Bændablaðið - 14.05.2009, Side 28

Bændablaðið - 14.05.2009, Side 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 3 8 4 5 7 9 5 3 4 8 2 6 6 9 7 4 1 6 3 1 5 4 8 2 5 6 4 9 1 7 2 4 6 1 3 7 8 2 9 1 7 9 5 9 6 8 1 4 6 9 8 7 9 5 3 7 1 2 8 7 3 6 2 4 9 5 4 2 5 3 4 7 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Gómsætt og gott við sauðburðinn Sigríður Bergvinsdóttir er flest- um kartöfluunnendum þessa lands kunn, enda hefur hún verið iðin við að halda merkjum kart- aflna á lofti og ýmsum möguleik- um sem þær búa yfir í matargerð. Sigríður er ekki eingöngu mikil mataráhugamanneskja heldur hefur hún mikla unun af hvers konar útivist og ákvað að deila með lesendum tveimur vorupp- skriftum sem upplagt er að útbúa og taka með sér í nesti hvert sem er nú eða hafa við hendina í sauð- burðinum. „Mig langaði að hafa uppskrift- irnar í voranda og eitthvað sem við getum tekið með okkur sem nesti við hvers konar tilefni, í reiðtúrinn eins og ég gerði, hjólatúrinn, göngutúrinn eða bara út í kartöflugeymslu eða hafa við hendina við sauðburðinn. Ég hef alltaf verið mikil nestismann- eskja, hef það frá uppvaxtarárunum í sveitinni. Það var oft útbúið sér nesti og skroppið í skógarferð, eða haft með sér í veiðiferðina. Nú svo var nú alltaf nesti tekið með út í kart- öflugarð, það var nú ákaflega gott að gæða sér á heitu kakó og smurðu brauði þegar kaldir haustdagar herj- uðu á kartöflufólkið. Það er nú bara þannig að ef á að fara í góðan reið- túr, veiðiferð, snjósleðaferð eða bara gönguferð er nestið alltaf útbúið. Þessar uppskriftir er gott að útbúa og eiga í ísskáp eða frysti og grípa í þegar miklar annir eru eða þegar gesti ber að garði,“ segir Sigríður. Kartöflupestó 2 dl matarolía 200 g kartöflur, soðnar 1 búnt basilika handfylli af klettakáli eða spínati 70 g pistasíukjarnar eða hvers konar möndlur eða hnetur 2 hvítlauskgeirar 2 msk. parmesanostur salt pipar, nýmalaður Aðferð: Setjið allt nema kartöflurnar í mat- vinnsluvél og maukið vel. Stappið kartöflurnar þegar þær eru orðnar kaldar og setjið saman við. Setjið í krukkur og geymið í kæli. Þetta pestó er virkilega gott ofan á brauð og kex en líka er hægt að smyrja því ofan á alls konar grillmat, bæði kjöt, fisk og kjúkling og láta grillast með. Einnig er gott að maka pestóinu á grillmatinn daginn áður en á að grilla hann, skafa það svo af þegar grillað er og setja svo aftur á þegar búið er að snúa grillmatnum við á grillinu og láta grillast með síðustu mínúturnar. Kartöflubitar Botn: 100 g smjör 3 msk. kakó 200 g hafrakex 100 g kókosmjöl 50 g möndlur 1 egg 1 tsk. vanilludropar Krem: 50 g smjör 1 msk. mjólk 200 g flórsykur 200 g kartöflur , soðnar og kældar. ½-1 tsk. piparmyntudropar grænn matarlitur Hjúpur: 100 g suðusúkkulaði Aðferð: Botninn: Bræðið smjörið og hrær- ið kakó saman við, myljið kexið og blandið kókosmjöli, hökkuðum möndl- um, eggi, vanilludropum og kakósm- jörinu saman við. Þrýstið mulningnum vel ofan í kökumót eða álbakka, um 20x30 cm. að stærð, Kælið í ísskáp í örlítinn tíma. Kremið: Mýkið smjörið í hrærivél og þeytið mjólk og flórsykur saman þar til blandan verður jöfn og bætið vel stöppuðum kartöflum út í. Bætið pip- armyntudropum og grænum matarlit saman við, smyrjið kreminu ofan á botninn og kælið aftur í svolitla stund. Hjúpurinn: Bræðið súkkulaðið og smyrjið ofan á kremið. Látið súkkul- aðið stífna en skerið í ferninga áður en það verður alveg hart. ehg MATUR Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu hófu búskap vorið 1997, með 24 kýr og geldneyti, 30 ær og 10 hross. Þau keyptu af þeim heiðurshjónum Gunnhildi Ágústdóttur og Hólmari Pálssyni, sem höfðu þar búið frá því um 1975. Þau byggðu jörðina upp á þeirra tíð, hlöðu 1978, sambyggt fjós og fjárhús 1982-83 og íbúðar- hús 1984. Fjósið var einstæðufjós og um 300 kinda fjárhús, en uppúr 1990 stækkuðu þau fjósið, hættu með kindurnar og breyttu stærsta hluta fjárhússins í kálfafjós. Býli? Erpsstaðir í Dalabyggð. Staðsett í sveit? Í Miðdölum í Dalasýslu. Ábúendur? Þorgrímur Einar Guðbjartsson (40) og Helga Elínborg Guðmundsdóttir (39). Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Guðbjört Lóa (16), Gunnlaug Birta (15), Einar Björn (10), Guðmundur Kári (10) og Hólmfríður Tania (5) . Íslenski hundurinn okkar hann Spotti hefur fylgt okkur í nær 10 ár, honum er allt fyrirgefið eins og sveitungar okkar vita. Svo eigum við hana Týru og 5 splunkunýja hvolpa. Börnin eiga svo 3 naggrísi, Kalla kanínu og 7 kindur (en það er sam- eign með afa). Stærð jarðar? Alveg nógu stór og rúmgott nágrenni! Tegund býlis? Hér á Erpsstöðum er reynt að nýta það sem landið býður upp á við- komandi landbúnaði og öðru sem fer ágætlega með; s.s. ferðaþjón- usta, móttaka skólahópa, tökum börn í sveit (fullbókað næstu 18 árin ), uppgræðsla, heimavinnsla ofl . Fjöldi búfjár og tegundir? 60 kýr, 90 nautgripir og 6 hestar,. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Göngum til verka upp úr kl. 7. Dýrunum sinnt og hugað að inn- setningu á heyi fyrir hádegi. Í vetur höfum við verið að byggja upp heimavinnsluna, með búskapnum og hefur það tekið drjúgan tíma. Reynum að vera kominn inn um kl. 19 og gerum sem minnst eftir kvöldmat, nema þegar bjarga þarf verðmætum. Börnin fara öll með skólabíl til Búðardals í leik og grunnskóla kl. 08 og eru komin heim kl 15:30 en þrisvar í viku stunda þau flest íþróttir og annað félagsstarf eftir skóla og er þá heimkoma ekki fyrr en um kl. 18. Helga er í 40% starfi á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda og Þorgrímur er í fullu starfi (segir frúin) utan bús sem sveitarstjórnarmaður. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þorgrími finnst skemmtilegast að mjólka og það hefur ekki breyst með tilkomu nýju tækninnar, hinsvegar er afskaplega leiðinlegt að vinna utandyra í rigningu. Annars er allt skemmtilegt þegar vel gengur og allra best að vinna úti í góðu veðri. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Förum með bænir á kvöldin og yfirleitt hefur morgundagurinn endað á annan hátt en fyrirætlanir voru uppi um! Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þorgrímur er mikill „Bjartur í sumarhúsum“ þegar kemur að félagsmálum bænda og tekur ekki mikinn þátt í þeim, s. s. búgreinafélögum, búnaðarfélag- inu og öðru slíku en Helga hins vegar hefur tekið þátt í þeirri starfsemi, verið í stjórnum ofl. Okkur finnst of mikill tími og peningar fara í að halda utan um þennan pakka og skila oft litlu og ef einhverjum verður á að gagn- rýna þá starfsemi, þá eru forsvars- menn bændafélaganna mun betri í vörn en sókn. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ef við leyfum okkur að lifa í sátt við það sem við höfum í höndun- um, landið og lífið, þá mun land- búnaði vegna vel, hér eftir sem hingað til. Okkur var ekki spáð löngum lífdögum á Erpsstöðum fyrir 12 árum er við keyptum jörðina, en hér erum við enn!!! Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Innflutningi á ferðamönnum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og súrmjólk (…og piparsósa fyrir karlinn). Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grjónagrautur og súrt slátur. Reyndar líka pitza og svo skorar ísinn okkar, „Kjaftæði", hátt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Öll þau óhöpp sem orðið hafa á bænum og enginn meiðst, eins og þegar dóttir okkar ók ofan í skurð og vinnumaðurinn gerði það líka daginn eftir. Enginn meiddist og vélarnar eru enn nothæfar. Bærinn okkar Erpsstaðir, Miðdölum Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Börnin fimm á Erpsstöðum. Sigríður með syni sínum Svani Berg í hesthúsunum að gæða sér á kartöflupestóinu og kartöflubit- unum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.