Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 23
23 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Dagana 30. apríl-2. maí sl. hélt European Focal Point for Animal Genetic Resources (ERFP) sitt fyrsta málþing hér á landi. Um er að ræða sam- starfsvettvang Evrópuþjóða um verndun fjölbreytileika í erfðaefni búfjár í samvinnu við Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP) og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Áður var slíkt samstarf hafið á Norðurlöndum undir merkjum Norræna genbankans. Málþingið byggðist ann- ars vegar á faglegri dagskrá um ýmis efni sem tengjast verndun erfðaefnis búfjár með nýtingu og hinsvegar með kynnisferðum á Vesturland og Suðurland til að skoða íslensku landnámskynin og kynnast íslenskum landbúnaði í víðari skilningi. Veigamikil liður í dagskránni var heimsókn á fjárbú, hrossabú og kúabú í Andakíl (Hestur, Miðfossar og Hvanneyri) sem Emma Eyþórsdóttir dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands skipu- lagði. Að öðru leyti skipulagði dr. Ólafur R. Dýrmundsson, lands- ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, málþingið fyrir hönd Íslands en hann hefur verið fulltrúi landsins í ERFP allt frá 1995. Þá leiðsagði Ólafur hópnum í kynn- isferðunum. Ólafur segir að hugmyndina að málþinginu megi rekja tæp tvö ár aftur í tímann, til samtals við starfs- systur hans frá Tékklandi. „Þegar ég var að ræða um nýtingu gamalla búfjárkynja við dr. Veru Matlova frá Tékklandi á fundi ERFP – sem haldinn var á undan ársfundi EAAP í Dublin síðla sumars 2007 – fædd- ist þessi hugmynd og ég ræddi hana við Andreas [Georgoudis framkvæmdastjóri ERFP]. Þegar við hittumst aftur á fundi í Litháen í haust var þetta afráðið og okkur til mikillar ánægju fengust mjög góðar undirtektir og ég varð aldrei var við neina erfiðleika þrátt fyrir bankahrunið og það kreppuástand sem nú ríkir. Erlendu gestirnir gistu á Hótel Sögu þar sem fagfundurinn var líka haldinn, og voru mjög ánægðir á alla hátt en flestir voru að heimsækja landið í fyrsta skipti. Fáeinir voru lengur og brugðu sér á hestbak.“ Íslenska ræktunarstarfið fær góða einkunn Ólafur segir að erlendu gestunum hafi litist vel á íslenska búféð. „Þeim þótti athyglisvert hve mark- vissar kynbætur tengdar bættri meðferð hafa skilað góðum árangri og hve vel hefur tekist að varðveita margvíslega eiginleika sem jafnvel eru ekki lengur þekktir í öðrum búfjárkynjum. Þeim þótti við vera góð fyrirmynd um verndun sam- fara nýtingu,“ sagði Ólafur og bætti síðan við: „Þetta eru að sjálfsögðu þjóðargersemar sem okkur ber að varðveita og komi til samninga um aðild að Evrópusambandinu á hiklaust að leita viðurkenningar á sérstöðu þessara erfðaauðlinda og nýtingu þeirra, m.a. vegna fæðu- öryggis sem nú er að verða stórmál í heiminum.“ Fyrstu árin var starfi ERFP stýrt frá Frakklandi en nú er skrifstofan í Þessalóníku í Grikklandi, þar sem dr. Andreas Georgoudis prófessor heldur um stjórnvölinn. Formaður framkvæmdanefndar ERFP er dr. Asko Maki-Tanila, prófessor frá Finnlandi. Norðurlöndin, og þar með Ísland, hafa verið þáttakendur frá upphafi. Skipulagningin fór fram í sam- vinnu við Andreas og Christinu Ligda á ERFP skrifstofunni í Grikklandi. Þáttakendur voru 35 að tölu frá 22 Evrópulöndum. Ólafur veitir fúslega nánari upplýsingar um málþingið (ord@ bondi.is) en erindin hafa verið sett inn á heimasíðu ERFP (www.rfp- europe.org). -smh                   – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is velfang@velfang.is ÖRFÁ EINTÖK EFTIR Fr um Orkuboltinn – frá TAARUP Kúlu- og rúllulegur www.falkinn.is- Það borgar sig að nota það besta Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Legur í vélar og farartæki Keilulegur TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! 3 stærðir áleggshnífar Verð frá 47.000 + vsk Verð 77.000 + vsk Verð 112.000 + vsk Hakkavélar Grænmetisskurðarvél mismunandi skurðarskífur Erfðaauðlindir búfjár á Íslandi – Verndun landnámskynja með nýtingu vekur athygli Erlendu þátttakendurnir ásamt Ólafi R. Dýrmundssyni og Ingibjörgu Pétursdóttur frá BÍ við Bláa lónið í lok ERFP málþingsins (Ljósm.C.Ligda).                !" #!" $ %%%$!" $         & !' ( ) **     +   ,     ! ("  - ., //' (  !+) (($ Áratuga þjónusta við íslenskan landbúnað Bændur og Búalið Erum með vönduð og sterk Tamningagerði sem hægt er að setja saman á auðveldan hátt. Grindurnar eru í þriggja metra einingum og því auðvelt að velja sér stærð Tamn- ingagerða. - Framleiðum einnig ýmsar gerðir af gjafagrindum fyrir allan búpening - Kornvalsa með möguleika á margskonar drifbúnaði - Afrúllara fyrir heyrúllur - Innréttingar og stalla í hesthús Nánari uppl. í síma 487-8136 eða 482-1980 Póstfang: vs-magga@simnet.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.