Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009
Eftir að almennara varð að láta
telja fóstur í sauðfé á Íslandi,
kom í ljós að umtalsverður fóst-
urdauði á fyrri hluta meðgöngu
var nokkuð algengur og þá fyrst
og fremst hjá gemlingum. Ég
vil með þessar grein reyna að
varpa skýrara ljósi á það hversu
útbreitt þetta vandamál virðist
vera hér á landi og hve alvar-
legt það gæti hugsanlega verið.
Eins og margir vita er ég taln-
ingamaður og hef á liðnum árum
aflað mér mikilvægrar þekkingar
varðandi það að meta lífslíkur
lamba á fósturstigi sem og hvort
fóstur séu dauð í móðurkviði.
Umfangsmestu og öflugustu
upplýsingarnar um fósturdauða
hef ég héðan af mínu eigin búi
í Sandfellshaga í Öxarfirði þar
sem fósturdauði hefur verið
nokkuð áberandi frá því við
hófum talningar árið 2004.
Eins og flestir sauðfjárbændur
hafa sjálfsagt fylgst með hefur
verið mikil umræða um þessi
fósturdauðamál undanfarin ár.
Hugsanlegar skýringar og lausn-
ir hafa komið frá ýmsum aðilum
en því miður hefur engin þeirra
staðist né mótvægisaðgerðir
borið tilætlaðan árangur.
Upphaf fósturskoðunar 2004
Það var snemma árs 2004 sem
stjórn Búnaðarsambands Norður-
Þingeyinga bauð mér og konu
minni, Önnu Englund, að kaupa
ómsjá til fósturtalninga í sauðfé.
Í framhaldi af kaupunum sóttum
við námskeið í notkun ómsjárinnar
og var það haldið á tilraunabúinu
á Hesti af Norðmanninum John
Johansen. Skömmu síðar, eða í
febrúar og mars þetta sama ár,
töldum við fóstur í ám og gemling-
um á svæðinu frá Húnavatnssýslu
og austur um allt Norðurland að
Völlum á Héraði og í Borgarfirði
eystri (mynd 1). Að talningu lok-
inni sendum við út spurningalista
til allra bænda sem talið hafði verið
hjá, með það að markmiði að átta
okkur á villum og mistökum sem
hugsanlega höfðu verið gerð í taln-
ingum. Meirihluti bænda svaraði
spurningalistanum og kom þá strax
í ljós að fóstur sem við höfðum
talið í gemlingum á sumum bæjum
skiluðu sér aldrei um vorið. Veltum
við því ekki mikið fyrir okkur á
þeim tíma en þótti þetta hálfund-
arlegt þar sem einfaldasta aðgerðin
í fósturtalningunni er að sjá hvort
skepnan er með fóstur eða ekki.
Fósturdauði algengur í
gemlingum
Veturinn 2004 töldum við samtals
fjórum sinnum í fénu hjá okkur hér
í Sandfellshaga. Þrisvar sinnum
í lok janúar og byrjun febrúar og
síðan í lok mars. Í ljós kom að fjöldi
fóstra sem við töldum í gemlingum
skilaði sér ekki þá um vorið og um
10% af gemlingunum okkar töpuðu
öllum sínum fóstrum og urðu geld-
ir. Strax á fyrsta talningarári var því
komin vísbending um að eitthvað
verulega athugunarvert væri á ferð-
inni. Einnig tókum við eftir því að á
þeim bæjum þar sem lömb úr geml-
ingum skiluðu sér ekki höfðum við
orðið vör við „skrýtin“ fóstur þegar
talning fór fram. Í ánum hjá okkur
í Sandfellshaga voru sömuleiðis
talin fóstur sem ekki skiluðu sér um
vorið og gerðist þetta í um 6% ánna
en yfirleitt var þó um aukningu að
ræða þar sem fleiri lömb fæddust
en talin höfðu verið á fósturstigi.
Þessar villur skrifuðum við strax
á reynsluleysi þar sem þetta var
frumraun okkar í fósturtalningum.
Veturinn 2005 töldum við fyrst
í byrjun febrúar hér heima í Sand-
fellshaga og síðan aftur um miðjan
mars. Í gemlingunum töldum við í
febrúar fóstur í 67 af 70 gemlingum
(mynd 2). Öll sýndust okkur fóstrin
vera lifandi en í um tíu gemling-
anna voru fóstrin „skrýtin“. Með
„skrýtin“ á ég við að fósturmynd-
in er óskýr og legvatn gruggugt.
Einnig er lítil hreyfing á fóstrinu. Í
ánum var mikið af lömbum þetta ár
og allt virtist eðlilegt.
„Skrýtnu“ fóstrin hverfa í öllum
tilvikum
Í febrúar og mars töldum við svo á
sama svæði og árið áður en á mun
fleiri bæjum þetta árið. Á yfir 20
bæjanna urðum við vör við þessa
óskýru mynd af fóstrum og var
það nánast eingöngu í gemlingum.
Á hluta þessara bæja var um þó
nokkurn fjölda að ræða og í allt að
60% gemlinga þar sem verst lét.
Höfðum við orð á því að trúlega
myndu þessi lömb aldrei fæðast
en sannfærð um það urðum við þó
ekki fyrr en við töldum aftur hjá
okkur heima í Sandfellshaga eftir
miðjan mars. Í þeirri talningu kom
nefnilega í ljós að einungis leifar
voru eftir af „skrýtnu“ lömbunumí
gemlingunum, þ.e. 15% af geml-
ingunum höfðu alveg misst og 7
gemlingar til viðbótar höfðu tapað
öðru fóstrinu af tveimur (mynd 2).
Greinilegt var að fóstrin eyddust
smám saman upp því aldrei varð
vart við að nokkuð kæmi frá þeim
gemlingum sem misstu.
Fósturdauði einnig staðfestur í
fullorðnum ám
Við töldum einnig í ánum hjá okkur
upp úr miðjum mars þetta ár og
kom þá í ljós að um 8% ánna höfðu
tapað fóstri frá því talið var í byrjun
febrúar. Úr sjö ám töpuðust 2 af 3
fóstrum, þrjár ánna höfðu tapað 3
af 4 fóstrum og aðrar höfðu tapað
öðru af þeim tveimur fóstrum sem
talin höfðu verið í febrúar (mynd
3). Við vörðum dágóðum tíma í
að skoða okkar fé og læra af því
hvernig vandamálið lýsti sér bæði í
ám og gemlingum. Þetta ár vorum
við farin að telja yfir 94% rétt og
villurnar sem komu voru yfirleitt á
þann veg að aukalömb komu fram
í sauðburði, síður að það vant-
aði lömb sem talin höfðu verið á
fósturstigi.
Í byrjun árs 2006 töldum við
þrisvar í ám og gemlingum hér
heima í Sandfellshaga, fyrst 20.
janúar, síðan 12. febrúar og loks
24. mars. Þetta varð lærdómsríkt ár
fyrir okkur því þarna höfðum við
möguleika á að fylgjast með þessu
fósturdauðaferli, bæði í ám og
gemlingum. Í talningunni í janúar
var feikna mikið af lömbum í öllu
fénu en þó sáum við strax þá að 3
lömb voru þegar farin og gátum
okkur til að mun fleiri ættu eftir
að fara sem síðan kom á daginn í
febrúartalningunni. Í febrúar sáum
við mikið af dauðvona lömbum
(„skrýtnum“ fóstrum) sem síðan
voru horfin í talningunni í mars.
Um var að ræða 11% af fullorðnu
ánum eða samtals 43 ær sem misstu
alls 44 fóstur. Það sem var öðruvísi
2006 samanborið við 2005 var að
nú fór nánast undantekningalítið
einungis eitt fóstur úr hverri á. Alls
fóru 26 fóstur úr 20 gemlingum
eða í um 26% gemlinganna, þar af
tæmdust 7 gemlinganna alveg og
13 þeirra töpuðu öðru af tveimur
töldum fóstrum.
Í talningunni í janúar og febrú-
ar skráðum við hjá okkur þessi
„skrýtnu“ fóstur og merktum við
ærnar þar sem við reiknuðum með
að fóstrin færu. Það kom heim og
saman því „skrýtnu“ fóstrin skil-
uðu sér aldrei um vorið. Í flestum
tilfellum sáum við móta fyrir leif-
um við talninguna í mars og einn-
ig í hildum mæðranna um vorið.
Dauðaferli þessara „skrýtnu“ fóstra
var mjög ólíkt í ánum og gemling-
unum. Ferlið gekk mun hægar í
gemlingunum eða um 3-4 vikur á
meðan ærnar voru ekki nema um 2
vikur að eyða upp „skrýtnu“ fóstr-
unum.
Þetta ár töldum við á sama
svæði og fyrri ár og urðum vör
við fósturdauða á mörgum bæjum.
Vandamálið virtist að hluta til vera
bundið ákveðnum svæðum en þó
voru undantekningar þar á. Við
bættust bæir þar sem við höfum
ekki áður orðið vör við fóstur-
dauða. Fósturdauðinn var almennt
bundinn gemlingum en þó urðum
við einnig vör við hann í ám.
Eftir að hafa grandskoðað þetta hér
heima höfðum við nokkuð augljósa
mynd af því hvernig dautt fóstur í
fullorðinni á lítur út þegar það er
að eyðast upp. Fóstrin hverfa hratt
í fullorðnu ánum og því mikilvægt
að koma á bæina á hárréttum tíma
til þess að geta staðfest dauð fóstur.
Eftir talningaárið 2006 vorum við
komin með enn betri upplýsingar
um fósturdauðaferlið og á þess-
um tímapunkti vorum við farin
að velta mikið fyrir okkur ástæð-
um og orsökum þessa útbreidda
vandamáls. Þetta ár var árangur
okkar í talningunum kominn upp
undir 100% og ég fékk betri yfirsýn
yfir talninguna á svæðinu í heild
þar sem kona mín fór að stunda
kennslu í Öxarfjarðarskóla og ég
því að mestu einn við talningar á
svæðinu.
Talningar 2007 sýna að
fósturdauði er útbreitt vandamál
Árið 2007 töldum við í þrígang
hér heima, í lok janúar, um miðj-
an febrúar og síðan í lok mars.
Niðurstaðan reyndist talsvert ólík
árinu á undan. Fóstur talin í geml-
ingum í janúar og febrúar voru
flest lifandi í mars líka og skiluðu
sér einnig um vorið. Þó var dálít-
ið um dauðfædd lömb sem höfðu
lifað fram í byrjun sauðburðar.
Óvenju hátt hlutfall af gemling-
unum voru þó geldir eða um 20%
(mynd 2). Um 7% ánna misstu
fóstur og fóru um 32 fóstur úr 30
ám. Flest fóru fóstrin úr ánum á
milli talninga í janúar og febrúar.
Til þess að fá meiri og betri sam-
anburð varðandi þennan fóstur-
dauða ákvað ég að telja tvisvar á
öðrum bæ á sama tíma og ég taldi
hjá mér. Þá var nærtækast að velja
Urðir ehf. sem er nágrannbær minn
hér í Sandfellshaga. Við talningu í
febrúar kom í ljós að dauð fóstur
voru í um 30 fullorðnum ám en
nokkuð eðlilegt var í gemlingunum
þó svo að geldhlutfallið í þeim væri
mjög hátt (mynd 4). Í mars voru
horfin fóstur úr 9 ám til viðbótar
og höfðu því um 9% ánna tapað
fóstri. Ástandið var mun alvarlegra
í gemlingunum þar sem 13 geml-
ingar töpuðu fóstunum alveg, þ.e.
urðu geldir. Af þessum 13 voru 5
sem töpuðu tveimur fóstrum og 8
sem töpuðu einu fóstri. Endirinn
þar á bæ þetta árið varð því að 45%
gemlinganna urðu geldir.
Þennan vetur taldi ég á flest-
um bæjum á sama svæði og áður,
og var niðurstaðan svipuð og árin
á undan. Talsvert mikið var um
fósturdauða á nokkrum bæjum og
þá fyrst og fremst í gemlingum.
Vandamálið var lítið bundið við
svæði heldur dreift um allt Norður-
og Austurland. Þónokkrir bæir þar
sem vandamálsins hafði ekki áður
orðið vart lentu í tjóni þetta ár og
bæir sem höfðu lent í tjóni árið áður
sluppu margir hverjir en þó með
undantekningum. Sum býli, eins
og t.d. hjá okkur í Sandfellshaga,
virðast lenda í tjóni ár eftir ár en
þó mismiklu. Þetta ár taldi ég aftur
á þónokkrum bæjum þar sem ég
hafði orðið var við dauðvona fóstur
í gemlingum og leiddi síðari taln-
ingin í ljós að öll „skrýtnu“ fóstr-
in hurfu eins og áður. Á þessum
bæjum bættust jafnframt við geml-
ingar sem misstu fóstur þar sem ég
hafði ekki orðið var við „skrýtin“
fóstur í fyrri talningunni.
Haustið 2006 og um veturinn
hafði ég samband og samráð við
nokkra þessara bæja um aðgerðir
til þess að koma í veg fyrir fóstur-
dauða í sauðfé. Einnig var ég sjálf-
ur með tilraun hér heima í sama
tilgangi en ég kem betur inn á það
síðar. Þó má geta þess hér að til-
raunir þessar gáfu góða raun, svo
góða að við töldum að lausnin væri
hugsanlega fundin.
Árið 2008 var mjög slæmt á fjölda
bæja
Árið 2008 töldum við hjá okkur í
byrjun febrúar og lok mars. Í ánum
var mikið af lömbum en þó sá ég
dauð fóstur í 12 ám í febrúartaln-
ingunni. Í lok mars var farið úr 11
ám til viðbótar og höfðu þá rúm 5%
af ánum tapað fóstri, eða svipað og
árið á undan (mynd 3). Einungis
þrír gemlingar töpuðu fóstri en
geldhlutfall var mjög hátt.
Á hinum Sandfellshaga bænum,
Urðum ehf., taldi ég fyrst um miðj-
an febrúar og síðan aftur í lok mars.
Í febrúartalningunni varð ég lítið
var við dauð fóstur í ánum en fóstur
hvarf úr um10 ám á milli talninga.
Hjá gemlingunum var staðan önnur
en þar urðu 50% geldir eða nokkuð
hærra hlutfall en árið áður (mynd
4). Þetta gæti bent til þess að fóstr-
in séu að fara fyrr á fósturskeiðinu
Fósturdauði í ám og gemlingum
Mynd 2. Súluritið sýnir hlutfall geldra gemlinga
(%) hjá Félagsbúinu Sandfellshaga á tímabilinu
2004-2009. Bláa línan sýnir fjölda talinna fóstra
sem „hverfa“ úr gemlingunum á sama tímabili.
Mynd 3. Súluritið sýnir hlutfall áa (%) hjá Félags-
búinu Sandfellshaga sem tapa fóstri á tíma-
bilinu 2004-2009. Bláa línan sýnir fjölda talinna
fóstra sem „hverfa“ úr ánum á sama tímabili.
Mynd 4. Súluritið sýnir hlutfall geldra gemlinga
(%) hjá Urðum ehf. á tímabilinu 2004-2009. Bláa
línan sýnir fjölda talinna fóstra sem „hverfa“ úr
gemlingunum á sama tímabili.
Mynd 1a. Ómskoðunartæki til fósturtalninga í sauðfé. Mynd 1b. Gunnar og Anna við fósturtalningar hjá feðgunum Jóhannesi
(nær) og Ríkharði á Brúnastöðum í Fljótum. Ljósm. Örn Þórarinsson
Gunnar Björnsson
bóndi og fósturtalningarmaður, Sand-
fellshaga, Öxarfirði
sandfell@kopasker.is
Sauðfjárrækt