Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Ég hef hitt garðyrkjubændur sem hafa lýst því að ef raforkuverð væri með eðlilegum hætti væri staða þeirra í raun betri en áður var. Ferðaþjónustan virðist sömuleiðis búa við það að eftirspurnin er víða um land meiri nú en á undanförn- um árum. Landsmenn hafa lagt vaxandi áherslu á að kaupa íslenskt og ferðast innanlands í stað þess að fara utan. Ég held þess vegna að byggðir landsins standi betur að vígi en höfuðborgarsvæðið og landbúnaðurinn nýtur þess. Mér hefur fundist að undanförnu sem ég búi í tveimur heimum. Annars vegar eru það þessir gríðarlegu erf- iðleikar og hins vegar samræður mínar við fólk sem lýsir sóknarfær- um og bjartsýni. Það er ánægjulegt að finna sóknarkraftinn og viljann til að nýta sér öll tækifæri." – Ný ríkisstjórn hefur lýst því yfir að sækja skuli um Evrópu- sambandsaðild. Bændur hafa lýst þeirri skoðun sinni að það gæti orðið greininni gríðarlegt högg. Hver er þín skoðun á því að sótt verði um aðild og deilir þú þessum ótta bænda? „Sú afstaða sem Evrópusam- bandið hefur haft til sameiginlegr- ar nýtingarstefnu í landbúnaði og sjávarútvegi hefur verið ein ástæða þess að Íslendingar og reyndar líka Norðmenn hafa tekið þá afstöðu að standa utan sambandsins þó að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi tengt okkur mjög náið við það. Í samninga- viðræðum mun koma í ljós hvort Evrópusambandið lítur á þessi mál að einhverju leyti á nýjan hátt. Það sem skapar okkur fyrst og fremst vanda er spurningin hvort lítil hag- kerfi, sem ætla sér virka þátttöku í hinu alþjóðlega umhverfi, geti í ljósi þeirrar alþjóðavæðingar sem einkennir efnahagslíf veraldarinn- ar – og ég tel litlar líkur á að það muni breytast mikið í komandi framtíð – búið við sjálfstæða mynt. Það er lykilspurningin sem knýr áfram þessa umræðu; gjaldmið- ilinn og aðkoma Íslands að fjár- málakerfi veraldarinnar, hvernig getum við varið hagsmuni okkar í þeim efnum. Það gæti verið kostur að einangra hagkerfið og að loka það að verulegu leyti af en ég efast um að það sé mikil samstaða meðal landsmanna um slíkt. Ég held að þorri þjóðarinnar vilji áfram taka þátt í alþjóðlegum samskiptum um leið og menn treysta sínar rætur og njóta þess að vera Íslendingar. Því blasir við okkur sú spurning hvern- ig við komum okkar myntkerfi fyrir. Ég held að í ljósi þessa alls sé mikilvægt að árétta það grundvall- aratriði, að það er þjóðin sem á að hafa síðasta orðið í þessu máli. Ég hef ítrekað það og mun gera áfram. Hvorki einstakar atvinnugreinar né stjórnmálamenn eiga að ráða þessu máli til lykta heldur þjóðin sjálf. Það er sá leiðarvísir sem ég mun fylgja sem forseti.“ Ættum að geta náð okkur hratt á strik – Hvaða vonir og væntingar hefur þú fyrir íslenskan landbúnað og íslenska þjóð á næstu misserum? „Við höfum orðið fyrir miklu höggi, þjóðin öll, einkum þeir sem hafa misst sína atvinnu og hluta af sínum tekjum og eignum í kjölfar bankahrunsins. Á hinn bóginn búum við Íslendingar að mikilvæg- um auðlindum sem ættu að gera okkur kleift að ná okkur hraðar og betur upp úr þessum öldudal held- ur en margar aðrar þjóðir. Þar á ég við gæði landsins sem skila okkur öflugum landbúnaði og kraftmikilli ferðaþjónustu sem hvort tveggja styrkir efnahag landsins. Okkur hefur líka tekist að varðveita sjáv- arauðlindir betur en flestar þjóðir. Við búum yfir miklum orkuauð- lindum sem gríðarleg eftirspurn er eftir og eigum öfluga sveit vísinda- manna og tæknimanna. Við eigum tækniiðnað sem hefur verið að spjara sig mjög vel. Síðast en ekki síst eigum við mjög vel menntaða þjóð, unga kynslóð sem hefur feng- ið betri menntun og þjálfun heldur en nokkur kynslóð önnur. Þegar þetta er allt lagt saman eigum við drjúgan efnivið til gagnsóknar og endurreisnar sem ætti að gera okkur kleift að ná góðri viðspyrnu á nokkrum árum, einkum ef heims- kreppan verður ekki dýpri en útlit er fyrir nú um stundir.“ Bændablaðið óskar forsetanum til hamingju með afmælið. fr Veggspjald af íslenska hundinum Tvær stærðir eru í boði af spjaldinu af íslenska fjárhundinum, 88 sm X 61 sm og A3. Verð er kr. 1.500 af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bætist við sendingarkostnaður. Einnig eru fáanleg stór veggspjöld af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Hringdu í síma 563-0300 eða sendu tölvupóst á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil. Ný veggmynd af íslenska fjárhundinum fæst nú hjá Bændasamtökunum. Alls eru 27 fjölbreyttar ljósmyndir af hundum á öllum aldri í glæsilegu umhverfi. www.bondi.is GÓÐ KAUP SP-302B, stærðir 90x90 sm og 96x96 sm. sturtuklefi SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi SP-609A, stærð 130x130 sm. sturtuklefi m/baði SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi Saunaofnar ýmsar gerðir GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S. 5445550 Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Kerran er á 12" (30,5cm) felgum. Burðargeta 530 kg. - eigin þyngd 66 kg. Sumarbústaður í landi Hallkelshóla í Grímsnesi til sölu, byggður eftir 1960 en hús endurnýjað að fullu árið 1996. Bústaðurinn er skráður 29,9 fm, klæddur að innan og utan og er stór verönd á tvo vegu. Gróin lóð er kringum bústaðinn sem stendur á 0,6 h. leigulandi. Ekki er rafmagn í bústaðnum en sólarsella ásamt köldu vatni og gasvatnshitara. Uppl. í símum 661-7159 og 483-4159

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.