Bændablaðið - 10.03.2011, Page 5

Bændablaðið - 10.03.2011, Page 5
5Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Búnaðarsamband Suðurlands gerir það að tillögu sinni að ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því að unnar verði sem fyrst við- bragðsáætlanir vegna náttúru- hamfara með tilliti til áhrifa á búfé og gróður. Þetta er meðal þeirra mála sem fulltrúar bún- aðarsambandsins mæltu fyrir á Búnaðarþinginu sem lauk í gær. Guðbjörg Jónsdóttir formaður BSSL segir að með þessu vilji sam- bandið stuðla að því að menn læri af reynslunni sem fékkst í hamför- unum í Eyjafjallajökulsgosinu. Þá þurfti að flytja búfé af gossvæð- inu og gera ýmsar ráðstafanir í skyndingu og án þess að neinar við- bragðsáætlanir væru við hendina. „Það eru engir verkferlar til þegar búfé eða gróður er annars vegar. Skömmu eftir að eldgosið hófst var settur á laggirnar starfs- hópur á vegum landbúnaðarráðu- neytisins til þess að samræma og stýra aðgerðum. Nauðsynlegt er að nýta þá reynslu sem sú vinna skilaði til að móta heildstæða aðgerðaáætl- un á landsvísu. Það verður að vera til plagg sem segir til um hvernig staðið sé að málum, hverjir skuli kallaðir að borðinu við þær aðstæð- ur sem upp koma,“ segir Guðbjörg og nefnir að einnig sé mikilvægt að skilgreina ábyrgð og verksvið þegar vá ber að dyrum. „Við upp- lifðum það hér á Suðurlandi að oft var spurt um peningamálin í þessum efnum, einkum þegar á leið. Sem betur fer er fjárhagsstaða búnaðar- sambandsins sterk og þess vegna gat það tekið á sig kostnað við bráðaaðgerðir til skemmri tíma. Með viðbragðsáætlunum er hægt að skilgreina ábyrgðina nákvæmar og þann farveg sem málin eiga að fara í,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg Jónsdóttir Engin formleg viðbragðsáætlun er til um flutninga á búfé þegar náttúruhamfarir skella á. Náttúruhamfarir Þörf fyrir viðbragðsáætlanir vegna búpenings og gróðurs Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vestur- lands á Vesturlandi á komandi sumri. Alls verða 12 hestar í boði í sumar. Þið getið kynnt ykkur hestana á heimasíðunni. www.hrossvest.is Opnað hefur verið fyrir pantanir svo allt er klárt. Munið að hafa Fengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði. Dynur frá Hvammi IS1994184184 Rauður milli – vindhært í fax og tagl Faðir: IS1986186055 – Orri frá Þúfu Móðir: IS1978257277 – Djásn frá Heiði Notkunarstaðir: Borgir, seinna tímabil Verð með öllu kr. 85.000 Blær frá Torfunesi IS1999166214 Brúnn milli einlitt Faðir: IS1993187449 – Markús frá Langholtsparti Móðir: IS1991266201 – Bylgja frá Torfunesi Notkunarstaðir:       Verð með öllu kr. 90.000 Gígjar frá Auðholtshjáleigu !"# $  %  & Faðir: IS1986186055 – Orri frá Þúfu Móðir: IS1982287025 - Hrafntinna frá Auðholtshjáleigu Tímabil: Fyrra tímabil Notkunarstaðir: Borgir Verð með öllu: 126.000 Frakkur frá Langholti IS-2004.1.87.401 Brúnn Faðir: IS2001186915 - Vilmundur frá Feti Móðir: IS199026598 - Spá frá Akureyri Notkunarstaðir:     Tímabil: '    Verð með öllu kr. 95.000 Fláki frá Blesastöðum 1A #!"( $ )  %  & Faðir: IS2000187051- Gígjar frá Auðholtshjáleigu Móðir: IS1993287924 - Blúnda frá Kílhrauni Tímabil: '    Notkunarstaðir:     Verð með öllu: 150.000 Möller frá Blesastöðum 1A !# *+  & Faðir: 1998187810 - Falur frá Blesastöðum 1A Móðir: IS1996288046 - Perla frá Haga Tímabil: '    Notkunarstaðir:     Verð með öllu: kr. 150.000 Þristur frá Feti IS1998.1.86-906 $ * & ** & Faðir: IS1986186055 – Orri frá Þúfu Móðir: IS1991286910 - Skák frá Feti Tímabil: Seinna tímabil Notkunarstaðir:   Verð með öllu: 113.000    IS2003.1.86.002 Rauðjarpur Faðir: IS1998.1.84.713 - Aron frá Strandarhöfði Móðir: /#: ;    +  " Notkunarstaðir: < %= ; '    Verð með öllu kr. 97.000 Ljóni frá Ketilsstöðum "(!:!> ?&* & Faðir: IS2001187660 - Álfasteinn frá Selfossi Móðir: //>!:!: " @  %CC + Ketilsstöðum Notkunarstaðir: Fellsöxl Tímabil: '    Verð með öllu: 113.000 Klettur frá Hvammi IS1998187045 Faðir: /:#/# ; E& & +   Móðir: />!# " J  + ) Notkunarstaðir: Skipanes, húsnotkun. Verð með öllu: 150.000 Blysfari frá Fremra-Hálsi ##"> ?&N  &   = & Faðir: IS2001137637 - Arður frá Brautarholti Móðir: IS1996225038 Frigg frá Fremra- Hálsi Tímabil: '     Notkunarstaðir: Fellsöxl Verð með öllu: 88.000 kr. Dofri frá Steinnesi IS2005156292 Faðir: IS2000187051 – Gígjar frá Auðholts- hjáleigu. Móðir: IS1999256298 – Dáð frá Steinnesi Notkunarstaðir: < %=    Verð með öllu: 95.000 Staðfestingargjald er 25.000 kr. og er óafturkræft. Allar staðsetningar eru með fyrirvara um breytingar. ATH. Skilmálana. Sjá nánar á heimasíðunni www.hrossvest.is SK ES SU H O R N 2 01 1 Nánari upplýsingar gefur Gísli Guðmundsson, formaður, hrossvest@horssvest.is gsm 894-0648 Verð miðast við fengna hryssu og ein sónun innifalin. Skógræktarfélag Bíldudals ásamt Arnfirðingafélaginu og Skógræktarfélagi Íslands hafa ákveðið að fara í samstarfi við heimamenn á Bíldudal með skógræktarátak á næstu árum. Hafist verður handa í sumar. Ætlunin með átakinu er að hefja markvisst átak með þéttingu skógar sem nú er að spretta upp fyrir ofan þorpið og svo halda áfram alla leið að gömlu skógræktargirðingu á næstu árum. Einnig eru uppi hugmyndir að leggja göngustíg sem gæti tengst við gönguleiðina upp Búðargilið og fram hlíðina inn dalinn. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Íslands, skoðaði aðstæður fyrir skömmu ásamt fulltrúum Arnfirðingafélagsins. Hann telur að Bíldudalur sé sérstaklega ákjósanlegur staður fyrir verk- efni af þessu tagi, bæði skjólsæll og góður jarðvegur til ræktunar. Verður verkefnið kynnt í framhaldinu fyrir Vesturbyggð og íbúum á Bíldudal en ákveðið hefur verið að hefjast handa strax í sumar. Skógræktarátak í bígerð á Bíldudal Ísbú búrekstrarvörur, sem rekur vefverslunina isbu.is, hefur keypt og yfirtekið sölu og dreifingu ákveðinna landbúnaðarvara af Poulsen í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Poulsen segir að þeir vöruflokkar sem flytjast frá Poulsen yfir í vef- verslunina isbu.is eru sérhæfð verkfæri, spenagúmmí, fóður- gjafarílát frá Stockshop, Fisher Alvin-brynningartæki ásamt öllu tilheyrandi, geldingartangir, klau- faklippur, merkilitir og fleira frá Jörgen Kruuse, lambamerki frá Chevillot og síðast en ekki síst rúningsvélar og tilheyrandi áhöld og búnaður frá Liscop og Lister - Shearing í Bretlandi. Þá er þess getið í tilkynning- unni að Lister hafi nýlega keypt bandaríska vörumerkið Supershear sem er m.a. þekkt fyrir byltingar- kenndar nýjungar í rúningstækni en hjá því hafa verið gerðar tilraunir, m.a. með sjálfvirka rúningu. Því kunni að vera skammt í það að á markaðinn komi rúningsróbótar sem dregið geti úr kostnaði við ullarframleiðslu. Hjá andfætling- um okkar, Áströlum, var fyrsti rúningsróbótinn (Oracle) þróaður og prófaður hjá University of Western Australia þegar árið 1979. Slík tæki, sem þegar eru í notkun, hafi verið gagnrýnd fyrir að taka, að því virðist, nokkuð harkalega á skepnunum. Þá segir jafnframt í til- kynningunni að fólk geti kynnt sér þessa tækni (m.a. myndir) með því að nota sem leitarstreng á Netinu „Sheep shearing robot“ Poulsen ehf, þakkar öllum við- skiptavinum sínum áralöng við- skipti á þessu sviði og óskar isbu. is velfarnaðar í framtíðinni. Poulsen mun auka varahluta og rekstravöru-svið ásamt sérpöntun- ar-þjónustu á hlutum í dráttarvélar og tæki. Ísbú yfirtekur hluta af landbúnaðar- vöruþjónustu Poulsen

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.