Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Ingvar Guðni Ingimundarson frá Vatnsenda í Villingaholts- hreppnum hinum forna lét draum sinn rætast árið 2000 þegar hann stofnaði sína eigin vélsmiðju á hlaðinu heima hjá sér. Áður hafði hann starfað hjá Vélsmiðju KÁ á Selfossi. Ingvar er vélsmiður að mennt og hefur alltaf haft mikinn áhuga á hverskonar smíði, enda er þetta greinilega í genunum, því afi hans, Ingvar Kristján Jónsson í Villinga- holti, smíðaði bæði úr járni og tré og langafi Ingvars, Jón Gestsson, var líka mjög laghentur smiður og smíðaði meðal annars Vill- ingaholtskirkju. Ekki er laust við þennan áhuga úr föðurættinni heldur en Garðar Eymundsson, föðurafi hans, er húsasmíðameist- ari og Ingimundur Bjarnason, langafi Ingvars, var járnsmið- ur. Ingimundur Bergmann, faðir Ingvars, er svo vélfræðingur. Eigin- kona Ingvars er Eydís Rós Eyglóar- dóttir og eiga þau saman dótturina Þórunni Evu, sem er eins og hálfs árs gömul. 16 km frá Selfossi Vélsmiðja Ingvars Guðna (VIG) er staðsett 16 km austan við Selfoss eða í Flóahreppi. Ingvar Guðni er fæddur og uppalinn á Vatnsenda en foreldrar hans, þau Þórunn Kristjánsdóttir og Ingimundur Bergmann Garðarsson, eru með kjúklingabú á jörðinni. Vélsmiðjan er í bragga á hlaðinu. VIG hefur frá upphafi lagt áherslu á þjónustu við bændur, verktaka og í raun alla þá sem þurfa að láta smíða hvaðeina úr málmum. Grunnurinn að VIG var í raun lagður með framleiðslu á vönduðum hliðum fyrir sumarhúsa- eigendur en framleiðslan á hlið- unum hófst sumarið 1998 í smáum stíl og hefur haldist allar götur síðan. Það hefur verið stefna VIG frá upphafi að leysa nánast hvaða verk sem viðskiptavinurinn óskar. Gott að vera í sveitinni „Já, það er mjög gott að vera með starfsemina í Flóahreppi og draum- ur að geta verið á hlaðinu heima hjá sér. Það hefur verið nóg að gera enda hefur starfsemin vaxið frá ári til árs. Ég var fyrst bara einn en núna erum við tveir að smíða, ég og mágur minn, Hörður Ársæll Sigmundsson frá Leifsstöðum í Austur-Landeyjum, og Eydís konan mín sér um bókhaldið, sem er afar mikilvægt starf. Það eina sem ég er ekki sáttur við er net- tengingin hjá okkur, hún er mjög slöpp og oft erfitt að vera í góðu sambandi við umheiminn í gegnum tölvuna. Jú, svo er það orkukostn- aðurinn, en hér er ekki hitaveita og fyrirtæki á köldum svæðum fá enga niðurgreiðslu til hitunar. Annars brosum við bara og erum bjartsýn,“ sagði Ingvar Guðni þegar hann var spurður hvernig gengi að reka vél- smiðjuna í sveitinni. Leysum málin „Það hefur aldrei verið sérstakt markmið hjá mér að reka stóra smiðju heldur fyrst og fremst að skila góðri vinnu. Hvort held- ur er í grófum viðgerðum á úr sér gengnum vélavögnum eða mun fíngerðari hlutum, eins og hrærivél- arþeytara. Einnig smíðum við hina ýmsu hluti úr fægðu, ryðfríu stáli. Það gildir einu, við leysum málin. Smiðjan hjá mér er mjög vel tækj- um búin enda nauðsynlegt að vera vel græjaður, þannig að maður geti leyst flókin og fjölbreytt verkefni,“ bætir Ingvar Guðni við. Þvottasnúrur og kerrur Á meðal framleiðsluvara hjá Ingvari Guðna eru hlið, vegristar, gjafagrindur, lamir, rennubönd, hliðslár, kerrur, handrið, hesthúsa- innréttingar og þvottasnúrur, sem slegið hafa í gegn á fjölmörgum heimilum. Fyrirtækið leggur einn- ig stund á hverskyns sérverkefni svo sem viðgerðir, felgubreikk- anir, smíði á stálgrindum, renni- smíði og yfirleitt alla stálsmíði og viðgerðir. Björt framtíð „Já, ég sé ekki annað en að fram- tíðin sé björt þrátt fyrir að það blási aðeins á móti um þessar mund- ir vegna efnahagsástandsins. Ég ætla fyrst og fremst að reyna að halda í horfinu með fyrirtækið og bæta kannski eitthvað í ef ástandið lagast. Reyndar er ég að svipast um eftir góðum starfskrafti, allavega í afleysingar í sumar. Verkefnastaðan er góð eins og staðan er í dag og ég treysti á að svo verði áfram,“ sagði Ingvar Guðni brosandi í lokin og sneri sér að vinnunni í bragganum. Hægt er að kynna sér starfsemi vél- smiðjunnar á heimasíðunni: www. vig.is Viðtal og myndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson Í september 2003 keypti Skipa- lyftan hf. í Vestmannaeyjum rekstur Vélsmiðju KÁ á Selfossi og stofnaði nýtt fyrirtæki, Vél- smiðju Suðurlands ehf. Fyrir- tækið er rekið á traustum grunni, sem nær allt aftur til ársins 1939. Á þessum langa tíma hefur starf- semin tekið töluverðum breyting- um. Í dag er þjónusta fyrirtæk- isins á breiðum grunni varðandi hefðbundna starfsemi vélsmiðju; verktöku, nýsmíði, viðgerðir og ýmiss konar viðhald, ekki síst fyrir bændur og búalið. Á Selfossi hefur aðallega verið sinnt stærri verkum, s.s. upptektum á vatnsaflstúrbínum, viðgerðum og viðhaldi á tækjum og búnaði í virkjunum, smíði á brúarbitum fyrir Vegagerðina og fjölmörgum öðrum stórum sem smáum verk- um í viðgerðum og nýsmíði. Á Hvolsvelli hefur verið rekin öflug þjónusta við bændur og framleidd landbúnaðartæki og áfram verður boðið upp á virka og öfluga þjón- ustu í viðgerðum og nýsmíði. „Já, það er nóg að gera hjá okkur og við sjáum bara fram á bjarta tíma þó það blási á móti í efnahags- lífi landsins um þessar mundir. Við vinnum mikið fyrir bændur, bæði varðandi nýsmíði og viðhald ýmiss konar. Við finnum að bændur vilja sækja gömlu, góðu tækin sín sem hefur verið lagt og láta gera við þau, sem er hið besta mál. Við erum t.d. mikið í því þessar vikurnar að endursmíða eldri haugdælur, þar sem þær eru orðnar gríðarlega dýrar og uppseldar á flestum stöðum og menn í vandræðum hvað þetta varð- ar,“ segir Magnús Haraldsson, yfir- landbúnaðarsmiður fyrirtækisins á Hvolsvelli. „Ég segi stundum að við smíðum allt frá saumnálum upp í eldflaugar, okkur er ekkert óviðkom- andi,“ bætir Magnús við og hlær. Leiðandi í þjónustu við bændur Vélsmiðja Suðurlands hefur verið leiðandi í þjónustu við bændur um allt land, t.d. með gjafagrindur og allt sem tengist fóðrun. Fyrirtækið hefur t.d. smíðað fjóra valtara síð- ustu mánuði sem kornbændur nota mikið, auk þess að setja upp fóður- kerfi, sem reynst hafa vel. Þá er fyr- irtækið með pípulagningaþjónustu á Hvolsvelli, sem notið hefur mik- illa vinsælda. Á Selfossi starfa sjö starfsmenn og fimm á Hvolsvelli. Heildarlausn á einum stað „Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við okkur varð- andi fyrirhugaðar framkvæmdir. Vélsmiðjan hefur innan sinna raða starfsmenn sem geta tekið að sér skipulag, undirbúning, úrvinnslu og framkvæmd verka, þ.e. heildar- lausn á einum stað. Til staðar er góð aðstaða, öflugur tækjabúnaður og faglegt starfsfólk með mikinn metnað til að þjóna viðskiptavin- um okkar sem best. Okkar mark- mið er eftir sem áður að sinna öllum okkar viðskiptavinum á sem bestan hátt með vönduðum vinnubrögðum, skilvirkri þjónustu og hagstæðum viðskiptum,“ sagði Magnús að lokum. Viðtal og myndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson. Vélsmiðja Ingvars Guðna á Vatnsenda í Flóahreppi: Nóg að gera þrátt fyrir kreppu – þjónustar bændur, verktaka og einstaklinga með alla almenna vélsmíði Ingvar Guðni inni í einni af fjölmörgum gjafagrindum sem hann hefur smíðað í gegnum árin. Bak við hann er vörubíllinn sem er notaður til að flytja vörurnar frá Vatnsenda, en Ingvar þjónar bændum og búaliði út um allt land. Vélsmiðja Suðurlands á Selfossi og Hvolsvelli: „Þjónustum allt frá saum- nálum upp í eldflaugar“ 3 „    # + ~ #- búnaðarsmiður fyrirtækisins á Hvolsvelli Magnús er verkstjóri á Hvolsvelli og yfirlandbúnaðarsmiður fyrir- tækisins. Hann er alltaf kátur og hress og segir að starfsmenn Vél- smiðjunnar leysi öll mál sem komi upp. Hann samdi meðfylgjandi vísu þegar blaðamaður heimsótti hann til að fá upplýsingar um fyrir- tækið: Sumar, haustið, vor og vetur verður fátt hér talið, allt þetta sem enginn getur okkur þá er falið. Kátir starfsmenn Vélsmiðju Suðurlands. Frá vinstri: Skúli Sigurbergsson, Magnús Haraldsson, Hilmar Skarphéðinsson, Margrét Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri og Gunnar Svanur Einarsson, framleiðslustjóri. Öll fram- leiðsla Vélsmiðju Suðurlands á tækjum fyrir atvinnulífið er byggð á íslenskri hönnun og smíði. Unnið er eftir gæðastöðlum til að tryggja hámarksgæði. Ingvar Guðni þarf oft að setjast fyrir framan tölvuna og vinna ýmis mál þó eiginkona hans, Eydís Rós, sjái um bókhaldið fyrir fyrirtækið. Þau eiga þá heitu ósk að fá betri nettengingu í sveitina. Hér er Ingvar Guðni að vinna við logsuðu á verkstæðinu sínu. Starfsmaður Ingvars Guðna, Hörð- ur Ársæll Sigmundsson frá Leifs- stöðum í Austur-Landeyjum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.