Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 32
9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 28. maí Þegar Önnu Jóhannesdóttur, kúabónda á Hjaltastöðum í Akrahreppi í Skagafirði, var einn daginn kippt úr störfum sínum vegna slitgigtar voru góð ráð dýr fyrir hana. Í stað þess að gefast upp fyrir vágestinum ákvað Anna að kaupa sér verk- smiðjusaumavél og hefur nú vart undan að sauma töskur og vesti úr roði, hreindýraleðri, sel- og lambskinni. Anna hóf þróun vara sinna árið 2002 og hefur fengið góðar undir- tektir. Hráefnið sem hún notar er allt íslenskt og fær hún til dæmis roð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki en þar er eina sútunin sem starf- rækt er hérlendis. „Ég er að sauma hnakktöskur úr selskinni, leðri og roði og þeim hefur verið tekið afskaplega vel og það er komin góð reynsla á þær. Síðan hefur þetta þróast meira og ég er að sauma svolítið af vestum úr sel- og lambskinni og hrein- dýraleðri ásamt hliðartöskum fyrir konur en aðallinn er að engar tvær eru eins. Það nýjasta hjá mér eru svo fartölvutöskur og skólatöskur. Ég hef einnig boðið upp á að fólk getur komið og valið saman efni og hannað sínar eigin töskur sem ég sauma fyrir það og þetta hefur mælst mjög vel fyrir,“ útskýrir Anna. Um þessar mundir er Anna á Brautargengisnámskeiði sem hún segir að geri sér ákaflega gott. „Þetta hleypir lífi í mann, mér finnst ég orðin eitthvað aftur og horfi ekki bara á hina vinna. Ég er ekki enn búin að bíta úr nálinni með bakmeiðslin sem ég lenti í vegna slitgigtarinnar. Til að halda sönsum varð ég að finna mér eitt- hvað að gera og með þessu ræð ég mínum vinnutíma og get hagað vinnunni eftir minni líðan. Það opnaðist mér nýr heimur með saumavélinni því ég get saumað allt mögulegt. Ég hef líka verið að gera upp söðla og reiðtygi og nú er mikið að gera í fataviðgerðum sem hefur ekki verið áður, þannig að maður finnur greinilega hugar- farsbreytingu hjá fólki á þessum tímum.“ Sjá má vörur Önnu á heimasíð- unni www.hjaltastadir.is ehg Töskur og vesti – úr íslensku roði, lambskinni og hreindýraleðri Anna Jóhannesdóttir, kúabóndi á Hjaltastöðum í Skagafirði, byrj- aði fyrir alvöru að þróa handverk sitt árið 2002, eftir að slitgigt kom í veg fyrir að hún gæti sinnt bústörfunum að fullu. Örlítið sýnishorn af vörulínu Önnu, fartölvutaska úr buffalaleðri (að ofan) og nílarkarfa og hnakk- taska úr selskinni, nautshúð og hlýraroði. Sigurbjörn seigur á endasprettinum Sigurbjörn Bárðarson, sigurvegari Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum 2009. Hér situr hann Grun frá Oddhóli til sigurs í töltinu. Ljósm.: ÖK Keppni í Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum lauk á dögunum. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson gerði sér lítið fyrir og sigraði með frábærum tilþrifum í síðustu tveimur keppnisgrein- unum. Fyrir lokakvöldið var Eyjólfur Þorsteinsson með forystu, en Sigurbjörn átti tölfræðilega möguleika á því að sigra. Svo fór að Sigurbjörn sigraði töltið með glæsibrag á gæðingi sínum Grun frá Oddhóli og hann varð svo annar í fljúgandi skeiði, sem var lokagrein mótaraðarinnar. Þar með var samanlagður sigur hans í deild- inni tryggur. Annar varð Eyjólfur Þorsteinsson sem stóð sig mjög vel í fjölbreyttum keppnisgrein- um í vetur og þriðji varð Sigurður Sigurðarson. Liðakeppnina sigraði lið Málningar örugglega, en liðið skipuðu þeir Eyjólfur Þorsteinsson, Sigurður V. Matthíasson og Valdimar Bergstað. HGG Sýning Freyvangsleikhússins á söngleiknum Vínland eftir Helga Þórsson var valin at- hyglisverðasta áhugaleiksýn- ing leikársins 2008-2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Þetta er í sextánda sinn sem athyglisverðasta áhugaleik- sýningin er valin en sú sýn- ing er jafnan sýnd í Þjóðleik- húsinu og mun það verða 11. eða 12. júní næstkomandi. „Það má segja að þetta sé stærsta viðurkenning sem áhugaleikhús hér á landi hefur völ á og vissulega erum við mjög ánægð og stolt yfir að hún féll í okkar hlut nú,“ segir Halldór Sigurgeirsson, formað- ur Freyvangsleikhússins. Hann segir það ekki síst ánægjulegt í ljósi þess hversu mikið menn lögðu á sig við að koma sýning- unni upp. „Þetta var gríðarlega stórt verkefni og margir sem tóku þátt, við lögðum mikið undir,“ segir Halldór. Þá nefn- ir hann að allt í kringum sýn- inguna hafi verið heimafengið. Heimamaðurinn Helgi samdi verkið og tónlistina, sem var flutt af heimafólki, og þá voru allir búningar saumaðir frá grunni í héraði, sem og sviðs- myndin. MÞÞ Það dylst fáum hvernig atvinnu- ástandið er hérlendis nú um mundir en samkvæmt skrán- ingu Vinnumálastofnunar voru rúmlega 14 þúsund manns hér- lendis án atvinnu í marsmánuði, eða 8,9% landsmanna. Á sama tíma voru 620 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum um allt land. Áhugavert er að í Bændablaðinu voru hvorki meira né minna en 16 atvinnuauglýsingar í mars og apríl, þar sem óskað var eftir starfskröftum í vinnu á sveitabæjum. Blaðamaður Bændablaðsins sló á þráðinn til tveggja auglýsenda úr síðasta blaði, sem voru ánægðir með mikil viðbrögð. „Það er um það bil tugur manna sem hefur sýnt viðbrögð við aug- lýsingunni, flestir af Akranesi og úr Reykjavík. Nánast allir sem hringdu eiga rætur í sveit en hafa mismikla reynslu. Flestir voru í kringum tvítugt en þó voru dæmi um nokkra eldri. Ég er búinn að ráða tvítuga stúlku úr Reykjavík sem er háskólanemi og er að ljúka prófum. En til gamans má geta þess að einn af þeim sem svaraði auglýs- ingunni frá mér var síðan ráðinn til kunningja okkar á nágrannabæ, svo það má segja að hann hafi fengið að hirða afganginn,“ segir Helgi Björnsson, bóndi að Snartarstöðum í Lundarreykjardal í Borgarfirði. „Ég fékk mikil viðbrögð við aug- lýsingunni minni og allsstaðar af að landinu, allt frá Kópaskeri og suður til Reykjavíkur og allt þar á milli. Þetta er rúmlega tugur manns sem hefur sett sig í samband við mig en ég réð starfsmann frá Akureyri sem alinn er upp í sveit svo það pass- aði vel. Ég hef áður auglýst eftir starfsfólki í Bændablaðinu og finn mikinn mun núna frá því í fyrra, þá hringdu einn eða tveir sem stóð- ust ekki kröfur mínar, en nú voru það mun fleiri. Í fyrra þurfti ég að leita annarra leiða til að fá starfs- kraft, svo ég er mjög ánægður með að hafa haft örlítið val núna,“ segir Árni Bragason, bóndi í Sunnuhlíð í Húnavatnssýslu. ehg Mikil svörun við atvinnuauglýsingum í Bændablaðinu Til sölu Man 26-372 árg. ´90 með 422 vél. Allur á lofti, með letingja. 25 t. krókheysi. 20 t.m. krana- pláss fylgir. Ford Econoline-350 4x4 árg. ´79 með 6,5 l GMC-dísel. Innréttaður sem húsbíll. Ford Econoline-350 árg. ́ 86, 6,9 dísel, 15 manna. Malarharpa, þriggja dekka. Vinnslusvið 4x1,25. Kastbrjótur, þarfnast viðgerðar. Michigan-175 hjólaskófla með bilaða skiptingu. Önnur fylgir. Cat-rafstöð, 450 kw í hjólaskúr. Þarf að líta á vél. Uppl. í síma 894-7337. Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: 517-8400 eða www.snjokedjur.is Til sölu 3 áburðardreifarar, rúllu- hnífur, 35 og 38 tommu negld dekk, varahlutir í DAF-vörubíl og Vicon- sláttuvél, dragtengd en biluð. Einnig Krone einnar stjörnu rakstrarvél og Krone framsláttuvél ásamt rúllu- greip, stórbaggagreip og JCB-4x4 lyftara. Á sama stað óskast drátt- arvél, 120 hestöfl eða stærri, gæti sett 100 hestafla vél upp í kaup- in. Vantar einnig dekk, 16,9,34 og Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s. 894-5111 www. brimco.is Kerrur í ýmsum stærðum. Hentugar í flutninginn úr kaupstaðnum, fjár- flutninga, heybaggana. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is Undirburður í úrvali. Woodypet spónakögglar í 13,6 kg. pokum. Bjóðum einnig spónaköggla í 800 kg. stórsekkjum. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is Undirburður í úrvali. Spænir til sölu er í um 25 kg. böllum. Brimco ehf., s. 894-5111, www.brimco.is Notað burðarvirki í 800 fm. límtrés- skemmu. Tilboð óskast, áhugasamir hafi samband við Ómar í síma 617- 5435. Til sölu CLAAS-sjálfhleðsluvagn, U44, árg. ´88, í góðu lagi. Einnig Sprintmaster-rakstrarvél, 6 hjóla, árg. ´95. Uppl. í síma 866-4636. Til sölu Kuhn-pinnatætari, 5 m breiður, samanbrjótanlegur, 1000 sn. Með gírkassa. Uppl. í síma 894- 1106. Til sölu 6 þús. l haugtankur, verð Nýleg fjárvigt (ekki tölvustýrð) til sölu. Uppl. í síma 845-3832. Til sölu Kverneland KD710, 15 rúmm., heilfóðurblandari, árg. ´99, tekur 4 rúllur í einu. Uppl. hjá Sverri í Vélaborg í síma 896-2866. Til sölu OKRH8-beltagrafa, 24 tonna, árg. ´88. Uppl. í síma 894-7337. Óska eftir skádælu, helst af hreinu svæði. Uppl. í símum 451-3317 og 895-3317. Vantar varahluti í gamlan Howard s80 eða s100-jarðtætara. Uppl. í síma 867-0865. Óska eftir að kaupa gaseldavél með bakarofni og gasísskáp. Einnig Sóló-eldavél eða olíuofn eða við- arkamínu. Uppl. gefur Hörður í síma 863-4110. Óska eftir um 20 hektara beitilandi fyrir hross í langtímaleigu. Æskileg staðsetning ekki lengra en 200-300 km. frá RVK. Öruggar greiðslur. Uppl. í síma 861-7658. Vantar olíuverk í Fordson Major árg. ´57 Á sama stað eru til varahlutir í Starfskraft vantar í sauðburð á sauðfjárbú á Norðurlandi vestra í maímánuði. Æskilegt að viðkom- andi hafi einhverja reynslu, ekki þó skilyrði. Uppl. í síma 452-4542 eða á netfangið dyraborg@emax.is Starfskraftur óskast í sauðburð. Þarf ekki að vera vanur. Uppl. í síma 865-8104. Óska eftir stúlku á sveitabæ á Suðurlandi til að gæta tveggja barna og vinna á tjaldstæði. Timabilið júní og júlí. Bílpróf skilyrði. Uppl. gefur Jóhannes í símum 893-8889 og 486-6062. Starfskraft vantar á blandað bú í Borgarfirði, því fyrr því betra. Uppl. í símum 894-1157 og 824-4693. 45 ára snyrtileg og heiðarleg kona óskar eftir starfi á sveitabæ í sumar. Er með 9 ára dreng og lítinn hvutta. Uppl. í símum 517-7921 og 618- 6921. Óska eftir að ráða vanan starfskraft í sauðburð frá 1. maí til maíloka. Uppl. í símum 451-2549 og 893- 0339. 18 ára strákur óskar eftir vinnu í sveit. Hefur reynslu af sveitastörf- um. Getur hafið störf um miðjan maí. Uppl. í síma 893-5763. Óska eftir að ráða starfsmann tíma- bundið á blandað bú á Vesturlandi. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Uppl. í símum 864-2665 og 435- 6665. Hreinræktaðir Border Collie-hvolpar til sölu, ættaðir frá Staðarstað. Uppl. í síma 893-3299. Viltu styrkja þig, þyngjast eða létt- ast. Þú getur það með Herbalife. Sendi hvert á land sem er. Eva sími 892-6728 www.eva.topdiet.is Til sölu Óska eftir Heilsa Dýrahald Smá Sími 563 0300 Fax 552 3855 Netfang augl@bondi.is auglýsingar Athyglisverðasta áhugaleiksýningin Vínland best

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.