Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 201112 Fréttir Vaxandi áhugi er hér á landi fyrir geitfjárrækt. Þórður Bogason frjótæknir hefur að undanförnu verið að hjálpa til við að stækka geitastofninn, sem telur nú um 650 geitur. „Ég tók að mér að sæða geitur á tveim bæjum á Kjalarnesi og í Kjós. Alls voru sæddar 11 geitur, en hafr- arnir Gosi, Bóbó, Smári og Þröstur voru notaðir. Hafrasæðið var djúp- fryst og þítt á staðnum. Geiturnar voru samstilltar af dýralækninum í Mosfellsbæ.“ Þórður segir að hver geit sé sædd tvisvar til að tryggja árangurinn en búast má við að nýir kiðlingar komi svo í heiminn að fimm mánuðum liðnum. Geitfjárræktarfélagið 20 ára Geitfjárræktarfélag Íslands fagnaði 20 ára afmæli á aðalfundi sínum, sem haldinn var hjá Búgarði á Akureyri laugardaginn 19. nóvember sl. Félagar eru um 50 talsins og formaður er Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, Háafelli í Borgarbyggð, sem er lang stærsti geitfjárræktandi á landinu. Stefanía Sigurðardóttir, Vorsabæ 2 Skeiðum, er ritari félagsins og Helgi H. Bragason, Setbergi, Fellum, er gjaldkeri. Þá er Gunnar Júlíus Helgason, Vogum Vatnsleysuströnd, meðstjórnandi, auk Hallveigar Guðmundsdóttir frá Húsdýragarði Reykjavíkurborgar. Sæði flutt til Bandaríkjanna Það er þó ekki bara á Íslandi sem sóst er eftir sæði úr íslenskum geit- höfrum því að þann 20. septem- ber sl. voru sendir 100 skammtar af sæði til Bandaríkjanna á vegum Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands. Sæðið var tekið í fyrrahaust en þá fékkst leyfi dýralæknayfirvalda til þess að flytja geithafra í gömlu nautastöðina á Hvanneyri til sæðis- töku. Það var Erfðalindasetur Landbúnaðarháskóla Íslands sem stóð fyrir sæðistökunni með til- styrk Erfðanefndar landbúnaðarins. Með þessum útflutningi á sæði til Bandaríkjanna telja menn sig líka vera að skjóta fleiri stoðum undir það að íslenski geitastofninn deyi ekki út. Mikill áhugi í Noregi Eins og áður hefur komið fram í Bændablaðinu, þá virðist vera sem geitfjárrækt sé búgrein í örum vexti í Noregi. Mun fleiri fengu þar að kaupa geitamjólkurkvóta á þessu ári en undanfarin ár og margir geitabændanna eru að bæta við sig í mjólkurframleiðslunni. Hver kaupandi fær að kaupa grunnkvóta upp á 800 lítra. Þar standa geitabændur í Norður-Noregi best því þeir hafa leyfi til að kaupa 15,3% að auki ofan á 800 lítrana en árið 2009 fengu þeir einungis að kaupa 1,09% ofan á grunnkvótann. Greinileg mismunun hefur verið milli landshluta því geitabændur í Suður-Noregi fengu aðeins að kaupa 367 lítra hver, en nú fá þeir að kaupa grunnkvótann upp á 800 lítra eins og samlandar þeirra í norðri. Að auki fá þeir að kaupa 2,6% ofan á 800 lítrana. /HKr. Stöðugt unnið að fjölgun í íslenska geitastofninum: Geitur sæddar á Kjalarnesi og í Kjós Þórður Bogason frjótæknir með geitina Gránu frá Flekkudal. Myndir / ÞB. Guðný G. Ívarsdóttir Flekkudal með hluta af fjörugum geitahóp sínum. Eldey Huld Jónsdóttir, félagsráðgjafi og kennari á Lykkju, Kjalar- nesi með geiturnar Freyju og Mjallhvíti. Innan skamms mun stjórn Hollvinafélags LbhÍ senda út fréttabréf í tölvupósti. Í því verður m.a. fjallað um fyrirhugað mál- þing um skólann sem verður haldið í byrjun nýs árs. Nú er verið að safna netföngum þeirra sem hafa lokið námi við Landbúnaðarháskóla Íslands eða fyrirrennara skólans á Hvanneyri. Sama gildir um þá sem luku námi við Garðyrkjuskóla ríkisins Reykjum, fyrrverandi starfsmenn þessara skólastofnana og Rala - og aðra sem vilja fylgjast með starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands. Sendið póst á netfangið: askell@ lbhi.is . Vinsamlega skrifið fullt nafn í tölvupóstinn svo netfangið verði örugglega tengt við rétt nafn í nem- endaskrá. Nánari upplýsingar gefur Áskell í síma 843 5307. Hollvinir LbhÍ - netföng Á markað er kominn nýr geld- stöðustampur og kurl, LIFELINE – Líflína, sem er í 22,5 kg fötu og kurlið í 20 kg pokum. Þetta er góð og hagkvæm lausn við bæti- efnagjöf geldstöðunnar að því er segir í fréttatilkynningu frá Fóðurblöndunni. Í geldstöðunni er kýrin að undir- búa sig fyrir mjaltaskeiðið ásamt því að kálfurinn er að þroskast. Fylgjan og vömbin eru að stækka og legvatn- ið eykst. Rétt fóðrun á geldstöðunni dregur m.a úr efnaskiptasjúkdómum, doða og súrdoða. Lifeline inniheldur m.a Mannan fjölsykrung (MOS) sem er langkeðja kolvetni unnið úr frumveggjum ger- sveppa sem styrkir ónæmiskerfið til muna ásamt auðugu magni af seleni og E vítamíni inniheldur einnig mjólkursykur sem er ekki bara góður orkugjafi heldur eykur hann á vambarstarfsemina vegna framleiðslu á örverupróteinum. Enn fremur inniheldur það húðað sink sem styrkir heilbrigði júgursins og hornhimnu klaufarinnar. Einnig eru 3 gerðir af kopar sem vernda fyrir neikvæðum áhrifum af járni, molydenum og brennisteini. Rétt hlutföll af vítamínum og steinefnum í Lifeline jafna út skort á efnum í grasi og heyi og auka lík- unar á að kýrin komist vel frá burði og eigi lífvænlegan kálf. Mælt er með að gefa stampinn/ kurlið 6 vikum fyrir burð og ekki skal gefa önnur stein- og snefilefni á meðan. Lifeline er með lágt kalsíu- minnihald. 3 dögum fyrir burð er mælt með að gefa góðan skammt af kalsíum. Ráðlagður dagsskammtur er 150 gr. Fyrir hverja kú. Í tilkynningunni kemur líka fram, að hafa beri í huga að ekki eigi að gefa mjólkandi kúm Lifeline. Lifeline fæst í öllum versl- unum Fóðurblöndunnar, á Selfossi, Hvolsvelli, Egilsstöðum og í Reykjavík. Einnig hjá samstarfsað- ilum um allt land. Sjá nánar á www. fodur.is. Fóðurblandan með nýjungar: Lausnir fyrir kelfdar kýr og ófædda kálfa Chris King frá Rumenco framleiðan- di Lifeline og Stefanía Gunnarsdóttir sölufulltrúi Fóðurblöndunnar með fyrstu framleiðsluna sem er kom til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.