Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 20118 Norðlenska á Húsavík hefur, í sam- starfi við Landgræðslu ríkisins, grætt upp mikið af landi með líf- rænu efni úr sláturhúsinu, bæði í landi Húsavíkur og á Hólasandi. Um er að ræða frumkvöðla- starf sem lofar góðu, að sögn Daða Lange Friðrikssonar hjá Landgræðslunni. Gori er safnað í tank við slátur- húsið og oft farnar tvær ferðir á dag með þennan kjarngóða efnivið til uppgræðslu. Á undanförnum árum hefur verið dreift um 500 tonnum af slíku lífrænu efni frá fyrirtækinu, en um 600 tonnum í sláturtíðinni í ár. Með þessu móti má gera mikið gagn með úrgangi sem annars hefði þurft að urða með umtalsverðum kostnaði eða losa í sjó fram með til- heyrandi mengun. Í heild fellur til mikið magn af lífrænum úrgangi í sláturhúsum, sem nýta mætti betur í þágu landsins. Vegna hættu á m.a. riðusmiti þarf land sem tekið er til uppgræðslu með úrgangi frá slátur- húsum að vera tryggilega friðað fyrir sauðfjárbeit. Árangurinn af uppgræðslustarfi Norðlenska lofar mjög góðu. Mjög mikill uppblástur og jarðvegseyðing hefur verið upp með Húsavíkurfjalli, þar sem lífræni úrgangurinn hefur verið notaður við uppgræðslu. Land er þar að gjörbreytast eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru áður en verkefnið hófst og svo aftur nú í haust. Tilraun til uppgræðslu lands með lífrænum úrgangi úr sláturhúsi:: Græða upp land með gor frá Norðlenska - Hefur skilað góðum árangri og lofar góðu um stærri verkefni Fréttir Hér má sjá áður örfoka land rúmu ári eftir að gor var dreift á svæðið. Jólatré frá Barðaströnd -Fyrstu trén höggvin í nytjaskógi í Moshlíð Um síðustu helgi voru í fyrsta sinn seld jólatré úr nytjaskóginum í Moshlíð á Barðaströnd. Trén, sem plantað var árið 2001, að mestu sitkagreni og rauðgreni, eru nú orðin allt að þriggja metra há. Barðstrendingar og nærsveitamenn fjölmenntu í jólaskapi og hjuggu sjálfir jólatrén sín í vetrarblíðunni og þáðu veitingar í gróðurhúsinu í Moshlíð á eftir. Hægt verður að kaupa jólatré í Moshlíð allt fram til jóla. Nánari upplýsingar fást á Seftjörn í síma 456-2002. eða 860-8002. Það er sífellt að koma betur í ljós hversu fjölþætt not má hafa af fyrsta grisjunarviði ungra bænda- skóga. Ein verðmætasta afurðin úr 20 ára gömlum skógum gæti verið veggklæðning til nota bæði úti og inni. Guðmundur Magnússon, trésmið- ur á Flúðum, keypti fyrir nokkrum árum bandsög sem er sérstaklega hönnuð til að saga viðarskífur. Vélin sagar 42ja sentímetra viðarbúta í fleyglaga flísar sem raða má saman á vegg með um 50% skörun og nýtir viðarbúta sem geta verið allt niður í 6 sentímetrar í þvermál. Skífurnar eru 2 mm í annan endann og 12 mm í hinn. Við góð skilyrði, þegar búið er að undirbúa efnið til sögunar í 42ja sentímetra kubba, getur vélin afkastað um 15 fermetrum af klæðn- ingu á klst. Ótrúlega góð nýting Vörnin gegn fúa felst í því að efnið er þunnt og þornar hratt t.d. eftir rigningu ef það er notað utandyra, þannig að fúinn hefur ekki tíma til að koma sér fyrir í timbrinu. Nýtingin á viðarkubbunum er ótrúleg, en úr einum 2ja metra staur sem er um 10-12 sentímetrar að sverleika er hægt að búa til 1 fermetra af klæðn- ingu með 50% skörun. Guðmundur telur að lerki henti einstaklega vel í viðarskífur þar sem það veðrast lítið, kjarnaviðurinn er einstaklega litríkur og gefur lifandi áferð. Þeir sem hafa áhuga á að eignast vegg- flísar úr eigin skógi geta sett sig í samband við Guðmund Magnússon á Flúðum. /MÞÞ Veggklæðning úr ungskógi Hús klætt með viðarskífum úr lerki. Mynd / Guðmundur Magnússon. Viðarskífur og afskurður úr sjö lerki- kubbum. Mynd / Brynjar Skúlason. - narbúnaðinum og aftur til baka til frekari sögunar. Mynd / Brynjar Skúlason. Markaður með íslenskar skógarafurðir hefur stóraukist undanfarin ár - Starfsmenn Norðurlandsskóga nýttu haustblíðuna til grisjunar Haustið hefur verið einkar hag- stætt skógræktarfólki til grisjunar og umhirðu í skógum. Starfsmenn Norðurlandsskóga hafa unnið að grisjun undanfarnar vikur í skóg- um í Eyjafirði sem var gróðursett í fyrir 15-20 árum og eru orðnir það þéttir að nauðsynlegt er að taka burtu slökustu einstaklingana til að rýma fyrir betri trjánum. Á næstu árum verður grisjun og umhirða skóganna sífellt stærri þáttur í starfsemi Norðurlandsskóga. Valgerður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Norðurlandsskóga, segir að grisjunarþörfin ráðist af þáttum eins og þéttleika skógar, trjátegund, landgæðum og síðast en ekki síst markmiðum viðkomandi ræktunar. „Þéttan skóg þarf að grisja fyrr en gisinn skóg og fjarlægja þarf fleiri tré úr skóginum í fyrstu grisjun. Aukinn þéttleiki gróðursetninga hefur þannig í för með sér aukinn kostnað bæði við gróðursetningu og grisjun en betri skóg þegar grisjun hefur farið fram,“ segir hún. Ljóselskar tegundir, svo sem rússalerki, birki, stafafuru eða alaska- ösp þarf að grisja meira og oftar en skuggþolnari tegundir, eins og greni, og eftir því sem jarðvegurinn er frjó- samari getur hann fóstrað fleiri tré þegar skógurinn er orðinn nokkurra áratuga gamall. Rétt tímasetning fyrstu grisjunar er lykilatriði við framleiðslu timbur- skógar „Eftir því sem gróðursetningarnar eru þéttari, upp að vissu marki, aukast líkurnar á að útkoman geti orðið góður timburskógur þar sem hægt er að velja á milli fleiri einstaklinga þegar fyrsta grisjun fer fram,“ segir Valgerður. Þéttur skógur gefur einnig fínlegri greinasetningu og þar með minni kvisti í timbrinu og verðmætari afurð. „Rétt tímasetning fyrstu grisj- unar er þannig lykilatriði við fram- leiðslu timburskógar en verðmæti afurða sem fást við fyrstu grisjun stendur sjaldnast undir kostnaði,“ segir hún. Þó getur fyrsta grisjun oft skilað verðmætum í formi girð- ingastaura, einnig er timbur úr fyrstu grisjunum notað í framleiðslu á spæni og sagi undir skepnur, kurl er fram- leitt til notkunar í beð og stíga og einnig er mikið magn timburs kurlað og notað sem kolefnisgjafi við fram- leiðslu í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Ótaldir eru fjölmargir aðrir nýtingarmöguleikar, svo sem timburskífur til klæðningar, húshitun og ýmiss konar smáiðnaður. Slæmt til framtíðar litið ef framboð af timbri minnkar Valgerður segir að þeir skógar sem þegar hefur verið stofnað til á Norðurlandi muni gefa af sér umtals- verðar timburnytjar í framtíðinni. „Skógarauðlind Íslands er lítil enn sem komið er en markaður með íslenskar skógarafurðir hefur verið að aukast mjög undanfarin ár. Framboð af timbri úr íslenskum skógum er langt því frá að anna eftirspurn eins og staðan er í dag,“ segir hún. Mjög hefur dregið úr gróður- setningum undanfarin ár vegna niðurskurðar á opinberu fjármagni til skógræktar. Valgerður segir það mjög slæmt til framtíðar litið ef framboð af timbri minnki á einhverju árabili. „Mikilvægt er að gróðursetningar verði auknar aftur sem fyrst þannig að unnt verði að tryggja öruggt fram- boð af viðarafurðum í framtíðinni,“ segir hún. /MÞÞ Haustið hefur verið einkar hagstætt skógræktarfólki til grisjunar og umhirðu í skógum og hafa starfsmenn Norðurlandsskóga unnið að grisjun undanfarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.