Bændablaðið - 10.03.2011, Page 24

Bændablaðið - 10.03.2011, Page 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 10. mars 2011 Félagið Holdi ehf. hefur verið með rekstur í einangrunarstöð nautgripa í Hrísey undanfarin fjögur ár og þar eru nú ríflega 20 gripir af Galloway- og Limousine-kynjum. Áhugi er fyrir því að efla starfsemina í eynni, enda sjá eigendur félagsins tækifæri til uppbyggingar á þessu sviði þar. Holdi ehf. er í eigu Ólafs Agnarssonar, Almars Björnssonar og Kristins Árnasonar. Að sögn Ólafs hefur félagið verið í rekstri undanfarin fjögur ár og nú eru í stöðinni 18 kýr, tvær kvígur og tvö naut. Á meðal gripa er síðasta hreina Limousine-kýrin sem eftir er í landinu og hefur hún aldrei annars staðar verið en í Hrísey, kom sem fósturvísir þangað árið 1999. Uppistaðan í bústofninum eru þó kýr af Galloway-kyni, sú elsta er fædd árið 1993 og mun bera í vor. „Hún er mikill trukkur,“ segir Ólafur en kýrin ber nafnið Prímadonna. Þá er í hópnum ein kýr af Angus Aberdeen- og Galloway-blöndu. „Mér vitanlega eru ekki lengur til í landinu kýr af Angus-kyni,“ segir Ólafur. Áhugi fyrir að byggja upp Ólafur segir að upphaflega hafi reksturinn á einangrunarstöðinni átt að vera tómstundagaman hjá þeim félög- unum, sem allir stunda aðra vinnu. Nú sjái þeir hins vegar tækifæri til að byggja upp og efla starfsemina, enda virðist áhugi bænda á fastalandinu á gripum af Galloway- og Limousine- kynjum vera mikill. „Við prófuðum að auglýsa kálfa til sölu síðastliðið haust og er skemmst frá því að segja að áhuginn var mikill, þeir fóru allir og fengu færri en vildu. Vegna þessa mikla áhuga langar okkur að þróa þetta áfram og það yrði líka jákvætt fyrir Hrísey, þar sem er mikið atvinnuleysi um þessar mundir, ef tækist að skapa fleiri atvinnutækifæri,“ segir Ólafur. Hann segir að hugmyndin sé að koma upp lífdýrabanka í eynni fyrir þá bændur í landi sem stunda kjöt- framleiðslu. Til sé á Hvanneyri sæði úr nautum af Galloway og Limousine, það sé frá árunum 1987 til 1993 og það megi nýta, en best væri þó ef leyfi fengist til að flytja inn erfðaefni. Núgildandi lög séu þó þannig að upp- bygging tæki langan tíma, en ekki má flytja kálf í land sem til verður með innfluttu erfðaefni. „Það má ekki flytja lifandi kálf í land fyrr en komið er í þriðja ættlið, þannig að þetta myndi taka langan tíma og þannig verða kostnaðarsamt,“ segir Ólafur. Von er á að í vor fæðist 12 til 13 kálfar og að líkindum 3-4 bætast við fyrir áramót. Félagið er með samning við Akureyrarbæ þess efnis að það hefur tún og beitarland til afnota gegn því að heyja og halda túnum í rækt. Þá segir Ólafur að aðstaða í einangrunar- stöðinni sé góð og þar hafi, þegar mest var, verið um 40 gripir. „Við höfum mikinn áhuga á að byggja þetta upp og bæta við, þannig að það væri gaman ef bændur sem eiga t.d. nautgripi af öðru hvoru kyninu, eða aðrir sem sjá sér hag í því að vera með, myndu hafa samband við okkur,“ segir Ólafur. Félagið Holdi ehf. með rekstur í fyrrum einangrunarstöð nautgripa í Hrísey: Mikill áhugi meðal bænda fyrir að kaupa kálfa Eina Limousine-kýrin sem eftir er hér á landi. Myndir frá einangrunarstöðinni í Hrísey. ATHUGIÐ: Síðustu forvöð til að panta lambamerki svo þau berist fyrir sauðburð er 15 mars n.k. Pantanir má einnig senda á netfangið einaro@thor.is Ertu að gleyma lambamerkjunum? Þ Ó R H F | K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0 Tagomatic Rototag 29,- án vskáprentuninnifalin Einföld merki á frábæru verði. Helmingsafsláttur af ísetningar- töngum með fyrstu pöntun. 69,- án vskáprentuninnifalin Þessi gömlu góðu sem endast og endast. Hert nælon og merkingin er brædd í merkið. ÞÓR HF Fulltrúafundur skógræktarfélag- anna var haldinn laugardaginn 26. febrúar í Mosfellsbæ. Þar kom m.a. fram að ræktun og sala íslenskra jólatrjáa hefur aukist undanfarin ár og er orðin mikilvæg undirstaða í starfi skógræktarfélaga sem vinna að almannaheill. Skógræktarfélögin hyggjast leggja aukna áherslu á ræktun jólatrjáa fyrir íslenskan markað en telja einnig raunhæft að framleiða hér jólatré og greinar fyrir erlendan markað. Lögð verður aukin áhersla á rækt- unar- og þróunarstarf er miðar að aukinni fjölbreytni og framleiðni auk þess sem samstarf við smásöluaðila og markaðsstarf verður eflt. Framboð á innlendum jólatrjám mun stóraukast, þegar á þessu ári og upp frá því. Því verður ekki þörf fyrir eins mikinn inn- flutning og verið hefur. Fram kom á fundinum að skógar skógræktarfélaganna njóta vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði. Í skjóli skóga má njóta útivistar allt árið um kring, en útivist í skógi er einhver sú besta heilsubót sem völ er á og öllum nauðsynleg. Með því að velja jólatré sem ræktuð eru hérlendis sparast gjaldeyrir og lífsgæði aukast með bættu umhverfi. Fjölþætt gæði skóga Á fundinum voru einnig flutt fróð- leg erindi um vistþjónustu skóga og fjölbreyttar nytjar svo sem timbur, ber, sveppi og efni til skreytinga. Í afurðum skóga felast töluverð verðmæti sem ekki hafa verið nýtt markvisst til þessa, en full ástæða er til að huga að. Aukinn kraftur í atvinnuátak Atvinnuátaki í samstarfi við ríkisstjórn Íslands verður haldið áfram af auknum krafti á þessu ári og liggur fyrir samþykki fyrir 102 milljóna króna framlagi til verk- efnisins sem ráðstafað verður til uppbyggingar útivistarskóga víða um land. Verkefnið er unnið í sam- starfi aðildarfélaga Skógræktarfélags Íslands við Innanríkisráðuneytið, Atvinnuleysistryggingasjóð og sveitarfélög landsins. Verkefnið hófst árið 2009 og hefur veitt hundruðum einstaklinga úrræði í því viðvarandi atvinnuleysi sem ekki sér enn fyrir endann á. Á tímabilinu 2009-2011 verða þannig sköpuð 220 heilsárstörf. Samhliða því að skapa fjölmörgum einstaklingum tíma- bundna atvinnu skapar sú vinna sem unnin er betra aðgengi að útivistar- skógum skógræktarfélaga, með betri aðstöðu, stígagerð, grisjun, gróður- setningu o.fl. Skógræktarfélögin horfa því með bjartsýni fram á veginn, enda aukast landgæði nú ár frá ári með vax- andi skógum, aukinni grósku og líf- breytileika því samfara. Vaxandi áhugi er nú fyrir ræktun ávaxtatrjáa og má í því sambandi tala um vakningu meðal ræktunarfólks. Sú ræktun mun fyrst og fremst eiga sér stað innan skógræktar- svæða og í þéttbýli þar sem garðtré mynda skógarskjól. Ræktun íslenskra jólatrjáa eflist: Kraftur settur í atvinnuátak skógræktarfélaganna Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.