Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 14. maí 2009 Á starfsstöð Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Möðruvöllum í Hörgárdal hafa um árabil verið stundaðar rannsóknir í naut- griparækt og jarðrækt og hefur LbhÍ rekið þar tilraunabú. Áherslur í rannsóknum á starfs- stöðinni að Möðruvöllum hafa að mestu flust frá nautgriparækt yfir í jarðrækt á umliðnum árum og þarfirnar því breyst að mörgu leyti. Engu að síður er talið mjög verðmætt fyrir staðinn og skól- ann að búskap sé haldið þar áfram. Búrekstur á staðnum auðveld- ar rekstur rannsóknaverkefna. auk þess sem svigrúm er þá til stað- ar til að færa áherslur aftur yfir í rannsóknir í nautgriparækt þegar henta þykir. Með hliðsjón af fram- ansögðu leitaði LbhÍ eftir samstarfi við Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE), Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga (BSSÞ) og Búnaðarsamband Norður- Þingeyinga (BSNÞ) um rekstur starfsstöðvarinnar á Möðruvöllum. Þessar umleitanir hafa nú leitt til þess að búnaðarsamböndin hafa stofnað einkahlutafélagið Möðruvelli ehf. er mun taka við rekstri búsins næstu árin. Meginmarkmið með aðkomu búnaðarsambandanna þriggja að rekstri kúabús á Möðruvöllum er að tryggja áframhaldandi búrekstur og rannsóknastarfssemi á staðnum og skapa þannig aðstöðu fyrir starfs- menn LbhÍ og samstarfsmenn hans, bæði utan lands og innan, til rann- sókna sem tengjast landbúnaði og umhverfismálum í víðum skilningi. Markmiðið er einnig að tryggja að arður af búrekstri skili sér til upp- byggingar og eflingar rannsókna á Möðruvöllum og styrki þannig rannsóknastarfssemi í landbúnaði á Norðurlandi. Þá mun búrekstur Möðruvalla ehf. sömuleiðis tryggja áframhaldandi upplýsingasöfn- un á búinu á Möðruvöllum en þar er löng hefð fyrir mjög nákvæmri skráningu upplýsinga í búrekstri sem hafa nýst vel til búrekstrarat- hugana. Sameiginlegur bæk lingur Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli Út er kominn bæklingurinn „Upp í sveit 2009“ en þar eru birtar upplýsingar um bæi í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og í Opnum landbún- aði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar vinna saman að kynningarstarfi á gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni. Bæklingurinn er prentaður í 35 þúsund eintökum og verður brátt fáanlegur um allt land á helstu almenningsstöðum, verslunum og þjónustumiðstöðvum. Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda eru 140 bæir um allt land sem bjóða upp á gistingu, máltíð- ir og afþreyingu. Í bæklingunum er hægt að finna allar upplýsingar um bæina og fróðleik sem nýtist á ferðalaginu. Opinn landbúnaður er á vegum Bændasamtakanna en hann geng- ur út á að opna býlin fyrir gestum og kynna íslenskan landbúnað. Nú eru alls 34 bæir sem starfa undir merkjum Opins landbúnaðar en í fyrra komu alls um 37 þúsund manns í heimsóknir á bæina. Mælst er til þess að gestir hringi á undan sér þegar þeir heimsækja bæina í Opnum landbúnaði. Beint frá býli stígur nú sín fyrstu skref í kynningarstarfi en 36 bæir í félaginu kynna það sem þeir hafa á boðstólum í bæklingn- um. Vöruframboðið er fjölbreytt en meðal þess sem hægt er að kaupa er reykt sauðakjöt, andaregg, dún- sængur, rabarbaraafurðir, ís, silung og nestiskörfur fyrir ferðamenn. Fréttir Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði stendur hér við spennustöð sem Rarík reisti á landi sem hann lét fyrirtækinu endurgjalds- laust í té. Rafmagnið í þessari spennustöð kemur úr grein frá Vatnshömrum en frá Laugalandi ligg- ur línan áfram yfir Norðurá til Bifrastar. Það sér- kennilega við þessa leið rafmagnsins er að verðið á því lækkar við að fara yfir ána. Íbúar í skólaþorp- inu Bifröst greiða lægra verð fyrir hverja kílóvatt- stund en Þórhallur. Skýringin sem dreifandi rafmagnsins, Rarík, gefur á þessu er sú að Þórhallur búi í dreifbýli en íbúar á Bifröst í þéttbýli. Raforkunotkun á Bifröst samsvarar því að þar búi um 250 manns að staðaldri. Þórhallur kaupir hins vegar rafmagn af Rarík sem samsvarar notkun allra íbúa Borgarness (fyrirtæki ekki meðtalin) en þeir eru 1960 talsins. Þórhallur segir að það breyti engu þótt á það sé bent að hjá honum sé aðeins einn mælir til að lesa á. Það hefur heldur ekkert að segja þótt rafmagnsnotkun í gróðrarstöð hans hafi aukist um helming á örfáum árum. Hann býr og starfar í dreifbýli og skal því greiða hærri taxta en þéttbýlisbúar, hvað sem tautar og raular. Hvar skyldi réttlætið í þessari verðlagningu vera? Treystir sér einhver til að svara því? –ÞH/Ljósm. Áskell Býr Sérajón í þéttbýli, en Jón ekki? Laus pláss á Hólum Nokkur pláss eru enn laus í sumarhúsum Bændasamtaka Íslands á Hólum í Hjaltadal. Þeim sem áhuga hafa á að leigja húsin í sumar er bent á að hafa samband við skrif- stofu BÍ í síma 563-0300. Jón Bjarnason, oddviti Vinstri- hreyfingarinnar græns fram- boðs í Norðvestur-kjördæmi, er nýr sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Hann tók við lyklavöldum í ráðuneytinu á Skúlagötu um síðustu helgi úr hendi Steingríms J. Sigfússonar fráfarandi ráðherra sem nú ein- beitir sér að fjármálaráðuneyt- inu. Jón Bjarnason sagði við til- efnið ætla að gera allt sitt til þess að standa undir þeim væntingum sem þjóðin ber til þessara mik- ilvægu atvinnuvega á erfiðum tímum. Jón Bjarnason er 65 ára gam- all og búfræðikandidat frá Land- búnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Hann kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri á árunum 1970-1974, var bóndi í Bjarnarhöfn árin 1971- 1982. Lengst af var Jón skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal eða frá árinu 1981 til 1999 þegar hann gerðist þingmaður fyrir Vinstri hreyfinguna grænt fram- boð. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum þingsins, s.s. í fjárlaganefnd, samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegs- nefnd, viðskiptanefnd og efnahags- og skattanefnd. Víst er að mörg verkefni bíða nýs ráðherra, ekki síst þar sem róttækar hugmyndir að breyt- ingum hafa verið kynntar á kvótakerfi sjávarútvegsins. Rætt verður við Jón Bjarnason í næsta Bændablaði. Jón Bjarnason er nýr sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra Vel fór á með þeim fóstbræðrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóni Bjarnasyni þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum í ráðuneyti sjávar- útvegs og landbúnaðar á sunnudagskvöldið var. mynd | TB Ásmundur Einar Daðason eini bóndinn á þingi Ásmundur Einar Daðason, sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dölum og frambjóðandi Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, var eini bóndi landsins sem náði kjöri inn á Alþingi Íslendinga í kosning- unum sem fram fóru 25. apríl. Enginn bóndi átti þar sæti fyrir. Á tímabili á kosninganótt leit hins vegar út fyrir að Arndís Soffía Sigurðardóttir, ferðaþjónustubóndi í Smáratúni í Fljótshlíð, kæmist inn á þing en hún skipaði annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðurkjör- dæmi. Það fór hins vegar svo að Vinstri grænir náðu aðeins inn einum manni og hún er því varaþingmaður. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Lands- samtaka sauð- fjárbænda og bóndi í Bakkakoti, er sömuleiðis varaþingmað- ur en hann skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Jafnframt því að vera eini bóndinn sem komst inn á þing er Ásmundur Einar yngstur þeirra þingmanna sem nú voru kjörnir, 26 ára gamall. Ásmundur er for- maður félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og að auki í varastjórn Landssamtaka sauðfjárbænda. Síðasti Dalamaðurinn sem sat á þingi var Friðjón Þórðarson, fyrr- verandi dómsmálaráðherra og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sem sat til ársins 1991. Rætt verður við Ásmund í Bændablaðinu á næstunni í tilefni af þingmennsku hans. -smh Einkahlutafélag tekur við búrekstri á Möðruvöllum Smalahunda- deild stofnuð í Árnessýslu Stofnuð hefur verið Smala- hundadeild Árnessýslu (SDÁ). Tilgangur deildarinnar er að efla þjálfun, keppni og fræðslu um smalahunda. Stofn- fundurinn fór fram á Hesta- kránni og var vel sóttur. Hægt er að gerast félagi með því að hringa í Bjarna í síma 862- 4917 eða í gegnum tölvupóst- inn 801haholt@live.com. Allt áhugafólk um smalahunda er hvatt til að skrá sig. MHH Ull í fat 2009 Áætlað er að ullarvinnslu- keppnin Ull í fat fari fram á Hvanneyri laugardaginn 18. júlí. Keppnin er haldin a.m.k. þriðja hvert ár og þátttak- endur eru ullarvinnslufólk alls staðar að af landinu sem safnar í litla hópa. Hóparnir hafa haft að lágmarki þrjá liðsmenn, auk liðsstjóra sem hvetur liðið til dáða. Hugmyndin er erlend en á nú um 14 ára langa sögu á Íslandi, því fyrsta keppnin var haldin 1995. Það voru hópar frá Ullarselinu og Þingborg sem komu henni á koppinn, en síðan hefur hópum sem taka þátt fjölgað. Stundum hefur keppnin hafist á því að kind er rúin og unnið beint úr ull- inni, eða spunnið úr kembdri ull. Sá hópur sem sigrar keppn- ina heldur hana næst og býr til reglurnar hverju sinni. Hópur frá Ullarselinu sigraði síðustu keppni árið 2007 og því heldur Ullarselið á Hvanneyri keppn- ina á Hvanneyri í ár. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga í gegnum árin, og má nefna peysur, sjöl, strandföt, lamb- húshettu og júgurpoka fyrir kýr! Það er því ekki nóg að hafa bara hraðan á, því hönn- un, vandvirkni og útsjónarsemi skiptir líka höfuðmáli. Að þessu sinni verður keppnin haldin í samvinnu við Landbúnaðarsafn Íslands, sem heldur upp á 60 ára afmæli Ferguson-traktorsins. Af því tilefni er hugmynd að verkefni hópanna að hanna og fram- leiða sessu í sæti á gömlum Fergusontraktor, og á hana skal letra stafinn F. Allir eru velkomnir að taka þátt! Nánari upplýsingar koma síðar en endilega látið vita af ykkur svo hægt sé að búa til net með netföngum. Áhugasamir láti vita á ull@ ull.is sem allra fyrst.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.