Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Búvöruframleiðsla Kína er orðin hin mesta í heimi. Framleiðslan hefur aukist hratt sl. 30 ár en hún er nú farin að taka mikinn toll af náttúruauðlindum landsins og þá einkum af vatnsforðanum. Í skýrslu, sem bandaríska land- búnaðarráðuneytið hefur látið gera, er landbúnaður í Kína talinn lyk- illinn að hinum gífurlega mikla hagvexti í landinu sl. þrjá áratugi. Kínversk stjórnvöld hrintu árið 1978 í gang endurbótum í land- búnaði þar sem markaðssjónarmið fengu aukið vægi, svo sem aukið frelsi í verðmyndun búvara. Í kjöl- far þess jókst framleiðsla á öllum tegundum þeirra. Kornframleiðsla í Kína; hveiti, hrísgrjón og maís, var 247 millj- ónir tonna árið 1978, en var á sl. ári, 2008, 470 milljónir tonna. Kína er þannig orðið stærsta kornfram- leiðsluland í heimi. Kjötframleiðsla hefur einnig aukist verulega, sem og mjólkurframleiðsla. Lítil bú Kínverskar bújarðir eru mjög smáar. Samkvæmt opinberum hag- tölum frá árinu 2007 eru í landinu um 200 milljónir bændabýla með um 122 milljónir hektara af rækt- uðu landi. Meðalbústærð er því um 0,6 ha. Kínverskir bændur verða því að nýta land sitt til hins ítrasta, m.a. með því að nota mikinn áburð. Þá eru margar tegundir nytja- jurta þar mjög þurftafrekar á vatn. Mikil vökvun og nægur áburður skila síðan góðri uppskeru. Viðskipti með áburð og sáðvör- ur lúta lögmálum markaðarins í Kína. Í landinu eru þúsundir lítilla fyrirtækja sem selja fræ og önnur aðföng til búskaparins. Stór fyrirtæki hafa hins vegar með höndum sölu á áburði, en ein- staka bændur kaupa þó áburð hjá þorpsversluninni. Sala á afurðunum, t.d. korni, fer fram bæði gegnum einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki. Opinberu fyrirtækin hafa þar forgang að geymslurými. Á móti ber þeim skylda til að halda uppi verði á afurðunum. Sala á bæði grænmeti og kjöti fer stundum fram beint á milli framleiðanda og neytanda, en einn- ig eru á ferð þúsundir kaupmanna sem fara um á vörubílum sínum og kaupa afurðir sem þeir selja annað hvort beint til neytenda eða stærri heildsala. Þjóðin brauðfædd Þrjátíu árum eftir að Kína endur- reisti landbúnað sinn geta Kínverjar fagnað því að þeim hefur tekist að brauðfæða þjóðina, ásamt því að flytja út búvörur í nokkrum mæli. En með takmarkað land til búskap- ar og ekki síður með nálægt því fullnýtingu á aðgengilegu vatni eru ekki horfur á að landbúnaðurinn haldi áfram að vaxa þar. Það er einkum hveitiræktin sem er háð vökvun, og ef þrengist um vatnsöflun kemur það fljótt niður á þeirri ræktun og þess verður þá fljótt vart á alþjóðlegum mörkuð- um. Bandaríska skýrslan telur því að komið sé aftur að endurbótum á kínverskum landbúnaði, einkum m.t.t. betri nýtingar á vatnsauðlind- inni. Eignarhald á landi í óvissu Í Kína er margt í óvissu um eign- arhald bænda á jörðum sínum sem og á rétti þeirra til að nýta vatn sem þar er að finna. Þegar kommúnist- ar náðu völdum í Kína á síðustu öld sló ríkið eign sinni á allt land. Í reynd var svo því fyrirkomulagi komið á að opinberum starfsmönn- um ríkisins var falin umsjón með jarðnæðinu á hverjum stað. Þessir stjórnarerindrekar hafa enn mikil völd og geta deilt og drottnað yfir landréttindum eftir sínu höfði. Útkoman er flókið „bútasaum- steppi“ af ákvörðunum „kommiss- aranna“ og hefðbundnum rétti. Í Suður-Kína er meiri úrkoma en norðar í landinu, þar sem er því meiri þörf á vökvun og á heildina litið er vökvunin undirstöðuatriði aukinnar búvöruframleiðslu í Kína. Bændurnir fá þó ekki vatnið ókeypis, þeir verða að greiða fyrir það. Hækkandi verð á því er hins vegar viðkvæmt mál í Kína. Með vaxandi þéttbýli, sem einn- ig þarfnast aðgangs að vatni, hefur samkeppnin um hina takmörkuðu vatnsauðlind vaxið. Eftirsóknin í vatn hefur leitt til þess að sífellt fleiri vatnsföll þorna upp tíma- bundið á hverju ári og grunnvatns- staðan hefur lækkað. Nationen Utan úr heimi Endurvinnsla hvers konar er í mikilli sókn víða um heim og hún skapar mörg ný störf. Í Evrópu er endurvinnsla á pappír, gleri og málmum almenn og nýtir mikið vinnuafl. Endurvinnsla á pappír dregur úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 51% og orkunotkun um 39%. Í Bandaríkjunum skil- ar endurvinnslan verðmætum að upphæð 236 milljarðar dollara á ári. Greinin veitir nú 1,1 milljón manns vinnu miðað við 79 þús- und árið 1968. Í Kaíró í Egyptalandi safn- ar fátækt fólk þriðjungi af heim- ilissorpi borgarbúa og endurvinnur 85% af því. Í Kína vinna 700 þús- und manns við endurvinnslu á raf- búnaði hvers konar og fer fjölgandi. Áætlað er að alls 10 milljónir manna vinni við endurvinnslu í Kína. Í Brasilíu eru 2400 endur- vinnslufyrirtæki með hálfa milljón manns í þjónustu sinni. Einungis endurvinnsla á áldósum veitir 170 þúsundum manna vinnu. Þróun landbúnaðarins í heiminum Þróun í landbúnaði undanfarna ára- tugi hefur verið í átt til sífellt færri, stærri og tæknivæddari búa, oft með óheillavænlegum afleiðingum fyrir rekstrarskilyrði smábænda og afkomu þeirra. Bændum í heiminum hefur fækkað og þeir eru nú um 36% af vinnuafli jarðarbúa. Í iðnríkjum heims eru þeir aðeins örfá prósent þjóðanna en í mörgum þróun- arlöndum 60-80%. Vinnuafl bundið í landbúnaði í heiminum er um 1,3 milljarð- ar manna. Aðeins um 5% þeirra, eða um 65 milljónir manna, búa við viðunandi vinnuumhverfi. Dánartíðni þeirra sem stunda bústörf er tvöfalt hærri en í öðrum starfsgreinum. Mikið er um að börn vinni við bústörf. „Græn störf“ í landbúnaði Miklir möguleikar eru í því fólgnir að fjölga umhverfisvænum, „græn- um“ störfum í dreifbýli. Þar má nefna að nýta betur brattlendi með því að útbúa sillur til ræktunar, nýta betur vökvunarkerfi, endurheimta land til ræktunar, búa til safnhauga, planta trjám og rækta upp skóg- lendi. Allt eru þetta vistvæn verk- efni og atvinnuskapandi. Að áliti Alþjóðabankans ættu bændur, sem vernda og verja náttúruauðlind- ir, svo sem votlendi, vatnsból og skóglendi, að fá umbun fyrir það frá þeim sem nýta þessi lífsgæði. Í ýmsum löndum Mið- og Suður- Ameríku hefur tekist að vernda skóga með breyttri búfjárrækt og þannig hefur tekist að auka tekjur bænda um 10-15%. Í Suður-Afríku hefur verkefnið „Vinnum fyrir vatn- ið“ skapað 25.000 ný störf. Margar kannanir sýna að lítil bú og fjölskyldubú veita fleira fólki vinnu en stór bú, jafnframt því sem lífrænn landbúnaður er þar algeng- ari en á stærri búum. Í Brasilíu standa 8 ha ræktunarlands á bak við ársverkið á fjölskyldubúum en 67 hektarar á stórum búum. Skógræktarstörf veita á bilinu 1.000 til 1.750 milljónum manna vinnu í heiminum. Fæst störfin eru bundin ráðningarsamningum, þau eru án helstu vinnuréttinda og launakjörin eru léleg. Skógareyðing er enn mikið vandamál í þróun- arlöndum, jafnt efnahagslega sem umhverfislega. Um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda eru rakin til skógarhöggs. Mörg verkefni eru í gangi til að draga úr eyðingu skóga og til að hvetja til plöntunar trjáa. Iðnríkin gætu styrkt þróunarlönd í þeim efnum og hvatt með því móti frum- byggja þessara landa, smábænd- ur og landlaust fólk, til að vernda þessar náttúruauðlindir. Lítið verð- ur þó vart við hreyfingu í þá átt enn sem komið er. Á hinn bóginn er margt jákvætt að gerast í plöntun nýskóga í þróunarlöndum. Alþjóðabankinn áætlar að það verkefni muni skapa 1,2 milljarða nýrra starfa í þessum löndum. Upplýsingar liggja fyrir um að „grænum“ störfum fjölgi í heim- inum en því miður of hægt, að sögn umhverfisstofnunarinnar Worldwatch Institute. Stofnunin telur að þriðji hver maður í heim- inum sé nú atvinnulaus eða í hluta- starfi. Um 44% af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára er nú atvinnu- laust eða aðeins í hlutastarfi og þeim fjölgar ár frá ári. Á hinn bóginn er vitað að náðst hefur góður árangur í því að bæta orkunýtinguna, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa ný, „græn“ störf. Það hvetur ráða- menn til frekari dáða í þeim efnum. Landsbygdens Folk/U.B.Lindström, stytt Svo getur farið að um 2050 verði ekki unnt að fullnægja 25% af matarþörf jarðarbúa. Áætlanir um íbúafjölda jarðar gera ráð fyrir að á næstu 40 árum, fram á miðja öldina, fjölgi jarðarbúum um 2,7 milljarða. Þörf á matvæl- um eykst þó enn meira þar sem áætlað er að kjötneysla á mann aukist einnig. Þetta er niðurstaða þróunarverk- efnis Sameinuðu þjóðanna, UNEP, um stöðu veðurfars og orkumála í heiminum sem og matvælafram- leiðslunnar. Fyrsta skýrsla sinnar tegundar Að þessu sinni eru þessir þættir í fyrsta sinn tengdir saman í einni skýrslu, segir stjórnandi vinnu- hóps um gerð hennar, Christian Nellemann, sérfræðingur við Norsk senter for naturforskning. Og hann bætir við: Það er hætta á ferð ef við bregðumst ekki við ástandinu. Ef við bætum ekki fyrir þann skaða sem við höfum unnið á umhverfinu; með jarðvegseyð- ingu, veðurfarsbreytingum og tapi á góðu ræktunarlandi, þá getur svo farið að það skorti 25% upp á að unnt sé að fullnægja matarþörf jarðarbúa árið 2050. Í skýrslunni er hvatt til að þróa landbúnaðinn í átt til lífrænna framleiðsluaðferða. En er unnt að brauðfæða heim- inn án þess að nota tilbúinn áburð? Með því að taka upp lífrænan land- búnað má búast við minni uppskeru sums staðar en sannleikurinn er sá að hvorki lífrænn landbúnaður né hefð- bundinn geta brauðfætt stækkandi mannkyn. Hin raunhæfa lausn er að nýta betur hitaeiningar í aðgengileg- um mat. Korn fer forgörðum, spá- kaupmennska veldur því að verð- mæti glatast og vaxandi hluti korn- uppskerunnar fer í dýrafóður eftir því sem kjötneysla vex. Ef unnt væri að fóðra búfé á öðru en korni í auknum mæli væri auðveldara að fæða þjóðir þar sem fólki fjölgar. Eins og sakir standa er um þriðj- ungur matkorns notaður sem dýra- fóður. Um miðja öldina má ætla að það verði helmingurinn. Með því að nota fiskúrgang og matvæli sem komin eru fram yfir ráðlagðan söludag mætti auka fóðurorku um 30-50%. Þá er miklu fleygt af korni, sem stenst ekki gæðakröfur, svo sem þegar það hefur ekki náð þroska. Efling smábýla Nellemann telur að mestir mögu- leikar til aukinnar matvælafram- leiðslu séu í smábúskap. Í skýrsl- unni er lagt til að stofna lánasjóð til að lána bændum í fátækum löndum, fyrst og fremst til að þeir geti keypt sér verkfæri, svo sem haka til að yrkja jörðina, en lánin endurgreiði þeir þegar uppskeran skilar sér. En er mikilvægt að fátækir bændur séu ekki háðir tilbúnum áburði? Já, í Afríku kostar tilbúinn áburður sjöfalt meira en í Evrópu og afrísk- ir bændur hafa ekki ráð á honum. Auk þess vex vatnsþörfin með notkun tilbúins áburðar. Með því hins vegar að rækta saman fleiri tegundir nytjajurta nýtist grunnvatnið betur. Þess vegna verður að hvetja til lífrænnar ræktunar. Styrkir til landbúnaðar? Með hliðsjón af því að horfur eru á að aukinn skortur á matvælum sé framundan, þá blasa við mjög vax- andi verðsveiflur á þeim. Það bitnar einkum á hinum fátæku. Margt af því fólki notar 70-80% af tekjum sínum til matarkaupa. Það er því brýnt að hafa stjórn á verði matvæla. Stefna okkar er hæg en jöfn hækkun á verði búsafurða til framleiðand- ans, þannig að bændur fái hvatningu til að framleiða meira. Við viljum hins vegar forðast verðsveiflur. Fullt frelsi á matvælamarkaði í Afríku mundi leiða til mikilla verðhækkana á mat í álfunni og aukins hungurs meðal fátækra. Við viljum að þróunarlönd geti flutt út matvæli, og að það gerist með við- skiptasamningum. Bondebladet Matvælakreppan  Á undanförnum fáum árum hefur verð á matvælum hækkað um 50-200% eftir tegundum.  Matvælakreppan stafar af spákaupmennsku með matvæli, óhag- stæðu veðurfari, litlum birgðum af korni, aukinni framleiðslu lífeld- isneytis og háu olíuverði.  Verðið náði hámarki í júlí 2008 en hefur lækkað nokkuð síðan. Það er þó enn hærra en árið 2004 á mörgum tegundum matvæla.  Hið háa matvælaverð hefur á stuttum tíma fjölgað fátæku fólki um 110 milljónir manna og sveltandi fólki um 44 milljónir. Nýtum matinn vel Umhverfisvæn störf hagstæð hagkerfinu Kína, mesta landbúnaðarland í heimi, glímir við vatnsskort Tré safna reynslu um veðurfarið sem þau búa við Tré skynja veðurfarið í kringum sig við fræmyndunina og laga sig að þeim lífsskilyrðum sem bíða þeirra. Þroskað fræ móðurtrés af norðlægum slóðum, sem er plant- að eða myndar fræ á suðlægum slóðum, tekur með sér erfða- eiginleika sína og afkvæmi þess verða ekki alveg eins og trjánna í kring. Hið sama gerist þegar tré af suðlægum slóðum er flutt norður á bóginn. Fræ, sem þroskast á suðlægum slóðum, festir sér í minni veðurfar- ið þegar það var að þroskast og verður „suðrænna“ en móðurtréð. Það er m.ö.o. fleira en beinlínis erfðabundnir eiginleikar sem ræður því hvernig tré þroskast. Veðurfarsminni Vísindamenn við Norska landbún- aðarháskólann (UMB) og stofn- unina Norsk institutt for skog og landskap hafa komið á fót sameig- inlegum vinnuhópi til að rannsaka hvernig tré fara að því að bregðast við breyttu veðurfari og hvernig þau hafa áhrif á veðurfarsminni sitt. „Við teljum að það sé veðurfar- ið sem virkjar og afvirkjar gen sem ákvarða vaxtarferil trésins, þ.e. hve- nær það hefur vöxt á vorin og hve- nær það hættir að vaxa áður en frýs á haustin,“ segir Jorunn Elisabeth Olsen, prófessor við UMB. Að öllum líkindum er það nokkur fjöldi erfðavísa (gena) sem virka sam- tímis. Ætlunin er að finna eins mörg þeirra og unnt er með nútíma erfða- tækni og greina hvaða gen virka á sama tíma og hver ekki. Vinnuhópurinn á Ási notar norskt greni í rannsóknunum, en rannsakar jafnfram hvort niðurstöð- ur þeirra gildi ekki einnig um aðrar jurtir, svo sem matjurtir. Nationen

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.