Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Garðyrkjubændur um allt land eru vægast sagt ósáttir við þá hækkun á raforkukostnaði sem á þeim hefur dunið á þessu ári og telja að margir ræktendur muni hætta ef stjórnvöld aðhafist ekk- ert. Bændablaðið fór til fundar við Þorleif Jóhannesson, gúrku- og tómatabónda á Hverabakka og Friðrik R. Friðriksson papr- iku- og tómatabónda á Jörfa á Flúðum. Þeim er heitt í hamsi yfir hækkunum og segja stjórn- endur RARIK fasta í líkönum og að stjórnvöld sýni garðyrkju- bændum ekki skilning. Þorleifur er með um 10 þúsund plöntur í sinni framleiðslu í um fjögur þúsund fermetra húsnæði og notar álíka mikið rafmagn fyrir framleiðslu sína og þrjú þúsund manna byggðarlag. Þorleifur fram- leiðir um 250 tonn af tómötum og 100 tonn af ýmiss konar kálmeti á ári. Friðrik framleiðir 80 tonn af tómötum, 70 tonn af papriku og um það bil 200 tonn af ýmiss konar káli á ári. Fyrir hækkun borgaði hann um 100 þúsund krónur fyrir flutn- ing á rafmagni en síðasti reikningur hljóðaði upp á 460 þúsund krónur. „Það á að endurskoða reglu- verkið í september en með þessari hækkun er ekki rekstrargrundvöllur fyrir garðyrkjubændur á Íslandi. Ég er hræddur um að fáar starfsgrein- ar myndu þola að fá 25% hækkun á stærsta útgjaldaliðnum ofan á aðra kostnaðarliði. Það kom okkur í opna skjöldu eftir bankahrun- ið í haust að ráðist yrði á okkar atvinnugrein með þessum hætti,“ segir Friðrik sem er allt annað en sáttur við hækkanirnar. „Undanfarin ár hefur verið mikil uppbygging í garðyrkju á Íslandi og okkur hefur fundist vera mikil sóknarfæri í greininni en það hefur snarstoppað með raforkuhækkun- unum. Garðyrkjustöðvar hafa stækkað mikið undanfarin ár og þeim fækkað og nota þær stærstu nú allt að 4-5 gígawattsstundir á ári. Það hefur verið sótt á stjórnvöld að gera eitthvað og allir stjórnmála- menn sem við höfum rætt við hafa sýnt þessu skilning og sagt að þetta væri réttlætismál sem þyrfti bara að leiðrétta en þegar kemur að því að gera eitthvað þá stoppar þetta á embættismannakerfinu. Það er eins og skorti pólitískan kjark til að leysa þetta mál. Við töldum okkur í betri málum þegar Vinstri grænir voru teknir við landbúnaðarráðu- neytinu því á stefnuskrá þeirra fyrir kosningar stóð að þeir vildu skapa rúm þúsund störf í landbún- aði og auka innlenda grænmet- isframleiðslu. Jón Bjarnason lét þau orð falla þegar hann tók við lyklunum sem nýr landbúanðarráð- herra nýverið að hann teldi sókn- arfæri íslensku þjóðarinnar ekki síst liggja í íslenskum landbún- aði, vonandi verða þetta ekki bara orðin tóm. Það er allavega ljóst að með þessum aðgerðum er búið að girða rækilega fyrir það að þessi atvinnugrein haldi áfram að dafna,“ útskýrir Þorleifur. Ætluðum að spila með Sem kunnugt er skrifuðu garð- yrkjubændur ekki undir breytingar á aðlögunarsamningi um starfs- skilyrði framleiðenda garðyrkju- afurða þann 18. apríl síðastliðinn og hafa ekki hug á að gera það fyrr en breytingar verða gerðar á raf- orkuverði til þeirra. „Til að halda status þarf greinin ekki nema um 38 milljóna króna niðurgreiðslu frá ríkinu. Við vorum búnir að samþykkja drögin með að- lögunarsamningnum og ætluðum að spila með en fengum ekki kröf- ur okkar í gegn,“ segir Friðrik og Þorleifur bætir við: „Ég nota jafn- mikið rafmagn fyrir mína fram- leiðslu og þrjú þúsund manna samfélag en fæ ekki notið þeirrar hagkvæmni sem hlýtur að felast í einni heimtaug til mín í stað hundr- uða slíkra. Auk þess sem við erum látnir borga bæði heimtaugarnar sem og spennistöðvarnar fullu verði. Það er líka alveg makalaust dæmi með starfsbróður okkar, Þórhall Bjarnason á Laugalandi, sem fram- leiðir agúrkur, að það liggur kapall í gegnum túnið hjá honum sem liggur til Bifrastar en hann borgar dreif- býlistaxta og því nokkuð hærra verð en íbúi í Bifröst. Sé eingöngu tekið tillit til þess að RARIK þarf árlega að lesa af töflum á öllum heimilum í Bifröst en aðeins eina heimsókn þarf heim til Þórhalls þá er það með ólík- indum að verð til hans sé hærra.“ 15 ár aftur í tímann „Stjórnmálamenn hafa sýnt þessu skilning og almenningur er með okkur því hann vill íslenskt græn- meti. Rökin hjá stjórnvöldum eru þau að við nýtum ekki alla möguleika á ódýrari lýsingartím- um en við lýsum eins og Finnar sem eru fremstir í lýsingu og starfa við svipuð skilyrði og við. Það er takmarkað sem við getum lýst á næturnar. Einnig verður að taka tillit til þess að býflugur geta ekki frjóvgað eingöngu í rafljósum og lífrænar varnir virka ekki án lýs- ingar. Ef garðyrkjumenn neyðast til að stöðva framleiðslu sína hluta úr ári vegna þess að raforkan er orðin alltof dýr kostnaðarliður förum við 15 ár aftur í tímann. Einnig verð- ur að taka tillit til þess að ef garð- yrkjubændur neyðast til að stöðva framleiðslu sína vegna ónógrar lýs- ingar þá tapast 75 störf bara hér á Flúðum,“ segir Þorleifur og leggur áherslu á orð sín. „Það verður bara að segjast eins og er að RARIK-menn eru fastir í líkönum og þeir hugsa ekki um þarfir plöntunnar. Við verðum að hugsa um lýsingarþörf plöntunnar til að hámarka vöxt og getum ekki lýst eftir ódýrustu tímabilunum sem RARIK setur upp. Við reynd- um það í paprikuræktuninni eftir því sem það var hagstætt en fram- leiðnin minnkaði og við getum ekki hliðrað meira til,“ útskýrir Friðrik og Þorleifur bætir við: „Eins og mörgum er kunnugt þá hefur áburðarverð snarhækkað sem og öll önnur aðföng, við telj- um því nóg á okkur lagt í bili. Við erum líka í samkeppni við innflutt grænmeti en það eru sem dæmi flutt inn um 40 tonn af tómötum árlega og megnið af paprikunni. Við önnum alls ekki eftirspurn í tómata- og paprikurækt hérlendis og í því sáum við fyrir okkur mikil sóknarfæri sem hefur nú verið sleg- ið af.“ ehg  Við hvern hektara í ylrækt starfa á bilinu 10-15 manns.  Um 100 ársverk tengjast lýsingu í ylrækt.  Hvert gígavatt í garðyrkju skapar 14 störf á ári.  Hvert gígavatt í álverk- smiðju skapar 0,14 störf á ári. „Vantar pólitískan kjark“ Þó að garðyrkjubændurnir Friðrik og Þorleifur á Flúðum séu hér glaðbeittir eru þeir afar óánægðir með þær gríð- arlegu raforkuhækkanir sem á þeim hefur dunið undanfarin mánaðamót. Friðrik framleiðir paprikur og tóm- ata í garðyrkjustöð sinni Jörfa. Þorleifur á og rekur fyrirtækið Gróður ehf. og framleiðir 250 tonn af tómötum á ári.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.