Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009
Mikill meðbyr er í kornrækt á
Íslandi í dag. Að mestu hefur
sjónum verið beint að korn-
inu sjálfu og þeim ávinningi að
ræktað sé á Íslandi fóður fyrir
búfé í auknum mæli í stað þess
að það sé keypt innflutt dýrum
dómum. Nýverið var gefin út
skýrsla um kornrækt á Íslandi,
sem unnin var fyrir sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðuneytið,
þar sem ítarleg úttekt er gerð á
stöðu greinarinnar og möguleik-
um hennar. Er skemmst frá því
að segja að í skýrslunni er gert
ráð fyrir að hægt sé að þrefalda
kornframleiðsluna á næstu 5-7
árum með margvíslegum beinum
og óbeinum ábata í landbúnaði.
Margþættur ávinningur
Í skýrslunni er bent á að mikil-
vægur hluti af kornrækt sé nýt-
ing hálms, en hingað til hafa ekki
margir séð sér hag í því að hirða
hálminn umfram eigin not. Nýting
á hálmi í dag er aðallega fólgin í
undirburði fyrir dýr, í minkarækt
og í svepparækt. Nú þegar bændur
eru í óða önn að sá í kornakra sína
er kannski ekki úr vegi að gefinn
sé gaumur að þeim fjölþætta virð-
isauka sem getur falist í betri nýt-
ing á hálmi. Í skýrslunni kemur
fram að um 750 kíló af hálmi falli
til fyrir hver 1000 kg af korni, sé
miðað við fjögurra tonna uppskeru
á hektara. Á síðasta ári voru flutt
inn tæp 2400 tonn af viðarspæni
sérstaklega til notkunar í undir-
burð. Áætlað verðmæti þess er
talið um 94 milljónir, eða tæpar 40
krónur á kílóið. Augljóst er hversu
mjög það yrði bændum til hagsbóta
yrði íslenskur hálmur notaður í stað
hins innflutta spænis. Þá er talið að
með enn frekari aukningu í korn-
rækt og vinnslu á hálmi kunni að
bíða enn frekari not fyrir afurðina,
t.a.m. í iðnaði.
Vinnsluaðferð Jötunn Véla á
hálmi
Fyrirtækið Jötunn Vélar á Selfossi
gerði á dögunum tilraun til vinnslu
á þurrum hálmi í rúllum. Finnbogi
Magnússon, framkvæmdastjóri
Jötunn Véla segir að tilganginn
með tilrauninni hafi ekki verið sá
að undirbúa framleiðslu á markaðs-
vöru, heldur frekar að vekja bænd-
ur til meðvitundar hversu auðveld
þessi vinnsla væri í raun og hve
mikil verðmæti þeir geti skapað sér
með tiltölulega lítilli vinnu. „Eins
þetta hefur verið þá hefur hálm-
urinn verið vannýtt auðlind. Að
mínu mati þarf að eiga sér vitund-
arvakning meðal bænda því sagið
er óheyrilega dýrt sem undirburð-
ur og þar fyrir utan er hálmurinn
mun betri undirburður. Aðferðin
sem við beittum var að rúllutæt-
ari blés söxuðum hálminum inn í
matara á gamalli heybindivél sem
síðan baggaði hálminn. Því næst
var baggaður hálmurinn settur í
poka. Með þessari aðferð tók um
10 mínútur að vinna hverja rúllu í
smábagga. Ef notaður er rúllutætari
við söxun hálmsins næst umtals-
verð smækkun hans, en vilji menn
meiri söxun má nota til þess múg-
saxara eða sambærileg tæki,“ segir
Finnbogi. „Þá má nota pökkunarvél
fyrir smábagga í stað pokanna, vilji
menn létta sér pökkunina.“ Þeir hjá
Jötunn Vélum áætla að verðmæti
unnins hálms geti legið á bilinu
120-150 þúsund kr. á hektara, sé
miðað við að verð á undirburði sé
í kringum 60 kr. á kg – sem verður
að teljast góð búbót.
Finnbogi segir að mikilvægt sé
að hálmurinn sé fullþurrkaður, vel
þroskaður og laus við gras og jarð-
veg til að hámarka verðmæti hálms-
ins. Jötunn Vélar bjóða upp á tækni
til að fullþurrka hálm í rúllum með
þurrkstokkum til að lágmarka tap á
velli, en benda jafnframt á að hægt
er t.d. að samnýta blásara og hita-
gjafa til að flýta þurrkun ef þurrk-
stöðvar eru til staðar. -smh
Fréttir úr
búrekstri LbhÍ
Nóg að gera!
Venju samkvæmt er þessi tími
annasamur á búinu hjá okkur. Til-
tölulega rólegt er þó yfir kúnum
ennþá og hrossabúskapurinn á
Miðfossum fer að komast í gott
jafnvægi eftir annasama tíma í
kringum Skeifudaginn. Þetta er
hinsvegar annatími í jarðrækt og ef
túnin okkar hér í Borgarfirðinum
væru ekki meira eða minna á floti
eftir miklar rigningar, þá væru nú
mörg vorverkin að baki. Svona er
þetta nú bara og mitt góða fólk er
í startholunum að rjúka til um leið
og hægt er, nóg er að gera enda eru
um 33 hektarar í flögum í ár sem
eru um 13% af túnunum.
Fínn gangur
Þegar þetta er skrifað, 13. maí,
eru 346 ær bornar af 492 svo um
fjórðungur er enn óborinn hjá
okkur. Lambafjöldinn er 2,00 og
dauðfædd 3,5%. Af 121 fenginni
gimbur 94 bornar núna og því um
18% óbornar enn. Lambafjöldinn
er 1,44 en hlutfall dauðfæddra
13,3%. Samtals er því staðan á
búinu þannig að alls hafa fæðst
í ár 826 lömb og eru afföll þeirra
42 eða 5,1%. Eins og talnaglöggt
fólk sér skjótt þá er enn svolítið
um aukalömb þrátt fyrir affföllin,
þar sem við látum gimbrarnar helst
ekki hafa tvö lömb. Þetta mun þó
líklega tosast áfram eftir því sem
líður á og einlemburnar skjóta upp
kollinum eins og oft gerist.
Norðurlandamót í
dráttarvélaakstri
Við leitum nú að hæfum aðila,
fæddum 1986-1991, sem hefur
áhuga á að taka þátt í Norðurlanda-
mótinu í dráttarvélaakstri sem
fer fram 15.-17. júlí n.k. í Toten í
Noregi. Keppnin er afar fjölbreytt
og skemmtileg og keppt í aksturs-
leikni í þrautabraut, sem og hæfi-
leikakeppni við vinnu.. Kennarar
í dráttarvélaakstri hjá okkur munu
svo velja úr hópi umsækjenda.
Vakin er athygli á því að frestur
til þess að sækja um er afar stutt-
ur, eða til 22. maí nk. Hver sá sem
hefur áhuga á því að taka þátt, eða
óskar nánari upplýsinga, er beðinn
að senda tölvupóst til Hauk: hauk-
ur@lbhi.is, eða hringja í 433-5000.
Möðruvellir til heimamanna
Í vikunni var skrifað undir sam-
komulag okkar og Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar, Búnaðar-
sambands Suður-Þingeyinga og
Búnaðarsambands Norður-Þingey-
inga um rekstur starfsstöðvarinnar
á Möðruvöllum. Meginmarkmið
með aðkomu búnaðarsamband-
anna þriggja að rekstri búsins á
Möðruvöllum er að tryggja áfram-
haldandi búrekstur og rannsókna-
starfsemi á staðnum.
Nautin þyngjast vel
Nautin okkar eru vigtuð reglulega
frá fæðingu fram að slátrun og því
er hægt að fylgjast með vexti og
þroska. Lífþungi síðustu 22 nauta
sem hefur verið slátrað var að
meðaltali 506 kg og skrokkþungi
þeirra var að meðaltali 244 kg.
Markmiðsaldur við slátrun eru 540
dagar (1½ ár) en það hefur ekki
náðst nóg vel og meðalaldurinn eru
610 dagar (2 mánuðum umfram
markmið). Skrokkhlutfall (hlut-
fall skrokks af lífþunga) var því að
meðaltali 48%. Frá fæðingu höfðu
nautin því þyngst að meðaltali um
780 g/dag, sem er í lagi en mætti
vera betra.
Búrekstrarsviði LbhÍ
Snorri Sigurðsson
Þann 22. apríl síðastliðinn stóðu
Samband garðyrkjumanna og
Tækniskólinn fyrir kynningu
í Bændahöllinni í Reykjavík á
verkefnum nemenda við Tækni-
skólann. Verkefni nemendanna
var að hanna lýsingu í 1420 m2
gróðurhús miðað við gefnar
ræktunarforsendur, en fjórir
hópar unnu að fjórum mismun-
andi lausnum. Afar áhugaverðar
niðurstöður fengust úr þessum
verkefnum sem gefa vísbend-
ingar um að raforkukostnaður
garðyrkjubænda geti lækkað ört
á komandi misserum.
Raflýsing hönnuð fyrir
gróðrarstöð Lambhaga
Lýsingarhönnun er vanalega hluti
af námsframboði Tækniskólans
þar sem nemendur vinna undir
handleiðslu sérfróðra manna og í
samstarfi við fyrirtæki á viðkom-
andi sviði sem valið er hverju
sinni. Að þessu sinni var það
verkfræðistofan Mannvit sem
hafði umsjón með verkefninu, að
höfðu samráði um forsendur við
rekstraraðila að gróðrarstöðinni
Lambhaga.
Helgi Baldursson, verkefn-
isstjóri hjá Tækniskólanum, segir
að telja megi verkefnið sérlega
áhugavert í því ljósi að um þessar
mundir hafi þjóðfélagsumræðan
mikið snúist um hvernig hægt sé að
auka atvinnutækifæri í landbúnaði
og nýsköpun með hagnýtingu inn-
lendra orkugjafa og jarðhita.
Að þessu sinni var lagt fyrir
verkefni sem var ólíkt öðrum verk-
efnum fram til þessa. Nemendum
var sem fyrr segir skipt í fjóra hópa
og fengu þeir frjálsar hendur með
lausn verkefnisins, svo fremi sem
það uppfyllti kröfulýsinguna. Hún
fól í sér að hanna ætti lýsingu fyrir
salatræktun í fyrirhugað nýtt gróð-
urhús hjá Lambhaga í Mosfellsbæ.
Einn hópurinn studdist við hefð-
bundna lýsingu með háþrýstum
natríumljósgjöfum og annar hópur
lagði til lausn með ljósgjafa sem
er blanda af háþrýstu natríumi og
„metal highlight“. Sá þriðji studd-
ist við plasma-tækni („sulphur“)
sem er tiltölulega ný tegund af
lampa sem m.a. geimferðastofn-
unin NASA hefur skoðað til
þess að geta hafið framleiðslu á
grænmeti úti í geimnum. Fjórði
hópurinn vann með ljóstvista eða
LED-lýsingu. Verkefnin byggðust
öll á kerfisbundinni söfnun upp-
lýsinga af netinu, m.a. með vísun
í tilraunir með áðurnefnda lampa
sem hafa þessa tilteknu eiginleika
og hvernig unnt er að hagnýta þá
við íslenskar aðstæður.
Vísbendingar um mikla
hagkvæmni með LED-lýsingu
Helgi segir niðurstöður nemenda
í vinnuhópunum fjórum hafa
verið mjög áhugaverðar og gefa
sterkar vísbendingar um að raf-
orkukostnaður garðyrkjubænda
geti farið ört lækkandi á kom-
andi misserum með hinni nýju
tækni. Samkvæmt niðurstöðunum
voru ljóstvistar (LED-lýsing),
þar sem ljóslit (bylgjulengdum)
er stýrt með kerfisbundnum hætti
til að líkja eftir geislun sólar-
ljóssins, hagkvæmasta lausnin.
Er það lausn hóps fjögur, þeirra
Helga Más Hannessonar, Björns
Þorgeirssonar og Guðmundar
Helga Pálssonar. Er þá miðað við
arðsemisútreikninga fyrir 10 ára
tímabil þar sem bæði er tekið er
tillit til fjárfestingar- og rekstrar-
kostnaðar. „Vísbendingarnar voru
svo sláandi að væntanlega verður
tafarlaust ráðist í ræktunartilraunir
í formi mælanlegrar grænmetis-
uppskeru, svo hægt verði að sann-
reyna þessar sterku vísbendingar,“
segir Helgi Baldursson. -smh
Tilraunaverkefni Sambands garðyrkjumanna
og Tækniskólans
Framtíðarlausn í
lýsingu gróðurhúsa?
Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda ávarpar
fundargesti.
Hálmurinn er vannýtt auðlind
Gríðarleg verðmæti geta legið í aukinni hagnýtingu
Grettir Hjörleifsson verktaki í Eyjafjarðarsveit hefur fest kaup í
nýrri gerð af mykjudreifara með svokölluðum slöngudreifibúnaði.
Dreifarinn tekur 15 tonn og er af Samson gerð. Grettir var nýlega að
prufukera tækið á stórbýlinu Grund og lét ákaflega vel af því. Lítil
hætta er á því að slöngurnar stíflist þótt eitthvað hey sé í mykjunni
þar sem hnífar saxa það í mauk áður en það fer út í slöngurnar.
Aðal kosturinn við þessa nýju gerð af dreifurum er að áburðarefnin
eiga að nýtast miklu betur og þá sérstaklega köfnunarefnið, sem er gríð-
arlega mikilvægt nú þegar áburðarverð eru í hæstu hæðum.Einnig er mun
minni lyktarmengun með þessari aðferð sem er einnig mikill kostur. Á
dreifaranum eru 80 cm flotdekk. Innflutningsaðili er Jötunn Vélar ehf.
Myndir og texti: Benjamín Baldursson
Grettir Hjörleifsson
Nýi dreifarinn aftan í 360 hestafla traktor.
Nýr mykjudreifari með slöngudreifibúnaði
Finnbogi Magnússon glaðbeittur á
Sunnlenska sveitadeginum. Mynd MHH