Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Að gefnu tilefni vill Íslandspóstur fá að birta nokkrar staðreynd- ir um starfsemi Íslandspósts og þann lagaramma sem fyrirtækið starfar eftir. Hvers vegna hafa póstafgreiðslur verið lagðar niður víða á lands- byggðinni? Póstinum þykir miður að loka þurfi pósthúsum á smærri stöðum. Pósthús hafa oft verið raunveruleg- ur og táknrænn miðpunktur bæj- arfélaga og jafnvel gegnt félags- legu hlutverki á sumum stöðum. En það er ekki verjandi út frá rekstr- arlegum sjónarmiðum að halda opinni afgreiðslu með fólki í fullri vinnu, þegar reksturinn er hvergi nálægt því að standa undir kostn- aðinum. Varla er mönnum alvara með því að reka eigi pósthús sem tekur við allt niður í 10 bréfum eða afgreiðslum á dag? Hvar eiga þá mörkin að liggja? Þar sem póstafgreiðslum hefur verið lokað og landpóstar tekið við þjónustunni, hafa íbúar almennt verið ánægðir með fyrirkomulagið. Hvers vegna er Pósturinn orð- inn markaðsdrifið fyrirtæki? Er þetta ekki ríkisstofnun? Pósturinn er með skýran laga- ramma um sína starfsemi og fær enga styrki frá ríkinu. Fyrirtækið þarf að skila um 10% arði til eigandans, sem á átta árum er um einn milljarð- ur króna. Meginskyldur stjórnenda eru að tryggja rekstur Íslandspósts til frambúðar og þar með störf þeirra 1.200 starfsmanna, sem þar starfa. Bréfasendingum fer fækkandi og einkaréttur verður líklega afnum- inn. Því er brýnt að sýna ráðdeild og hagræða í samræmi við þá eftirspurn sem er eftir þjónustu fyrirtækisins. Póstafgreiðslum í Reykholti, Varmahlíð, Króksfjarðarnesi og á Flúðum hefur verið lokað og á höfuðborgarsvæðinu hefur fjórum afgreiðslum verið lokað undanfarin ár. Í Reykholti voru afgreiddar um 3-4 sendingar á dag og í Varmahlíð voru um 12 afgreiðslur á dag. Væri ekki eðlilegt að spyrja hvassra spurninga, ef þessum afgreiðslum væri ekki lokað? Ef menn vilja að rekstur einstakra pósthúsa sé niðurgreiddur af ríkinu, þá er það pólitísk umræða sem þarf að taka upp á öðrum vettvangi. Hvers vegna er verið að fækka póstburðardögum og færa póst- kassa fjær bústöðum? Á ekki að gæta jafnræðis á milli íbúa lands- ins hvað varðar póstþjónustu? Það kostar jafn mikið að senda og fá póst á afskekktustu stöðum landsins og í mesta þéttbýlinu. Það er sú jöfnun kostnaðar sem felst í almennri póstþjónustu. Samkvæmt lögum er öllum notendum sem búa við sambærilegar aðstæður boðin eins þjónusta. Í þéttbýli er hægt að þjóna hundruðum manna með einum fótgangandi bréfbera. Á afskekktari stöðum þarf fjölmarga menn og mikinn akstur til að sinna nokkrum tugum viðskiptavina. Frá sjónarmiði umhverfismála og eðlilegrar hagkvæmni er ekki verj- andi að aka tugi kílómetra með allt niður í eitt bréf til viðtakanda, á hverjum degi. Er ekki eðlilegt að fækka útburðardögum í slíkum til- fellum? Flestum þykir það eðlilegt, að afskekktir ábúendur þurfi stund- um að bera sig eftir björginni. Það þurfa þeir til dæmis að gera varð- andi matarkaup og heilbrigðisþjón- ustu, svo fátt eitt sé nefnt. Sú krafa að niðurgreiða eigi þessa þjónustu enn meir en þegar er gert, er pólitísk krafa. Starfsmönnum Íslandspósts þykir ekki sanngjarnt að fá skamm- ir fyrir að starfa eftir lögum og fyrir að fara vel með þau verðmæti sem þeim er treyst fyrir. Hörður Jónsson framkvæmdastjóri Pósthúsasviðs Á að reka póstafgreiðslu með 10 bréf á dag? Góð næring fyrir ungviði er grunnurinn að heilbrigði og vexti. Bústólpi hefur hafið innflutning og sölu á lamba- mjólk frá Lantmännen í Svíþjóð. Hér er um þrautreynda úrvalsvöru að ræða sem ætluð er til fóðrunar á lömbum í tilvikum þar sem ær ná ekki að mjólka lömbunum nóg. Lambamjólk inniheldur öll þau næringarefni sem lömbum eru nauðsynleg og stuðlar þannig að heilbrigði og örum vexti. Fæst í 5kg og 25kg pokum. Söluaðilar: Kaupfélag Steingrímsfjarðar Kaupfélag Vestur Húnvetninga Sími 430 5500 · Fax 430 5501 455 2320 · Fax 451 2874 Sími 455 4610 · Fax 455 4611 Sími 451 3225 · Fax 451 3208 Bústólpi - Fóður og áburður · Oddeyrartanga · 600 Akureyri · Sími 460 3350 · Fax 460 3351 · www.bustolpi.is Egilsstöðum · Sími 570 9860 Hvolsvelli · Sími 487 8413 Selfossi · Sími 482 3767 Pontus lambamjólk Afsláttur af málningarvörum 20% Teikn á lofti í umhverfi sskipulagi Nám í umhverfi sskipulagi snýst um samspil náttúru, manns og forma. Námið skiptist í grunn- og sérgreinar. Í sérgreinum er m.a. lögð áhersla á skipulag og nýtingu útivistar- og náttúru- verndarsvæða, plöntunotkun og hönnun og byggingarfræði. Námið gefur góða undirstöðu til frekara náms í landslagsarkitektúr eða öðrum tengdum greinum. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu. Kynntu þér nám í umhverfi sskipulagsfræði á heimasíðu skólans: www.lbhi.is U M H V E R F IS D E IL D P L Á N E T A N Góðir Íslendingar Er að hefja framleiðslu á grænmetiskössum úr timbri, 25 og 35 kg. Einnig 500 kg. kassa fyrir bændur. Aðrar stærðir eftir óskum kaupenda. Íslensk framleiðsla Uppl. í síma 895-9801 eða á netfangið oskar@sbd.is www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.