Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslenska lýðveldisins, er 66 ára gamall í dag, 14. maí. Í til- efni af afmæli forsetans tók Bændablaðið hann tali og ræddi við hann um rætur hans, fæðu- öryggi, framtíð íslensks landbún- aðar og íslensks þjóðlífs. Blaðamaður Bændablaðsins hitti forsetann fyrir á skrifstofu hans á Bessastöðum og eftir að hafa þegið kaffi og meðlæti er forsetinn spurð- ur um tengsl hans við landbúnað í gegnum tíðina. „Ég ólst upp vestur á fjörðum, bæði á Ísafirði og Þingeyri. Ég bjó á Þingeyri í sjö ár og allmörg sumur auk þess, hjá afa mínum og ömmu, sökum þess að móðir mín glímdi við berklaveiki. Á þeim tíma var þorpið á Þingeyri í raun nátengt sveitunum í kring. Menn héldu þar bæði kýr og kindur, t.a.m. var í næsta húsi við afa og ömmu ágætt fjós. Nábýlið við bændurna í Dýrafirði var einnig ærið mikið. Líf mitt fyrir vestan var því í raun sam- ofið bæði landbúnaði og sjávar- útvegi, fólk sinnti bæði sjósókn og fiskvinnslu, hélt kýr og kindur og stundaði hefðbundin sveitastörf. Ég hef oft sagt við erlenda viðmæl- endur mína til að útskýra hversu skammt er síðan að Ísland var í raun samfélag sjálfsþurftarbúskap- ar, að á hverju hausti varð sérhver fjölskylda að verja einum til tveim- ur mánuðum til að afla sér vista fyrir veturinn, fylla kjallarann undir húsinu af matvælum. Öll sú vinna gaf okkur sem þá vorum ung ríka tilfinningu fyrir hljómfallinu í nátt- úrunni, samspili manns og lands og sjávar. Þingeyri var í raun og veru í senn sjávarpláss og landbún- aðarþorp. Ég hef oft þakkað mínum sæla fyrir að hafa alist upp í slíku samfélagi.“ – Telurðu að það sé samfélaginu til skaða hvernig tengsl landbún- aðar og þjóðlífs hafa rofnað á síð- ustu áratugum? „Við höfum, eins og nánast öll þjóðfélög á Vesturlöndum á síðustu áratugum, farið í gegnum miklar breytingar þar sem borgamynd- un og atvinnulíf borganna hefur orðið aðal drifkraftur hagþróunar. Mér finnst hins vegar sem nú hafi orðið viss vatnaskil í umræðunni á heimsvísu sem fela í sér að áhersla á landbúnað, framleiðslu fæðu, ræktun lands og varðveislu lands- ins gæða eru orðin eitt brýnasta dagskrárefni leiðtoga þjóða um allan heim. Sú sýn, sem var áber- andi fyrir tíu eða tuttugu árum, að sveitirnar og landbúnaðurinn væru um aldur og ævi víkjandi og ekkert blasti við þeim annað en samfelld hnignun, er nú mjög röng mynd af þeim áherslum sem við þurfum öll að sameinast um. Það var kannski kjarninn í þeirri ræðu sem ég flutti við setningu Búnaðarþings árið 2008 þegar ég ræddi um fæðu- öryggi þjóðarinnar. Það sýnir hve örar breytingarnar hafa orðið að þegar ég var að undirbúa þá ræðu var enn ríkjandi sá hugsunarháttur að hugtak eins og fæðuöryggi væri nokkuð framandi. Nú er það orðið sjálfsagður þáttur í umræðunni og það er tvennt sem veldur því. Annars vegar er sú mikla breyting sem orðið hefur í afstöðunni varð- andi loftslagsbreytingar og hvernig eigi að koma í veg fyrir þær. Hins vegar hefur heimskreppan og hrun fjármálalífs sem við og margar aðrar þjóðir glíma við sýnt fram á hverskonar kjölfesta er í því fólg- in að geta, líkt og við gerðum á Þingeyri þegar ég var að alast upp, sofnað á kvöldin í þeirri fullvissu að í kjallaranum væri til nóg af matvælum. Á sama hátt hefur það verið mikilvægt fyrir íslenska þjóð að átta sig á því í þessari hringiðu erfiðleika hvílík náðargjöf það er fyrir okkur að eiga öfluga landbún- aðarframleiðslu í okkar landi sem skilar þjóðinni nauðsynlegum mat- vælum á hverjum degi.“ Staða þjóða sterkari með innlendri matvælaframleiðslu – Heldur þú að þjóð geti verið sjálfstæð án þess að vera sér að talsverðu marki næg um matvæli? „Fæðukerfi heimsins er orðið mjög margslungið. Í vaxandi mæli eru allar þjóðir hver annari háð hvað það snertir. Það er kannski samhengið í loftslagsbreytingum og samspil orkubúskapar og nýt- ingar lands sem menn beina vax- andi athygli að. Þess vegna tel ég að engin þjóð geti einangrað sig frá öðrum varðandi eigin fæðuöfl- un. Ef loftslagsbreytingar hafa í för með sér bráðnun jökla á norður- slóðum er það til að mynda mesta ógn sem stafar að landbúnaði í Bangladesh og fjölmörgum löndum í Asíu. Ég held að það sé þó ljóst að eftir því sem þjóðir geta framleitt meira af fæðu í eigin landi og eflt sinn orkubúskap þá er staða þeirra sterkari. Það sjáum við í okkar til- felli. Sú staðreynd að við framleið- um sjálf mikið af nauðsynlegum matvælum í landinu og byggjum á eigin orkuframleiðslu deyfði mjög höggið af hinu efnahagslega áfalli. Þess vegna höfum við líka sterkari viðspyrnu til að ná okkur á skrið á nýjan leik.“ – Við horfum á gríðarlega erf- iða efnahaglega stöðu sem bitn- ar á allri þjóðinni, bændum þar á meðal. Ertu ekki hræddur um að menn geti ekki staðið af sér höggið og það verði þá til þess að þessir möguleikar sem þú hefur nefnt nýt- ist því ekki sem skyldi? „Þessir erfiðleikar eru gríð- arlegir og koma niður á þúsund- um einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Mér hefur hins vegar fundist merkilegt á ferðum mínum um landið að undanförnu að finna ótrúlega víða meiri baráttuanda en hin daglega umræða endurspeglar. Öflug landbúnaðarframleiðsla er náðargjöf 9 * # +.  /  2  +    '  ~      #   Börn og ungmenni af Norð- urlandi sýndu glæsileg til- þrif í nýrri reiðhöll 9"     ! Æskan og hesturinn Æskan og hesturinn var yfirskrift glæsilegrar sýningar í nýrri reiðhöll, Top Reiter-höllinni á Akureyri, en hún var formlega tekin í notkun nú fyrir skömmu. Fjöldi barna og ungmenna tók þátt í sýningunni frá hestamannafélög- um víða að af Norðurlandi. Fjöldi barna og ungmenna úr Létti á Akureyri, Þyt í Vestur-Húnavatnssýslu, Hring á Dalvík, Funa í Eyjafirði, Léttfeta, Stíganda og Svaða í Skagafirði, Neista á Blönduósi, Glæsi á Siglufirði og Grana á Húsavík tóku þátt í sýningunni. Hestafólkið unga sýndi frábær tilþrif og er greinilega mjög efnilegt, en aldur sýnenda spannaði frá fjögurra ára aldri upp í 16 ár. Atriðin voru fjölmörg og mikið í þau lagt, vandað til búninga og hestar voru skreyttir. Meðal atriða má nefna ævintýri um óskastein í Tindastóli, Kardimommu- bæinn, Abbasýningu, villtan dans og þá brugðu Húnvetn- ingar gamla tímanum upp fyrir gestum, svo lesendur verði einhverju nær um fjölbreytnina sem í boði var. Top Reiter-höllin á Akureyri er stærsta reiðhöll landsins, en svo heitir hún samkvæmt samkomulagi við feðgana og velunnara hennar, Herbert „Kóka“ Ólason og Ásgeir son hans, en þeir gáfu hljóðkerfið í húsið og beisli og hnakka, sem ætlað er til æskulýðs- starfa og reiðkennslu. Aðstaðan í hinni nýju reiðhöll er eins og best verður á kosið og hefur mikil áhrif á hesta- mennsku á Akureyri, m.a. hvað varðar sýningarhald, keppnir, frístundaiðkun, reið- kennslu og æskulýðsstarf. MÞÞ Viktoría Sól Hjaltadóttir er ekki há í loftinu en tók engu að síður þátt í sýningunni og hafði gaman af. Hjalti Þórarinsson og Rósa María Stefánsdóttir teyma. Þátttakendur á sýningunni Æskan og hesturinn voru á öllum aldri. Oddný Sigríður Eiríksdóttir er tveggja ára og Hrafn Viggó Eiríksson fjögurra ára, en þau voru í svonefndum teymingarhóp á sýningunni, glæsilega búin. Berglind Björk fékk að prófa að fara á bak á Sprota, sem Almar Þór notaði í atriði Þyts um gamla tímann, en þar var hann í hlutverki krakka á reið milli bæja. Þessi unga dama hafði meiri áhuga fyrir mat sínum en æsk- unni á hestunum sem sýndi að baki henni. Það á örugglega eftir að breytast! Rannveig var í hópi Vestur- Húnvetninga, en þaðan komu krakkar frá hestamanna- félaginu Þyt og sýndu gest- um reiðhallarinnar hvernig hesta- og smalamennskan var í gamla daga. Viktor Kári Valdimarsson sýndi góð tilþrif, en það er Fríða Björg Jónsdóttir sem teymir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.