Bændablaðið - 14.05.2009, Síða 29

Bændablaðið - 14.05.2009, Síða 29
29 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Fólkið sem erfir landið Arnar Þór Guðmundsson er nemandi við Heiðarskóla í Hvalfirði. Hann hefur gaman af að vafra um í tölvunni og finnst skemmtilegast að spila Counter- Strike. Í skólanum eru það hins vegar lokaferðalögin sem höfða mest til hans sem er hentugt nú á tímum því það styttist í eitt slíkt hjá Arnari Þór og skólafélögum hans. Nafn: Arnar Þór Guðmundsson. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Hagamelur. Skóli: Heiðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Lokaferðalögin. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Metallica. Uppáhaldskvikmynd: The Fast and the Furious. Fyrsta minningin þín? Þegar ég keypti fyrsta hjólið mitt. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Neibbs. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila Counter-Strike. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hef ekki hug- mynd. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er ekki gott að segja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að bíða á flugvelli í Svíþjóð. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í sumar? Nei. ehg Á sterka minningu um fyrsta hjólið sitt Arnar Þór er 15 ára gamall og heldur upp á Metallicu og The fast and The Furious er besta bíómynd sem hann hefur séð. Verðlaunamynd af mjólk Í vetur var alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í níunda sinn hérlendis. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til að haldið sé upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á hann árlega undir kjörorðunum „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar“. Samtímis því að deginum var fagnað var efnt til teiknimyndasamkeppni þar sem öllum nemendum 4. bekkjar á landinu var boðið að taka þátt. Myndefnið var frjálst en æskilegt að það tengdist hollustu mjólkur fyrir ungt fólk. Höfundar tíu mynda hlutu 25 þús- und krónur í vinning hver sem runnu óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Hér má sjá eina verðlaunamyndanna sem Elmar Blær, nemandi í 4. bekk Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, teiknaði. 480 l/h 900 l/h TOPPLAUSNIR ehf. Lyngás 18, 210 Garðabær s: 517 7718, www.topplausnir.is Háþrýstidæla   145 bör max.          "# 8m slöngu.  $  &*+ Tinni verður til afnota 2009: Húsmál: Kjarr, Ölfusi Fyrra gangmál: Bræðratunga, Bisk. Verð: 65.000 kr. per. fengna hryssu og er vsk. og annar kostnaður innifalinn. Uppl. gefur Helgi Eggertsson í síma 897-3318 eða á netfangið kjarr@islandia.is Stóðhesturinn Tinni frá Kjarri                        Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Á fr am Ís la nd - Ve lju m ís le ns kt ! Hafðu samband við sölumann í 567 88 88 Plast, miðar og tæki - www.pmt.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.