Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Ánamaðkurinn étur lífrænt efni jarðvegsins og myndar frjósam- an jarðveg með miklu loftrými. Í norskum túnum og ökrum geta verið allt upp í 5-7 tegundir ánamaðka, en bóndinn getur með jarðrækt stjórnað lífsskilyrðum ánamaðksins. Í Noregi hafa fundist 19 tegund- ir ánamaðka (á Íslandi 11). Af þeim eru 5-7 tegundir algengar í rækt- uðu landi (á Íslandi 2-4). Einstakar tegundir gegna þar nokkuð mis- jöfnum hlutverkum. Sumar halda sig nærri yfirborðinu og éta eink- um nýfallnar jurtaleifar (garðáni – Lumbricus rubellus), aðrir halda sig dýpra og éta einkum hálfrotn- að lífrænt efni, svo sem grááni og rauðáni (Aporrectodea caligionsa og A. rosea). Stóráni (Lumbricus terrestis) getur búið til djúp göng þar sem hann lifir árum saman, en aðrir flytja sig meira til og lifa í tímabundnum gangnakerfum. Stóri ánamaðkurinn étur mest jurta- afganga sem hann sækir upp á yfir- borðið um nætur. Ánamaðkur er að mestu leyti langur meltingargangur með munn og fóarn. Í fóarninu eru sandkorn sem mylja og blanda saman lífrænu efni og jarðvegi. Á einum hektara geta 250 tonn af jarðvegi farið í gegnum meltingarveg ánamaðka á einu ári. Í einum fermetra af jarðvegi geta verið nokkur hundr- uð metrar af ánamaðkagöngum og umreiknað í lífmassa geta verið 1000 kg af ánamöðkum á hektara, en við hagstæð skilyrði verulega meira. Minnst er af ánamaðki í mýrar- og sandjarðvegi, meira í leir og mélujarðvegi en mest í mold- arjarðvegi. Grááni og rauðáni þola plægingu og aðra jarðvinnslu betur en stóráni og garðáni. Ánamaðkurinn gerir mikið gagn í landbúnaði Allar tegundir ánamaðka hjálpa til við að breyta dauðum jurtaleifum og búfjáráburði í jurtanæringu. Í þörmum ánamaðksins blandast og umbreytast lífræn og ólífræn efni. Sum næringarefnin verða aðgengi- legri, en önnur bindast í stöðugri, lífræn húmusefni sem ánamaðk- urinn skilar frá sér. Úrgangur ána- maðksins er mikilvægur við mynd- un á samkornum í jarðvegi sem eru nauðsynleg til að bæta eðlisbygg- ingu jarðvegsins. Ánamaðkagöngin veita rótum jurtanna góð vaxtarskilyrði með því að bæta loftun jarðvegsins og auðvelda vatni framrás. Þá bæta þau einnig lífsskilyrði fyrir annað líf í jarðveginum. Örverur, sem binda köfnunarefni, þrífast vel í göngunum og um helming örvera í jarðvegi er einmitt að finna í slík- um gangnaveggjum. Lífsskilyrði ánamaðka í jarðvegi eru í réttu hlutfalli við magn og gæði næringarinnar sem þeir eiga aðgang að. Önnur atriði, sem skipta þá máli, eru rakastig umhverfisins, jarðvinnslan, þjöppun jarðvegs og sýrustig (pH) í jarðvegi. Skiptiræktun Val á nytjajurtum til ræktunar hefur áhrif á næringu ánamaðks- ins. Túnrækt er ánamöðkum hag- stæð, yfirborð landsins er gróðri vafið mestallt árið og langur tími líður á milli plæginga. Það hentar ánamöðkum vel. Við athugun á kornrækt í leir- jarðvegi í Suður- og Mið-Noregi fundust um 600 ánamaðkagöng á fermetra rétt undir plógstrengjun- um. Sjö árum síðar, að mestu eftir túnrækt, hafði göngunum fjölgað í 800 á fermetra. Smári og aðrar belgjurtir sjá möðkunum jafnframt fyrir auðnýttri næringu. Í Svíþjóð hafa verið mæld 1000 tonn af ánamaðkasaur á ári á hekt- ara lúsernuakurs en í óábornum byggakri aðeins 40 tonn á hektara. Á tilraunastöðinni Appelsvoll í Austur-Noregi hefur verið borin saman hefðbundin ræktun og líf- ræn ræktun, hvoru tveggja með og án túnræktar í skiptiræktinni. Smáratún jók þar bæði fjölda og lífmassa ánamaðka, en tún í skipt- irækt jók einungis magn ánamaðk- agangna. Tvö hefðbundin kerfi skiptiræktar með korn, án túnrækt- ar, mældust með minnstan lífmassa í jarðvegi og fæst ánamaðkagöng. Jarðvinnsla Plæging og önnur jarðvinnsla hefur áhrif á hve mikinn aðgang ána- maðkar hafa að næringu. Plæging eyðileggur jarðvegsgöngin og drepur ánamaðkana, annað hvort beint eða að sniglar og mýs éta þá. Jarðvinnslutæki, sem velta ekki jarðveginum við en losa aðeins varlega um hann, hlífa möðkunum betur. Jarðtætarar geta aftur á móti fækkað þeim mikið. Jarðvegsþjöppun Jarðvegsþjöppun er neikvæð fyrir ánamaðkana. Í tilraun á mjólk- urbýli með lífræna framleiðslu á Vestur-Noregi fundust 200-700 ánamaðkar á fermetra, allt eftir þjöppun jarðvegsins og magni áborins búfjáráburðar. Flestir voru ánamaðkarnir þar sem umferð var lítil og búfjáráburður ríkulegur. Áburðargjöf Á tilraunastöðinni á Möystad í Austur-Noregi hafa verið gerðar áburðartilraunir á sama landinu allt frá árinu 1922. Árið 2006 var fjöldi ánamaðka og magn þeirra metið í reitum sem fengið hafa búfjár- áburð, tilbúinn áburð og í óáborn- um reitum. Þrjú síðustu árin fyrir mælinguna höfðu reitirnir verið áburðarlausir til að jafna út áburð- aráhrifin. Fæstir ánamaðkar fundust í reitum sem höfðu fengið tilbúinn áburð, jafnvel færri en í óáborn- um reitum. Flestir voru þeir aftur í reitum sem höfðu fengið 20 tonn af búfjáráburði á hektara og þar var einnig lífmassi ánamaðka mestur. Sömu reitir voru einnig með mest af ánamöðkum. Enginn munur var á lífmassa í óábornum reitum og reitum sem fengu tilbúinn áburð. Rannsóknamennirnir telja það athyglisvert hversu greinileg áhrif búfjáráburðarins eru, jafnvel nokkr- um árum eftir að áburðargjöf var hætt. Súr jarðvegur og smáralaus tún geta verið ástæðan fyrir því að lítið er um ánamaðka í jarðvegi þar sem eingöngu er notaður tilbúinn áburður. Aukin uppskera og þar með auknar jurtaleifar á þessum tímum vógu ekki upp neikvæð áhrif af til- búnum áburði á ánamaðkana. Frekari upplýsingar um ánamaðka Stofnunin Bioforsk Ökologisk hefur gefið út smárit og þrjár þema- arkir um ánamaðka. Ritin er unnt að panta á netfanginu okologisk@ bioforsk.no Stofnunin hefur einnig vefsíðuna www.biologisk.no Bonde og Småbruker Líf og starf Ráð til að fjölga ánamaðki í jarðvegi ‰ Forðist þjöppun jarðvegs. ‰ Skilið jarðveginum sem mestu af lífrænu efni sínu til baka. ‰ Dreifið litlu magni af búfjár- áburði í einu, einkum ef áburðurinn er þunnfljótandi, þvag þynnist gjarnan með vatni. ‰ Forðist frárennsli frá vot- heyi. ‰ Forðist að dreifa búfjár- áburði á blauta jörð. ‰ Forðist skiptirækt sem rýrir lífræn efni í jarðvegi. ‰ Forðist að sýrustig (pH) fari undir 5,5, einkum í leirjarð- vegi. ‰ Notið varlega jarðtætara og álíka jarðvinnslutæki. Ánamaðkar – mikil- vægasti búfénaðurinn? Vörumst skaða af völdum vorbeitar Mikilvægi góðrar meðferðar lands í gróandanum má ekki gleym- ast. Það er sá tími sem hagar eru hvað viðkvæmastir fyrir beit, umferð og allri notkun en jafnframt mikilvægasti tími ársins þegar kemur að góðu beitarskipulagi. Frost fer úr jörðu og jarðvegur og grassvörður verður forblautur. Allt álag og traðk á þessum tíma veldur skemmdum á uppbyggingu jarðvegskorna og rótum plantna er hætt við að slitna og skemmast. Gróður er aldrei eins viðkvæmur fyrir beit eins og þegar vöxtur hefst á vorin. Fyrstu laufblöðin sem vaxa eru plöntunni afar dýrmæt og kostnaðarsöm. Það er því mikið í húfi að beita ekki of snemma. Sé nýgræðingurinn kroppaður jafnóðum og hann sprettur, nær hann sér aldrei á strik og stórlega dregur úr uppskeru það árið. Planta sem sífellt er bitin nær heldur ekki að þroska stórar og sterkar rætur og það dreg- ur úr hæfni hennar til að ná vatni og næringarefnum úr jarðveginum. Rætur gegna einnig mikilvægu hlutverki við að halda jarðvegi saman. Það eru erfiðir tímar og aukin hætta er á því að menn gangi á gæði landsins með því að spara hey, sleppa of fljótt og styrkja síður beitiland með áburðargjöf. Slíkt er þó skammgóður vermir eins og sagan ætti að hafa kennt okkur. Nauðsynlegt er að nýta landið af yfirvegun og skyn- semi og forðast að ganga of nærri gróðri og landgæðum. Með fáein grundvallaratriði í huga er hægt að ná miklum árangri í bættri nýtingu beitilanda. Aðalreglan er að beita ekki of snemma á vorin. En hvað er of snemmt? Ekki skal beita fyrr en jafnvægi hefur náðst í vatnsbúskap eftir að klaki hefur farið úr jörðu og jarðvegurinn þolir traðk. Plöntur þurfa að vera komnar með öflug laufblöð til að ljóstillífa og vöxtuleg gróðurþekja komin á landið. Þetta á bæði við úthaga og tún. Þetta tímabil vorsins getur verið erfitt fyrir skipulag hrossabeitar. Hrossin sækja í nýgræðinginn og áhugi þeirra á heyi minnkar. Því verður að loka af og friða beitilandið sem bíður þeirra, þar til gróður er í stakk búinn til að þola beitina án þess að gengið sé á hann. Friða þarf vorbeitarhólfin, helst sumarlangt, svo þau nái að gróa á nýjan leik. Sinumiklar mýrar er óhætt að beita á þessum tíma með gjöfinni. Oft er auðvelt að setja upp einfalda rafgirðingu til að friða aðliggjandi land. Nauðsynlegt er að hlífa öllu viðkvæmu landi við vorbeit og brattlendi er alltaf illa fallið til beitar stórgripa og allra verst í blautum vorum. Ekki má líta framhjá því að stundum kemur að þeim mörkum að ekki er hægt að bæta beitarstjórnun, einfaldlega vegna þess að hross eru of mörg fyrir það land sem er til umráða. Meira má lesa um hrossabeit í ritinu Hrossahagar sem finnst á vef- síðu Landgræðslunnar www.land.is, undir flýtileiðum; fræðsluefni. Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins ! +  " (  ' "  ' Jörð.is ‚ Skráning á áburðargjöf og uppskeru gefur forsendur fyrir áburð- arþörfum næsta árs. ‚ Niðurstöður heysýna og jarðvegssýna koma inn á Jörð.is frá grein- ingaraðila. ‚ Túnkort og loftmynd eru aðgengileg, þar sem hægt er að mæla lengdir og flatarmál. ‚ Útreikningar á áburðaráætlun og samanburður á tegundum og verði á milli áburðarsala. ‚ Samantekt á uppskeruskráningu nýtist við útfyllingu á forðagæslu- skýrslu. Sami notandaaðgangur er að Jörð.is og er að öðrum miðlægum kerfum Bændasamtakanna. Þennan aðgang þarf þó að virkja. Hægt er að senda tölvupóst á tolvudeild@bondi.is eða hringja í Bændasamtökin í síma 563-0300. Við vekjum athygli á því að fyrst um sinn verður ekki innheimt gjald fyrir aðgengi og notkun á þessu nýja kerfi en í framtíðinni má reikna með að svo verði. Langskurður á ánamaðki. Á mynd- inni er helstu líffæri sýnd. Mynd feng- in af Vísindavef Háskóla Íslands. Hleðsluskólinn og Torf og Grjót munu í sumar (2009) standa fyrir nokkrum námskeið- um í íslenskri hleðslutækni. Meginhluti námskeiðanna mun fara fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans, en þar er jafn- framt aðsetur Íslenska bæjarins – mýkt-hlýja-aðlögun. Námskeiðin eru skilgreind sem áfangar í námi í íslenskri hleðslutækni. 16.-17. maí verður haldið al- mennt grunnnámskeið þar sem helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga. Lykilhugtök, verk- færi og tækniatriði verða rædd og skilgreind. Verkleg þjálfun í gerð veggja með torfi og grjóti. Leiðbeinendur verða Víglundur Kristjánsson fornhleðslumeistari, Hannes Lárusson myndlistarmað- ur og framkvæmdastjóri Íslenska bæjarins og Högni Sigurþórsson myndlistarmaður og leikmynda- hönnuður. Námskeiðsgjald er 20.000 kr miðað við tvo daga frá kl. 9-18:00. Hádegismatur og kaffi innifalið í gjaldi. Nauðsynleg verkfæri eru á staðnum. Þátttakendur skulu hafa með sér hlífðarfatnað, stígvél og vinnuhanska. Í sumar og haust verður einnig boðið upp á framhaldsnámskeið þar sem áhersla verður lögð á ein- stakar hleðslugerðir og mismun- andi tilbrigði og tækniatriði skoðuð og skilgreind. Einnig er möguleiki á að bjóða upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/eða fyr- irlestra um íslenskan torfbæjararf fyrir tiltekna hópa. Á námskeiðunum verður lagt jöfnum höndum upp úr hand- verki og notkun hefðbundinna verkfæra, hugmyndafræði torf- bygginga og fagurfræðilegum sér- kennum. Umsjón námskeiða eru jafnan í höndum færustu manna. Tímasetningar og nánari útfærsla einstakra námskeiða verða tilkynnt á: www.islenskibaerinn.com Þeir sem áhuga hafa eða vilja frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við Hannes Lárusson í síma 694 8108 eða netfangið han- lar@islenskibaerinn.com Námskeið í torfhleðslutækni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.