Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.05.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Miðvikudagur 16. maí 20126 LOKAORÐIN Barátta bænda hefur áhrif Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum tíðina verið að gera tvíhliða frí- verslunarsamninga við ýmis lönd sem hafa þótt til hagsbóta fyrir íslensk milliríkjaviðskipti. Það hljómar því afar sérkennilega að á sama tíma og skuli sitja hér við völd ríkisstjórn sem stefnir að því af fullum krafti að ógilda þessa samninga. Ef Íslendingar gerast aðilar að Evrópusambandinu verða engir milliríkjasamningar gerðir milli Íslands og landa utan ESB nema undir forræði þess ríkjasambands. Ísland mun ekki bæði geta haldið og sleppt í þeim efnum. Því verða samningar við önnur ríki utan ESB ekki pappírsins virði ef Jóhanna og Össur fá heimild til að skrifa upp á aðildarsamning. Það virðist ansi margt í þessa veru sem þetta ágæta fólk er ekkert að hafa fyrir að upplýsa Íslendinga um. Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfir- ráðum yfir stórum hluta Norður- Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti. Þetta snýst um auðlindir, bæði í hafinu og á hafsbotni og legu lands- ins. Meira að segja Kínverjar eru fyrir löngu búnir að koma auga á þessa sérstöðu Íslands og þess vegna eru þeir nú markvisst að vinna að auknum umsvifum hér á landi. Grænlendingar og Færeyingar eru ESB óþægir ljáir í þúfu þrátt fyrir aðild Dana að sambandinu, og Norðmenn sjá enga ástæðu til að gefa ESB frítt spil á þessum svæð- um. Ef Íslendingar vilja endilega í náið ríkjasamstarf, þá er augljóst að miklu sterkara væri að sækjast eftir nánara samstarfi við Kanadamenn, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn. Grænlendingar eiga án efa eftir að skipta Íslendinga mjög miklu máli vegna nýtingar á gríðarlegum auðlindum sem þar er að finna í jörðu. Auðlindir á austurströnd Grænlands verður t.d. erfitt að nýta nema hafa aðstöðu á Íslandi. Íslendingar eiga einnig hlut- fallslega mestu ferskvatnsauðlindir á jörðinni, gnægð af orkumögu- leikum, veruleg tækifæri til aukinnar sjálfbærrar landbúnaðarframleiðslu og miklar auðlindir í hafinu. Við erum því með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel? /HKr. Það eru allnokkur tíðindi að íslensk stjórnvöld ætli að krefjast tollverndar fyrir íslenskar búvörur í aðildarviðræð- unum við ESB. Eins gekk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra talsvert langt í yfirlýsingum sínum á Alþingi fyrir skemmstu þegar hann sagðist verjast af hörku gegn því að inn í landið yrði flutt ferskt, ófrosið kjöt. Tollvernd og bann við innflutningi á fersku kjöti eru íslenskum landbúnaði gríðarlega mikilvæg. Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra hefur með orðum sínum undirstrikað að barátta hans í stjórnar- andstöðu, gegn innflutningi á fersku kjöti, var af heilum hug. En það eru vafalaust mörg ljón í veginum til þess að verja megi þá miklu hagsmuni til enda. Athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA eru þess eðlis að halda þarf mál- flutningi okkar hátt á lofti. Hvorki hægt að tryggja lægra matarverð né lægri vextir með ESB aðild Nú hefur vafalaust einhver aðildarsinni að ESB hrokkið við þegar fréttir bárust af því að íslensk stjórnvöld ætluðu að ganga fram með kröfur um tollvernd. Það hefur verið eitt af boðorðum þeirra sem vilja inn í Evrópusambandið að krefjast toll- frelsis til að tryggja, að þeirra mati, lægra matvæla- verð. Blekkingin um lækkað matarverð og loforð um lægri vexti hafa einmitt knúið aðildarsinna áfram. Auðvitað er lægra matarverð ekki tryggt með aðild að ESB, ekki frekar en loforðið um lægri vexti. Höfum í huga að lífeyrissjóðir landsins þurfa að tryggja 3,5% raunávöxtun á eignum sínum. Halda þarf vaxtastigi háu hér á landi til að ná slíkri ávöxtun. Til að hafa efni á 3,5% ávöxtun er nauð- synlegt að heimili og atvinnulíf hafi a.m.k. sama afkomubata árlega og ávöxtunarkrafan er. Hvernig fer þá fyrir þeirri ávöxtunarkröfu þegar og ef lof- orðin um lægri vexti ganga eftir? Er þetta kannski enn eitt dæmið um þær blekkingar sem reynt var að dreifa til að koma aðildarmálinu áfram? Skiptir mestu máli að herða róðurinn Einbeitt og málefnaleg vinna samtaka bænda hefur nú skilað þeim árangri að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að halda fram kröfum þeirra um tollvernd. Nú skiptir mestu máli að herða róðurinn. Bændasamtökin hafa í áratug unnið að rann- sóknum og greiningum á því hvað felst í aðild að ESB. Engin önnur samtök geta státað af slíku starfi hér á landi. Bændasamtökin eru afar virk félagshreyfing þar sem um helmingur félags- manna mætir reglulega á almenna fundi, tekur þátt í störfum aðildarfélaga, aðalfundum og gefur kost á sér til starfa. Það er fróðlegt að bera þetta saman við annan félagsskap. Enda hafa Bændasamtökin borið gæfu til að tala máli félagsmanna sinna í ESB-baráttunni. En áætlan stjórnvalda verður að sýna aðhald. Áframhaldandi vinna og fagleg vinnubrögð skipta þar máli ekki síður en samstaða og virkni félagsmanna. Þetta er nauðsynlegt að brýna fyrir fólki hér þegar við finnum vaxandi þunga af áróður- speningum og starfi ESB læsa krumlum sínum í þjóðfélagið. Framganga svokall- aðs sendiherra ESB hér á landi hefur áður verið rakin á síðum Bændablaðsins. Af því viðhorfi að dæma, sem kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, er þess ekki að vænta úr þeirri átt að gætt verði að því að halda umræðunni málefnalegri. Nú verður reyndar að slá þann varnagla að formleg samningsafstaða liggur ekki fyrir og heldur er óljóst hvernig umræddri kröfu um tollvernd verður haldið á lofti. En áfanginn er mikilvægur því hann sýnir að bændur geta náð árangri með því að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Sérhagsmunagæsla Því er stöðugt haldið á lofti að um sérhagsmuna- gæslu bænda sé að ræða í ESB-málinu. Orðið sérhagsmunagæsla virðist hljóma þannig í eyrum fólks að þar fari fram hagsmunagæsla sem með einhverjum hætti ógni almannahagsmunum. Svo rammt kveður að þessu að varla má nokkurt landsbyggðarfélag, fyrirtæki eða einstaklingur láta í ljós skoðanir sínar að ekki séu þær stimplaðar sem sérhagsmunir. Almannahagsmunir virðast aðeins eiga heima hjá sérútvöldum þátttakendum í þjóðfélagsumræðunni. Við sjáum í umræðu um frumvarp til breytinga á stjórn fiskveiða, að þegar fólk af landsbyggðinni lætur í sér heyra, þá fær það umsvifalaust þennan stimpil. Þessum stimpli hefur oftar en ekki verið skellt á málefnalega baráttu bænda fyrir hagsmunum Íslands og íslensks land- búnaðar – sem þegar öllu er á botninn hvolft eru fyrst og fremst þjóðarhagsmunir. /HB Með öll tromp á hendi Akureyrarbær notar moltu í stað tilbúins áburðar „Við ákváðum að kaupa ekki tilbúinn áburð þetta árið en nota moltu þess í stað,“ segir Jón Birgir Gunnlaugsson, forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ, en í liðinni viku var hafist handa við að dreifa moltu á Akureyri í stað tilbúins áburðar. Vorhret með tilheyrandi ofankomu og kulda setur eitthvert strik í reikninginn, en hafist verður handa á nýjan leik um leið og því slotar. Áburðargildi moltunnar mikið Akureyrarbær er fyrstur íslenskra sveitarfélaga til að nota moltu í stað tilbúins áburðar. Segir Jón Birgir að bærinn eigi stærsta hlutann í verk- smiðjunni Moltu í Eyjafjarðarsveit og það hafi vitanlega ráðið miklu um að ekki var keyptur tilbúinn inn- fluttur áburður þetta vorið. Sýni sem tekin voru hafi leitt í ljós að áburðar- gildi moltunnar dygði til að hún gæti komið í stað tilbúins áburðar. „Við það urðum við enn vissari um áburðargildi hennar og byrjuðum að leita leiða til að dreifa henni,“ segir Jón Birgir. Eftir örlitla byrjunarörðugleika fundust tvö tæki sem nýtast vel við dreifinguna. Annars vegar er moltan sigtuð og henni dreift með sand- dreifara, líkum þeim sem notaður er á golfvöllum. Það tæki er notað til að dreifa moltunni á umferðareyjar og minni svæði. Hins vegar er um að ræða skítadreifara af gerðinni KUHN og er hann notaður á stór, opin svæði. Akureyrarbær er með um 90 ha svæði í umhirðu og segir Jón Birgir að reynt verði að dreifa moltu á allt þetta svæði í ár. Miðað er við að dreifa um 5 kílóum á hverja 100 fermetra. Sigtuð molta kostar um 1.500 krónur rúmmetrinn, en enn er ekki ljóst á hvaða verði sú ósigtaða verður. Jón Birgir segir að síðar í sumar muni koma í ljós hver heildarkostnaður við dreifingu moltunnar verður í samanburði við innfluttan áburð. Vistvænt og sparar gjaldeyri Ljóst sé þó að með því að nýta moltu framleidda hér í héraðinu sparist gjaldeyrir og að um vistvæna framleiðslu sé að ræða. Moltan er framleidd hjá samnefndu fyrirtæki í Eyjafjarðarsveit. Til fyrirtækisins kemur sláturúrgangur, fiskúrgangur, lífrænn heimilisúrgangur, timbur og trjákurl, pappír, gras og tað, sem er jarðgert í stöðinni. Molta endur- vinnur nú nánast allan lífrænan heim- ilisúrgang af Eyjafjarðarsvæðinu og frá Sauðárkróki ásamt öllum sláturúrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu og er þar um að ræða raunverulega endurvinnslu. Hjá fyrirtækinu eru bundnar miklar vonir við að molta frá jarðgerðarstöðinni verði gott inn- legg í ræktun á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.