Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 17
17 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009
og séu því horfin áður en talningar
eru gerðar. Þetta er ekki ólíklegt þar
sem geldhlutfall gemlinga er hátt
á mörgum þeirra bæja þar sem ég
skoða, allt upp í 60-70% þar sem
verst lætur. Hrútur er oftast hafður
í gemlingum u.þ.b tvö gangamál á
fengitíma. Á þeim bæjum þar sem
fylgst hefur verið með beiðslum
þeirra hefur komið í ljós að iðulega
beiða allt að 100% gemlinganna
innan þessa tímabils. Gemlingarnir
ættu því flestir að vera með lambi
að vori. Ef fóstrin drepast og hverfa
snemma á meðgöngunni teljast
þeir gemlingar vera geldir þegar ég
framkvæmi talninguna.
Þennan vetur taldi ég á sama
svæði og undanfarin ár og varð
var við umtalsverðan fósturdauða
um allt svæðið. Verulega mikinn á
sumum bæjum þar sem hreinlega er
hægt að tala um stórtjón. Inn komu
nýir fósturdauðabæir eins og verið
hafði undanfarin ár og aðrir bæir
sluppu sem höfðu áður lent í tjóni.
Nokkrir bæir þar sem fósturdauða
hafði orðið vart árlega, í stórum eða
smáum stíl, voru einnig með þetta
árið eins og þau fyrri.
Niðurstaða fósturskoðana 2004-
2008
Nú eru afstaðnir hjá mér sex taln-
ingarvetur og tel ég mig búa orðið
yfir talsvert mikilli þekkingu og
reynslu af fósturskoðun í sauðfé.
Ég hef haldið því fram frá árinu
2006 að fósturdauðinn sé ekki ein-
ungis bundin við gemlinga heldur
verði einnig í fullorðnu fé. Fram
til þessa hefur sú staðhæfing mín
ekki hlotið miklar undirtektir nema
hjá bændunum sjálfum sem í þessu
lenda. Ljóst er þó að vandamálið er
til staðar og tel ég fósturdauða í ám
vera talsvert meiri og algengari á
Íslandi en bæði mig og aðra grunar.
Að sögn Jóns Viðars Jómundssonar
hjá Bændasamtökunum hafa eldri
rannsóknir staðfest að náttúru-
legur fósturdauði eigi sér stað í
öllum fjárkynjum og er það skoðun
hans að ég sé hér að blanda saman
tveimur aðskildum hlutum, þ.e.
fósturdauða sem á sér náttúrulegar
og eðlilegar skýringar og hins
vegar hinum „séríslenska“ fóstur-
dauða hjá gemlingum. Ég vil hins
vegar ítreka að ég er hér að lýsa
mínum athugunum við fósturskoð-
un í sauðfé á stórum hluta landsins
á liðnum árum og lýsa þær athug-
anir sér með svipuðum hætti í full-
orðnum ám og gemlingum.
Eins og ég hef komið inn á hér
að framan reynist þó erfiðara að
staðfesta dauð fóstur í fullorðnum
ám samanborið við gemlinga. Ef
fóstrin fara í lok janúar eða fyrri
hlutann í febrúar þá sé ég móta
fyrir „gumsinu“ með þeim fóstr-
um sem eftir eru. Þetta verð ég var
við á ansi mörgum bæjum á mínu
talningarsvæði. Einnig er athygl-
isvert að í einstaka tilfellum verð-
ur vart fósturdauða í ám án þess
að fósturdauða verði vart í geml-
ingum á bænum. Í þeim tilfellum
er þó algengt að geldprósenta í
gemlingum á bænum sé óeðli-
lega há. Á nokkrum bæjum sé ég
töpuð fóstur ár eftir ár og má þar
sem dæmi nefna mitt eigið bú hér
í Sandfellshaga. Þess ber þó að
geta að líklegt er að einhver fóstur
fari ár hvert af eðlilegum orsökum
(vansköpun, fóðureitrun o. fl.). Ég
verð hins vegar ekki var við fóstur
sem fara í fyrri hluta janúar. Ærnar
tapa yfirleitt ekki öllum fóstrunum
þó svo að undantekningar séu þar
á og árið 2008 taldi ég á þremur
bæjum þar sem það kom fyrir. Er
tjónið því talsvert mikið á þeim
bæjum þar sem geldprósenta ánna
fer í 10-15%. Líti hver ykkar í eigin
barm að lenda í slíku tjóni.
Þegar Norðmaðurinn John
Johansen byrjaði að telja fóstur hér
á landi árið 2003 varð hann strax
var við þennan fósturdauða. Þetta
ár skoðaði hann m.a. á tilrauna-
búinu á Hesti og taldi hann að um
helmingur gemlinga á bænum væru
með dauðvona fóstur. Þetta gekk
eftir. John hefur talið hér á Íslandi
á nokkrum bæjum vestanlands
allt frá árinu 2003 og hefur hann
orðið var við þennan fósturdauða
í einhverjum mæli ár hvert en þó
mest nú í vetur. John fósturtelur
í mörgum löndum og virðist sem
þessi fósturdauði í sauðfé sé „sér-
íslenskt“ fyrirbrigði. Sú ályktun
hans vekur ansi áleitnar spurningar.
Miðað við hlufall bæja og hlut-
fall áa og gemlinga sem missa
fóstur á mínu talningarsvæði,
áætla ég að yfir landið í heild geti
umfangið verið af stærðargráðu
Fjallalambs ehf. á Kópaskeri sem
slátrar 25-28.000 lömbum ár hvert.
Hvað hefur verið reynt til úrbóta?
Haustið 2006 var ég í sambandi
og samráði við nokkra bændur um
að gera tilraunir með selen-gjöf í
gemlinga en selen-gjöf hafði þá
þegar gefið okkur vísbendingar um
jákvæð áhrif á fósturdauða í geml-
ingum. Í sameiningu skipulögðum
við ýmsar tilraunir með selen þar
sem sumir sprautuðu gemlingana
með seleni, aðrir gáfu tranol sem er
með viðbættu seleni, notaðir voru
selen saltsteinar, selen ormalyf og
ýmislegt fleira prófað. Eins voru
með í tilrauninni framleiðendur
sem gerðu engar breytingar.
Ég hóf talningar í febrúar 2007
og fóru þá að tínast inn upplýs-
ingar af þessum búum. Búin voru
ekki mörg en niðurstöðurnar reynd-
ust mjög jákvæðar. Svo jákvæðar
að við vorum vongóð um að sel-
enskortur í fóðri væri orsök fóstur-
dauða þar sem þekkt er erlendis
að selenskortur geti valdið fóstur-
dauða á meðgöngu.
Haustið 2007 var ég áfram í
sambandi og samráði við nokkra
bæi um áframhaldandi selengjöf
af ýmsum toga og fjölgaði bæj-
unum um rúmlega helming. Þetta
haust og um veturinn hóf Ólafur
Vagnsson, ráðunautur hjá Búgarði
á Akureyri, innsöfnun gagna á
allmörgum bæjum á Norður- og
Austurlandi, bæði á bæjum sem
lent höfðu í fósturdauða og bæjum
þar sem fósturdauði var óþekkt
vandamál. Um var að ræða verk-
efni sem Ólafur var beðinn um að
vinna fyrir Fagráðið í sauðfjárrækt
og hluti af stærra verkefni um van-
höld lamba. Bæirnir voru valdir að
mestu eftir ábendingum frá mér og
var reynt að bera saman búskap-
arlag og aðrar aðstæður á þess-
um búum. Þessi athugun leiddi
ekki í ljós afgerandi vísbending-
ar um orsakir fósturdauða en gaf
þó vísbendingu um að selengjöf
af ýmsu tagi minnkaði stórfelld-
an skaða. Niðurstöður voru birt-
ar á Fræðaþingi árið 2008 í grein
eftir Ólaf G. Vagnsson og Sigurð
Sigurðarson.
Í framhaldi af þessari könnun
höfðu svo samband við mig vet-
urinn 2008 þau Emma Eyþórdóttir
hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
og Jón Viðar Jónmundsson hjá
Bændasamtökunum sem bæði sitja
í Fagráði í sauðfjárrækt. Óskuðu
þau eftir samstarfi þar sem ég léti
þau vita þegar ég lenti á bæjum þar
sem fósturdauði var í gemlingum.
Ég tók beiðninni vel og lét þau vita
af á annan tug bæja þar sem ég varð
var við þessa uppákomu í talsverð-
um mæli. Á nokkrum þessara bæja
varð ég einnig var fósturdauða í
ám og lét þau jafnframt vita af því.
Blóðsýni voru tekin úr þónokkr-
um fjölda áa og gemlinga auk þess
sem nokkrum kindum var slátrað til
nánari sýnatöku.
Á þessum tíma hafði ég fengið
staðfest á mínum tilraunabæjum
að selen var ekki eini orsakavaldur
fósturdauða en þó gáfu niðurstöð-
ur vísbendingar um að selengjöf
gæti dregið úr umfanginu. Lét ég
umrædda Emmu og Jón Viðar vita
af þessum niðurstöðum. Blóðsýni
og sýni sem safnað hafði verið úr
þeim kindum sem var fargað af
þessu tilefni, voru í framhaldi af
þessu send til greiningar á Keldur
svo og í Danmörku. Niðurstöður
rannsóknanna sem unnar voru á
vegum fagráðsins voru birtar á
Fræðaþingi 2008. Framkvæmd var
óbein mæling á þéttni selens (GPX
virkni) og reyndust öll sýnin greind
yfir lágmarksgildi. Niðurstöður
sýndu því að selen væri ekki
orsakavaldur fósturdauða í sauðfé.
Blóðsýni voru jafnframt rannsök-
uð m.t.t. mótefna gegn þekktum
sýklum sem valdið geta fóstur-
láti en öll sýnin reyndust neikæð.
Krufning að Keldum á fóstrum úr
legi kinda sem slátrað var gaf held-
ur enga afgerandi niðurstöðu um
orsakir fósturdauðans en þó voru
breytingar á hildahnöppum og leg-
hnúðum sem gáfu tilefni til að ætla
að um toxoplasma sýkingu (katta-
smit) gæti verið að ræða. Tilgáta
um hæga mótefnamyndun vegna
kattasmits reyndist svo ekki vera
ástæðan.
Núna í byrjun árs 2009 virðist
því sem búið sé að útiloka þekkt-
ar mögulegar ástæður fósturdauða
sem tengjast smiti og efnaskorti. Vil
ég þó taka fram að víða á Íslandi er
lítið selen í fóðri og getur því aldrei
talist annað en jákvætt að gefa sel-
en-saltsteina og vítamínblöndur
á borð við tranol. Jafnframt gæti
ástæðna fósturdauða í einhverjum
tilvika verið að leita í fóðureitrun
og jafnvel smitsjúkdómum. Miðað
við umfang vandans á landsvísu og
með hliðsjón af fyrrgreindum nið-
urstöðum rannsókna er þó fátt sem
bendir til þess að þau tilfelli séu
meginástæða fósturdauða í sauðfé.
Gæti rafmengun valdið
fósturdauða?
Sumarið 2007 vann Eydís Elva
Þórarinsdóttir, sem þá var nemandi
á lokaári til BS prófs í líftækni við
Háskólann á Akureyri, verkefnið
Áhrif rafmengunar í sæeyrnaeldi
sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði
námsmanna og unnið í sam-
starfi við Brynjólf Snorrason
hjá Orkulausnum ehf. og Ásgeir
Guðnason, framkvæmdastjóra
Hali otis á Íslandi ehf. Í skýrslu um
verk efnið er að finna greinagóða
saman tekt – á mannamáli – um
íslenskar reglugerðir um mæling-
ar og eftirlit með rafmagnsgæðum
svo og þær kröfur sem almenn-
ingsveitur (rafveitur) þurfa að upp-
fylla. Með góðfúslegu leyfi höf-
undur fylgir texti úr þessum kafla
skýrslunnar (sjá rammagrein).
Frekari upplýsingar um innihald
skýrslunnar er hægt að nálgast hjá
Nýsköpunarsjóði námsmanna svo
og hjá höfundi skýrslunnar sem nú
stundar meistaranám á líftæknisviði
við Háskólann á Akureyri.
Rafmengun er hægt að mæla
Það er sem sagt hægt að mæla
rafmengun og eru ákveðnar reglur
um gæði rafmagns við afhendingu
frá orkusala, mælingar á gæðum
þess og hvers konar búnað ber að
nota við mælingarnar. Þarna virðist
vera um verulega brotalöm að ræða
á Íslandi þar sem almennt virðist
sem ekki séu notaðir viðurkenndir
mælar. Það fyrsta sem mér dett-
ur í hug er að líkja þessu við vatn.
Öll höfum við aðgang á heimilum
okkar að köldu og góðu íslensku
vatni. Ef við hins vegar förum að
fá vatnið úr krönunum brúnt af
„drullu“ þá kvörtum við strax þar
sem við getum eðlilega ekki sætt
okkur við það. Það er hins vegar
mjög erfitt fyrir okkur að sjá hvort
rafmagnið sem við fáum inn í húsin
okkar sé drullugt. Þar þurfum við
að treysta á að rafveiturnar okkar
skapi hreint rafmagn heim í hús.
8
''
skaffað svo hreint þegar að er
gáð?
8 '
eini löglegi mælirinn sem til er
á Íslandi til þess að mæla raf-
mengun samkvæmt reglugerð-
um sé í eigu Brynjólfs Snorra-
sonar hjá Orkulausnum og
Hélog ehf?
8
' sem á að fylgjast með gæðum
rafmagns á Íslandi eigi ekki við-
urkenndan mæli?
''
gæði þess rafmagns sem við
notum daglega?
Fundur um hugsanleg áhrif
rafmagnsmengunar á fósturdauða
Vorið 2008 komu saman á óform-
legum fundi í Búgarði á Akureyri
17 manns til að ræða hugsanleg
áhrif rafmengunar á fósturdauða
í sauðfé. Þá um veturinn hafði
ég verið í sambandi við Brynjólf
Snorrason hjá Orkulausnum ehf.
og rætt þennan rafmengunarþátt
sem hugsanlega orsök fósturdauða
í sauðfé. Fyrirtæki Brynjólfs hafði
þá eignast umræddan mæli og
þegar mælt á nokkrum stöðum hér
innanlands með niðurstöðum sem
alls ekki voru viðunandi. Þegar
ég fór að veita þessum þætti betur
athygli kom í ljós að í mörgum til-
fellum þar sem ég varð var við mik-
inn fósturdauða mátti hugsanlega
tengja hann rafmagni á einn eða
annan hátt. Sem dæmi má nefna
ófullnægjandi frágang á raflögnum
á bæjunum, léleg eða engin jarð-
skaut, spennugjafa fyrir rafmagns-
girðingar o.fl.
Mælingar á völdum bæjum
Á fundinum sem haldinn var á
Akureyri kom fram tillaga um
að framkvæma tilraun á einum 5
bæjum þar sem ég hafði orðið var
fósturdauða undanfarin ár, með það
að markmiði að kanna hugsanleg
áhrif rafmengunar á fósturdauða.
Ræddur var möguleiki á að Fagráð
í sauðfjárrækt myndi hugsanlega
styrkja okkur í þessum tilraunum
með einhverjum fjárhagsstuðn-
ingi og var ákveðið að kanna þann
möguleika.
Sumarið 2008 fóru Brynjólfur
og hans menn í að mæla á þessum
5 bæjum. Mælingar voru gerðar á
fjórum af þessum fimm bæjum og
einn bær í Eyjafirði tekinn til við-
bótar. Á þeim bæ var rekið svínabú
og hafði geldhlutfall á búinu
verið óeðlilega hátt undanfarin ár,
með þrjár af hverjum tíu gyltum
geldar. Hinir fjórir bæirnir voru
Sandfellshagi í Öxarfirði, Höfði
og Laufás í Grýtubakkahreppi og
Skarðaborg í Reykjahverfi.
Niðurstöður mælinga Brynjólfs
voru hreint út sagt ógnvekjandi.
Heildarbjögun yfirsveiflna (THD-
gildi) sem samkvæmt reglugerð má
ekki vera yfir 8% reyndist í öllum
tilvikum margfalt yfir því marki,
eða frá hundruðum og allt upp í
fjórtán hundruð prósentustigum
yfir. Hæstu mæligildin reyndust
jafnframt vera á bæjum þar sem
fósturdauði var viðvarandi. Ekki
var ráðist í neinar aðgerðir í fram-
haldi af þessum mælingum þar sem
fjármagn skorti og vilja margra til
að kanna þessi mál betur.
Mælingar í Sandfellshaga
Í Sandfellshaga eru aðstæður þann-
ig að heimilisrafstöð sér allri bæjar-
torfunni fyrir rafmagni. Sjálfur hef
ég haldið mínum gamla orkusala
sem varaafli og var hann því tengd-
ur inn í töflu en ekkert notaður. Í
framhaldi af mælingum Brynjólfs
og hans manna, hafði ég samband
við minn gamla orkusala og fékk
hann þennan sama dag til þess að
aftengja heimtaugina frá bænum.
Var það gert um kílómeter frá þar
sem öryggi var tekið úr sambandi.
Síðan mældi Brynjólfur aftur og
þá mældist THD-gildið einhverj-
um hundruðum prósent lægra.
Hvað skyldi valda því að mæld raf-
mengun lækkar um fleiri hundruð
prósent við það að aftengja gamla
orkusalann?
Ég hafði síðan samband við
Brynjólf á milli jóla og nýárs og
bað hann um að koma hingað í
Sandfellshaga og gera þær breyt-
ingar sem þyrfti til þess að koma
THD- gildinu niður í þau mörk sem
reglugerðirnar segja til um.
Þær kostnaðarsömu breyt-
ingar voru gerðar hér hjá mér á
Félagsbúinu sem og hinum bænum
hjá Urðum ehf. fyrir og rétt eftir
áramótin. Þá höfðu hann og hans
Reglugerð um gæði raforku og
afhendingaröryggi (reglugerð nr.
1048/2004)
Markmið reglugerðarinnar er að tryggja fullnægj-
andi gæði og afhendingaröryggi raforku í íslenska
raforkukerfinu. Ákvæði reglugerðarinnar gilda fyrir
dreifiveitur, vinnslufyrirtæki og flutningsfyrirtæki raf-
orku og tóku gildi 1. janúar 2005 en ákvæði um þær
gæðakröfur sem gerðar eru til afhendingar raforku tóku
gildi þann 1. janúar 2007. Orkustofnun sér um allt eftir-
lit með ákvæðum reglugerðarinnar og telji Orkustofnun
að ákvæði séu ekki uppfyllt getur hún krafist úrbóta að
viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið allt að
10-500 þúsund krónum. Reglugerð þessi vinnur meðal
annars eftir spennustaðlinum EN 50160.
Í 11. grein reglugerðarinnar er fjallað um tíðn-
istýringu og spennugæði, og er gerð grein fyrir þeirri
spennu sem flutningsfyrirtæki/dreifiveitur skulu
fylgjast með í kerfinu og sem veiturnar þurfa að við-
halda innan ákveðinna marka. Samkvæmt töflu 1 í
11. gr. skal heildarbjögun yfirsveiflna (THD-gildi)
fyrir flutnings/dreifiveitur vera m.a. innan eftirfar-
andi marka:
z77'6 +7
z77'6 +7
'6 +7
Evrópuski spennustaðallinn (Standard EN 50160
– Voltage Characteristics in Public Distribution
Systems). Samkvæmt staðlinum er birgðasali sá aðili
sem veitir raforku í gegnum almenningsrafveitur og
notandi er sá aðili sem kaupir raforku frá birgðasal-
anum/veitunum. Notandi á rétt á viðeigandi gæðum
á raforku sem hann kaupir af veitum og fjallar stað-
allinn aðallega um þær kröfur sem almennings-
veitur/rafveitur þurfa að uppfylla. Hann kveður á
um spennubreytur í raforku, frá bæði lágspennu og
meðalspennu, sem rafveitum ber að vinna eftir undir
eðlilegum rekstrarskilyrðum og telur upp leyfileg
frávik þeirra. Samkvæmt staðlinum þarf ákveðin
mælingartæki, og ákveðnar mælingaraðferðir til að
mæla og sannreyna gæði raforkunnar sem fæst frá
almenningrafveitum. Þeir rafgæðamælar sem staðall-
inn tekur gilda eru eftirtaldir: FLUKE frá Fluke (UK)
Ltd., LEM frá LEM Instuments, MGE frá MGE
UPS Systems Ltd. og Rhopoint System frá Rhopoint
System Ltd. Tekið skal fram að fyrirtæki Brynjólfs
Snorrasonar, Orkulausnir ehf, vinnur með FLUKE
1650 rafgæðamæli frá Fluke (UK) Ltd. Þau tæki og
aðferðir sem staðallinn tekur á, gera kleift að fram-
kvæma samfelldar mælingar, allt upp í sjö daga, á
eftirtöldum breytum:
4(
#
" 0 #
4(
&" (
Þessi ákveðni tækjabúnaður gerir einnig kleift að
mæla spennudýfur og sambandsleysi, tíðni þeirra
og tímalengd. Síðan er unnið með breyturnar og
þær skráðar sem 10 mínútna tímaþættir. Fyrir hvern
þátt er síðan reiknað út meðaltalsgildi. Eftir að hafa
skráð niður mælingarnar á tímabilinu er hægt að
útbúa svokallað „ordered diagram“ sem sýnir tíma-
lengd ákveðinnar röskunar/bjögunar yfir það tímabil
sem mælingin náði yfir. Það ætti ekki að vera erfitt
fyrir rafveitur að uppfylla þau hæfisskilyrði sem EN
50160 staðallinn kveður á um. Í rafmagni/spennu frá
rafveitum skulu þeir þættir sem staðallinn kveður á
um vera innan ákveðinna marka um 95% af mæling-
artímanum. Þau 5% af tímanum sem eftir eru leyfa
frávik sem geta verið allmiklu hærri.
Úr skýrslu Eydísar Elvu Þórarinsdóttur
Framhald á bls. 18