horfur, ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum öllum. Greiðsla fyrir eignir sem færðust frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju Nefnd á vegum fjármálaráðuneytis, forsætisráðuneytis og viðskipta- ráðuneytis var falið að sjá um verk- efni þetta. Sérstakur starfsmaður var ráðinn af fjármálaráðuneytinu til að vinna að því og fjármálaráðu- neytið gerði samning við ráðgjaf- arfyrirtækið Hawkpoint í mars 2009 til að vera ríkinu til ráðgjaf- ar í samningaviðræðum sem þurfa að fara fram við gömlu bankana (kröfuhafa) vegna þeirra eigna sem færðust frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Nú er áætlað að unnt verði að ljúka þessu verkefni í júnímán- uði. Eftirfarandi tafla lýsir í stuttu máli hagsmunaárekstrum þeirra sem fjalla um verðmat á eignum gömlu bankanna. Hlutverk endurskoðunarfyr- irtækjanna sem hafa yfirfarið útlána- söfn bankanna er einmitt að gæta hagsmuna allra aðila og komast sem næst raunvirði útlánasafnanna. Til þess fara fyrirtækin vandlega yfir þau, eftir því hverjir lántakar eru og eftir rekstrarstöðu þeirra í dag, hvers konar lán er um að ræða og hvaða tryggingar standa að baki, svo nokkuð sé nefnt. Þannig getur þurft að afskrifa lán til sjávarútvegsfyrir- tækja um x%, byggingafyrirtækja um y% og húsnæðislán um z%. Einnig getur afskriftahlutfall verið mismunandi innan slíkra hópa, háð greiðslugetu og tryggingastöðu. Mismun þess sem nýju bankarn- ir greiða fyrir lánin og þess sem þau standa í á uppgjörsdegi taka kröfuhafar á sig, þ.e. það myndar tap þeirra af bankahruninu. Engar skuldir verða eftir á ríkissjóði. Afskriftir eigna gömlu bankanna Umfjöllun um afskriftir útlána við yfirfærslu eigna frá „gömlu“ bönk- unum til þeirra „nýju“ hefur verið fyrirferðarmikil. Afskriftirnar eru viðurkenning á tapi kröfuhafanna vegna efnahagshrunsins hér á landi. Kröfuhafarnir eru erlendir bankar og að einhverju leyti íslenskir líf- eyrissjóðir. Verkefni Deloitte og Oliver Wyman í vetur snerist um að finna raunverulegt virði þessara eigna í ljósi breyttrar efnahags- og tekjustöðu og verri veðstöðu lán- takenda, þ.e. hvað lántakinn getur raunverulega endurgreitt af lán- unum. Innleiðing þessara afskrifta hefur að einhverju leyti þegar haf- ist, þ.e. í þeim tilfellum sem fyr- irtæki hafa farið í gjaldþrot eða rekstur þeirra verið yfirtekinn af kröfuhöfum. Nýju bankarnir kaupa þannig útlánasöfn gömlu bankanna á því verði sem aðilar koma sér saman um á grundvelli mats óháðra endur- skoðunarfyrirtækja. Staða lánanna breytist hins vegar ekki við þetta. Ekkert verður afskrifað gagnvart lántakendum á þessu stigi og nýju bankarnir munu leitast við að inn- heimta sem mest upp í kröfur. Augljóst er að mishátt hlutfall af lánunum innheimtist eftir greiðslu- getu og tryggingastöðu lántakenda. Það er því mikið í húfi fyrir alla hagsmunaaðila að vandað sé til verks við mat á útlánum bankanna. Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna Þar sem færðar voru meiri geng- istryggðar eignir en skuldir frá gömlu bönkunum til þeirra nýju myndaðist skekkja í efnahagsreikn- ingi nýju bankanna. Leiðir þetta til nokkurrar gengisáhættu bank- anna og til hugsanlegs taps á rekstri þeirra vegna mismunar á vöxtum á þessum eignum og á innstæðum. Gylfi Magnússon segir í minn- isblaði sínu ljóst vera að hvorki sé hægt að ganga frá fjármögnun nýju bankanna né samningum við kröfu- hafa fyrr en fyrir liggi lausn á því vandamáli sem gjaldeyrismisvægið veldur. Lokaorð Á heimasíðum bankanna og ráð- gjafarstofu heimilanna er að finna margvíslegar upplýsingar um úrræði sem bjóðast heimilum í greiðsluerfiðleikum. Einnig er á heimasíðum bankanna að finna upplýsingar um aðgerðir vegna greiðsluvanda fyrirtækja. Bændur líkt og aðrir einyrkjar (iðnaðar- menn, dagmæður o.s.frv.) flokkast sem fyrirtæki í skilningi laga sem fjalla um tímabundna greiðslu- aðlögun fasteignaveðkrafna (nr. 50/2009) og óverðtryggðra skulda (nr. 24/2009). Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands og búnaðar- sambandanna fylgjast stöðugt með þeim úrræðum sem þróuð eru fyrir heimili og fyrirtæki í greiðsluvanda sem geta nýst bændum. Þeir eru einnig í sambandi og samstarfi við þá aðila sem starfa á þessum vett- vangi, t.d. Ráðgjafarstofu heim- ilanna. Bókun sem fylgir breyt- ingum á búvörusamningum víkur einnig að þessu en samningsaðil- ar voru sammála um að beita sér fyrir könnun á skuldastöðu mjólk- urframleiðenda og sauðfjárbænda í samvinnu við viðskiptabanka í þeim tilgangi að leita lausna til að bæta stöðu greinarinnar í þeim fjár- málaþrengingum sem þjóðin býr nú við. Á markaði Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Efnahagsmál Endurreisn íslenska bankakerfisins Hagsmunaaðili Hagsmunir Kröfuhafar Að fá sem mest upp í kröfur sínar í gegnum sölu á eignum gömlu bankanna. „Nýi“ bankinn Verðmæti eignasafns verði metið sem lægst þannig að áhættu bankans af að taka yfir útlánin sé haldið í lágmarki. Ríkissjóður Verðmæti eignasafns verði metið sem lægst til að ríkissjóður þurfi ekki í upphafi að leggja bönkunum til eigið fé umfram raunverulegar þarfir. Af sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) Stórar fjárhæðir renna árlega í gegnum farvegi sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar. Hluti þessara fjármuna rennur til bænda, hluti í byggðaþróun og hluti til fyrirtækja í landbúnaði. Á síðunni http://farmsubsidy.org/ allcountries/Financial_Times_shedding_light_on_the_darkness_of_the_CAP/290708, er að finna forvitnilegar upplýsingar um heildarframlög og nýtingu þeirra eftir löndum. Markaðssíða Bændablaðsins rýndi í upplýsing- ar um Írland, Danmörku, Finnland, Þýskaland og Frakkland. Eftirfarandi tafla sýnir nokkrar forvitnilegar stað- reyndir en þess má geta að heildarframlög samkvæmt CAP eru hæst í Þýskalandi en hlutur bænda í evrum er hæstur í Frakklandi. Finnland Danmörk Írland Frakkland Þýskaland Framlag til CAP í € pr. íbúa 156, 5. sæti 197, 2. sæti 178, 3. sæti 140, 9. sæti 121, 10. sæti Hlutfall stuðnings sem rennur til bænda 61% 79% 70% 76% 77% Meðalframlag á bú í € 7.077, 10. sæti 19.239 1. sæti 9.043, 6. sæti 526, 17. sæti 13.032, 4. sæti Meðalstuðningur á hektara í € 222, 10. sæti 340, 3. sæti 279, 6. sæti 261, 7. sæti 298, 5. sæti Hlutfall stuðnings sem rennur til 10% stærstu viðtakenda 34%, 14. sæti 47% 37% 36% 54% Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir apríl 2009 Framleiðsla apr.09 2009 feb.09 apr.09 maí.08 apr.09 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán.apríl '08 3 mán. 12 mán. Alifuglakjöt 615.504 1.849.958 7.132.694 -14,3 -5,6 -9,2 26,1% Hrossakjöt 33.546 175.831 1.034.133 -16,6 23,8 6,4 3,8% Nautakjöt 292.230 922.704 3.580.499 -20,9 -0,9 -4,4 13,1% Sauðfé * 41.184 78.078 8.910.901 57,8 -19,7 2,9 32,6% Svínakjöt 497.277 1.640.122 6.712.111 -16,1 2,7 8,0 24,5% Samtals kjöt 1.479.741 4.666.693 27.370.338 -15,3 -1,3 -0,3 Sala innanlands Alifuglakjöt 628.093 1.825.625 7.145.380 -8,1 -4,7 -7,2 28,5% Hrossakjöt 25.630 133.412 687.888 -25,5 -2,7 5,4 2,7% Nautakjöt 278.764 914.749 3.595.854 -22,4 0,6 -3,2 14,3% Sauðfé ** 462.118 1.428.252 6.915.204 -23,9 -10,5 0,9 27,6% Svínakjöt 497.997 1.641.770 6.716.513 -18,3 2,7 7,8 26,8% Samtals kjöt 1.892.602 5.943.808 25.060.839 -17,5 -3,5 -0,4 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Innflutningur á kjöti minnkar um helming Samkvæmt tölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa hefur verulega dregið úr innflutningi á kjöti fyrstu þrjá mánuði ársins. Í heild nam innflutningur kjöts á tímabilinu janúar-mars rúmlega 214 tonnum en á sama tíma í fyrra var hann tæp 402 tonn. Samdrátturinn milli ára nemur 47%. Eflaust er stærsti orsakavaldurinn lækkun á gengi íslensku krónunnar sem gerir innflutt kjöt miklu dýrara en áður. Samkvæmt tölum frá Landssamtökum sláturleyf- ishafa hefur verulega dreg- ið úr innflutningi á kjöti fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Í heild nam innflutn- ingur kjöts á tímabilinu janúar-mars rúmlega 214 tonnum en á sama tíma í fyrra var hann tæp 402 tonn. Samdrátturinn milli ára nemur 47%. Eflaust er stærsti orsakavaldurinn lækkun á gengi íslensku krónunnar sem gerir innflutt kjöt miklu dýrara en áður. Nokkuð er misjafnt milli kjöttegunda hversu mikill samdrátturinn er. Þannig hefur innflutningur á nautakjöti minnkað um 61%, alifuglakjöti um 57% en í svínakjöti er samdrátturinn talsvert minni, eða 26%. Þá hefur flokkurinn „aðrar kjötvörur“ aukist talsvert en þar er aðallega um að ræða unnar kjötvörur. Loks hefur það gerst að á listanum má sjá innflutt kindakjöt sem er sjaldgæft, ef ekki óþekkt, enda hefur verið framfylgt ströngu banni á inn- flutningi kindakjöts til landsins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna er á ferðinni unnið kindakjöt frá Færeyjum. Ekki er um mikið magn að ræða, 60 kíló, og liggur næst við að ætla að þarna sé á ferðinni skerpi- kjöt sem flutt hefur verið inn fyrir árshátíð samtaka Færeyinga á Íslandi. Innflutt kjöt á tímabilinu janúar-mars 2009 2008 Alifuglakjöt 81.748 191.353 Nautakjöt 33.875 86.470 Kindakjöt 60 0 Svínakjöt 84.769 115.212 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 13.862 8.757 Samtals 214.314 401.792 Framleiðsla og sala á kjöti í apríl Framleiðsla á kjöti í apríl var 15,3% minni en í sama mánuði 2008. Framleiðsla dróst saman í öllum flokkum kjöts nema kindakjöti, en aftur á móti er vægi þess í heildarframleiðslu mjög lítið á þessum árstíma. Sala á kjöti var 17,5% minni en á sama tíma í fyrra og dróst saman í öllum kjöttegundum. Sala á ársgrundvelli er nú 0,4% minni en síðustu 12 mánuði þar á undan.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.