Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Fréttir Fræðaþing landbún- aðarins 10.-11. mars Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dag- skrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit verða á sínum stað. Þá verða vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi. Dagskrá Fræðaþings land- búnaðarins er að finna á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Þar verður einnig að finna upptökur af þinginu. Yfirgnæfandi meirihluti íslenskra bænda mjög andvígur aðild að Evrópusambandinu Einungis 3,8% bænda segjast mjög fylgjandi aðild Íslands að sambandinu Samkvæmt nýrri reglugerð, sem gefin var út þann 24. febrúar sl., munu viðskipti með greiðslumark mjólkur á lögbýlum framvegis eiga sér stað á uppboðum sem haldin verða 1. apríl og 1. nóvember ár hvert. Kemur hún í stað fyrri reglugerðar, frá 10. maí á síðasta ári, þar sem dagsetningar uppboð- anna voru 1. júní og 1. desember. Á vef Matvælastofnunar (MAST) eru helstu breytingar frá eldri reglu- gerð kynntar og eru þær eftirfarandi:  Seljenda er einungis heilmilt að bjóða til sölu á markaði það magn greiðslumarks sem hann hefur ekki nýtt innan verðlagsársins fyrir innlegg í afurðastöð.  Við aðilaskipti greiðslu- marks í kjölfar viðskipta á uppboðsmarkaði í apríl skal seljandi endurgreiða A-greiðslur vegna yfirstand- andi verðlagsárs sem svara til þess magns sem selt er.  MAST er nú heimilt að stað- festa aðilaskipti að greiðslu- marki mjólkur, án þess að viðskiptin hafi farið fram á uppboðsmarkaði. Heimild þessi á við þegar aðilaskiptin fara fram milli aðila innan sama lögbýlis. Jafnvægisverð á kvótamarkaði Greiðslumark mjólkur er ákveðið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkis- sjóði. Kaup og sala á greiðslumarki mjólkur eru því viðskipti með fram- leiðslurétt. Með nýrri reglugerð 10. maí 2010 var komið á nýju fyrir- komulagi með þessi viðskipti, að danskri fyrirmynd, sem var m.a. ætlað að nýta sem best fjárhagslegan stuðning við greinina til að stuðla að lækkun á vöruverði til neytenda og þróun greinarinnar í þá átt að nauð- synleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að nýta framleiðsluaðstöðuna með eðlilegum hætti. Bændur sem hafa hug á að selja frá sér eða afla sér frekara greiðslumarks gera skrifleg tilboð þar sem fram kemur ósk við- komandi um verð og magn. Öll við- skipti á tilteknum kvótamarkaði fara fram á því verði sem hefur myndast, en það er kallað jafnvægisverð. Það myndast þannig að öll sölutilboð eru sett á framboðslínu eftir hækkandi verði og kauptilboð á eftirspurnarlínu eftir lækkandi verði. Þar sem línurnar skerast liggur jafnvægisverðið. Frekari upplýsingar um tilboðs- markað með greiðslumark mjólkur er að finna á vef MAST (http:// www.mast.is/upplysingar/baendur/ greidslumarkmjolkur) og hina nýju reglugerð má finna á vef stjórnartíð- inda (http://stjornartidindi.is/Advert. aspx?ID=e7402ce2-c5d9-4685- a346-0bd44930bbee). /smh Ný reglugerð um viðskipti með greiðslumark mjólkur – uppboð verða nú haldin 1. apríl og 1. nóvember Í skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Bændasamtökin kemur fram að yfir 90% þeirra bænda sem afstöðu tóku eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einungis 3,8% eru mjög fylgjandi aðild og 2,7% eru frekar fylgjandi aðild. Þá taka 3,1% svarenda ekki afstöðu til spurningarinnar. Mjög góð svörun Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, kynnti helstu niðurstöður þessarar könnunar við setningu Búnaðarþings 2011 síðast- liðinn sunnudag. Í könnuninni var tekið 800 manna tilviljunarúrtak úr lista Bændasamtakanna yfir félagsmenn sína. Eftir yfirferð á þessum lista var nettóúrtakið 629 bændur. Þar af svöruðu 511 spurningunni og var nettó svarhlutfallið því 81,2% sem telst mjög góð svörun að mati Félagsvísindastofnunar. Könnunin upplýsir svo sem ekki nein ný tíðindi um afstöðu bænda gagnvart Evrópusambandinu en staðfestir þá tilfinningu sem bændur hafa haft um andstöðu stéttarinnar við aðild. Afgerandi stór hluti bænda tekur harða afstöðu gegn aðild að Evrópusambandinu og sögðust 75,9% bænda eru mjög andvíg aðild og 14,4% frekar andvíg. Þá voru 3,8% mjög fylgjandi og 2,7% frekar fylgjandi aðild. Þeir sem sögðust hvorki fylgjandi né andvígir aðild voru 3,1% svarenda í könnuninni. Föstudaginn 25. febrúar sl. var undirritað samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands um prófun á ræktun á norð- lægum yrkjum af ávaxtatrjám við íslenskar aðstæður. 160 þátttakendur Um 160 félagar í Garðyrkjufélaginu hafa nú ákveðið að taka þátt í verk- efninu og munu prófa yrki af epla- trjám, perutrjám, plómum og kirsu- berjum við breytileg skilyrði um allt land. Landbúnaðarháskólinn hefur faglega umsjón með framkvæmd prófana, veitir ráðgjöf um ræktunina og tekur við upplýsingum um árang- urinn hjá ræktendum. Stefnt er að því að prófanir fari fram sem víðast á landinu, hjá aðilum sem líklegir eru til að annast ræktunina af alúð. Yfir 130 yrki verða prófuð og eru þau flest ættuð frá Finnlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum og byggja mörg á gamalli hefð kyn- bóta í þessum löndum. Á vegum Garðyrkjufélagsins hefur nú verið stofnaður sérstakur klúbbur um ávaxtarækt. Allir sem eru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands geta gerst meðlimir í ávaxtaræktar- klúbbnum. Frekari upplýsingar er að finna á www.gardurinn.is. Um 160 þátt- takendur prófa yfir 130 ávaxtayrki Ómarkviss vinnubrögð MAST í díoxínmálinu –            Haft var eftir talsmanni Matvæla- stofnunar (MAST) í fréttum Ríkisútvarpsins 7. febrúar sl. að vísbendingar væru um, að u.þ.b. sex og hálft tonn af lambakjöti væri díoxínmengað miðað við niðurstöð- ur sýnatöku sem birtar voru þann 4. febrúar. Af þeim hafi um fimm tonn farið á erlendan markað. Skömmu síðar var upplýst að um 2,2 tonn hafi farið til Bretlands og 2,7 til Spánar. Í kjölfarið birtust fréttir um málið í erlendum fjölmiðlum. Niðurstöður mælinganna sem birtust þann 4. febrúar, á díoxíni og díoxínlíkum efnum í búfjárafurðum og fóðri, leiddu í ljós að af 12 sýnum af kjötafurðum frá bændum í Skutulsfirði hafi 2 verið eðlileg, átta sýni hafi sýnt verulega hækkun en þó undir hámarksviðmiðunum og tvö sýni verið yfir þeim viðmiðum. Nauðsynlegt að endurskoða verkferla MAST Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að í Skutulsfirði séu tvö sauð- fjárbú, Efri-Engidalur og Kirkjuból. Þá séu þar þrír smáframleiðendur sem mest slátra heima fyrir sig og sína. „Tekin voru sýni úr lambakjöti bæði frá Efri-Engidal og Kirkjubóli. Bæði sýnin voru langt undir viðmiðunar- mörkum. Eitt sýni af ærkjöti frá Efri- Engidal var hins vegar yfir mörkum og eitt lambakjötssýni frá einum smá- framleiðendanna, af heimaslátruðu. Þrátt fyrir þetta voru öll 384 lömbin grunuð (sex og hálft tonn), ef svo má segja, þó aldrei hafi verið staðfest að neitt af þeim hafi verið mengað. Þessi yfirlýsing frá MAST var því afar óljós og villandi. Sumir miðlar sögðu frá henni á þann hátt að díoxínmengað kjöt frá Íslandi væri á markaði. Ekki kom fram hvaða kjöttegund væri um að ræða, hvenær það var framleitt, hvar það var lagt inn, hversu mikið magn var um að ræða, né á hvaða markaði það fór. Þetta olli eðlilega áhyggjum og ruglingi meðal kaup- enda og við vissum til þess að ýmsir höfðu samband við sína birgja hér vegna þess. MAST brást aftur við í framhaldi af þessu og gaf út aðra tilkynningu sem skýrði málið mikið. Þá varð raunverulegt umfang málsins ljóst og eftir það var það eingöngu bundið við þessi tvö lönd sem kjötið var flutt til (Bretland og Spán) og þá sem höfðu keypt kjöt með ákveðinni pökkunar- dagsetningu af KS, þar sem allt kjötið var lagt inn.“ Sigurður segir að ekki sé ljóst hvort þetta hafi nein langtímaáhrif á útflutning greinarinnar en ekkert bendi til þess eins og sakir standa. „Mál sem þessi geta þó auðveldlega stórskaðað okkar erlendu markaði. Við teljum nauðsynlegt að endurskoða verkferla MAST í tilvikum sem þessum, því vinnubrögð stofnunarinnar voru í meira lagi ómarkviss.“ /smh Sæmundur Guðmundsson, eplabóndi. Mynd | smh Haraldur Benediktsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.