Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 46
47Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Lesendabásinn Harðar deilur hafa verið í Mýrdalshreppi vegna tillögu að nýrri veglínu Suðurlandsvegar um Mýrdal. Tillagan felst í því að í stað þess að vegurinn liggi um Gatnabrún eins og nú er, að þá liggi hann sunnan Geitarfjalls, meðfram Dyrhólaósi og um göng í gegnum Reynisfjall. Það er einkar athyglisvert að lesa grein Reynis Ragnarssonar í síðasta Bændablaði þar sem hann fjallar um vegbætur í Gatnabrún og málefni þeim tengd. Það sem vakti athygli og áhuga undirritaðrar er að Reynir telur að ,,lítill minnihluti [...] þrátt fyrir smæð sína [reyni] að valta yfir lýðræði og vilja meiri- hluta íbúa hreppsins“. Þetta eru nokkuð ný sannindi og undirritaða og hugsanlega fleiri fýsir að vita hvernig minnihluti valti yfir meirihluta. Undirrituð er ekki sannfærð um að þetta virki þannig í reynd. Það getur vissulega verið pirrandi að hafa farþega í vagninum sem ganga ekki í takt við hina ,,réttu“ skoðun, en lýðræði á að byggja á þátttöku almennings í þeim ákvörðunum sem hann varðar. Útgangspunturinn er sá að valdið í tilteknu samfélagi eigi sér frumuppsprettu í fólkinu. Það má lesa út úr greininni að síðustu sveitarstjórnarkosningar hafi að mestu leyti snúist um þetta veg- línumál. Í því samhengi er eftir- tektarverð sú túlkun Reynis að kjósendur í síðustu kosningum hefðu sennilega kosið eitthvað annað ef þeir hefðu verið upplýstir öðruvísi. Í umræddri grein fullyrðir Reynir að meiri náttúruspjöll verði á ræktuðu og ræktanlegu landi við að lagfæra og breyta Gatnabrúnsleiðinni heldur en vegna nýs láglendisvegar um ósbakka Dyrhólaóss. Um þetta er deilt og æskilegt væri að umrædd fullyrðing væri útskýrð málefnalega og með rökum. Reynir nefnir að færsla á þjóðveginum nær ströndinni sé ekki nýtt baráttumál Mýrdælinga og vísar þar til umræðu frá árinu 1982. Spurning hvort málið sé nokkuð betra fyrir það. Það má rifja upp í því sam- hengi að ýmislegt hefur mönnum í Mýrdal dottið til hugar. Á síðum Tímans frá 13. janúar 1977 var grein sem bar yfirskriftina ,,Álver og höfn við Dyrhólaey“. Var vísað í mikinn áhuga heimamanna aust- ur í Mýrdal við byggingu stóriðju við Dyrhólaey. Draumurinn um stóriðju rættist ekki, en enn má sjá menjar þessara stórkallalegu hugmynda við Dyrhólaey í formi svokallaðra lendingarbóta. Þetta er hér rifjað upp til að setja hlutina í samhengi. Í báðum tilvikum má halda því fram að umhverfið fái ekki að njóta vafans. Umhverfisvitund er þó önnur nú til dags en hún var í kringum 1980. En þessi deila um veglínu snýst meðal annars um umhverfis- og verndunarmál. Það er rétt að geta þess í lokin að Reynir fer örlítið frjálslega með staðreyndir þegar hann fjallar um ályktanir frá síð- asta ársþingi SASS. Orðrétt er ályktun SASS svo- hljóðandi. ,,Ársþing [...] vekur athygli á því að vegurinn fyrir Reynisfjall er einn erfiðasti farar- tálmi á þjóðvegi 1 á Suðurlandi. Nauðsynlegt er að koma jarð- göngum um Reynisfjall á sam- gönguáætlun. Ársþingið fagnar áformum samgönguráðs um við- hald vegarins á Gatnabrún.“ Svo mörg voru þau orð. Svanhvít Hermannsdóttir Höfundur er borinn og barn- fæddur Mýrdælingur, í Norður- Hvammi. Hugleiðingar vegna greinar Reynis Ragnarssonar í síðasta Bændablaði „Lendingarbætur“ á Dyrhólaey. Lífrænn landbúnaður – Sérkennileg umræða: Umræða eins og hún má ekki vera Í 20. tölublaði Bændablaðsins frá 10. nóvember greinir Sandra B Jónsdóttir frá merkilegri tilraun í Rodale í Bandríkjum sem sýnir að uppskera af maís og soja geti verið svipuð í hefðbundnum og lífrænum landbúnaði. Þetta gera Áslaug Helgadóttir og Guðni Þorvaldsson að umtalsefni í grein í Bændablaðinu 24. nóvember og afgreiða rannsóknirnar í Rodale með þessari setningu: „Þó er ljóst að þarna er ekki verið að bera saman lífrænan og hefð- bundinn landbúnað þannig að unnt sé að greina hver munurinn er“ og síðar „Þær ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni eru því marklausar og stangast á við niðurstöður fjöl- margra rannsókna sem Sandra horfir algerlega fram hjá“. Hvað mínu ágæta samstarfsfólki liggur fyrir að dæma þessar tilraunir með þvílíkum sleggjudómi er mér algjör ráðgáta. Máli sínu til stuðnings vitna Áslaug og Guðni í Grover o.fl. (2009) en þar er greint frá skemmti- legum niðurstöðum úr langtímatil- raun þar sem sáðskipti og notkun tilbúins og lífræns áburðar er borin saman. Viðamikil langtímatilraun sem okkur við LBHÍ getur einungis dreymt um. En lítum á. Í fyrsta lagi er hér ekki verið að bera saman lífrænar og hefðbundnar ræktunaraðferðir en það er samt fróðlegt að líta á niður- stöðurnar. Ef litið er til uppskeru þá var enginn munur á hvort sem borinn var á tilbúinn eða lífrænn áburður að undanskildu árinu með minnstu upp- skeruna en þá var liður með lífrænum áburði með mesta uppskeru. Það er hægt að lesa margt fleira úr þessari rannsókn en það er á engan hátt ljóst hvers vegna Áslaug og Guðni kjósa að benda á þessa grein til að gera lítið úr lífrænum ræktunaraðferðum. Nærtækt hefði verð að skoða greinar um rannsóknirnar í Rodale þar sem sérfræðingar frá land- búnaðardeild Cornell háskóla hafa unnið, t.d. í frekar auðlesnu yfir- liti Pimentel o.fl. (2005). Í stuttum inngangi segja Pimentel og félagar m.a. þetta (þýtt og endursagt af höf- undi): Meðal ávinnings af lífrænni tækni eru meira kolefni og nitur í jarðvegi, minni orka úr jarðefnum notuð, uppskera viðlíka mikil og úr hefðbundinni rækt og meiri vatns- heldni í jarðvegi (sérstaklega mikil- vægt í þurrum árum). Það er hægt að ná umhverfis- vænni hefðbundnum landbúnaði með því að innleiða tækni sem notuð er í lífærnum landbúnaði. Af orðum Áslaugar og Guðna má ráða að þau taki ekki mark á Pimentel og hans samstarfsfólki úr nokkrum þekktum stofnunum í Bandaríkjum. Það er þeirra mál en með því útiloka þau sig frá faglegri umræðu um lífræna ræktun. Höfundur þessarar greinar veit að þau tala ekki máli allra innan Landbúnaðarháskóla Íslands. Hvers vegna Áslaug og Guðni minnast ekki á tilraunir Ríkharðs Brynjólfssonar við Landbúnaðarháskólann þar sem borin er saman notkun tilbúins áburðar og húsdýráburðar er sér- kennilegt. Þó þær tilraunir og athug- anir hafi ekki verið settar upp sér- staklega til að bera saman lífrænan og hefðbundinn landbúnað þá gefa þær mikilvægar vísbendingar. Niðurstöður þessara athugana er að í sumum tilfellum fæst sambærileg uppskera af túnum hvort sem borinn er á tilbúinn áburður eða húsdýra- áburður en í öðrum tilfellum minna þar sem einungis húsdýraáburðurinn er notaður (Ríkharð Brynjólfsson 2008 og 2011). Þessi og fleiri rann- sóknir auk reynsla hinna fáu bænda sem stunda lífræna ræktun gefa til kynna að möguleikar á þessari fram- leiðsluaðferð eru til á Íslandi og hægt að stunda með góðum árangri eins og gert er í okkar nágrannalöndum. Aukin eftirspurn eftir lífrænt rækt- uðum og vottuðum vörum sýnir að þörfin er til staðar. Í hinum vestræna heimi er ofgnótt matvæla en við förum illa með hann. Það hefur verið áætlað að u.þ.b. 1/3 uppskeru fari forgörðum vegna lélegrar nýtingar eða að mat sé hent. Ennfremur að annar þriðjungur upp- skeru fari forgörðum í hinum fátæku löndum vegna skorts á geymslu og skorts á tækifærum við að koma afurðum á markað. Stór hluti hinna hungruðu býr í dreifbýli við mikla fátækt. Þar hafa bændur ekki efni á að kaupa dýr aðföng svo sem sáðvöru, tilbúinn áburð eða varnarefni. Því hefur verið bent á að lífrænn landbúnaður geti gegnt mikilvægu hlutverki til að draga úr þeim vanda sem þar ríkir. Eitt af því sem Íslendingar gætu gert til að draga úr þessum ójöfnuði er að hætta að flytja inn mat til fóðurs en í innfluttu fóðri er mikið af byggi, maís og soja sem allt má nota beint til manneldis. Það fellur vel að hug- myndfræði lífræns landbúnaðar þar sem heilbrigði, vistfræði, sanngirni og umönnun eru grunnreglurnar sem stefnt er að. Með það að leiðarljósi er meðal annars stefnt að því að nota hringrásir náttúrunnar eins og hægt er, sækja áburð og aðföng af búinu eða úr næst nágrenni og stunda við- skipti af sanngirni. Hvað Áslaug og Guðni sjá óljóst í þeirri hugmyndafræði og eiga við þegar þau segja að hún standist ekki faglega rýni veit ég ekki. Vöntun á þekkingu og fræðslu Sú staðreynd að umræða hefur farið af stað um ræktun á maís og soja í Bandaríkjunum sýnir hvað best hversu langt við eigum í land í okkar umræðu á Íslandi. Við Landbúnaðarháskólann er boðið upp á fræðslu um lífrænar ræktunaraðferðir á starfsmenntasviði en ekki á háskólastigi, þessu þarf að breyta. Það er einnig ljóst að rann- sókna er meðal annars þörf á nýtingu jarðvegs, lífærnum áburðarefnum og hringrásum næringarefna til að geta stutt við lífræna ræktendur og alla bændur sem vilja nýta sér þá þekk- ingu er til verður. Að þessu og mörgu fleiru kom ég í grein í Bændablaðinu í fyrra (5.tbl., 11. mars) og margir fleiri hafa lagt orð í belg um mögu- leika lífræns landbúnaðar og verður ekki endurtekið hér. Það er hinsvegar óskandi að Landbúnaðarháskólinn taki þennan málaflokk að sér og verði leiðandi með uppbyggjandi gagnrýni, rannsóknum og fræðslu en leggi skotgrafahernað á þennan málaflokk til hliðar. Heimildir Grover o.fl. 2009. Corn Grain Yield Stability in four Long-Term cropping Systems. Agronomy Journal 101, 940-946 Pimentel et .al 2005. Environmental, Energetic, and Economic Comparisons of Organic and Conventional Farming Systems. BioScience 55, 575-582 Ríkharð Brynjólfsson 2011. Dreifingartími kúamykju. Fræðaþing landbúnaðarins 8, 160-174 Ríkharð Brynjólfsson 2008. Búfjáráburður í lífrænni ræktun. Fræðaþing landbúnaðarins 5, 431-433. Þorsteinn Guðmundsson 2010. Lífrænn landbúnaður – tækifæri til framtíðar. Bændablaðið 5/11. mars bls 24 Þorsteinn Guðmundsson prófessor í jarðvegsfærði Landbúnaðarháskóla Íslands Árið 1877 kom út í Reykjavík lærdómskverið Kristilegur barna- lærdómur eftir lúterskri kenn- ingu. Árinu seinna var ritið lög- gilt sem fermingarkver á Íslandi, en aldrei var það kallað annað en Helgakver eftir höfundinum, Helga Hálfdanarsyni (þessi Helgi var raunar afabróðir þess Helga Hálfdanarsonar sem síðar þýddi Shakespere svo listilega). Helgakver var notað í ríflega hálfa öld til fermingarfræðslu á Íslandi þar sem guðsótti og góðir siðir voru skilvíslega kenndir svo börn mættu mannast gæfulega, að þess tíma sið. Í Siðalærdómnum, síðari hluta kversins, er í grein 205 að finna þessi orð: „Skynlausar skepnur megum vér nota oss til gagns, en alls eigi kvelja þær. Ill meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta.“ Það var löngum á lofti og sumir kannast enn við þetta, að blessuð börnin lásu „ill“ sem 111, og sögðu þá gjarnan að hundraðasta og ellefta meðferð á skepnum bæri vott um grimmt og guðlaust hjarta. Hverjar hinar hundrað og tíu aðferðirnar voru þá, skal ekki sagt, en vonandi báru þær þó góðum búskaparháttum vitni. Hitt er eftirtektarvert að í fermingarkverinu er þarna tekið svo á málinu að sýnt er, að sjálfsagt þótti að tileinka sér góða meðferð á dýrum, fyrir hvern þann sem í fullorðinna manna tölu vildi komast. Það var hluti af menningu okkar að meðganga þetta. Þarna má vel sjá í bóndann sem leggur sig fram um að gæta að dýrum sínum, þó ekki sé víst að það sé alltaf fyrir guðsóttann. Flestum mönnum er í brjóst borin eðlileg virðing og samúð fyrir lifandi verum, væntanlega af þeirri einföldu ástæðu að við þekkjum þjáningu og forðumst að valda henni að óþörfu. En þetta getur farið á dreif í ýmsu ati og fleyg eru orð Jóhannesar Bergsveinssonar geðlæknis þegar hann var spurður hvað hann teldi hafa farið úrskeiðs í því sem nú er kallað „hrunið“ hér á Íslandi. Hann svaraði einfaldlega: „Þeir gleyma alltaf að gera ráð fyrir siðblindu. Þeir vita af henni en gera ekki ráð fyrir henni í kerfum sínum.“ Við vitum auðvitað að siðaðir menn fara almennt ekki illa með dýr. En okkur hættir til að gleyma að gera ráð fyrir því í kerfum okkar – þegar við sjálf förum vel með dýr – að aðrir geti farið illa með þau. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það verður alltaf hlutverk siðaðra manna að grípa inn í illa meðferð á dýrum, af hverju sem hún er sprottin, siðleysi, sinnuleysi eða dugleysi. Við lifum í nánu sam- neyti við dýr á svo mörgum sviðum mannlífsins, deilum raunar með þeim jörðinni. Hún væri fátækleg án þeirra. Það segir í Helgakveri á þennan hægláta og jarðbundna máta að við megum nota skepnur okkur til gagns, en alls eigi kvelja þær. En hvað er þá ill meðferð? Dýr eru dugleg og úrræðagóð innan sinna marka. Búdýr aðlagast sanngjarnri meðferð mannins til- tölulega fljótt og þá fremur að því gefnu að frumþörfum þeirra sé full- nægt. Frumþarfir má nefna mat og vatn, skjól, tilfinningu fyrir að vera í öruggu umhverfi, kost á svigrúmi í samvist við aðra af sömu tegund, kost á útiveru og dagsbirtu, vissu um líf án ofbeldis og að lokum hið óum- flýjanlega í lífi allra búdýra: kost á eins mannúðlegri aflífun og unnt er. Dýr sem njóta þessa atlætis og ef til vill fáeinna hlýlegra orða að auki, hænast að þeim sem hugsar um þau. Þetta eru einnig eðlilegar forsendur manna gagnvart dýrahaldi, vegna þess að manninum líður vel þegar skepn- unum hans líður vel. Góður bóndi þekkir þetta. Velferð búdýra er honum hugleikin og við getum treyst honum fyrir dýrunum. En við þurfum samt líka að gera ráð fyrir og reikna með að bregðast við illri meðferð, bæði sem einstaklingar sem og í kerfum okkar – þannig að dugi. Edmund Burke, breskur heim- spekingur, sagði fyrir nokkur hundruð árum: „Allt sem þarf til að hið illa hafi sigur, er að góðir menn hafist ekkert að.“ Það á einmitt við um þessi mál. Þar liggur hundurinn grafinn. Hallgerður Hauksdóttir, skrif- stofumaður hjá félagasamtökum og stjórnarmaður í Velbú – samtökum um velferð búfjár. Ill meðferð manna á dýrum Frá Stórhóli. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis. Mynd í einkaeigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.