Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 43
44 Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Líf og starf Eiginleikinn frjósemi er hér skil- greindur sem æxlunarhæfni grips- ins. Góð frjósemi er lykilatriði í allri ræktun, eiginleiki sem hefur áhrif á hæfni kýrinnar til að festa fang. Góð frjósemi sparar kostnað við það að kýrin seinki sér, minnk- ar afurðatap og lækkar sæðinga- kostnað og mögulega lyfjakostnað ef lyfjameðferðir eru notaðar til að koma kálfi í kúnna. Góð frjósemi er einnig mikilvæg til að halda ræktunarstarfi ólíkra kúakynja sjálfbæru. Frjósemi verður æ ofar í umræðunni um kynbætur, þar sem með stigvaxandi afurðum fara þættir eins og frjósemi að láta undan og umræðan um frjósemivandamál í kúastofnum víðsvegar um heim verður sífellt meira áberandi. Frjósemi er unnt að meta bæði hjá nautum og kúm. Helstu mælikvarðar á frjósemi nauta eru: Kynvilji Fanghlutfall Helstu mælikvarðar á frjósemi kúa eru: Frjósemi er í núgildandi kyn- bótaeinkunn metin sem tímabil á milli burða og er vægi hennar 8%. Ræktunarárangur hefur verið fremur lítill, þó nú hin síðari ár sé um framför að ræða og er frjósemi sá eiginleiki sem minnstu hefur skilað í ræktunarstarfi nautgripa- ræktarinnar undanfarna áratugi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið framkvæmdar þar sem reynt er að meta frjósemi, á mismunandi vegu, bæði hjá nautum og hjá kúm og flestar þeirra gefa svipaðar niðurstöður hvað varðar erfða- stuðla og innbyrðis erfðasamhengi milli mismunandi mælikvarða. Arfgengi fyrir flesta þeirra mæli- kvarða sem skoðaðir hafa verið er lágt, <0,10 og innbyrðis erfða- samhengi lágt eða í meðallagi. Þetta þýðir að afkvæmarannsóknir þarf til þess að ná ræktunarárangri og afkvæmahópar þurfa að vera nokkuð stórir til þess að öryggi dómsins verði viðunandi. Þetta þýðir einnig að skynsamlegast er að setja saman frjósemiseinkunn úr fleiri mælikvörðum fremur en að nota einn einstakan mæli- kvarða. Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta efni og fyrst og fremst sem nemenda- verkefni við skólann á Hvanneyri. Í þeim rannsóknum hefur komið fram að arfgengi er svipað og fundist hefur í erlendum rann- sóknum. Til fróðleiks er hér birt yfirlit yfir fanghlutfall eftir 56 daga samkvæmt skýrsluhaldi okkar og til samanburðar tölur frá Noregi og Danmörku sem sýna að staða þessara mála er síst lakari en gerist í nágrannalöndum okkar (sjá mynd). Í ljósi þessa er mikilvægt að skoða með hvaða hætti er unnt að taka upp kynbótamat fyrir frjósemi með hliðstæðum hætti og gert er í nágrannalöndum, í stað þess mælikvarða sem við notum nú. Til þess að það skilaði viðunandi árangri þyrftu afkvæmahóparinir að stækka, því viðunandi öryggi fæst ekki á afkvæmadóm fyrr en hóparn- ir ná 120-150 afkvæmum. Meðan heimanautanotkun er svo mikil sem raun ber vitni er ómögulegt að ná þeirri stærð afkvæmahópa. Notkun heimanauta í kvígur hefur síðan viðbótarvanda í för með sér, þ.e. að upplýsingar um frjósemisþætti þeirra kvígna eru gagnslausir fyrir kynbótastarfið. Það má því segja að hin mikla og útbreidda notkun heimanauta sé að skaða kynbótastarfið á mun fleiri vegu en seinka erfðaframförum í stofninum umtalsvert. Magnús B. Jónsson, LbhÍ, Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, BÍ, Jóna B. Hlöðversdóttir, BS, Jóna Þ. Ragnarsdóttir, BS. Fjóstíran Upplýsingatækni og fjarskipti Fjarskiptabásinn WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, er markaðsgluggi fyrir íslenska hestinn, að áliti nefndar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem hafði það verkefni að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hestsins erlendis. Nefndin var skipuð af stjórnvöldum og skilaði skýrslu í lok ársins 2009 undir heitinu „Markaðssetning íslenska hestsins erlendis“. Formaður nefndarinnar var Ásta Möller, fyrrverandi alþingis- maður, en nefndina skipaði Einar Kr. Guðfinnsson, þáverandi land- búnaðarráðherra. Nefndin kom fram með margvíslegar hugmyndir til að „auka framgang íslenska hestsins alþjóðlega í samkeppni við önnur sporthestakyn, tryggja stöðu hrossa fæddra og uppfóstraðra á Íslandi í samkeppni við erlend fædd hross af íslenskum stofni og auka þátt hestsins í landkynningu“, eins og segir orðrétt á heimasíðu ráðu- neytisins. Nefndin lagði áherslu á að „WorldFengur verði alhliða opin vefgátt um íslenska hestinn, á helstu tungumálum og verði fyrsta vefgátt leitarvéla um íslenska hestinn. Hann verði áfram miðpunktur fagupp- lýsinga en að auki markaðsgluggi með aðgengilegum upplýsingum og fræðsluefni, auk upplýsinga um söluhross.“ Þá taldi nefndin mikil- vægt að tryggja rekstrargrundvöll WorldFengs. Bændasamtökum Íslands var falið í samvinnu við aðra í greininni (þ.e. í hrossarækt) að vinna að framkvæmd þeirra hug- mynda sem komu fram í skýrslu nefndarinnar og snéru að WorldFeng. Í þessu sambandi má einnig benda á samkomulag milli Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins, frá árinu 2009 en þar var ákveðið að leita leiða til að opna takmarkaðan hluta gagna- grunnsins fyrir alla á Netinu. Fyrir nokkru var sett af stað þróunarvinna við að opna takmark- aðan hluta WorldFengs í samræmi við fyrrgreindar samþykktir. Fyrir árlok 2011 verður þessi nýja útgáfa af WorldFeng opnuð. Þá munu allir geta skoðað allar dómaskrár kynbótasýninga í öllum löndum þar sem FEIF/FIZO kynbótasýn- ingar eru haldnar, þ.e.a.s. Íslandi, Danmörku, Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Noregi, Hollandi, Finnlandi og Bandaríkjunum, svo og allar dómaskrár FEIF/FIPO íþrótta- og gæðingakeppna á Íslandi og World Ranking úrslit í öðrum aðildar- löndum FEIF sem halda löglegar FIPO sýningar. Þess má geta að um 50 FEIF/FIZO kynbótasýningar voru skráðar í WorldFeng á þessu sýningarári. Jafnframt verða allar fréttir opnar og þá verður hægt að sækja grunnupplýsingar um öll hross í upprunaættbókinni eftir nafni og uppruna. Nánari upplýsingum svo sem um kynbótadóma, afkvæmi, ætt- artré, erfðaefni, eigendur, ræktendur o.fl. geta aðeins áskrifendur flett upp í grunninum. Sama er að sjálfsögðu að segja um heimarétt og rafrænt skýrsluhald. Þannig verður stærsti hluti upprunaættbókarinnar aðeins opinn áskrifendum, en í dag eru þeir um 10.000 í 24 löndum. Markmiðið með opnuninni er að gera WorldFeng að enn virkari markaðsglugga en hann er í dag. Komið hafa fram óskir um að WorldFengur þjóni sem alheimssöluvefur fyrir íslensk hross, eins og nefnd stjórnvalda lagði til í skýrslu sinni, og er það til skoðunar. Í samstarfi við Henning Drath, eiganda vefsíðunnar ISIBLESS. de í Þýskalandi, hefur hljóðskrám með hestanöfnum verið bætt inn. Þannig er hægt að hlusta á framburð íslenskra hestanafna í WorldFeng. Heildarfjöldi skráðra hrossa í WorldFeng í dag er 378.490. Um 57% þeirra eru staðsett á Íslandi, 11% í Danmörku, 10% í Þýskalandi, 8,4% í Svíþjóð og 3,5% í Noregi, 2,4% í Hollandi og þannig mætti áfram telja. Alls eru hross staðsett í 33 löndum samkvæmt skráningu í upprunaætt- bókinni. Nánari upplýsingar veitir undir- ritaður, sem er verkefnisstjóri WorldFengs-verkefnisins. Nýir eigendur E-max Fyrirtækið iCell ehf. hefur keypt fjarskiptafyrirtækið eMax, sem var áður í eigu Material ehf. Í fréttatil- kynningu frá nýjum eigendum kemur fram að frá og með 1. október síðast liðnum hafi iCell tekið yfir öll kerfi og viðskiptasamninga fyrri eigenda. Fyrirtækið verður áfram rekið undir merkjum eMax. Þá segir orðrétt í fréttatilkynningunni: ,,Fyrstu verk- efni nýs félags eru að meta ástand núverandi sendastaða og gera í kjölfarið endurbótaáætlun. Verkefnið gengur fyrst og fremst út á að for- gangsraða með þeim hætti að þeir sendastaðir sem veikastir eru verða endurbættir fyrst og svo koll af kolli. Ljóst er að hluti fjarskiptakerfisins er orðinn úr sér genginn og er því nauðsynlegt að hefja endurbætur á því sem allra fyrst. Það skal þó tekið fram að þessar umbætur eru tímafrekar, þar sem sendastaðir félagsins eru mjög margir og víða á fjallstoppum og verður þetta verkefni því tímafrekt.“ Njörður Tómasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eMax en hann starfaði áður sem framkvæmda- stjóri fjarskiptafyrirtækisins Fjarska ehf., dótturfélags Landsvirkjunar, og ætti því að þekkja vel til rekst- urs fjarskiptafyrirtækis í hinum dreifðu byggðum. Þá hyggjast nýir eigendur halda kynningarfundi um landið til að upplýsa um fyrirhug- aðar breytingar og uppbyggingu. Við þá uppbyggingu er stefnt að því að nýta ADSL-tæknina og jafnvel ljós- leiðaratengingar, þar sem það kann að vera hagkvæmt. Árgjald fyrir forrit Rukkun árgjalds vegna notkunar HUPPU og FJARVIS.IS hefur verið send til notenda þessara forrita. Þetta er í fyrsta skipti sem árgjald er tekið fyrir rekstri og hugbúnaðarþróun. Komið hafa upp ýmsir byrjunar- erfiðleikar við rukkun árgjaldsins, eins og við mátti búast. Rétt er að taka fram að árgjaldið er fyrir tíma- bilið 1. júlí 2011 til 30. júní 2012 en ekki 2010-2011, eins og kom fram á reikningi. Nokkrir bændur hafa fengið senda rukkun sem eru hættir búskap, notkun forritsins eða fengu prófunaraðgang á sínum tíma, svo dæmi sé tekið. Beðist er velvirðingar á þessu. Það skal ítrekað sem kemur fram í bréfi sem fylgdi rukkuninni, að þeir sem hafa einhverjar athugasemd- ir við árgjaldið eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið tolvudeild@ bondi.is, hafa samband við Hrefnu Hreinsdóttur, þjónustustjóra, eða undirritaðan. Vorbækur á leiðinni til skýrsluhaldara í sauðfjárrækt Álagið á FJARVIS.IS, skýrsluhalds- kerfið í sauðfjárrækt, hefur aukist ár frá ári enda eru um 1.100 bændur að skila inn skýrsluhaldi sínu í gegnum forritið. Þess vegna eru allir hnökrar sem koma upp í forritinu óviðun- andi. Í sumar komu upp vandræði með keyrslu á uppgjöri á versta tíma fyrir skýrsluhaldara. Villan kom upp á sumarleyfistíma lykilstarfsmanna hjá Bændasamtökunum. Aftur komu upp hnökrar við útreikning á uppgjöri í haust, sem hefur tafið útsendingu vorbóka. Það tók nokkurn tíma að finna og leiðrétta lúmska villu, sem hafði slæðst inn, enda ekki fyrir hvern sem er að rýna í uppgjörs- líkanið í sauðfjárrækt. Það tókst með samstilltu átaki og uppgjör endurkeyrt fyrir öll innkomin upp- gjör. Nokkrir bændur, sem höfðu fengið sendar vorbækur, munu fá sendar nýjar með leiðréttu uppgjöri. Fyrsti skammtur af vorbókum fór í prentun seinni hluta síðustu viku og því ættu allir sem voru búnir að skila gögnum í síðustu viku að hafa fengið senda nýja vorbók í pósti. Eyjólfur I. Bjarnason sinnir starfi sauðfjár- ræktarráðunautar í veikindaleyfi Jóns Viðars Jónmundssonar. Þá er rétt að benda notendum, sem eru með IE 9 vefrápara og eru að skrá sæðingar, á leiðbeiningar á fréttasíðu FJARVIS. IS. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur haft í för með sér. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.