Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Út er komin bókin „Á fjallatind- um, gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins“, eftir Bjarna E. Guðleifsson, náttúrufræðing, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Í bókinni greinir hann frá því verkefni sem hann tók sér fyrir hendur árið 1997, ásamt nokkr- um félögum sínum, að ganga á hæsta fjall í hverri sýslu landsins, alls 23 sýslum. Tveir félagar hans, þeir Sigurkarl Stefánsson, menntaskólakennari, og Rögnvaldur Gíslason, bóndi í Gröf í Bitrufirði, áttu þar stærst- an hlut með honum og fylgdu Bjarna í langflestum ferðunum. Að auki og að einhverju leyti fyrir ófullnægjandi upplýsingar gekk Bjarni með félögum sínum á fimm önnur fjöll, sem við nánari athugun uppfylltu ekki sett skil- yrði. Bjarni E. Guðleifsson hefur sem náttúrufræðingur góða þjálf- un í fræðilegum skrifum, auk þess sem hann hefur verið mikilvirkur í alþýðlegri fræðslu um hugðarefni sín í ræðu og riti. Þess sér glöggt stað í bókinni. Framsetning efnis er skipuleg; staðlaðar upplýsingar eru um hvern fjallstind, sem gengið var á, hæð yfir sjó, dagsetning göngu, göngutími, erfiðleikastig, GPS-hnit tinds, þátttakendur o.fl. Þá er lýsing á fjallinu, jarðfræði þess, raktar sögur og sagnir tengd- ar því og lýsing á fjallgöngunni upp og niður. Í lok umfjöllunar um hvern tind er birt ljóð tengt fjallinu eða umhverfi þess. Þar koma við sögu sem höfundar bæði þjóðkunn skáld en einnig minna kunnir höf- undar, gjarnan úr viðkomandi hér- aði. Þessi þjóðlegi fróðleikur, sagna- sjóður og ljóð, er leynigestur bók- arinnar sem ætla mátti að fjallaði einkum um jarðfræði og fjallgöng- ur, en hann víkkar mjög út hlutverk bókarinnar og eykur gildi hennar. Það er hins vegar jafn ljóst að mikil vinna liggur að baki því að safna saman þessum upplýsingum. Góð grein er gerð fyrir heimildum í lok hvers kafla en eftir situr spurningin hverjar voru heimildir um heimild- irnar? Þá er þess að geta að hverjum tindi fylgja tvö landakort af svæð- inu umhverfis hann sem og margar ljósmyndir frá viðkomandi upp- göngu. Birtar eru margar útsýn- ismyndir og loftmyndir þar sem færð eru inn helstu örnefni. Þessar myndir segja lesandanum meira en mörg orð um þá fegurð sem Ísland býr yfir. Bókin Á fjallatindum gefur les- andanum tilefni til ýmissa hugleið- inga. Hvað fær mann til að ganga á hæsta tind í hverri sýslu, og leggja síðan í þá ómældu fyrirhöfn að gera grein fyrir því á bók, með ferðalýs- ingu, heimildaleit, myndavali, sam- starfi og aðstoð fjölda fólks, ásamt endalausu nostri sem slík vinna kallar á en enginn ýtir á eftir? Ari fróði skrifaði þó Íslendingabók að áeggjan biskupanna á sinni tíð. Þetta gerðist á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar lá í krimmum, sem gefnir eru út í tonnatali, ef hún var ekki að horfa á formúluna eða enska boltann. Bókin er þarna brýning til fólks um að það sé manndómur í því að leggja sig fram, fara fram úr sjálf- um sér og vera fordæmi fyrir þá sem á eftir koma. Við drögum dám hvert af öðru; nokkur síðustu ár hefur peninga- hyggja yfirgnæft annað með þjóð- inni, hún bar með sér ýmis óholl skilaboð og fór illa. Hið gagnstæða er líka þekkt. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólmi, kvað bjartsýni í þjóðina þegar þess þurfti. Saga Halldórs Laxness, Íslandsklukkan, efldi sjálfstæðisbaráttuna. Bókin Á fjallatindum minnir okkur á land- ið, fóstru okkar, með tign sína, fjölbreytni og fegurð, ofar hverri kröfu. Höfundur kemur því líka vel til skila að þjóðin á sér mikinn sjóð sagna og ljóða þar sem háir jafnt og lágir eiga sinn hlut. Með bókinni hefur Bjarni lagt af mörkum efni til að nota í því uppbyggingastarfi þjóðfélagsins sem nú er hafið. Eitt af kunnari ljóðum Þorsteins Erlingssonar skálds er „Myndin“. Í síðasta erindi þess eru ljóðlínurnar því sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu hvað hinum megin býr. Um þetta leyti árs útskrifast þúsundir ungra manna og kvenna úr framhaldsskólum landsins og þeirra bíður nú það að marka lífi sínu braut. Oft er þessara tímamóta fagnað með samkvæmum þar sem útskriftarnemum eru færðar gjafir. Bókin Á fjallatindum, óáleitin en vekjandi, er þar góð gjöf. Matthías Eggertsson Bókin fæst í bókabúðum og hjá útgefanda, Bókaútgáfunni Hólum, sími 587-2619, eftir kl. 15:00. Ritfregn Á fjallatindum – Gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins Kápusíða bókar Bjarna E. Guðleifs- sonar, Á fjallatindum. Botulín-eitrun, sem stafar frá sýkl- unum Clostridium botulinum, sama er að segja um lýsingu sjúkdómsins á fyrri bænum. Athugandi er, hvort sjúkdóm- ur þessi er algengari í sauðfé en við höfum haldið. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá fjáreigend- um, hafi þeir orðið varir við einkenni svipuð þeim og lýst er hér að ofan. Um botulin-eitrun eða hræeitrun Sýkillinn Clostridium botul- inum myndar dvalargró, lifir árum saman í umhverfinu og er víða finnanlegur. Sýklarnir mynda mjög sterkt eitur, sem veldur lömunum og bráðum dauða. Sýklaeitrið held- ur eituráhrifum sínum mjög lengi, þar sem það hefur myndast í hræj- um og fóðri. Í sauðfé er botulin-eitrun frem- ur hægfara og lamanir verða ekki eins áberandi framan af eins og til dæmis hjá hrossum. Vart verður óstyrkleika í afturparti til að byrja með, síðar í framparti. Uppspretta eitursins er oftast rotnandi líkams- leifar dýrs, fugla eða meindýra, sem lenda í rúlluheyi, en einnig getur áburður á beitiland og heyskapar- land úr hænsnahúsum eða eldishús- um kjúklinga verið uppspretta eitr- unar, ef fuglahræ eru í skítnum. Í rotnandi gróðri getur myndast eitur og í votheyi getur eitrið myndast, einkum þar sem súrefni kemst að. Það er því mikilvægt, að vanda til heyverkunar, fylgjast vel með hræjum af smádýrum á ræktuðu beitilandi og heyskaparlandi og fyrirbyggja að þau lendi í heyinu. Þegar skepna etur hey eða annað sem inniheldur eitrið líða nokkrir klukkutímar og stundun nokkrir dagar þar til einkenna verður vart, allt eftir því hvert magn eiturefn- anna er, sem berst ofan í skepnurn- ar í einu. Þegar sýklarnir eða dval- argró sýklanna en ekki eiturefnin berast í meltingarfæri með því sem skepnurnar eta, getur sjúkdómurinn komið fram mun seinna en það sem hér var sagt. Fosfórskortur og proteinskortur ýtir undir sjúkdóms- hættuna. Kannske vegna þess að þá fara skepnurnar að eta fleira en það sem hollt er og heilsusamlegt. Fyrstu einkenni veikinnar sem sjást eru þau að kindin lyftir eða hreyfir dindilinn, kindin verður stíf í hreyfingum, dregur sig frá hóp- nnum og hengir hausinn. Þvag og munnvatn drýpur frá skepnunni og tungan lafir út úr henni stundum. Kindin hættir að geta etið, en hefur þó löngun til þess. Hún verður dauf og drungaleg og lamanir ágerast. Á 2-5 dögum dregur af kindinni, öndun verður óregluleg og þung og hún deyr án umbrota. Greining á veikinni er gerð eftir einkennum first og fremst, en blóðpróf eru til, sem beita má. Hins vegar er eitr- ið svo sterkt, að það getur drepið skepnur, þótt eiturefni í blóði séu vart eða ekki mælanleg. Eiturefni er unnt að mæla í meltingarvegi, en það er alls ekki auðvelt Helst verð- ur að miða við að leita að eiturefn- um í hræjum sem finnast. Ekkert lyf er til lækninga, en bóluefni er til, sem gefur vörn í eitt ár í senn, einnig sermi. Sjúkdómur þessi hefur ekki verið talinn algengur hér á landi. Þess vegan er ekki haft á lager bóluefni eða sermi, nema fyrir hross. Mikilvægt er að tína fuglshræ og lama af túnum og í heyi fyrir slátt og í slætti og úr heyi áður en rúllað er. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Lömb sem deyja þarf að rannsaka Nýlega hafa verið gerðar athuganir með krufningum á lömbum, sem fæddust fullburða en lífvana og hafa þá annað hvort dáið rétt áður en fæðingin hófst eða í fæðingunni sjálfri. Einnig voru athuguð lömb, sem fæddust líflítil en dóu nýfædd. Þessar athuganir benda til þess að hægt sé að draga úr tjóni með breyttum aðferðum við fæðingarhjálp, vökt- un og lífgunartilraunir. Með því að nota AB-mjólk fyrirbyggjandi og læknandi dregur úr tjóni. Í AB-mjólk er aragrúi af heppilegum gerlum, sem keppa við þá sem valda sjúkdómum. Aðalatriðið er að sauðburð- armenn geri sér grein fyrir því hvað hafi valdið veikindum og dauða lambanna. Til þess gæti þurft að kryfja lömb sem deyja. Í næsta Bændablaði verða birt nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga í sauðburðinum en sem ekki var rúm fyrir að þessu sinni. Þá má benda á að í SAUÐBBURÐARKVERINU má finna ýmis ráð sem enn eru í fullu gildi. Þetta rit á enn að vera fáanlegt. Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: 587 7000 - www.gastec.is Þekking og þjónusta RAFSUÐUVÉLAR Gastec býður einnig mikið úrval af: www.gastec.is Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.