Bændablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 21

Bændablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Á undanförnum árum hefur landbúnaður í Ástralíu gengið í gegnum miklar breytingar. Þótt aðstæður á Íslandi og Ástralíu séu um margt afar ólíkar, þá eiga eyjan og heimsálfan ýmislegt sameiginlegt sem fróðlegt er að bera saman. Hér verður brugðið upp svipmyndum frá Ástralíu og á grunni þeirra er síðan varpað fram nokkrum spurningum er varða hagsmuni landbúnaðarins hér á landi. Munum, bændur fæða okkur öll Í grein með ofangreindri fyrir- sögn, sem birtist nýverið í Sydney Morning Herald (3. apríl, bls 13), veltir Paul Myers því fyrir sér hvers vegna ímynd ástralsks landbúnaðar í augum almennings sé jafn afleit og raun ber vitni. Það eru 175.000 bændur, fleiri en hálf íslenska þjóð- in, sem fæða Ástrali og leggja auk þess mikið af mörkum við að sjá öðrum þjóðum fyrir matvælum. Að mati Paul hafa þeir hins vegar glat- að trausti fólksins sem er háð fram- leiðslu þeirra. Þetta er mikil breyting. Fyrir aðeins 50 árum voru ástralskir bændur efstir í virðingarstiga þjóð- félagsins. Það var visst stöðutákn að vera úr sveit eða eiga ættingja með bein tengsl við land- ið. Ástæður þessa mikla hruns á ímynd landbúnaðarins í Ástralíu eru fjölmarg- ar, svo sem land í tötrum vegna ofnýt- ingar, hagfræðileg vandamál, langir flutningar á búfé, hor- fellir og tregða við að laga framleiðsluhætti að markmiðum um sjálfbæra búskaparhætti. Ýmsar aðrar ástæður sem á góma ber í umræðunni eru þó fjarri því að vera sanngjarnar að mati Paul Myers, og er þar m.a. um að kenna vanþekk- ingu borgarbúa á landbúnaðin- um. Hann telur hins vegar hættu á því að slæm ímynd gæti orðið til að draga úr framleiðslu landbún- aðarafurða, og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Landhnignun í fortíð og nútíð Einn af þeim þáttum sem spilla mjög ímynd ástralskra bænda er hin hrikalega landhnignun og tap á jarðvegi sem orðið hefur á síðustu tveimur öldum. Samsvörunin við örlagasögu íslenskra vistkerfa eftir landnám er mikil. Til eru samtíma- lýsingar (John Robertson) frá árun- um upp úr 1840 er evrópskir land- nemar hófu fyrst búskap í Victoria- ríki. Í upphafi voru hagar nægir; „…dásamleg beitilönd, allur gróður lostætur fyrir búfé, enginn búsmali hefur áður gengið á þessu grasi…“ En, svo snemma sem 1853 sér hann breytingar á landinu og skrifar: „Grasið með sínar djúpu rætur sem hélt saman jarðveginum er horf- ið, jörðin er nakin … jarðvegurinn rennur til í allar áttir … og tekur trén með sér.“ Um 1920 var uppblástur orðinn alvarlegt vandamál sem fór stöðugt versnandi og hefur víða lagt frjósöm vistkerfi í rúst. Beitarþol lands í Ástralíu hefur minnkað um a.m.k. helming frá 1870 og víðtækra úrbóta er þörf. Ástralir gripu til öflugra varna gegn vatnsrofi og uppblæstri lands árið 1940 og undanfarin ár hafa stórir hópar bænda, samtaka, ein- staklinga, sveitarfélaga o.s.frv. skip- að þessari þjóð í framvarðarsveit í vernd og endurreisn landkosta. Því fer þó fjarri að sigri sé náð. Ýmsar aðstæður vinna þar á móti, m.a. áhrif loftslagsbreytinga, og enn er sá hópur bænda mjög stór sem ekki er læs á land sitt og ofnýtir það með alvarlegum afleiðingum. Í nýlegri ritgerð eftir Jacqueline A. Williams (2006) kemur fram að þrátt fyrir að fjárfestingar opinberra aðila í bæði stuðningi við landbún- að og aðhaldi vegna nýtingar séu í sögulegu hámarki þá haldi landi áfram að hnigna. Það á sinn þátt í hinni neikvæðu ímynd landbúnaðar í Ástralíu. Heimsókn til eðalbænda Ég heimsótti nýverið tvo bændur í Ástralíu sem báðir skara fram úr í sínum búskaparháttum. Sá fyrri, Davíð Marsh, býr á um 800 hekt- ara jörð og nýtir hana alla til beit- ar. Á þessum slóðum, sem víðar, stendur lítið eftir af upphaflegum gróðri. Skógunum var að mestu eytt á fyrri hluta síðustu aldar og landið brotið til ræktunar. Þegar búið var að mergsjúga mest af nær- ingarefnunum úr jarðveginum tók beitarbúskapurinn við. Á sínum 30 árum á jörðinni hefur Davíð reynt að hlú að landinu eftir bestu getu. Reyndar með svo góðum árangri að öfundsjúkir nágrannar kveiktu í gróðrinum fyrir um þremur árum til að minna bæri á því hvað hans land væri betra en þeirra! Davíð bjó lengst af með um 8.000 ærgildi í sauðfé og holda- nautum. Hann skiptir landi sínu í 93 hólf og beitir hvert þeirra aðeins í örfáa daga í einu. Þannig nær hann að beita allan gróður jafnt, og koma svo aftur að næringarríkari endur- sprettu síðar. Hann segir að landið þurfi hvíld rétt eins og mannfólkið. Hann ber vel á sum beitarhólfin, sáir til belgjurta í öðrum og reyn- ir jafnframt að endurheimta þær náttúrulegu tegundir sem áður uxu þarna. Fyrir sex árum brast á með miklum þurrkum. Þegar Davíð sá fram á að spretta í hólfunum væri ekki næg til að hann gæti lokið beitarhringnum með góðu móti brá hann á það ráð að selja helm- ing bústofnsins. Hann sér ekki eftir því. Þurrkatímabilið stendur enn. Nágrannar hans reyndu að þrauka með óskertan bústofn, en það hefur leitt til alvarlegrar ofbeitar. Lokaorð þessa gætna bónda þegar við kvöddumst voru: „Mundu, að ef þú ferð vel með landið, þá þarf lítið að hafa fyrir búskapnum.“ Morguninn eftir fór annar bóndi, Lee að nafni, með okkur hjónin í skoðunarferð um sína jörð. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður var mikil samsvörun á milli þessara tveggja bænda. Lee var með frjórra land en skipti því sömuleiðis upp í fjölda beitarhólfa, um 40. Árangurinn af skipulagi beitarinnar var einn- ig það góður að það vakti athygli nágranna. Í grillveislu nýverið hafði konan á næsta bæ farið að spyrja hann með hvellri rödd af hverju landið hans væri svo miklu grænna en þeirra. Lee sagði það vera vegna þess að hann gætti þess að ofbjóða aldrei landinu og væri laginn við að koma þar upp belgjurtum. „Phil, af hverju gerir þú ekki eins,“ gall í frúnni um leið og hún leit á bónda sinn. Og Phil svaraði: „Ég geri allt eins og faðir minn, því skyldi ég breyta út af því!“ „Máttur vanans er versti óvinurinn“, sagði þessi skemmtilegi bóndi, sem naut þess greinilega að segja áhugasömum Íslendingum frá búskaparlagi sínu. Kveðjuorð hans voru: „Mundu eftir belgjurtunum, þær eru lykillinn að uppskeru beitilandsins.“ Spurningar vakna Það er ætíð fróðlegt að spegla Ísland í aðstæðum annarra landa. Hvað innihald þessa greinarkorns varðar, þá langar mig til að varpa upp nokkrum spurningum sem varða hagsmuni íslensks landbún- aðar bæði í nútíð og framtíð: 1. Það er mikilvægt að landbún- aður njóti ætíð trausts og virð- ingar. Ekki síst er mikilvægt að hann sé rekinn með bæði efna- hagslega og umhverfislega sjálf- bærum hætti, og standist þar gagnrýna skoðun. Slíkt kallar á trausta staðla og starfsreglur til að tryggja að allir þættir fram- leiðslunnar séu í lagi, allt frá gæðum landsins að diski neyt- andans. Hve vel stendur íslensk- ur landbúnaður með mótun og framfylgd slíkra starfsreglna eða siðferðilegra viðmiðana (codes of practice/conduct, codes of ethics) með tilliti til sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi? 2. Landbúnaður á víða í vaxandi samkeppni við önnur landnot og bæta þarf land. Hvaða leiðir þarf að fara til að tryggja land- rými til matvælaframleiðslunn- ar? Hver er raunveruleg staða gróður- og jarðvegsverndar á Íslandi? Hvaða leiðir er best að fara til að auka enn frekar afköst í uppgræðslu illa farins lands með það að markmiði að bæta frjósemi lands? 3. Áhersla á belgjurtir, áburð- arverksmiðjur náttúrunnar, fer vaxandi víða um heim. Áburðarverð fer hækkandi. Hve ofarlega eru rannsóknir á belg- jurtum og þróun þeirra til víð- tækrar notkunar í forgangsröð rannsókna í þágu landbúnaðar á Íslandi? 4. Meginhluti sölutekna í sauðfjár- rækt myndast við beit, hrossabú- skapur er að mestu grundvall- aður á beit, og gæði lands ráða miklu í búskap með mjólkurkýr og holdanaut. Hvers vegna er unnið jafn lítið að árangursmið- aðri þróun á beitarkerfum og raun ber vitni? Það er vanda- samt verkefni því góð beit- arkerfi verða að byggja á sveigj- anleika og heildrænni þekkingu á þörfum bæði lands og búfjár. 5. Það kom vel fram í ofangreind- um heimsóknum og víðar að ástralskir bændur eru virkir þátt- takendur í öflun nýrrar þekk- ingar og þróunarstarfi. Þar eru jafnvel dæmi um að meira en 1.400 bændur taki beinan þátt í undirbúningi, skipulagi og framkvæmd rannsóknaverkefna sem ætlað er að finna á lausn á beitarvanda. Slíkt samstarf margfaldar afköst í þekking- aröfluninni og tryggir um leið beina hagnýtingu niðurstaðna. Hve skipulega er hið mikla afl, sem bændur búa yfir til þekking- arleitar og þróunar lausna, nýtt í rannsóknastarfi hér á landi? Hve virkir eru þeir í greiningu á þörf fyrir þekkingu í þágu landbún- aðar og landkosta? Styrkja þarf verulega tengslin á milli stefnu- mörkunar, rannsókna og not- enda þekkingarinnar hér á landi. Mikilvægi landbúnaðar á Íslandi mun vaxa mjög á komandi árum. Mikilvægt er að stjórnvöld setji fram heildstæða stefnu, sem gangi þvert á ráðuneyti, um leiðir til að tryggja sjálfbærni landbúnaðarins. Æskilegt er að íslenskir bændur séu í forystusveit við mótun og fram- kvæmd slíkrar stefnumörkunar. Getum við lært af áströlskum landbúnaði? Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslunnar andres@land.is Landbúnaður Skoskir hálendingar í áströlskum haga.       Smádekk - Grasmunstur DEKK Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440 1378 N1 Réttarhálsi 440 1326 N1 Fellsmúla 440 1322 N1 Reykjavíkurvegi 440 1374 N1 Ægissíðu 440 1320 N1 Bíldshöfða 440 1318 SÍMI 440 1120 WWW.N1.ISN1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 Dráttarvéladekk - Radial Stærð Dráttarvéladekk - Nylon Kambdekk - 3RIB Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Vagnadekk Fínmunstruð dekk Dráttavéla framdekk Verð frá m/vsk Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði 440 1372 Verð geta breyst án fyrirvara 320/70 R 24 67.280 360/70 R 24 89.900 380/70 R 24 104.215 420/70 R 24 113.985 440/65 R 24 142.900 440/65 R 28 135.213 480/65 R 28 178.900 540/65 R 28 244.900 480/70 R 30 142.747 460/85 R 34 129.096 480/70 R 34 149.896 480/70 R 38 159.978 520/70 R 38 222.259 540/65 R 38 250.496 600/65 R 38 295.000 14.9 R 24 87.890 12.4 R 36 76.277 7.50 - 20 25.200 8.3 - 24 37.000 9.5 - 24 37.888 11.2 - 24 40.148 12.4 - 24 54.511 11.2 - 28 54.322 12.4 - 28 58.513 14.9 - 28 74.426 16.9 - 28 75.857 16.9 - 30 79.428 16.9 - 34 109.980 13.6 - 36 60.749 6.00 - 16 11.496 6.50 - 16 14.130 7.50 - 16 14.441 9.00 - 16 28.777 1000 - 16 24.012 7.50 - 20 15.053 7.50 - 10 28.256 10.0/80 - 12 20.994 10.0/75 - 15.3 30.368 11.5/80 - 15.3 34.205 12.5/80 - 15.3 31.354 400/60 - 15.5 43.093 15.0/55 - 17 45.385 19.0/45 - 17 54.243 500/60 - 22.5 92.318 550/60 - 22.5 86.664 600/40 - 22.5 169.900 600/50 - 22.5 159.900 560/60 R 22.5 109.986 13x5.00 - 6 4.653 15x6.00 - 6 7.171 16x6.50 - 8 8.941 18x6.50 - 8 8.404 20x8.00 - 10 13.197 20x10.00 - 10 13.313 23x8.50 - 12 12.013 23x10.50 - 12 21.049 24x13.00 - 12 22.378 24x8.50 - 12 21.492 26x12.00 - 12 29.043 3.00 - 4 3.454 4.00 - 4 4.243 3.50 - 6 3.823 3.00 - 4 1.806 4.00 - 4 3.054 3.50 - 6 3.045 4.00 - 6 2.492 15x6.00 - 6 7.814 3.00 - 8 4.559 3.50 - 8 4.422 4.80/4.00 - 8 2.590 16x6.50 - 8 6.298 18x8.50 - 8 8.983 5.00 - 8 9.736 18.5x8.50 - 8 11.986 20.5x8.00 - 10 18.283 20.5x10 - 10 21.987 145/80 R 10 11.900 195/55 R 10 25.250 145/80 R 12 10.590 155/70 R 12 19.631 155/80 R 12 12.490 185/60 R 12 19.462 155/80 R 13 11.490 175/80 R 13 12.490 195/50 R 13 27.498 Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.