Bændablaðið - 10.03.2011, Page 14

Bændablaðið - 10.03.2011, Page 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda (LS) hélt í síðustu viku fund um stefnumótun í greininni. Stjórnarmenn voru sammála um að miklir möguleikar séu hérlendis í að auka framleiðslu á lamba- kjöti. Þá hafi markaðsaðstæður erlendis verið að batna verulega og útflutningur sé þegar farinn að skila stórauknum gjaldeyris- tekjum. Samkvæmt bráðabirgða- tölum voru flutt út 3.437 tonn af lambakjöti í fyrra fyrir rösklega 2,1 milljarð króna. Skoða umhverfi sauðfjárræktarinnar „Við höfum verið að vinna að stefnumótun fyrir samtökin og hefur Ágúst Þorbjörnsson hjálpað okkur í þeirri vinnu, sagði Sindri Sigurgeirsson formaður LS. „Þar vinnum við út frá fimm meginþátt- um.“ Að sögn Ágústar er þar fyrst verið að skoða hvernig umhverfi sauðfjárræktarinnar er í dag og hvernig það hafi verið að þróast. „Einnig erum við að skoða hvernig líklegt er að það þróist í framtíðinni. Við höfum reynt að horfa á þetta í fyrsta lagi út frá inn- anlandsmarkaðnum og í öðru lagi út frá innlendri vöruþróun ásamt útflutningsmálum og mörkuðum erlendis, í þriðja lagi út frá fram- leiðslugreininni sjálfri, vinnslu- leyfishöfum og afurðastöðvum. Þá höfum við líka verið að skoða hvernig þetta lítur út gagnvart opinberum aðilum og reynt að meta mikilvægi þeirra og líklega þróun á því sviði. Síðan höfum við verið að skoða rekstur búa. Þannig erum við að skoða alla þætti sem tengjast hagsmunum greinarinnar.“ Sindri segir miklar breytingar hafa átt sér stað í sauðfjárbúskap, einkum á síðustu tíu árum. Menn hafi mikið verið að hagræða heima á búunum. Þá hafi nýir bændur verið að koma inn í greinina. Farnir að sjá ljós í myrkrinu „Stærsta breytingin er þó aukinn útflutningur. Við erum farnir að sjá ljós í myrkrinu,“ segir Þórarinn Pétursson. „Útflutningurinn er farinn að skipta gríðarlega miklu máli.“ Ágúst nefnir einnig að breyt- ingar á gengi íslensku krónunnar frá haustinu 2008 hafi klárlega haft gríðarleg áhrif á samkeppnishæfni greinarinnar á erlendum mörkuðum. „Þar er líka um að ræða breytingar á heimsmarkaðsverði á lambakjöti, sem hefur hækkað mjög mikið. Hagstæðara gengi og hækkað verð á mörkuðum gera það að verkum að greinin er orðin vænleg til útflutnings í dag. Við erum hér að velta fyrir okkur þeim tækifærum sem skapast við svona aðstæður og einnig þeim ógnum sem að grein- inni steðja. Hvernig við getum nýtt tækifærin betur og varist sem best þeim ógnum sem við blasa.“ Útflutningurinn mikilvægur Engar takmarkanir eru nú varðandi framleiðslu á lambakjöti í landinu. Aukinn útflutningur og hátt mark- aðsverð skila greininni því mikilli búbót. Segir Ágúst að útflutningur á lambakjöti sé nú farinn að skila tals- verðum gjaldeyri inn í þjóðarbúið, sem fer vonandi að skila sér inn í afurðaverð til bænda í haust. Auk þess benda stjórnarmenn LS á að aukin framleiðsla til útflutnings sé farin að skipta mjög miklu máli fyrir rekstur afurðastöðvanna og skapi þar mikla vinnu. Fyrir afurða- stöðvarnar sé útflutningurinn líka mikill hagur vegna þess að fram- leiðslan sé jafn harðan seld úr landi, sem minnki birgðahald og dragi um leið úr kostnaði vegna afurðalána. Allt vinni þetta saman að því að styrkja greinina. Vel heppnuð markaðssetning Markaðssetning í gegnum tíð- ina er einnig farin að skila sér í aukinni eftirspurn. Gott dæmi er Bandaríkjamarkaður og það nýjasta er vel heppnuð kynning á lambakjöti í Moskvu í Rússlandi, sem greint var frá í síðasta blaði. Þar tóku full- trúar Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands þátt í rúss- nesku matvælasýningunni Prodexpo, sem fram fór í byrjun febrúar. Vakti athygli að þessir keppinautar á íslenska markaðnum unnu náið saman að kynningunni í Rússlandi. Einnig voru þar fulltrúar íslensks sjávarútvegs að kynna sínar vörur en Íslandsstofa hélt utan um þátttöku Íslendinga. Ágúst Andrésson, slátur- hússtjóri KS, segir að markmið þátt- töku í sýningunni hafi verið að afla markaða fyrir dýrari hluta lambsins, en fram að þessu hafi útflutningurinn til Rússlands aðallega snúist um sölu á ærkjöti. Aukin áhersla á hágæðavöru Ágúst Þorbjörnsson segir að í stefnumótunarvinnu LS hafi ein- mitt verið skoðað hvernig nálgast mætti markaðina með gæði íslenska lambakjötsins í huga. „Út frá hreinleika, hollustu og þeim aðstæðum sem íslenska lambið er alið upp við. Að við hugsum þetta á annan hátt en gert hefur verið og séum um leið samkeppnishæfari í hágæðavöru en þessi stóru fram- leiðslulönd eins og Ástralía og Nýja- Sjáland.“ Þórarinn tekur undir það og segir það kannski feimnismál um að tala, en stefnan sé auðvitað að gera sauðfjárræktina að meiri „alvöru“ atvinnugrein. Stjórnarmenn séu sam- mála um að miklir möguleikar séu hérlendis í að auka framleiðslu á lambakjöti. Víða sé nægt landrými til staðar, þó það sé mjög mismun- andi eftir landshlutum. Sú aukning muni bæði verða með stækkun búa og aukinni hagræðingu en nauðsyn- legt sé þó líka að minni bú haldi velli til að viðhalda fjölbreytni í greininni. Ljóst sé þó að meðalbúið fari stækkandi. Laða þarf að ungt fólk Að mati stjórnarmanna er brýnt að laða ungt fólk inn í greinina, þar sem margir starfandi bændur séu að komast á aldur og fari að hætta búskap. Telja þeir að til að tryggja endurnýjun í greininni þurfi mikið átak. Sterkar raddir hafa einnig verið uppi meðal bænda almennt að sér- staks átaks sé ekki endilega þörf til að laða ungt fólk að sauðfjár- rækt, frekar en öðrum búgreinum. Aðalatriðið sé að landbúnaðurinn í heild hafi eðlilegt umhverfi til að starfa í. Dæmi um slíkt megi m.a. sjá í góðum árangri af útflutningi á lambakjöti síðustu misserin eftir að gengi krónunnar er ekki lengur of hátt skráð. Séu starfsumhverfi og tekjumyndunarmöguleikar eðlilegir muni áhugasamt fólk sækjast eftir að vinna við landbúnað. Því eigi sauðfjárbúskapur alla möguleika á að vera öflug atvinnugrein á Íslandi sem skapi mikinn gjaldeyri. /HKr. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í stefnumótunarvinnu: Útflutningur farinn að skipta gríðarlegu máli Miklir möguleikar sagðir til að efla sauðfjárrækt verulega ekki síst með tilliti til útflutnings Frá stefnumótunarfundi stjórnar Landssambands sauðfjárbænda. Talið frá vinstri: Sigurður Eyþórsson framkvæmda- stjóri LS, Helgi Haukur Hauksson, Oddný Steina Valsdóttir, Sindri Sigurgeirsson formaður LS, Þórarinn Pétursson og Ágúst Þorbjörnsson frá Framsækni ehf. Á myndina vantar Þorvald Þórðarson sem komst ekki til fundarins sökum óhagstæðs flugveðurs á Vestfjörðum. Mynd | HKr. Aukin tiltrú er að skapast meðal bænda í landinu á að sauðfjárbúskapur geti skilað auknum og umtalsverðum arði fyrir þjóðarbúið í framtíðinni. Matvælastofnun mun nú í mars hefja eftirlit með fóðri og fóðrun hjá bændum í Ölfushreppi, Ásahreppi og Rangárþingi eystra. Eftirlitið er í samræmi við reglugerð 107/2010, en þar er innleidd reglugerð EB nr. 183/2005 um kröfur er varða holl- ustu fóðurs. Kröfur til bænda og annarra frum- framleiðenda fóðurs koma fyrst og fremst fram í I. og III. viðauka reglu- gerðarinnar. Reglugerðina má finna á heimasíðu MAST undir Lög og reglur/Fóður. Búfjáreftirlitsmenn munu sjá um eftirlitið samhliða árlegri vorskoðun. Bændabýli teljast nú fóðurfyrir- tæki, eða eins og stendur í skilgrein- ingu á fóðurfyrirtækjum í reglugerð um matvæli: „fóðurfyrirtæki“: fyrir- tæki sem starfar við framleiðslu, vinnslu, geymslu, flutning eða dreifingu fóðurs, þ.m.t. framleiðsla, vinnsla eða geymsla framleiðanda á fóðri handa dýrum á eigin bújörð. Í reglugerð um kröfur er varða hollustu fóðurs er mest áhersla lögð á fjögur atriði. Skráning starfsstöðva: Skrá þarf alla starfsemi búsins, sem ekki fellur beint undir hefðbundinn búskap, hjá MAST. Hér er átt við t.d. þurrkunarstöð fyrir bygg eða annað korn, flutning á fóðri, sölu fóðurs, verktöku við slátt eða þresk- ingu o.s.frv. Bændur þurfa því að láta MAST vita formlega um alla slíka starfsemi. Hollustusamlega meðferð fóðurs: Halda þarf fóðurgeymslum, gjafa- búnaði, brynningarbúnaði, flutn- ingstækjum o.s.frv. hreinum og þrifalegum. Fjarlægja þarf reglu- lega fóðurleifar og skipta um undir- burð o.s.frv. Mengunarvarnir: Verja þarf fóður gegn meindýrum og utanaðkomandi mengun. Geyma þarf fóður aðskilið frá öðrum efnum eins og áburði, fræjum, hreinsiefn- um, olíum og eiturefnum og fjarri tækjum og verkfærum. Rekjanleiki: Fóðurfyrirtæki þurfa að geta rakið aðkeypt fóður skv. lotunúmerum eða framleiðsludagsetningu til seljanda eða framleiðanda. Jafnframt þurfa þau að geta rakið afhent eða selt fóður skv. lotunúmerum eða fram- leiðsludagsetningu til móttakanda eða kaupanda. Eftirlit með fóðri hjá bændum hefst, eins og að ofan greinir, í Ölfushreppi, Ásahreppi og Rangárþingi eystra. Á næstu 5 árum mun samskonar eftirlit eiga sér stað hjá öllum bændum á landinu. Kostnaður bænda vegna eftirlitsins verður 7.084 kr. Á býlum þar sem ekki eru gerðar neinar athugasemdir má búast við samskonar eftirliti á 5-15 ára fresti. Þar sem gerðar eru athugasemdir má búast við heimsókn eftirlitsfólks að nýju innan árs. Þuríður E. Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun Fóðureftirlit hjá bændum Nýleg dæmi hafa sýnt að ástæða er til að minna bændur á að gæta að aldursmörkum nautgripa varð- andi kjötmat. Einkum á þetta við um ungneytakjöt, þ.e. af nautum, uxum og kvígum á aldrinum 12-30 mánaða, en einnig um kýr. Samkvæmt kjötmatsreglugerðinni (nr. 882/2010) flokkast naut og uxar, 30 mánaða og eldri, sem bolakjöt (merktir Vinnslukjöt N) og kvígur sem kýr (KI U: vel holdfylltir skrokkar af 30-48 mánaða gömlum kúm eða í K-flokka eftir holdfyllingu og fitu). Einstaklingsmerking nautgripa hefur í för með sér að aldur slátur- gripa liggur klár fyrir og er ekki lengur matsatriði eftir beinmyndun í brjóski á hátindum brjósthryggjarliða og útliti skrokks að öðru leyti. Opið aðgengi er að grunnupplýsingum um nautgripi eftir einstaklingsnúmerum. Að sjálf- sögðu nýta kjötmatsmenn sér það ef gripur virðist vera nálægt viðkomandi aldursmörkum. Að sama skapi geta starfsmenn í kjötvinnslum sannreynt aldur sláturgripa við móttöku skrokka. Þeirri ábendingu er því komið á framfæri við framleiðendur að fylgjast með aldri gripa sinna og áætla slátur- tíma í samræmi við ofangreind aldurs- mörk. Með kveðju og góðum óskum til kúabænda. Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmats hjá Matvælastofnun. Matvælastofnun - Aldur sláturgripa Ábending til kúabænda

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.