Bændablaðið - 10.03.2011, Side 15

Bændablaðið - 10.03.2011, Side 15
15Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Búnaðarþing 2011 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 10. MARS 2011 16 » Fáranlegar hugmyndir ráðherra 19» Sameiningu ráðuneyta mótmælt Búnaðarþing var sett við hátíðlega athöfn sunnu-daginn 6. mars. Yfirskrift þingsins að þessu sinn var „Ræktum okkar land". Rauði þráðurinn við setningu þingsins var sú ógn sem steðjar að mann- kyninu þar sem baráttan um mat, vatn og orku verður stöðugt harðari. Þrátt fyrir að fjölmargar þjóðir líti á matvælaöflun sem erfitt vandamál, þá felst í stór- aukinni eftirspurn miklir mögu- leikar fyrir íslenskan landbúnað og íslenska matvælaframleiðslu almennt. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hvatti íslenska bændur til að taka höndum saman við að glíma við þá miklu áskorun og ábyrgð sem felst í því að auka matvælafram- leiðslu í heiminum. Fjölda gesta mætti til setningarathafnarinnar þeirra á meðal var Nils Björke, for- maður norsku bændasamtakanna og Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sérstök tengsl milli Noregs og Íslands Formaður norsku bændasamtakanna vill Ísland áfram við hlið Noregs utan ESB Nils Björke, formaður norsku bændasamtakanna (Norges Bondelag), var heiðursgestur Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi. Björke flutti Búnaðarþingi kveðju norskra bænda og stuðningskveðjur en norskir bændur sýndu íslenskum bændum mikinn rausnarskap þegar þeir réðust í söfnun til að styðja við bændur á gossvæðinu á Suðurlandi. Var Björke þakk- aður stuðningurinn með dynjandi lófataki. Björki segir norska bændur hafa fylgst með baráttu íslenskra bænda við afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli með mikilli athygli og af samhug. „Það er, og hefur verið, mín tilfinning að norskir bændur finni fyrir miklum tengslum við kollega sína hér á Íslandi. Það var auðsótt að fá norska bændur til að styðja við þá íslensku, þegar við fórum af stað í það verkefni. Það eru sérstök tengsl milli Norðmanna og Íslendinga, ekki síst milli bænda þjóðanna tveggja.“ Veita þarf fjármunum í landbúnað Norsk stjórnvöld hafa sýnt land- búnaði þar í landi mikinn skilning og styðja við hann. „Við finnum fyrir góðum vilja, áætlanir eru gerðar og yfirlýsingar gefnar en við vildum gjarnan sjá frekari fjárhagslegan stuðning. Nú er unnið að nýrri land- búnaðarstefnu í Noregi sem við vonum að verði leiðarljós okkar til næstu ára. Bændur vonast til að eiga gott samstarf við stjórnvöld í þeim efnum því stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau vilji auka matvælafram- leiðslu í Noregi. Til þess þarf hins vegar að veita meiri fjármunum í landbúnaðarkerfið. Reyndar hefur núverandi ríkisstjórn aukið nokkuð við stuðning til bænda en kostnaðar- hliðin er bændum óhliðholl. Það er erfitt fyrir bændur að fara í uppbygg- ingu af þessum sökum,“ segir Björke þegar staða norsks landbúnaðar er færð í tal. Norrænn landbúnaður í lykilhlutverki Norrænn landbúnaður getur gegnt lykilhlutverki á komandi árum varð- andi fæðuframboð í heiminum, að mati Björke „Ég tel að í ljósi þess hvernig þróun á verðlagi matvæla í heiminum hefur orðið á síðustu árum og hvernig verðlag mun stíga, verði þörf á að nýta nánast allt korn í heiminum til að fæða fólk. Það þýðir að beitarland verður að nýtast betur. Í Noregi og á Íslandi búum við yfir miklu beitarlandi og túnum sem verður að nýta. Það er á ábyrgð allra að brauðfæða heiminn. Undan því getum við norrænir bændur ekki skorast.“ ESB lítill hluti af heiminum Norðmenn fylgjast grannt með stöðu mála varðandi ESB-umsókn Íslendinga, segir Björke. Norskir bændur styðji baráttu íslenskra bænda gegn aðildinni og vonist til að Ísland hafni henni. Hins vegar muni það ekki hafa stórvægileg áhrif á stöðu mála í Noregi þó Ísland verði aðili að sambandinu. „Noregur mun standa utan við ESB burtséð frá því hvað Ísland gerir. Það er svo sterk andstaða við aðild í Noregi. Noregur er að ýmsu leyti öðruvísi en flest ESB-löndin. Við eigum miklar náttúrulegar auðlindir, vatn og orku og því er mikilvægt að halda eigin gjaldmiðli til að hafa stjórn á efna- hagnum. Ég trúi hins vegar ekki öðru en að Ísland standi áfram utan ESB við hlið Noregs því þegar Íslendingar sjá hvaða afleiðingar aðild myndi hafa fyrir t.a.m. landbúnaðinn og sjávarútveginn hljóta menn að verða afhuga aðild. Ísland og Noregur eru á ákveðinn hátt í útjaðri Evrópu en á sama tíma eru samskiptin mikil. Þessar tvær þjóðir vilja ráða sínum málum sjálfar og láta sína rödd heyr- ast. Það er líka mikilvægt að muna að þótt ESB sé stórt þá er ESB lítill hluti af heiminum.“ /fr 16-17 » Ályktanir Búnaðarþings 2011

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.