Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 48
49Bændablaðið | fimmtudagur 15. desember 2011 Íslensk hönnun Nýverið komu á markað snagar úr áli með íslenskum húsdýrum eftir Ólaf Þór Erlendsson, iðnhönnuð og innanhússarkitekt og Sylvíu Kristjánsdóttur, grafískan hönn- uð, sem saman mynda hönnunar- teymið Hár úr hala. Innblástur sóttu þau í kvæðið Hani, krummi, hundur, svín, sem þau myndgera á skemmtilegan máta með snög- unum. Upphaf: „Sylvía er mágkona mín og þar sem við komum úr tveimur áttum að sama geira þróaðist þetta sam- starf. Ég er menntaður iðnhönnuður og innanhússarkitekt og Sylvía er grafískur hönnuður. Ég vandist því í námi mínu úti í Kaupmannahöfn að samtengja geira og fá skemmti- lega útkomu, sem er í raun það sem við gerum. Snagarnir eru það fyrsta sem við látum verða af að gera en við kynntum prótótýpur á Hönnunarmars, sem fóru síðan í sölu í október síðastliðnum,“ útskýrir Ólafur. Efniviður: „Snagarnir eru úr áli, sem er létt og skemmtilegt í vinnslu. Við erum með fíngerðan skurð á vörunni sem við látum vinna fyrir okkur í Bretlandi en að öðru leyti er varan alfarið unnin hér heima. Við erum með nokkrar tegundir, ýmist með tveimur hönkum eða fleiri og eins í nokkrum litum,“ segir Sylvía. Innblástur: „Þetta er gömul hugmynd sem er hefur komið upp hjá okkur aftur og aftur í nokkurn tíma. Við erum að leika okkur með ljóðið Hani, krummi, hundur, svín, sem er skemmtilega myndrænt. Við notum ljóðið og öll dýrin en látum eigend- unum eftir að gera hljóðin sjálf. Hér leitum við til baka í sveitaróman- tíkina, sem er nærri manni og meira áberandi eftir hrunið,“ segir Ólafur og Sylvía bætir við: „Það var líka hugsun hjá okkur að gera nytjahlut sem getur fylgt fólki, jafnvel í gegnum kynslóðir. Við viljum að snagarnir verði klass- ískir eins og kvæðið. Við erum mjög ánægð með það að snagarnir virðast höfða til flestra aldurshópa, því það er mjög breiður aldurshópur sem hefur lýst ánægju sinni með vöruna og það finnst okkur mikil viðurkenning.“ /ehg Hani, krummi, hundur, svín… Á dögunum var greint frá því að Ólafur Stefánsson, einn fremsti handbolta- maður Íslendinga, væri í samstarfi við vini og kunningja úr leikja- bransanum að gefa út fjölskylduborðspilið Ævintýralandið. Kalla þau það „alvöru þykj- ustuleik“ því í leiknum leysa börnin úr alvöru aðstæðum í ímyndunar- heimi og búa sig þannig undir lífið undir hand- leiðslu og í samvinnu við foreldra, systkini, kenn- ara eða eldri systkini. Spilið er fjölskylduspil og geta börn á ýmsum aldri, eða allt frá þriggja ára til tólf, spilað með foreldrum sínum á jafn- réttisgrundvelli. Það ýtir undir samvinnu og sköpun en það rímar einmitt einstaklega vel við hug- myndir Ólafs um uppeldi og kennslu. „Ævintýralandið hefur hjálpað mér að fá innsýn í hugarheim barnsins og hrífast með í þeim krafti sem þar býr,“ segir Ólafur. „Óvænt tilsvör og hugsanatengingar koma mér sem foreldri sífellt á óvart og hjálpa mér að kynnast barninu, getu þess og styrkleikum betur.“ Ólafur Stefánsson er stofnaðili Pælingar ehf. sem gefur spilið út ásamt þeim Reyni Harðarsyni, stofnanda CCP, Maríu Huld Pétursdóttur leikjahönnuði og Rúnari Þór Þórarinssyni leikjahönnuði og framkvæmdastjóra Pælingar. Til liðs við Pælingu gengu svo graf- ísku hönnuðirnir Sverrir Ásgeirsson, Hallvarður Jónsson og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson og listamennirnir Kári Gunnarsson og Björn Börkur Eiríksson sem unnið hafa um árabil hjá CCP. Brian Pilkington lagði einnig hönd á plóg og gerði meðal annars málverkið sem prýðir kass- ann. Höfundar Ævintýra- landsins segjast hafa haft það að leiðarljósi við gerð spilsins að hámarka gæði alls sem spilinu fylgdi. „Við vildum að teikningar og myndskreytingar væru lista- verk út af fyrir sig og hönn- unin eins mikið augnayndi og unnt væri“ segir Rúnar. „Markmiðið er að virkja huga fólks og öll list, sama af hvaða tagi sem hún er, hefur einmitt það sama markmið.“ María Huld segir Ævintýralandinu ætlað að vera einskonar mótvægi við þá mötun sem er svo algeng í skemmtiefni fyrir börn í dag. „Fyrr á öldum geymdust sögur í munnlegri geymd, gengu mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Fólk lifði sig inn í sögur góðra sagnamanna jafnt í myrkum frumskógum Suður- Ameríku sem á baðstofuloftum hér á hjara veraldar. Frásagnarlistin tengir okkur öll og Ævintýralandið sækir í þennan arf kynslóðanna, þeirri næstu til hagsbóta.“ Hugurinn virkjaður í Ævintýralandinu Bókabásinn Sesselja Helgadóttir í Skógum í Þorskafirði (Setta í Skógum), sem margir muna eftir, er ein af átta konum sem sagt er frá (eða rætt við) í bókinni Vestfirskar konur í blíðu og stríðu, 2. bindi, sem nýkomin er út hjá Vestfirska for- laginu og Finnbogi Hermannsson fyrrverandi útvarpsmaður í Hnífsdal skráði. Hér á eftir fer útdráttur úr grein Finnboga um Settu. Sesselja fæddist að Seljalandi í Gufudalssveit árið 1875, dóttir hjónanna Kristjönu Þórðardóttur og Helga Björnssonar bónda og hrepp- stjóra í Berufirði í Reykhólasveit. Hún var elst fjögurra systkina og var í foreldrahúsum fram undir tvítugt. Eftir að Helgi faðir hennar lést eftir margra ára heilsuleysi árið 1895 fluttu þær mæðgur í Hvallátur á Breiðafirði þar sem bjuggu hjónin Ólína Jónsdóttir og Ólafur Bergsveinsson. Sesselja og Ólína voru systkinadætur. Þarna í Breiðafirðinum dvöldu þær mæðgur í fjórtán ár. Fluttu þá upp á land og vann Sesselja á ýmsum stöðum fyrir kindafóðrum en hún hafði alltaf í huga að koma sér upp fjárstofni og byrja að búa á ein- hverju kotinu. Komið er fram á árið 1927 þegar þær mæðgur flytja að Skógum í Þorskafirði sem nafn þjóð- skáldsins Matthíasar hefur haldið á lofti og alltaf síðan hefur verið ljómi yfir bæjarnafninu. Kristján bóndi á Kollabúðum hafði hálfa Skógana en vorið eftir hefst búskaparsaga Sesselju í Skógum í Þorskafirði. Þar með fékk hún sjálfstæðisþrá sinni fullnægt, að vera sinn eigin húsbóndi með sinn eigin fjárstofn. Um veturinn deyr móðir hennar og varð Sesselja þar með einbúi í Skógum og var það í tæpan aldarfjórðung. Sesselja bjó í Skógum árið um kring nánast alveg fram til 1951. Eftir það nytjaði hún jörðina en átti vetursetu á ýmsum bæjum í hreppn- um. Hafði hún kindur sínar með sér og fóðraði þær á eigin heyi. Árið 1971 var síðasta sumar Sesselju Helgadóttur í Skógum en nokkrum árum áður var hún flutt til mágkonu sinnar Jóhönnu Magnúsdóttur og barna hennar á Skáldsstöðum í Reykhólasveit. Sesselja varð hundrað ára og hálfu betur. Hún lést á Sankti Franciskusspítalanum í Stykkishólmi sumarið 1976. Setta í Skógum gerði tvær reisur til Reykjavíkur um ævina svo vitað væri. Árið 1957 frétti Magnús Bjarnfreðsson ritstjóri vikublaðsins Fálkans af komu Sesselju og var hún þá komin á níræðisaldur. Magnús átti við hana viðtal og merkileg ljós- mynd var tekin af gömlu konunni þar sem hún hampaði 200 ára gamalli Vídalínspostillu. Kona nokkur í Reykjavík hafði falað postilluna af henni og hún hugðist láta hana og veitti kaupanda sjálfdæmi um verðið. Ætlaði svo að gefa andvirðið til byggingar Hallgrímskirkju því hún hafði löngum styrkt kristileg mál, svo sem kristniboðið í Konsó, ætti hún eitthvað aflögu. Erindi Sesselju Helgadóttur til Reykjavíkur í þetta sinn var að fá sér gleraugu. Hálfníræð manneskja hlaut að þurfa gleraugu! Augnlæknar höf- uðborgarinnar fundu hins vegar akk- úrat ekkert að sjóninni hjá Sesselju og fór hún eins gleraugnalaus vestur og hún kom suður. Aftur fór Sesselja suður þegar Sjónvarpið var nýbyrjað að senda út og hefur það verið árið 1966 eða litlu síðar. Svanfríður Guðrún Gísladóttir frænka hennar sem búsett er í Súðavík var þá í Reykjavík og hitti Sesselju. Minnist hún þess þegar Setta sá sjónvarp í fyrsta skipti í húsi í Reykjavík, var spurul og mjög spennt að fylgjast með, manneskjan um nírætt. Sesselja var vel til fara og við þetta tækifæri var hún í ljómandi fallegum ermalöngum kjól og vel til höfð, segir frænka hennar. Meðfylgjandi myndir af Settu og kotinu hennar voru teknar árið 1951 eða fyrir réttum sextíu árum, þegar hún hætti að búa í Skógum árið um kring. Vestfirskar konur í blíðu og stríðu, 2. bindi: Setta í Skógum fór suður en fékk ekki gleraugu Ólafur Þór Erlendsson og Syl- vía Kristjánsdóttir sóttu innb- lástur í gamla sveitarómantík þegar þau hönnuðu snaga með íslenskum húsdýrum. Borum eftir heitu og köldu vatni um allt land Liprir í samningum og hagstætt verð. Bændur - Sumarhúsaeigendur Upplýsingar gefur Guðni í síma 864-3313 og í netfangi: bjarnastadirehf@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.