Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 20116 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Að tala tungum tveim og sitt með hvorri Framtíðin er björt LEIÐARINN Hér getur að líta jólablað Bændablaðsins 2011 sem jafn- framt er síðasta blað ársins, þessa árs sem hefur verið mjög svo við- burðarríkt fyrir bændur hér á landi. Ef litið er til þeirrar þróunar sem nú á sér stað í heimsmálunum, þar sem fólk er þegar farið að upplifa átök um mat og vatn, þá er ljóst að íslenskur landbúnaður á sér bjarta framtíð. Vegna hlýnandi lofts- lags eru áður gjöfulir akrar smám saman að breytast í illræktanlegar eyðimerkur og það kallar á krafta íslenskra bænda. Matvælaverð í heiminum fer líka stöðugt hækkandi og það er liðin sú tíð að matur fáist fyrir lítið sem ekkert. Einn angi af þessu máli er umræða um dýravelferð og upplýsingar um hvernig sá matur verður til sem við neytum. Kvikmyndin Food Inc. sem sýnd var í sjónvarpinu á dögunum beindi kastljósi að því hvernig ítök stórfyrirtækja og botnlaus peninga- hyggja geta umturnað heilbrigðum landbúnaði og gert hann að hreinu verksmiðjuskrímsli. Þessi mynd vakti mikil viðbrögð og hafa sumir reynt að heimfæra þetta á íslenskan landbúnað, einkum svína- og kjúk- lingarækt. Sem betur fer er þar enn talsvert ólíku saman að jafna. Hættan er þó vissulega fyrir hendi eins og í öðrum atvinnugreinum þar sem botnlaus peningahyggja getur náð yfirtökunum. En mætti almenningur ekki líta sér nær þegar kemur að þeim óskapnaði í verksmiðjubúskap sem lýst er í myndinni Food Inc.? - Hvað er það sem drifið hefur stórfyrirtæk- in áfram í að umbreyta heilbrigðum landbúnaði í verksmiðjur þar sem allt er miðað við að hámarka arð- semina, sama hverju fórna þarf til? - Er það ekki einmitt krafa neytenda sjálfra um færibandaframleiddan ódýran mat? Það er annars gleðiefni að Bændasamtök Íslands hafi tekið þá stefnu að gera íslenskan landbúnað sjálfbæran, hvað orku til framleiðsl- unnar varðar, á næstu árum. Þannig á m.a. að skjóta nýjum stoðum undir þessa atvinnugrein og búa hana enn betur undir að takast á við þá miklu áskorun að framleiða meiri mat með skynsemina að leiðarljósi. Þar vita menn sem er, að gríðarleg tækifæri liggja í íslenskum landbúnaði á komandi árum. Ég vil að lokum þakka lesendum Bændablaðsins um allt land fyrir notaleg samskipti og afar góðar viðtökur á árinu sem er að líða. Njótið hátíðar ljóssins kæru vinir, og sjáumst heil á nýju ári. /HKr. Alkunna er að aðilar innan Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, hafa um langan tíma keppst við að byggja upp þá ímynd að barátta þeirra fyrir svokölluðu verslunarfrelsi sé vegna hags- muna neytenda. Verslunarfrelsi sem byggir á frjálsu flæði hverskonar vöru, m.a. búvöru, innlendri sem erlendri. Nú er nánast jafnstór hluti matvæla sem Íslendingar neyta inn- lend og erlend framleiðsla, iðnaðarvara sem búvara. Innlend búvara er unnin úr afurðum frá íslenskum bændum, af íslenskum úrvinnslu- fyrirtækjum og starfsfólki þeirra. Hún er seld í verslunum sem eru hluti að íslensku atvinnulífi eins og bændur og starfsfólk afurðafyrirtækj- anna. Svokallað frelsi í verslun hefur skapað hér stór og fá fyrirtæki á okkar mælikvarða. Frelsið hefur búið til stórveldi sem hafa komist í þá stöðu að framleiðendur hafa á stundum þurft að hlíta duttlungum verslunarinnar, sem hafa ráðið því hvort þeir hafa komist á markað með vörur sínar eða ekki. Samtök verslunarinnar hafa um langt skeið talið sig ganga erinda neytenda þegar þau hafa krafist innflutnings á erlendum búvörum. Nú skal það ekki rifjað upp í löngu máli hér að innlend land- búnaðarstefna byggir á því að stjórnvöld skapi íslenskum landbúnaði stöðugleika með aðgerðum sínum og leggi þannig grunn að hagkvæmni til lengri tíma. Hluti af þeim aðgerðum er að hér eru settar takmarkanir á innflutning nokkurra tegunda búvara. Að sama skapi er mikið magn erlendra búvara flutt hér inn án allra takmarkana eða tolla. Verðlag á þeim búvörum er hins vegar ekki áberandi lægra hér á landi. Ímyndarstríðið gegn íslenskum landbúnaði snýst samt sem áður helst um það að verðlag hér á landi sé óhagstætt vegna landbún- aðarstefnunar. Talsmenn verslunarinnar halda því fram að hagsmunum neytenda sé best borgið með því að verslunarfyrirtækin stóru ráði vöruframboði og verðmyndun. Hvað þýðir aukinn innflutningur á búvöru? Jú, hnignun íslensks landbúnaðar og færri störf í úrvinnslu. Því er eðlilegt að spyrja hvort eitthvað annað og fleira geti orðið neytendum til hagsbóta heldur en að verslunin hamist gegn íslenskum landbúnaði. Hvað með opnunartíma, fjölda verslana, stærð þeirra og gerð? Hvernig er rekstur stórra verslunarkeðja? Sagt var frá því í fréttum að Arion banki hefði samið við helstu stjórnendur Haga um hundruð milljóna króna greiðslur til að geta tekið fyrirtækið yfir og komið því aftur á markað. Nefndar hafa verið tölur sem gætu dugað til að kaupa nálega allt lambakjöt af bændum í Dalasýslu síðastliðið haust. Það eru kannski ekki miklir peningar í hugum stjórnenda Haga en í huga okkar bænda eru þetta háar upp- hæðir. Þá kom fram í skýrslu um skuldaúrlausnir að afskriftir á skuldum fyrirtækja í verslunar- og þjón- ustustarfsemi hefðu numið 88 milljörðum króna. Er þá ekki eitthvað fleira að en landbúnaðar- stefnan? Hver á að greiða arð af þeim fjármunum sem þarf til að kaupa verslunarsamstæðuna Haga á nýjan leik? Koma þeir ekki í gegnum álagningu á matvöru, rétt eins og laun og fríðindi stjórnend- anna? Ekki er þó ástæða til að efast um stjórn- endurnir séu þess verðugir, fyrir frábært starf við hagsmunagæslu fyrir neytendur og afburða rekstur á fyrirtækinu. Fréttir af verslunarferðum Íslendinga til útlanda virðast koma illa við SVÞ, ef dæma má af mál- flutningi framkvæmdastjóra samtakanna í fjöl- miðlum nýverið. Framkvæmdastjórinn sýtti mjög að verslunin yrði af þeim viðskiptum, slíkt væri sannarlega ekki til að bæta hag hennar. Ekki gat hann glaðst með neytendum sem telja sig gera hagkvæm innkaup. Hefur það ekki verið helsta baráttumál SVÞ þegar samtökin hafa krafist frekari innflutnings á búvöru? Hversvegna þessi umpólun? Jú, vegna þess að umsvif verslunarinnar minnka, verslunum gæti fækkað og störf tapast. En ekki eru það tollar á land- búnaðarvörum sem halda uppi verði á gallabuxum eða raftækjum. Er það ekki það sem fólk sækist eftir, lægra verð? Hvers vegna ætti þá innflutt mat- vara að vera hlutfallslega ódýrari hér en erlendis, þegar innlend framleiðsla veitir ekki lengur verðað- hald? Nú gæti einhver sagt að neytendur hafi ekki val um kaup á búvörum, kjöti og mjólk erlendis frá. Það er rétt. Það er hluti af því að halda innlendum landbúnaði og úrvinnslufyrirtækjum hans öflugum og sterkum, svo hægt sé að framleiða gæðabúvöru í íslenskri náttúru við aðstæður sem við viljum vera stolt af sem þjóð. Þá má líka halda því á lofti að hlutfall tekna okkar Íslendinga til kaupa á mat er vel samanburðarhæft við önnur lönd, jafnvel hag- stæðara en meðaltal 27 landa ESB, þegar leiðrétt hefur verið fyrir kaupmætti. Ekki skal heldur á nokkurn hátt loka augunum fyrir því að íslenskri verslun sé stundum gert að vinna við ósanngjarnan samanburð á verðlagi. Vörugjöld, neyslustýringarskattar og fleira búa til óhagstæðan samanburð á stundum. Hins vegar má oft segja hið sama um beinan samanburð á verðlagi búvöru milli landa, sá samanburður er gjarnan óhagstæður þar sem mjög oft er ekki verið að bera sambærilega hluti saman. Til gamans skal sögð hér lítil saga. Á fundi í Danmörku í haust var sessunautur minn stjórnarformaður í kjötafurð- afyrirtæki þar í landi. Hann sagði frá því að annað slagið bærust fyrirtækinu fyrirspurnir frá Íslandi um kaup á kjöti. Þegar til viðræðna um kaupin kæmi væri ævinlega helsta áhersla Íslendingana að fá kjötið sem ódýrast. Ekki væri spurt um gæði heldur einungis verð. Hann velti fyrir sér hvort þarna væru á ferð innkaupastjórar fyrir einhverjar annars flokks verslanir. Allt þetta er nefnt hér til að leggja áherslu á að umræða um hagsmuni verslunarinnar og hags- muni bænda og landbúnaðar þarf að vera sanngjörn og í jafnvægi. Það má örugglega taka undir með SVÞ, margt þarf að endurskoða varðandi vörugjöld, s.s. á raftækjum og fatnaði auk annars. Ástæða er til að efla íslenska verslun með því að versla í heimabyggð. Þá þýðir hins vegar ekki að tala tungum tveim og sitt með hvorri. Lesendum Bændablaðsins sendi ég óskir um gleðileg jól. /hb Lífrænn búskapur í sókn - nýtt aðlögunarstuðningskerfi til fimm ára tekið upp að norskri fyrirmynd Haustið 2010 skilaði nefnd skýrslu til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stöðu lífræns landbúnaðar, þar sem m.a. kom fram að góðir markaðsmögu- leikar væru í öllum greinum vegna vaxandi eftirspurnar og þeirrar jákvæðu ímyndar sem lífrænt vottaðar vörur hafa í hugum neytenda. Í kjölfarið óskaði ráð- herra eftir því að unnið yrði að gerð verklagsreglna um úthlutun aðlögunarstyrkja til fimm ára að norskri fyrirmynd í samræmi við tillögur nefndarinnar. Stjórn Bændasamtaka Íslands samþykkti þessar verklagsreglur í mars 2011 og voru styrkirnir auglýstir í Bændablaðinu og víðar í lok þess mánaðar með umsóknarfresti fram í lok júní. Samtals bárust átta umsóknir en eftir ítarlega skoðun voru sjö þeirra metnar styrkhæfar. Á meðal skilyrða fyrir styrkveit- ingu var að viðkomandi bændur gerðu aðlögunarsamninga við Vottunarstofuna Tún ehf. og sæktu sérstök námskeið í þeim búgreinum sem færu í aðlögun á hverri jörð. Þetta gekk eftir, þannig að í október var heimilað að hefja aðlögunar- stuðninginn og voru fyrstu greiðsl- urnar sendar í lok nóvember. Geta greiðslur þessar skipt verulegu máli fyrir bændur sem fara með bú sín í lífræna aðlögun. Þeir verða óhjákvæmilega fyrir aukakostnaði og jafnvel einhverjum tekjumissi, einkum fyrstu árin, þótt sparnaður verði vegna þess að tilbúinn áburður svo og hefðbundin lyf, jurtavarnar- efni o.fl. hverfi af aðfangalistanum. Hærra afurðaverðs fer að jafnaði ekki að gæta fyrr en eftir tvö ár. Reynslan í Noregi og víðar sýnir að aðlögunarstuðningur til a.m.k. fimm ára eða lengur geti skipt sköp- um. Sá minniháttar stuðningur við lífrænan búskap sem veittur var hér um árabil var aðeins til tveggja ára að hámarki. Hann kom því að litlu gagni og var ekki nægilega hvetjandi. Miklar vonir eru bundnar við nýja aðlögunarstuðningskerfið. Miðað við framangreindar verk- lagsreglur var heildargreiðsluþörfin fyrsta árið fyrir hina átta umsækjend- ur kr. 15.822.300. Ráðherra tryggði greiðslu kr 9.000.000. Landssamtök sauðfjárbænda lögðu til kr 1.500.000 úr þróunarsjóði sauðfjárræktar, sam- kvæmt tillögu Fagráðs í sauðfjárrækt, en Bændasamtök Íslands sóttu um kr 7.500.000 úr þróunarsjóðnum, sem hafði kr 39.000.000 til ráðstöfunar árið 2011. Því er aðeins unnt að greiða kr 10.500.000 á fyrsta úthlutunarári. Nú er brýnt að tryggja fjármögnun þessa verkefnis næstu árin, bæði með því að þeir bændur sem hófu aðlögunarferlið í haust fái greiðslur samkvæmt áætlun og einnig verði hægt að gefa fleiri bændum kost á að sækja um slíkan stuðning að ári, því að lífrænir búskaparhættir eru í sókn og markaðir lofa góðu. Um 90% af heildargreiðsluþörf- inni eru vegna sauðfjárbúskapar og því verður að teljast eðlilegt að þróunarsjóður sauðfjárræktar leggi mun meira af mörkum en raun varð á þessu fyrsta ári af fimm. Góðar horfur eru á sölu dilkakjöts með lífræna vottun og aukist fram- leiðslan verulega fer að skapast grund- völlur fyrir sérvinnslu ullar og gæra af þessu vottaða fé. Slík sóknarfæri eiga íslenskir sauðfjárbændur að sjálfsögðu að nýta. En til þess að þeirri jákvæðu þróun vaxi fiskur um hrygg getur þurft að breyta forgangsröðun verkefna við styrkveitingar úr opinberum sjóðum. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu. Karólína Gunnarsdóttir og Þórður Halldórsson á Akri í Laugarási, með lífrænt ræktaðar gúrkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.